Tíminn - 20.10.1966, Qupperneq 12

Tíminn - 20.10.1966, Qupperneq 12
12 TÍMINN FIMMTUDAGUR 20. október 1966 Austurleið auglýsir Reylcjavík — Kirkjubæjarklaustur, ein ferð í viku. Frá Reykjavík: Laugardaga kl. 13-30 Frá Kirkjubæjarklaustri: Sunnudaga kl. 13,00 Reylcjavík — Vík, tvær ferðir í viku. Frá Reykjavík: Laugardaga og þriðjudaga kl. 13,30 Frá Vfk: Sunnudaga kl. 15,30 miðvikudaga kl. 8. Reykjavík — Fijótshlíð- Ferðir alla daga, allt árið. (óbreitt). Austurleið h. f. Hvolsvelli. Styrkir til iðnnáms Stjórn styrktarsjóðs ísleifs Jakobssonar, auglýsir hér með eftir umsóknum um styrk úr sjónum. Til gangur sjóðsins er að styrkja iðnaðarmenn að full nema sig erlendis í iðn sinni. Umsóknir ber því að leggja inn á skrifstofu Landssambands iðnaðar- manna í Iðnaðarbankahúsinu, Lækjargötu 10 B. fyrir þann 6. nóvember n. k. ásamt sveinsbréfi í löggiltri iðngrein og upplýsingum um fyrirhugað framhaldsnám. Sjóðsstjórnin. T" ÁTTRÆÐ Ritarastaða Staða ritara við Flókadeild Kleppsspítaláns er laus til umsóknar frá 1. nóvember n. k. Góð vélrit unarkunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt kjara samningum opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29 fyrir 27- októher n. k. Reykjavík, 20. október 1966. J I Skrifstofa ríkisspítalanna. ★ Stpdentafélag Reykjavíkur HELDUR KVÖLDVÖKU í Súlnasal Hótel Sögu síðasta dag sumars — föstudaginn 21. þ. m. kl. 8,30 ★ Vetrartízkan 1966—67: Tízkuverzlunin Guðrún Rauðarárstíg 1 og Hattabúð Soffíu Pálma. Glæsi- legastu sýningarstúlkur landsins. Kynnir: Ragna Ragnars 'A' Húmor að hausti: Ómar Ragnarsson ★ Dansað og sungði fram á vetur: Kveðjum sumar — Fögnum vetri Óráðið hvénær skemmtuninni lýkur. Öllum heimill aðgangur. Borðpantanir föstudag kl. 16—19. Kvöldverður framreiddur frá kl. 19. Nb. Tízkusýningin hefst kl. 21.30 Stjórnin. FYambuld af hlu. 3 hans. — En honum var ég vel kunnug og fjölskyldur okkar ná- grannar og vinir. — Hann varð vel við, skrifaði mér aftur um hæl og sagði meðal annars: — rit höfundarhæfileikinn er ótvíræður, og væri hér um dóttur mína að ræða, mundi ég hiklaust ráða henni til að halda áfram.“ — Nú þóttist ég hafa gott tromp á hendinni. Ég skrifaði Svöfu sam- stundis eldheitt hvatningarbréf, — að mér sjálfri fannst —og sendi henni ummæli Kvarans. En öll atvik voru mér andstæð. Faðir hennar var heilsubilaður og féll frá 1911. Eignir hygg ég, að hafi engar verið. Kennslustörf voru iUa launuð, en vinna þrotlaus. Vinnu- tími kennara var ,þá tæplega reiknaður í klst. Skólarnir áttu ekki bara að veita fræðslu í ein stökum námsgreinum. Þeir áttu að vera uppeldisstofnanir. Vinnu- fúsir kennarar sinntu börnun- um, þegar þau kölluðu og þörf krafðist, meðan dagur entist og Svöfu datt víst aldrei í hug að hlífa sér. — Hvar sem hún kenndi, tók hún mikinn þátt í i félagsmálum. Var formaður og stofnandi ungmennafélaga, kven félaga o.fl. Hún taldi sér nauð- synlegt vegna starfs síns, að kynn ast heimilunum og halda sam- bandi við fyrrverandi nemendur. — Þá bættist bað ofan á, að góð vinkona Svöfu andaðist frá mörg- um börnum. Tók hún þá kornung- an son hennar til fósturs og ann- aðist jippeldi hans| að öllu leyti. Móðir hennar var líka njá henni j í ellinni og sízt mátti vanrækja að annast hana vel. Ritstörfin urðu ’• í'að sitia iá hakapum.. Alltaf hef " 'ég saknað þess. Það ,var löng leið milíi Siglu- fjarðar og Bíldudals og Siglufjarð ar og Akraness áður en úr sam- gönguleysi greiddist með stór- bættum strandferðum, miklum bílakosti og flugferðum, og ekki hvað síit stórauknum möguleik- um til' farareyrisöflunar, en „hrísi vex og háu grasi, vegr es vætki treðr.“ — Bréfaskipti okkar smástrjáluð ust og ég frétti fátt af vinkonu Dúnsængur Dúnsængur Æðardúnssængur Gæsadúnn Hálfdúpn Fiður Sængurver Koddar — Lok Þýzk rúmteppi Tilvalin brúðar- eða tækifærisgjöf Patons-ullargarnið fyrirliqgjandi. Allir litir — hleypur ekki. Drengjajakkaföt Stakir jakkar og buxur Matrosaföt og kjólar Hvítar drengjaskyrtur kr. 75. Vesturgötu 12, sími 13570. minni. En einstök atvik urðu þó til þess, að ég fekk gleggri hug- mynd um líf hennar og störf en lengri fréttir hefðu ef til vill gefið mér. Skólastjórastaða á Siglufirði var auglýst laus til umsóknar. iSvafa sendi umsókn og henni fylgdu meðmæli frá hinum gagn- merka presti, séra Þorsteini Bfiem á Akranesi. En Svafa hafði þá um hríð verið skólastjóri barnaskól- ans á Akranesi. Mörgum með- mælabréfum veitti ég viðtöku á áratuga starfsferli mínum í skóla- nefndum skólanna á Siglufirði, en engum jafnfallegum. Séra Þor- steinn talaði um ágæta kennara- hæfileika Svöfu og þó sérstaklega hve vel henni léti móðurmáls- kennslan og kennsla í sögu lands- ins okkar, en mest væri þó um það vert, hve hollráð hún reyndist foreldrum og börnum, þegar sér- stakan vanda bæri að höndum. Ekki fengu Siglfirðingar þó að njóta starfskrafta Svöfu, því að hún dró umsókn sína til baka. Lágu til þess sérstakar orsakir, sem ekki skulu hér tilgreindar. Ef til vill hefur það ráðið nokkru um, að þá hefur hún líklega verið farin að kenna sjúkdóms (astma), sem nú hefur um langt skeið þjáð hana og þreytt. — Tvisvar hefur það komið fyrir, með nokkurra ára millibili, að ég hef mætt óvæntri vinsemd og jafnvel trausti frá bráð ókunnugum, karli og konu, sem ég hitti af tilviljun, svo að það vakti hjá mér nokkra furðu. Skýr- ingun'a fékk ég eftir á. Bæði höfðu verið nemendur Svöfu og vissu, að við vorum vinkonur. Betri meðmæli gat ég ekki feng- ið að þeirra dómi. Þegar Svafa fluttist til Reykja- víkur, og gerðist framkvæmda- stjóri Kvenfélagssambands ís- lanls, (1944), lágu leiðir okkar aftur talsvert saman, því að um langt skeið sat ég aðalfundi sam- bandsins. Undirbúningur þeirra virtist mér framan af að minnsta kosti, hafa komið mest ,á Svöfu. Á fundunum sjálfum var hún alls staðar nálæg, ef einhver nefndin þurfti aðstoðar við, að semja til- lögur. Var það kannski ekki óeðli- legt, jafnlitla æfingu og flestar konur höfðu þá í félagsmálastörf- um og hafa reyndar enn. Annars virtist mér hún helzt vilja draiga sig sem mest í hlé. Þó var það svo, að stundum þegar umræður urðu úr hófi langar, og deilur um auakatriði yfirgnæfðu, stóð Svafa upp og tókst með örfáum orðum að hitta svo vel í mark, að öllum varð aðalatriðið ljóst, og urðu á eitt sáttir. Rök hennar var ekki auðvelt að véfengja. Minnis- stætt er mér það, að þegar frú Ragnhildur Pétursdóttir baðst und an endurkosningu, sem formað- ur Kvenfélagssambandsins og henni var þökkuð margra ára ágæt forysta, vildi hún ekki láta þakka sér einni. Hún hefði haft góðan stuðning meðstjórnenda sinna og raunar ætti Svafa Þor- leifsdóttir allar þakkirnar fyrir skipulagningu sambandsins. f frábærlega snjallri og skemmti legri ræðu, sem prófessor Sigurð ur Nordal flutti í samkvæmi, sem menntamálaráðherra hélt honum til heiðurs, í tilefni af áttræðis- afmæli hans, sagði hann meðal annárs, að hann hefði alltaf litið á lífið hér á jörðu sem skóla og líklega hefði Guði þótt nokkuð erf itt að ala sig upp, fyrst hann léti sig hafa svona langa skólagöngu. Væri ekki rétt að skoða þetta líka frá öðrum sjónarhól? Skyldi það vera ósennilegt. að Guð liti svo á, að þeir sem sköruðu sérstak- lega fram úr að gáfum og góðum hæfileikum væru þess verðir að mikil rækt væri lögð við uppeldi þeirra og vel til þess vandað — beir fengju langa skólagöngu við strangan aga — því ,hvem sem Drottinn elskar, þann agar hann.“ Svafa Þorleifsdóttir er áttræð í dag. Skólaganga hennar er orðin löng og auðveld hefur hún ekki verið. Við vinir hennar biðjum þess af heilum hug, að hún megi uppskera, svo sem hún hefur til sáð. Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá. KAUPFÉL. BORGFIRÐINGA \ Framhald af bls. 9. fjölda gesta sem lagt hafa leið sína í Borgarnes í haust til að sjá og læra hin nýju vinnubrögð. f stuttu máli er aðalbreytingin í því fólgin að skrokkurinn færist með jöfnum hraða eftir tveim keðjum, frá því hann kemur úr banaklefanum, og þar til hann er tilbúinn til kælingar. Er, skrokkur- inn rúman hálftíma í keðjunum, og fer á þeim tíma í gegnum hendur margra, sem hver vinnur sitt ákveðna verk. Hægt er að slátra eitt þúsund kindum á átta klukkustundum þegar þessi nýja „ slátrunaraðferð er viðhöfð. Fram- leiðsluráð landbúnaðarins lét setja upp þetta kerfi. Hafa margir sláturleyfishafar lagt leið sína í tilraunasláturhúsið til að fylgjast með hinum nýju vinnu brögðum, en segja má að þetta sé eina verulega breytingin í sláturaðferð um sem orðið hefur síðan slátur- hús komu til sögunnar hér á lándi. f hófi að Hótel Borgarnes hélt Ingólfur Jonsson landbúnaðarráð herra ávarp, þar sem hann lýsti ánægju sinni yfir hinu nýja og glæsilega sláturhúsi og óskaði Kaupfélagi Borgfirðinga til ham- ingju með þetta stórátak. Þá tók Agnar Tryggvason framkvæmda- stjóri búvörudeildar SÍS til máls og fagnaði því að nú væri komið sláturhús, er uppfylli kröfur þær er erlendir kjötkaupendur gera til sláturhúsa, og þá líklegt að opn- ast aftur ameríkumankaðurinn sem lokaðist í fyrra vegna þess að ekkert sláturhús var viður- kennt af fulltrúum kaupenda. Kröfurnar um sláturhúsin væru alltaf að aukast, og sérstaklega væru það hinir stóru markaðir sem gerðu miklar kröfur um hrein læti og alla meðferð kjötsins. Að lokum tók Gunnar Guð- bjartsson formaður Stéttarsam- bands bænda til máls og ræddi á víð og dreif um sláturhúsamál í landinu. Kvað hann nú vera 70-80 sláturhús í landinu mg væru flest þeirra mjög ófullkomin, og fá löggilt. Undanþágur um starf- rækslu sláturhúsa sem ekki eru I fullkomnu lagi verða gefnar á næstu þrem árum, og á þeim tíma á sláturleyfishöfum aðgefast tími til að koma sláturhúsum sín- um í viðunandi horf. Sagði hann að Framleiðsluráð hefði veitt 1.5 millj. úr verðjöfnunarsjóði til að koma upp tjlraunasláturhúsinu í Borgarnesi, og væri það augljóst að ef nýta ætti þessa nýju tækni við slátrun þyrfti að fækka slátur- húsunum í landinu allverulega, og færa þau saman. Skipuleggja yrði svæði þau sem hvert sláturhús næði til, annars væri ekki hægt að auka afköstin og notfæra sér ný- tízku tækni og aðferðir í húsun- um. LátiS okkur stilla og herSa upp nýju bifreiðina. Fylg- izt vel með bifreiðinni. BÍLASKOÐUN Skúlagötu 32, sími 13100. Skúli J. Pálmason, héraðsdómslögmaður Sölvhólsgötu 4, Sambandshúsinu 3. hæð Símar 12343 og 23338.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.