Tíminn - 20.10.1966, Side 7

Tíminn - 20.10.1966, Side 7
FIMMTUDAGUR 20. október 1986 TtjVHNN ÞINGFRÉTTIR Lánsfjárhöftin koma í veg fyrir framleiðniaukningu fyrirtækja Langar umræður um lánsfjármálin á Alþingi í gær Fundur var í sameinuðu þingi í gær. Aliur fundartíminn fór í umræður um þingsályktunartil- Iögu Þórarins Þórarinssonar, Ing vars Gíslasonar og Halldórs E. Sigurðssonar um að framfylgt verði lögum um það hlutverk Seðlabankans að tryggja atvinnu- vegunum hæfilegt lánsfé. Auk Þórarins tóku þátt í þessum um- ræðum Gylfi Þ. Gíslason, við- skiptamálaráðlierra, Ólafur Bjöms son og Helgi Bergs. Þórarinn Þórarinsson mælti fyr ir tillögunni, sem kveður á um pfSfö Alþingi skori ii§ á ríkisStjórnina S hlutast til ..um að Seðla- bankinn full- f nægi þvj hlut- I- ,'JIÍ verki, sem hon- f um, er ætlað í \ lögum frá 1961 að vinna að því, að framboð láns- fjár sé hæfilegt miðað við það, að „framleiðslitgeta atvinnuveg- anna sé hagnýtt á sem fyllstan og hagkvæmastan hátt.“ Þórarinn sagði, að samtök at- vinnuveganna hétdu varla svo fund, að ekki sé kvartað yfir því að reksturslánaskorturinn hái framleiðslunni og dregið hafi úr lánveitingum til atvinnuveganna. Ekki sé að undra að slíkar radd ir heyrist. Hækkun á reksturs- kostn-arði fyrirtækja hefur verið 150—160% síðan 1959 hjá einka- fyrirtækjum. Reksturskostnaður opinberra fyrirtækja hefur þó hækkað enn meira og í sumum tilfellum allt að.*þre- eða fjórfald- ast. Ef allt hefði verið með felldu hefðu lánveitingar átt að aukast til samræmis við hinn aukna reksturskostnað. Skv. Fjármálatíð indum Seðlabankans námu endur kaup á víxlum Seðlabankans 857 milljónum 1959 en 1164 milljón- um 1965 eða höfðu aðeins hækk- að um 36% á móti 160—170%, hækkun á reksturskostnáði fyrir- tækjanna. Skv. sömu skýrslum áréiting í grein, sem birtist í Tíman- um í gær gerði ég meðan annars að umtalsefni nauðsyn þess að hleypidómalaus athugun fari fram á því hvaða veiðarfæri séu hag- kvæmust til veiða á grunnmiðum og hver séu ef til vill skaðleg eða óæskileg. í framhaldi af því vil ég að gefnu tilefni árétta þá skoðon, sem ég hef áður látið í Ijós, að bátarnir séu einfærir um að stunda þær veiðar, sem stunda þarf á grunnmiðum, einnig tog- veiðar. Togarar, sem byggðir eru fyrir úthasfveiðar og veiðar á fjarlæg um miðum eiga ekkert erindi á mið bátanna. Vandamál togaranna, sem vissu- lega eru alvarleg, verða héldur ekki leyst með því. Þau byggjast ekki sízt á því að togararnir eru orðnir úreltir og tæknibúnaður þeirra svo slæmur, að óhæfilega stóra áhöfn þarf á þá. Sá vandi verður tæplega leystur með öðru : en því að fá nýtízku úthafstog-} ara, sem svara kröfum tímans. 19. okt. 1966. Helgi Bergs. Fjármálatíðinda námu útlán banka og sparisjóða 3899 milljón- um 1959 en 8242 milljón 1965 eða höfðu hækkað um 111% á móti 160—170% hækkun reksturskostn aðar. Af þessu væri öllum aug- ljóst, að stórlega hefði dregið úr þjónustu bankakerfisins við at- vinnuvegina frá 1959, þrátt fyrir óvenjulegt góðæri og aflauppgrip allt þetta tímabil. f skýrslu Efnahagsstofnunarinn ar til Hagráðs' kæmi fram, að framleiðniaukning hefði almennt verið mjög lítil eða engin í ís- lenzkum fyrirtækjum að undan- skildum síldveiðunum. Hagvöxt urinn stafaði fyrst og fremst af metsíldveiði ár eftir ár, ásamt stór felldri aukningu vinnutíma. Sennilega hefði hvergi orðið minni framleiðniaukning í al- mennum atvinnurekstri í allri Vestur-Evrópu og hér á landi. Og síldin getur brugðist og mönnum verður æ ljósara, að hiii eina trygga undirstaða blómlegr- ar afkomu er aukin framleiðni fyrirtækjanna almennt — en sam dráttarstefnan í útlánum kemur í veg fyrir að fyrirtækin geti bætt rekstur sinn með aukinni vélvæð- ingu og hagræðingu og þar með aukið framleiðnina. Lánasamdrátturinn væri rétt- lætanlegur, ef sparifé hefði dreg- izt verulega saman. En ekki er því að heilsa, sem betur fer, en 18—20% af sparifénu er fryst fast í Seðlabankanum. Þetta fé hefði átt að nota til að bæta stöðu fyr- irtækjanna og auka framleiðni þeirra. Hvergi austan járntjaldsins mun beitt öðrum eins höftum í peningamálum og hér á landi — og segist ríkisstjórnin vera á móti öllum höftum og sérstök ályktun send frá flokksráði Sjálfstæðis- flokksins þessa dagana til að und- irstrika það! Það er orðið tíma- bært, að Alþingi grípi í taum- ana og krefjist þess að fjármagn- ið verði notað til að auka fram- leiðni fyrirtækjanna. Þessi láns- fjárhöft hafa verið réttlætt með því að þau hafi átt að draga úr verðbólgunni. Þeir menn hljóta að ganga með lokuð augun, sem trúa á þetta úrræöi eftir þá reynslu, sem fengin er af þessu því aldrei hafi verið meiri verð- bólguvöxtur hér á laníi, en með- an þessum höftum hefur verið beitt. , Nú verður að leita nýrra úrræða. Það þarf að koma til skipulag og áætlanir um nýtingu vinnuafls og fjármagns og láta það sitj^ í fyrirrúmi, sem nauð- synlegast er. Það er leiðin til auk- innar framleiðni. Það er leiðin út úr verðbólgufeninu. Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamála ráðherra, sagði að allur mál- flutningur Þór- arins Þórarins- sonar væri byggður á stór- felldum grund vallar misskiln- ingi. Væri litið á útlán bank- anna síðustu 12 mánuði og bor- iö saman við næsta tólf mánaða tímabil þar á undan kæmi í ljós, að útiánin hefðu verið aukin um 23% og mun meipa en hefði numið inn- lánaaukningunni. Það væri því fjarri öllu lagi, að deila á yfir- stjórn bankakerfisins fyrir að háífa svelt atvinnuvegina að láns- fé. Þegar athugað væri hvert þetta lánsfé hefði farið kærni í ljós, að það hefði dreifzt all jafnt til allra greina atvinnureksturs- ins. Útlánaaukningin hefði skipzt með þessum hætti: Landbúnaðar -16,6%, sjávarútvegur 27.5% verzl un 24.5%, iðnaður 22.7%, bygging ar 13.5%, samgöngufyrirtæki 16.9 %, raforkuframkvæmdir 16.7%, ríkisstofnanir og ríkissjóður 67.8 % bæjar- og sveitarfélög 21.3% peningastofnanir og fjárfestingar lánasjóðir 12.7% og ýmislegt 17.4 %. Ráðherrann sagði að nauðsyn- legt væri að binda spariféð til að standa undiij gjaldeyrisvarasjóði. Ekki væri unnt að veita bundna fénu út í atvinnulífið nema eyða gjaldeyrisvarasjóðnum. Ef menn vildu lána út gjaldeyrisvarasjóðinn í islenzkum krónum innnanlands, eiga þeir að segja það vafninga- laust. Gylfi- sagði, að mesta vanda mál íslenzkra atvinnuvega og efna hagslífs væri vinnuaflsskorturinn. Seðlabankanum bæri skylda til þess að sjá svo um að verðlag í landinu héldist sem stöðugast en ef bundna féð yrði íánað út myndi það verða einhver mesti verðbólguvaldur, sem hugsast gæti.- Ólafur Björnssdn sagði, að það væri út af fyrir sig skynsamlegar hugleiðingar, sem komið hefðu fram hjá Eysteini Jónssýni um hina leiðina, að rétt væri að raða verkefnunum eftir gildi þeirra og láta það sitja fyrir, sem nauð- synlegast væri. En Eysteinn hefði hins vegar ekkert sagt um aðgerð- ir er leiddu til þessa. í tillögu Þórarins væri hins vegar stefnt að aðgerðum, en tillagan væri bara byggð á misskilningi. Þórarinn Þórarinsson sagði, að það væri engu líkara, en Gylfi hefði gleymt því að hann væri heima núna en ekki útlöndum. Það sem hann hefði sagt um láns- fjármálin hefði getað átt við Bandaríkin eða Júgóslavíu. Það væri sjálfsagt ekki lánsfjárskort- ur þar, en hann væri geigvænleg- ur á íslandi. Bezt væri að vitna til þeirra manna, sem bezt vissu af eigin reynslu um lánsfjárskort atvinnuveganna á íslandi og þótt ráðherrann beitti öllu sínu áhrifa- valdi gæti hann ekki fengið yfir- lýsingu frá iðnrekendum, frysti- húsaeigendum, útvegsmönnum eða bændum um að hér ríkti ekki lánsfjárkreppa. Sannleikurinn væri sá, að fyrirtæki væru nú í almennari greiðsluvandræðum en nokkru sinni fyrr og þótt forsæt- usætisráðherrann hlakkaði yfir greiðsluerfiðleikum SÍS þá væri sömu söguna að segja um einka- f.vrirtækin. Og hið sama er að segja um sveitarfélögin. Meira að segja það sveitarfélagið, sem auð-' ugast væri og bezta hefði aðstöð- una. Reykjavíkurborg, væri kom- in í greiðsluþrot. Stjórnarstefnan væri að gera alla atvinnurekend- ur að vanskilamönnum, vegna þess að þeir fengju ekki eðlilega fyrirgreiðslu hjá bönkunum til að inna af greiðslur. Svo kemur yfirstjórandi banka- málanna á íslandi og talar eins og það sé engin lánsfjárskortur til í landinu. Þó reyndi ráðherr- anna ■ í engu að rengja þær töl- ur, sem ég nefndi, enda eru þær óhrekjahlegar og tala skýrt sínu máli — teknar beint úr tímariti Seðlabankans. Það væri sjálfsagt rétt hjá ráð- herranum, að útlánaaukning hefði orðið á síðustu mánuðum, en það sæi bara ekki högg á vatni í verðbólguflóðinu og lánsfjár- skorturinn vaxandi vandamál. Það er óumdeilanlegt, sagði Þórarihn, að stjórnarstefnan hefur skapað stórfelldan lánsfjárskort fyrir fyr irtækin og það hefur komið i veg fyrir, að framleiðniaukningu í atvinnurekstrinum, framleiðni- aukningu, sem eru öllu öðru nauð synlegri og hefði orðið, ef allt hefði verið með felldu og rétt haldið á málunum. Viðskiptamála ráðherrann toídi enga leið koma til greina í þessum málum, en þá sem nú er farin og taldi það sanna ótvírætt að fjármagninu hefði verið vel varið, þar sem næg atvinna hefði verið í landinu. En það er hægt að nota vinnuaflið vel eða illa og þar með fjármagn- ið með því að beina því að ónauð synlegúm framkvæmdum og handahófinu yrði að linna og fara yrði nýjar leiðir. Að lok- um sagði Þórarinn, að þessar um- ræður hefðu orðið til gagns, ef þær leiddu til þess, að Gylfi kæmi heim aftur. Gylfi Þ. Gíslason kvaðst vilja mólmæla því að hann hefði sagt, að hér á landi væri ekki ríkjandi lánsfjárskortur. Hér væri lánsfjár skortur og hann fylgdi alltaf verð- bólgu. Sú fullyrðing Þórarins, að ríkisstjórnin hefði skapað lánsfjár skort á íslandi væri alveg út í bláinn. Ilelgi Bergs gerði nokkrar at- hugasemdir við málflutning við skiptamálaráð herra. Helgi sagði nauðsyn legt að hafa ein- hvern gjaldeyr isvarasjóð til- tækan í öðru eins efnahags- öngþveiti og nú ríkti, en hitt findist sér óeðlilegt, NITTO JAPÖNSKU NITT0 HJÓLBARÐARNIR I flostum staorðum fyrirliggjandi í Tollvörugoymslu. FUÓT AFGREIÐSLA. DRANGAFELL H.F. Skiphoiti 35 — Sími 30 360 að það væri eingöngu bundið spari fé, sem notað væri til að' standa undir gjaldeyrisvarasjóðnum. Það er of mikið átak fyrir þjóðina að hafa fjórðung af sparifé sínu í útlánum erlendis, þegar lánsfjár- skortur er helzti fjötur atvinnu- veganna og dragbítur á aukna framleiðni. Það kostar líka tölu- vert í vaxtamun að hafa fé til ávöxtunar erlendis á sama tíma og tekið er mikið af erlendum lánum til framkvæmda innan- lands. — Eitt brýnasta verkefn- ið í efnahagsmálunum er að auka útlán til framleiðniaukningar í at vinnuvegunum. Aukin framleiðni- lán myndu fyrst og fremst þýða eftirspurn eftir nýjum og full- komnum tækjum til atvinnurekstr ar erlendis frá. Því vildi hann spyrja ráðherrann, hvort hann teldi, að það yrði mikill verð- bólguvaldur á 'fslandi, ef hiuti af gjaldeyrisvárasjóðnum yrði varið til slíkra tækjakaupa, sem leystu úr vinnuaflsskorti í þjóðfélagi manneklunnar, — einkum ef hann bæri slík lán saman við töku erlendra lána fyrir innlend- an framkvæmdamarkað ein*s og átt hefði sér stað í ríkum mæli undanfarið á sama tíma og rikis- sjóður er rekinn með hundruð milljóna greiðsluafgangi. Ráðherrann . svaraði þessum spurningum engu. ELFUR Skólavörðustíg 13, Snorrabraut 38. i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.