Vísir - 01.10.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 01.10.1975, Blaðsíða 5
Visir. Miðvikudagur 1. október 1975 REUTER AP NTB ÚTLÖNDÍ morgun ÚtlÖnd í morgun ÚTL Umsjón: Guðmundur Pétursson Boða lög og reglu í Portógal Stjórnarsinnar héldu útifund í Lissabon í gœr til stuðnings aðgerðum stjórnarinnar gegn uppvöðslu kommúnista Jose Pinheiro de Azevedo, forsætis- ráðherra Portúgals, gekk um milli manna, sem safnast höfðu til útifundar við stjórnar- ráðið i Lissabon, stýrði kallkór -þeirra, sem heimtaði „aga”, „aga”, og aftur „aga”. Það er talið, að um 12.000 manns hafi safnast þarna saman til að lýsa stuðningi við aðgerðir stjórnarinnar, sem hefur nú hafist handa gegn byltingarkenndustu uppátækj- um róttækra vinstrimanna. Meðal þessara aðgerða var frelsun útvarpsstöðvar kaþólskra, sem kommúnistar höfðu hertekið, og ögun þeirra herdeilfla, sem neituðu að hlýðnast fyrirmælum, þau beindust gegn kommúnistum. Jafnaðarmenn og alþýðudemókratar gengu fylktu liöi um götur Lissabon i gær með dr. Mario Soares i broddi fylkingar. Var siðan numið staðar við stjórnarráðið en Soares sótti de Azevedo inn og leiddi hann út á svalir, þar sem þeim var fagnað. Dr. Soares ávarpaði mannfjöldann, og sagði, að þjóðin styddi þá stjórn, sem nú væri komin til valda i Portúgal. Tók mannsafnaðurinn undir það. örfáir kommúnistar i hópnum reyndu að gripa frammf fyrir Soares, sem sagði þá: „Við viljum ekki einangra eða varpa rýrð á félaga okkar, kommúnista. En við getum ekki heldur liðið það, að litill minnihlutiráði lögum og lofum i Mario Soares, leiðtogi jafnaðarmanna, og de Azevedo, forsætisráðherra, sjást hér innan um stuðningsmenn stjórnarinnar á útifundinum I Lissabon i gærkvöldi. þessu landi gegn vilja yfirgnæf- andi meirihluta portúgölsku þjóðarinnar.” Var þessum orðum Soares tekið með miklum fagnaðarlát- um. Þegar de Azevedo forsætis- ráðherra ætlaði að taka til máls, bilaði hátalarakerfið. Hann greip þá til þess ráðs að blanda sér i mannþröngina og hrópa or orð sin til mannfjöldans, sem tók undir i einum kór. „Það er knýjandi nauðsyn að koma aftur á lögum og reglu og aga, til að brjöta á bak aftur það stjómleysi, sem landið hefur búið við,” sagði forsætis- ráðherra, og samstundið var tekið undir af 12.000 manna kór: „Aga, aga, aga.” Azevedo kvaðst hafa gert sér grein fyrir þvi, að hann hefði hætt á að baka sér óvinsældir með þeim aðgerðum.sem hann lét stjórnina gripa til. En þær hefðu verið nauðsynlegar, ef landið hefði ekki átt að verða fasisma að bráð. „Lengi lifi Pinheiro,” hrópaði mannfjöldinn á móti, svo að kviði forsætisráðherrans virðist ástæðulitill. Kölluðu vindl- ingana eftir Apollo-Soyuz Áður en hið sögulega stefnumót geimtaranna, Apollo og Soyuz, átti sér stað úti i geimnum, gerðu sovétmenn* og bandarikjamenn með sér margþætt samkomulag um dreifingu upplýsinga, beinar sjónvarpssendingar og fleira og fleira. Einn liður samvinnunnar, öllu jarðbundnari en geimflugið, laut að framleiðslu vindlingategund- ar, sem kölluð er „Apollo Soyuz”. Tóku þar höndum saman kapital- istar austan tjalds og vestan. Mynduðu Philip Morris og Glavtabak með sér félag um framleiðslu á þessum nýju vindlingum, sem eru með filter, en þær eru framleiddar i Java- verksmiðjunni i Moskvu. Nýja vindlingategundin, sem er rækilega merkt Philip Morris og Glavtabak, og sögð vera „american biend cigarettes”. Gengið út af Fjöldi fulltrúa á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna gengu úf af f undi allsherjarþingsins i gær, þegar Pedro Cortina, utanríkisráðherra Spánar, ætlaði að taka til máls. Ambassadorar EBE-landanna niu risu úr sætum sinum sem einn maður og gengu út, þegar Cortina sté i ræðustól. Um leið gengu út nokkrir fulltrúar Norðurlanda og fleiri. Með þessu voru undirstrikuð viðbrögð fjölda rikja við aftökum skæruliðanna fimm, sem hvar- vetna hafa vakið andúð og mót- mæli. Bauð 25 þúsund dollara til að rúða Ford af dögum Við rannsóknina á tilræði Söru Jane Moore við Ford forseta á dögunum hefur kom- ið i ljós, að hún gerði þrivegis tilraun til að ná simasambandi við leyniþjónustuna að morgni þess dag, sem hún skaut að Ford. Enginn veitt enn, hvað henni lá á hjarta. Hún var yfirheyrð af erind- rekum leyniþjónustunnar kvöldið áður, en var álitin hættulaus, þegar i ljós kom, að húnhafði verið uppljóstrari FBI (alrikislögreglunnar) á stund- um. Sérstök þingnefnd vinnur nú að endurskoðun þeirrar öryggisvörslursem Bandarikja- forseta er látin i té. Hefur hún kallað á sinn fund til skýrslu- gjafar ýmsa sérfræðinga og þar á meðal frá leyniþjónustunni. Meðalannars semkomiðhef- ur i ljós, eru þær nýju upp- lýsingar, að 20. september (til- ræði Söru Moore var 22. septem- ber) hafi fyrrverandi geðsjúk- lingur boðið einum erindreka leyniþjónustunnar 25,000 doll- ara, ef hann vildi ráða Ford for- seta af dögum. Leyniþjónustumaðurinn gerði yfirboðurum sinum viðvart og var sa, sem tilboðið gerði, hand- tekinn. Eftir viðræður við manninn varð að samkomulagi, að hann gæfi sig sjálfur fram við geðsjúkrahús til að gangast undir nýja geðrannsókn. Fallið var frá þvi að sækja manninn til saka. Þannig er uppvi'st orðið um þrjártilraunirnúna i september siðastliðnum til að ráða Gerald Ford af dögum. fundi S.Þ. A meðan skoraði Carlos Aria Navarro, forsætisráðherra Spánar, á spænsku þjóðina i sjónvarpsræðu i gærkvöldi, að standa saman gegn erlendri gagnrýni. — Hefur spænska stjórnin kallað mótmæla- orðsendingar erlendra rikja ,,ó- þolandi afskiptL af innanlands- málum Spánar.” Allsherjarverkfallið, sem hófst i Baskahéruðunum til að mót- mæla aftökunum, er nú i al- gleymi. Til átaka kom i San Sebastian, þegar vopnaðar lög- reglusveitir öftruðu 5.000 syrgjendum frá þvi að fylgja tveim skæruliðanna, sem teknir voru af lifi, til grafar. l'ord forseti hefur haldið áfram að koma fram á útifundum og öðrum opinberum samkomum, þrátt l'yrir þrjú tilræði, sem honum hafa verið sýnd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.