Vísir


Vísir - 01.10.1975, Qupperneq 7

Vísir - 01.10.1975, Qupperneq 7
Visir. Miðvikudagur 1. október 1975 7 „múarnir hér hljóta að vera úrvals fólk" Hvernig er að búa í Breiðholti? Hvað segja íbúarnir í þessu umdeilda hverfi? Upp i Breiðholt? Nei takk. Þangað fer ég ekki.Alls staðar annars staðar vil ég búa nema þar.— Hafið þið ekki heyrt setningar svipaðar þessum? Það hafa án efa flestir einhvern tima. t margra augum er Breiðholt eitt það ófýsilegasta hverfi i Reykjavik, sem völ er á. En hvað segja þeir sem þarna búa? Þrátt fyrir skrif og umtal sem orðið hafa um þetta hverfi svo oft, og reyndar alveg ný- lega, er þetta hverfi þá miklu verra en önnur sem skipa Reykjavik? Þvi miður komum við ekki fyrir áliti allra ibúanna. Við verðum að láta okkur nægja ör- fáa þeirra.Við spurðum þá um þjónustu, aðstæður barna og ýmislegt fleira. Við spurðum ekki aðeins þá fullorðnu.Krakkarnir mega lika segja -sitt álit. Hins vegar skreyta þeir ekki siður i blaðinu fyrr en á morgun. „Eftir öllu að dæma hljóta þeir sem hingað flytja að vera hugrakkir. íbúarnir hérna hljóta þvi að vera úrvals fólk.” Þetta sagði einn af þeim ibú- um sem við heimsóttum i Breið- holtinu. Gunnur Friðriksdóttir heitir hún og býr við Gaukshóla 2. Hún býr þar ásamt móður sinni og tveimur börnum á efstu hæð. Útsýnið sem þau hafa er stórkostlegt og þó ekki væri nema þess vegna er ekkert skritið þó Gunnur kunni vel við sig. „Þetta er svo fallegur staður og það ber svo mikið á þessum húsum hérna á hæðinni, að yfir- völd hafa gert skekkju liggur mér við að segja. Þeir hefðu frekar átt að hafa hér einhverj- ar sérstaklega fallegar bygg- ingar,” segir Gunnur. Áður bjuggu þau i Miðtúni. „Ég kann betur við mig hér en þar,” segir Gunnur. „Ef ég sakna einhvers þaðan, þá eru það trén i garðinum þegar sum- arið var ekki sem best.Eftir þvi sem ég er lengur hér kann ég betur við mig!’ „Til að byrja með var langt i búðir en nú er komin búð hér rétt hjá. Þjónustan er smátt og smátt að byggjast upp. Auðvit- að kemur ekki allt i einu en hér er mikið gert og hér eru miklir möguleikar. Það hefur verið gert svo mikið i hverfinu i sum- ar að það er ekki hægt annað en að vera bjartsýnn.” — Er eitthvað sérstakt sem þér finnst vanta hér? „Ég sakna einskis fyrir mig, það gæti þó verið ágætt að hafa sundlaug. Það mætti þó vera eitthvað fyrir eldra fólkið, til dæmis kirkja.” Við spurðum Gunnur um það sem sagt hefur verið um óknytti og annað slikt i Breiðholti. „Það er litið um slikt.Það var miídu meira þar sem við vorum áður. Annars höfum við sagt svona i grini, ég og kunningja- kona min, að við ættum að koma upp skilti hérna. td.fyrir ferða- menn og reyndar alla aðra, þar sem á stæði: Varúð: Þið eruð komin i Breiðholt III!’ „Annars skiptir þetta umtal engu máli.Þetta á allt eftir að breytast!’ Móðir Gunnar, Andrea Bjarnadóttir, sagði: „Við vor- um i Miðtúni f 30 ár. Mér er al- veg sama hvar ég er en mér geðjast vel að þessu hverfi. Það er að visu iangt i bæinn en að öðru leyti er hér ágætt.” „ Ekki hægt að vera bíllaus hér" „Hér eru engar aðrar versl- anir en þær sem versla með matvöru.Mér finnst það ætti að vera hérna fiskbúð og svo mjólkurbúðir sem selja brauð og mjólk,” sagði Jórunn Kjartansdóttir, þegar við hitt- um hana og mann hennar, Theodór Guðnason, að máli. „Hér væri lika gott að hafa fataverzlun.Það eru svo margir ibúar hérna að það kæmi sér vel,” bætti Theodór við. Jórunn og Theodór búa ásamt þremur börnum sinum við Torfufell 25.Þar eiga þau ibúð á fyrstu hæð og hafa búið þar i bráðum þrjú ár. „Hér er ósköp gott og rólegt að vera.Við kjósum ekkert frek- ar annan stað til þess að búa á. Breiðholt er ekkert verra hverfi en hver önnur i Reykjavik,” segja þau. „Annars skilst mér að æsku- lýðsstarfsemin hafi orðið góð eftir tilkomu Fellahellis.Þar er ýmislegt fyrir krakkana, td.bió- sýningar á' sunnudögum og fleira!’ „Hins vegar vantar hér alveg leikvöll,” bætir Jórunn við.,,Það er langt fyrir okkur að fara á róluvöll.Sá næsti er við Æsufell. Samkvæmt teikningum er þó gert ráð fyrir aðstöðu fyrir krakkana hér bak við húsið.Að visu átti þessi aðstaða að koma strax en hún er ekki komin enn eftir þrjú ár!” „En þetta stendur allt til bóta. Við fáum ekki allt á einu bretti! ” Flestir sem búa við Torfufell segja einn stóran ókost vera við bflastæðin. Ekki er gert ráð fyr- ir nema einu gestastæði fyrir hverjar 10 ibúðir. Ef einhver á stórafmæli þá gæti það orðið mikill höfuðverkur! /,Hef ekki yfir neinu að kvarta" „Það er afskaplega gott að búa hérna i Breiðholtinu. Við getum ekki kvartað yfir neinu,” varð Sesselju Guðnadóttur i Depluhólum 7 að orði, þegar við bönkuðum upp á hjá henni Sesselja býr þar ásamt eigin- manni og tveimur sonum. „Hér höfum við búið siðan um miðjan júli i fyrrasumar. Áður bjuggum við i 20 ár við Rauða- læk. Ég kunni mjög vel við mig þar og ég kann lika vel við mig hér.” „Þjónusta? Við erum nýbúin að fá góða verslun hingað i ná- grennið. Þetta er hverfi sem er að byggjast upp og þetta kemur allt með timanum!’ —EA En að ýmsu má finna eins og reyndar alls staðar annars stað- ar.Þau Jórunn og Theodór segja að þær verslanir sem fyrirfinn- ast i Breiðholti séu ágætar.Hins vegar þarf oft að leita i bæinn, „og það er ekki hægt að vera billaus hérna.Að minnsta kosti ekki fyrir fjölskyldufólk eins og okkur,” segja þau. Alla skemmtun þarf að sækja i bæinn.„Það væri allt annað að hafa kvikmyndahús hérna,” segir Theodór og blær við. „Eftir öllu að dæma hijóta þeir sem hingað flytja aö vera hugrakk- ir!” — Gunnur Friðriksdóttir býr á efstu hæð við Gaukshóla 2 ásamt 2 börnum og móður sinni. Hér er hún með syni sinum, Andra (t.v.) og kunningja hans sem heitir Jón Hafstein. „Það rnætti vera fiskbúð hérna og mjólkurbúðir meö nýtt brauð oe oesselja Guðnadóttir I Depluhólum 7 kvaðst ekki geta kvartað yfir neinu I Breiðholtinu. Það er að mjólk.” — Theódór Guðnason og Jórunn Kjartansdóttir við bilinn minnsta kosti áreiðanlegt að hún þarf ekki aðkvarta yfir útsýninu. Ljósm.: LA. sinn fyrir utan Torfufell 25.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.