Tíminn - 20.10.1966, Side 5

Tíminn - 20.10.1966, Side 5
t FIMMTUDAGUR 20. október 1966 '<37 <$■ Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Frarakvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúí ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrlmur Gíslasón. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af. greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. 7 — — - ■ Bón Bjarna Bjarni Benediktsson segist beina þeim tilmælum til allra stétta í landinu, aS þær falli frá öllum kröfum um auknar tekjur næsta ár. ,,Við skulum fara varlega“, segir Bjarni, „og við verðum að stöðva tekjuaukninguna til handa hverjum og einum“. Þetta væri kannski ekki óeðlileg ósk ef kaupmáttur dag launa hefði farið vaxandi á undanförnum árum í sam- ræmi við auknar þjóðartekjur og skipting þjóðarteknanna væri með eðlilegum hætti. Slíku er hins vegar ekki að heilsa, þar sem t.d. kaupmáttur tímakaups verkamanna hefur ekkert aukizt síðan 1959 og mánaðarkaup Dagsbrún armanna er þannig, að það nægir rétt fyrir fæði og klæð- um fjögurra manna fjölskyldu en ekkert er eftir fyrir hús næði- Fyrir því verða verkamenn alveg að vinna í eftir- og næturvinnu, ef hún þá fæst. Þrátt fyrir þessa stað- reynd beiðist Bjarni þess, að óbreytt ástand haídist. Þeir sem minnst bera úr býtum, skulu búa við óbreyttan hlut. Hinir, sem mest græða, skulu líka halda áfram óskertum hlut. Tekjuskiptingin skal vera óbreytt. Þetta er beiðni, sem óneitanlega bentar ekki illa gróða- öflunum í þjóðfélaginu. Eins og Halldór E. Sigurðsson benti á í útvarpsumræð- unum í fyrravöld, stæði ríkisstjórnin líka öðruvísi að vígi til að bera fram umrædda bón, ef hún færi sjálf eftir henni og krefðist ekki að hafa meira fé til umráða en áð- ur. Hvað segir fjárlagafrumvarpið um þetta viðhorf rík- isstjórnarinnar? Það gerir beint og óbeint ráð fyrir, að ríkið hafi 800—900 millj. kr. meira til umráða á næsta árien í ár. 800—900 millj. kr. eiga skattþegnarnir þannig að greiða meira í ríkiskassann á árinu 1967 en árið 1966. Þessi skattaaukning ein nemur mörgum þúsundum króna á Irvjerja fjögurra manna fjölskyldu. /Ríkisstjórnin, sem leggur þessa auknu skatta nær jafnt á fátækan sem ríkan. jrefst þess svo, að..hinir tekjulægstu sætti sig við að fá enga tekjuaukningu. Önnur hefði aðstaða ríkistjórnarinnar verið, ef hún reyndi hjálf að lifa eftir þeirri reglu, sem hún vill setja öðrum. I , \ Þjoðin er alltaf að kynnast betur og betur afstöðu aúv. ríkisstjórnar og flokka hennar. Hið seinasta er það, að ríkisstjórnin vill frysta núverandi tekjuskiptingu í þjóðfélaginu, þ.e.a.s halda henni óbreyttri. Þeir, sem búa við lökust kjör, skulu gera það áfram. Þéir, sem safna mestum gróða, skulu fá að gera það áfram. Á þessu má ekki gera neina breytingu, segir ríkisstjórnin. Allt í ólestri Það var ekki ófróðlegt að heyra lýsingar Magnúsar Jónssonar á ríkisrekstrinum í fjárlagaumræðunum í gær- kvöldi. Samkvæmt þeim er ríkjandi fyllsti ólestur á flest- um sviðum og nefndir önnum kafnar við rannsókn á þvi, hvað gera skuli. Slíkt er ástand þessara mála eftir átta ára fjármálastjóm núv. stjórnarflokka. Það má því segja, að þessi raunalestur Magnúsar hafi snúizt upp í þunga ákæru á stjórnleysi og sukk núv. stjórnarflokka. Það er hins vegar ekki nýtt, að ríkisstjórnin skipi aefndir til að rannsaka málin. En ekki liefur enn heyrzt um árangur af störfum slíkra nefnda. ) i TÍMINN__________________________ r-......... ■ .................. Féttaritari „Politiken,/ í Moskvu: Metuppskera í Sovétríkjunum vegna bættra kjara bænda Líklegt, að þetta styrki hina pólitísku afstöðu Briesnjeff Bresnjeff SÍÐUSTU árin, sem Nikita Krustjoff sat að völdum, kom hann fram sem óumdeilanlagur vitringur í landbúnaðarmálum Naut hann þar við ágæts árang urs, sem náðst hafði oftar en einu sinni. Tveimur árum síðar setja arftakar hans Sovétmet í uppskeru, og það met fer langt fram úr þeim árangri, sem „gamli maðurinn" náði beztum. Fyrir skömmu voru birtar löl ur, sem gefa til kynna, að korn uppskeran i Sovétríkjunum muni nema 160—165 milljón- um smálesta á þessu hausti. Þetta er.að mun meira en met uppskeran 1964 (152 milljónir smálesta) og 20 milljónum smá lesta meira en meðaluppskera í Sovétríkjunum (142 milljón ir smálesta.) Enn liggja ekki fyrir ákveðn ar tölur um hveitiuppskeruna, en hveitiræktin hefur valdið Sovétmönnum hvað mestum erf iðleikum. Vestrænir sérfræðin? ar í Moskvu halda þó fram. að ef hinar opinberu tölur um heildaruppskeruna standist, verði hveitiuppskeran 88—90 milljónir smálesta Þetm- »,t-n einnig met, borið saman v’ð 76.6 milljónir smálesta árið 1958 og 74 milljónir smálesta árið 1964 Margir reyndir sérfræðingar í Moskvu höfðu búizt við góðri uppskeru í ár, en hinar Dirtu tölur virðast eigi að síður hafa komið þeim á óvart. Reynisr þær réttar, þegar til kastanna kemur, er árangurinn til muna betri en nokkur hefur þorað að gera ráð fyrir. „Þetta táknar“. segir einn hinna fróðu manna. „að Sovétmenn fá nægilegt korn, fyrst og fremst hveiti. bæði til þess að fullnægja inn- lendum þörfum, standa við út flutningsskuldbindingar sína> (m.a. til Kúbu) og auka mjös verulega varaforðann, en hann var genginn svo til þurrðaf að til vandræða horfði-1. Á ÞESSU sumri gengu Sovét- menn frá samningi við Kanada menn um hveitikaup fynr q00 milljónir dollara á þremur ár- um. I Ijósi hinna nýbirtu taina um uppskeruhorfurnar tcl)» sérfræðingar, að Sovétmenn kunni að hafa orðið oarna helzr til fljótráðir. Reynist uppsker an jafn mikil og gert er ráð fyr ir, ættu þeir að geta staðizt slæma uppskeru á næsta ári án þess að lenda í verulegum vand ræðum. Uppskerubrestur varð mikill í Rússlandi haustið 1963 og hafa Rússar síðan neyðzt til að kaupa hveiti t stórum strl á Vesturlöndum, einkum i Kanada. í árslok 1965 var pessi innflutningur samtals kominr upp í 16 milljónir smálesta Reynist uppskeruáætlanirnar hins vegar réttar, nemur upo skera þessa eina árs meiry um fram nauðþurftir (18—20 smá lestum) en samanlagðui inn- flutningur undangengin ár. Samkvæmt áreiðanlegurn út reikningum þurfa Sovétmenn 70 milljónir smálesta af hveiti tii þess að fullnægia nevzlubörf inni innan lands og standa við útflutningsskuldbindingarnar. ALLT þar tii umræddar tölur um uppskeruna voru birtar höfðu vestrænir sérfræðingar búizt við um 80 milljón siná- lesta hveitiuppskeru. Spár um meiri ulppskeru þóttu eirki á skynsamlegum rökum reistar Veðurfar hefur að vísu verið gott, en þó ekki frábærlega hag stætt. Framleiðsla tilbúins á- burðar hefur einnig verið meiri en áður, en þó ekki mjög miklu meiri (Áætlað er. að hún hafi numið 6 milljónum smálesta a móti 4.5 milljónum smálesta ár ið 1965, en það táknar aftur á móti, að 10 milljón smálesta markinu er enn ekki náð) Hér kemur einnig til greina að sáð var í ár í víðáttuminna akurlendi en áður Krustjoff var eindregið andvígur þeirri kenningu. að akurlendi hæri að hvíla, og meðan hann réði ríki um nam ósáið akurlendi * So- vétríkjunum aldrei meiru en 12 af hundraði. Eftirmenn KrustjofL hafa brevtr h“=su og -síðan 1964 hefur ósáið akur lendi aukizr um <0% 6' sam ræmL við kenningar vest -ænna sérfræðinga. Álitið er, að hin mikla upp skera sé fyrst og fremst að þakka skynsamlegri ræktunar- aðferðum en áður og umfram allt þó hagstæðari kjörum oændum til handa. -i að ■be! ur tíðkazt. í sem fæstum orð um ''lækkað verð a beim hluta uppskerunnar, sem ríkið kaup. ir (allt að 100%) aukin verð- laun fyrir afhendingu umfrarn áætlun (allt að 50%) og minni skrifstofustjórnarhömlur en óð ur, virðast vera í þann veginn að vóina bug á þeirri vinnu- tregðu, sem staðið hefur land- búnaði Sovétríkjanna fyrir þrif um um langa hríð. ÞARNA er einmitt að finna helztu nýjungarnar í stefnu So vétmanna í landbúnaðarmálum. Krustjoff lagði megináherzlu á aukna framleiðslu tilbúins áburðar og auknar áveitur. Bre Snjeff hefur aftur á móti stefnt að því að ýta, undir aukinn vinnuvilja meðal bænda og virð ist með þeirri áfrýjun til mann legs eðlis hafa náð betri á- rangri en fyrirrennurum hans hefur auðnazt. , Landbúnaðurinn er og mun enn um langa hríð verða ósegj anlega mikilvægur fyrir stjórn mái Sovéi'fk.ianna Þess vegna er eðlilegt, að nafn fremsta flokksforingjans sé tengt helztu umbótum og þróunarþrepum í iandbúnaði: Stalín kom á sam- | yrkju. Krustjoff lét taka aukið ij land til ræktunar, en Bresnjeff borgar . . . Hið stóraukna framlag til landbúnaðarins (41 milljarður rúblná á fimm árum) er því þakkað Bresnjeff, eins og önn ur nýmæli (minni kvaðir en áð ur um skylduafhendingu til rík isins, aukinn hlutur samyrkju- bændanna sjálfra, hækkað verð hækkuð ellilaun og minnkaðar hömlur). Það er því Bresnjeff, sem nú flytur landbúnaðarræðurnar á samkomum flokksstjórnarinn ar og stendur eða fellur með hini nýju skipan. Metuppsker an oaustið '966 er honuon jafn mikilvæg og uppskeran 1958 var Krustjoff. Hún þýðir ofur- lítið meira öryggi en áður á þeim valdastóli, sem valtari er en allir aðrir valdastólar í þess um heimi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.