Vísir - 08.10.1975, Side 13

Vísir - 08.10.1975, Side 13
VÍSIR. Miövikudagur 8. október 1975 VtSIR. Miðvikudagur 8. október 1975. Þetta er nóg í dagT''\ strákar. Sé ykkur svo aftur i kvöld. þar sem vi5 | spjöllum um leikaöferðinaí á laugardag. / A.lli er með leikmenn FC Milford i æfingabúðum fyrir siðasta leikinn i deildinni — leik sem ræður Urslitum um hvort Milford verðiáfram il.deild eða falli i 2. deild. Og hann lætur þá puða Ekkert golf hjá okkur i . dag! . landsliðsins ekki i Höllinni i gær- kvöldi! Leikur Vals og Fram stóð lengstum i járnum, Valsmenn skoruðu fyrsta markið, en Fram- arar jöfnuðu strax og tóku siðan forystuna. En Valsmenn skoruðu þrjú siðustu mörkin og höfðu yfir i hálfleik 9:8. í siðari hálfleik höfðu þeir eins til tveggja marka forystu, en Framarar gáfust aldrei upp og börðust vel. En Stefán tók þá til sinna ráða þegar 10 min voru til leiksloka — skoraði tvö falleg mörk og Valssigur, 19:16 var i höfn. Ekki var leikurinn sem slikur neitt sérstakur. Stefán var eins og áður sagði bezti maður Vals. Ólafur Ben. varði ekki bolta i fyrri hálfleik, en markvarslan lagaðist i þeim siðari þegar Jón Breiðfjörð kom i markið. Hjá Frömurum var Guðjón Er- lendsson góður i fyrri hálfleik, en varði litið i þeim siðari og var að lokum tekinn út af, en það bætti lltið. Ungur nýliði vakti athygli i Framliðinu. Gústaf Björnsson — hann var að visu ekki mikið með en það sem hann gerði var stór- fallegt. Á undan leik Vals og Fram léku Armann og Fylkir um 7-8 sætið og lauk þeim leik með öruggum sigri Armenninga 21:12, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 9:7. 1 kvöld verður svo úrslitaleik- urinn um Reykjavikurmeistara- titilinn milli KR og Vikings, en auk hans leika Þróttur og Leiknir um 5.—6. sætið. Leikið verður i Laugardalshöllinni og hefst keppnin kl. 20:15. —BB ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Á OL í INNSBRUCK VALIÐ} Mikið deilt um valið á stúlkunum í liðið á haustþingi Skíðasambandsins um helgina Stefán Gunnarsson sýndi stór- góðan leik i gærkvöldi með liði sinu Val i Reykjavíkurmótinu i handknattleik. Þá unnu Vals- menn góðan sigur á Fram og tryggðu sér með þvi 3. sætið i mótinu. Átti Stefán mestan þátt- inn i velgengni Vals. Skoraði mörg mörk og var auk þess sem klettur i vörninni. En þvi miður fyrir Stefán þá sást „einvaldur” Englandsmeistarar- arnir úr leiki Töpuðu fyrir Middlesbrough og Sheffield Utd tapaði fyrir Hull Hilmar Björnsson þjálfari Vals hefur verið drjúgur við að skora mörk fyrir KR i Reykjavikur- mótinu, og mun sjálfsagt skora eitthvað af mörkum i úrslita- leiknum við Viking i kvöld. Hann vildi ekki gera mikið úr möguleikum KR i leiknum i kvöld er við töluðum við hann í gær — sagði að Vikingur hefði fjóra landsliðsmenn i sinu liði, og hlyti það að vera gifurlegur styrkur, en KR ætti engan og væri auk þess I 2. deild!! Ljós- mynd Einar. í gœrkvöldi — mörg af liðunum í 1. deild áttu í erfiðleikum Enn tapar Sheffield United. Liðið er á botninum i 1. deild og rak framkvæmdastjóra sinn, Ken Furphy, á mánudaginn. En það hafði litið að segja i leiknum i gærkvöldi. Þá lék liðið við Hull úr 2. deild i deildarbikarnum og tap- aði 2:0. Bæði mörkin voru skoruð i fyrri hálfleik, Roy Greenwood og John Ilawlay. Englandsmeistararnir Derby töpuðu i Middlesbrough með einu marki. Það gerði Alan Foggon þegar 10 min. voru til leiksloka. QPR átti I miklu basli með Charlton. Colin Powel skoraði fyrir 2. deildarliðið i fyrri hálf- leik, en Stan Bowles bjargaði andliti QPR með marki á 68. min. Urslitin I 3. umferð deildarbik- arsins I gærkvöldi urðu þessi: Birmingham — Wolves 0:2 Bristol R. — Newcastle 1:1 Hull —Sheff. Utd. 2:0 Liverpool — Burnley 1:1 Middlesbrough — Derby 1:0 QPR — Charlton 1:1 Torquay — Doncaster R 1:1 2. deild Oldham — BristolC 2:4 BB „Trukkurinn”! eins og KR-ingar kalla nýja leikmanninn sinn Curtiss „Trod” Carter —sem kom frá Bandarikjunum I gær. Hann brá sér á æfingu I KR-heimilinu I gær og var körfuboltinn eins og handbolti I höndunum á „Trukknum” eins og myndin ber glögglega með sér. Mynd. — BB var valið á stúlkunum i liðið og sérstaklega þó valið á hinni ungu og efnilegu skíðakonu, Steinunni Sæmundsdóttur úr Reykjavfk. Þótti utanbæjar- mönnunum það val vera ein- kennilegt — með allri virðingu fyrir getu stúlkunnar — og töldu að hún ætti ekki sætið frekar en Katrin Frimannsdóttir frá Akur- eyri. Steinunn var valin á þeim for- sendum að hún hefði hlotið fleiri stig en Katrin á punktamótunum s.l. vetur, enda fékk hún með sér- stöku samþykki, sem gert var i fyrra, að taka þátt i þeim flestum. Aftur á móti fékk Katrin það ekki, þar sem Akureyringarnir voru með það mikið af ungu skiðafólki, að punktamótunum var skipt á milli þeirra. Þessi punktamót áttu heldur ekki að ráða samkvæmt tillög- unni, heldur að vera til viðmiðun- ar við valið. Aftur á móti hafði Katrin betur þegar þær vinkonur mættust —eins og t.d. á unglinga- meistaramótinu, og töldu utan- bæjarmennirnir að tillit ætti að taka til þess. Ut af þessu spunnust miklar umræður og gekk forráðamönn- um Skiðasambandsins ekki allt of vel að verja sig. Það eina sem þeir báru fyrir sig, var að hinn austurriski þjálfari, sem hér var i nokkra daga i sumar, hafi talið Steinunni betri en Katrinu!! Um val á öðrum keppendum var minna deilt. Endanleg niður- staða þingsins varð sú, að eftir- talið skiðafólk yrði i islenska landsliðinu á olympiuleikunum i Innsbruck. Steinunn Sæmundsdóttir R Jórunn Viggósdóttir R Margrét Baldvinsdóttir A Haukur Jóhannsson A Árni Óðinsson A Tómas Leifsson A Sigurður Jónsson í Hafþór Júliusson í Ekki var endanlega ákveðið hvaða göngumenn færu -. Þar koma þrir til greina, en tveir verða sendir. Þeir sem valið stendur um eru: Halldór Matthiasson A,Trausti Sveinsson F og Magnús Eiriksson F. Annars var þingið heldur dauft og illa sótt — t.d. mætti ekki nema einn fulltrúi frá Skiðaráði Reykjavikur, þótt svo að þingið væri haldið i Reykjavik — for- maður þess Sæmundur Oskars- son. A haustþingi Skiðasambands tsiands, sem haldið var um slð- ustu helgi, urðu miklar umræður um valið I olympíulið tslands á vetrar-olympiuleikana i Inns- bruck I Austurriki sem hefst um miðjan febrúar. Það sem aðallega var deilt um, Eg var bUinn að steingleyma þvi, Jeanie. Hin unga skíðakona úr KR Jór- unn Viggósdóttir leggur mikið á sig til að vera I sem bestu formi á ólympiuleikunum i Innsbruck I febrúar. Hún er þegar farin til Schnals á ttaliu, þar sem hún . mun æfa með norska landslið- inu. Siðan verður hún I Austur- riki og Noregi við æfingar fram að jóium og fcr svo aftur utan ásamt öðrum úr OL-liði ís- lands eftir áramót. Stefán afgreiddi Fram og Valur náði 3. sœti — Sýndi stórgóðan leik þegar Valur vann Fram í Reykjavíkurmótinu í handknattleik í gœrkvöldi — bœði í sókn og vörn — sögðu vinir Bandaríkjamannsins Curtiss „Trod" Carter áður en hann hélt til íslands, til liðs við KR „Passaðu þig á Isbjörnunum á tslandi”, sögðu vinir Bandarikja- mannsins Curtiss „Trod” Carters áður en hann hélt til tslands. Hann er nú hingað kominn og mun leika með 1. deildarliði KR i körfubolta i vetur. Carter kom til landsins snemma i gærmorgun eftir erfitt ferðalag frá Houston I Texas og var þvi hálf þreyttur. En hann lét sig samt ekki muna um að taka létta æfingu strax fyrsta daginn. „Carter mun vinna með öllum þjálfurum okkar,” sagði Kol- beinn Pálsson i gær, en þá var hann að sýna Bandarlkjamannin- um húsakynni KR. „Ég mun sjá um þjálfunina i meistaraflokki, en Carter verður mér til aðstoðar. I keppni mun Kristinn Stefánsson verða iiðsstjóri hjá okkur, þvi að ég ætla mér að verða með á fullu i vetur,” sagði Kolbeinn. ,,Ég átti von á að hér væri allt á kafi I snjó,” sagði Carter i viðtali við Visi i gær. „Ég varð þvi hálf hissa að sjá engann snjó og enn meira hissa þegar mér var sagt að hér væru aðeins tveir isbirnir — báðir I dýrasafni. Þá héld ég, að hér væri miklu kaldara.” Carter er 2.07 m á hæð og vegur 124 kg hann lék á siðasta keppnis- timabili i Sviþjóð með liði i 2. deild og tapaði það ekki leik eftir að hann byrjaði að leika með lið- inu. Þá skoraði hann 36 stig og hirti 23 fráköst að meðaltali i leik. Carter hefur fengið viðurnefnið „Trod” sem má þýða sem vinnu- hesturinn og fékk hann það vegna þess að hann lék æfinlega alla leikina. Félagar hans i KR hafa komið sér saman um nýtt nafn og ætla að kalla Carter — „Trukk- inn”. Fyrsti leikur hans með sinu nýja liði verður á sunnudaginn en þá leika KR-ingar við Val i Reykjavikurmótinu og fer leikur- inn fram i iþróttahúsi Kennaraháskólans. Má búast við að aðsókn að körfuboltleikium eigi eftir að stóraukast i vetur með tilkomu Bandarikjamann- anna og sömuleiðis áhuginn fyrir iþróttinni. Enda sást það strax i gær, þvi að mikill fjöldi af strákum var mættur til að fylgjast með „Trukknum” á æfingu og spurði óspart um hvenær æfingarnar byrjuðu hjá þeim. —BB Njósnar um svía! Deftmar Cramer, þjálfari Evrópumeistaranna i knatt- spyrnu, Bayern Munchen, ætlar að horfa á sænska landsliðið Ieika við það júgóslavneska i Evrópu- keppni iandsliða i Belgrad á mánudaginn kemur. Ilann fer þangað aðailega til að sjá leikmenn Malmö FF, sem Bayern á að leika við i annarri umferð i Evrópukeppni meistara- liða þrem dögum siðar, en búist er við að einir 6 leikmenn Malmö verði i sænska landsliðinu I þess- um leik. Chamberlain verður að byrja aftur — Losnar ekki fró Los Angeles Lakers fyrr en hann hefur staðið við samning Hinn heimsfrægi bandariski körfuknatt- leiksmaður, Wilt Chamberlain, sem fyrir ári hætti að leika og sneri sér að þjálfun, hefur ákveðið að snúa sér aftur að körfuknattleik, til að losna við þann áburð, að hann hafi stungið af og ekki uppfyllt samninginn, sem hann gerði við Los Angeles Lakers á sínum tima. Félagið segir að Chamberlain hafi stungið af i fyrra og skuldi þvi eitt ár. Þessu hefur „risinn” mótmælt, en samkvæmt ábendingu lögfræðinga hans hefur hann nú ákveðið að leika með Lakers i vetur til að geta verið frjáls maður, eins og liann orðar það. Chamberlain, sem nú er 39 ára gamall, er trúlega besti og frægasti körfuknattleiks- maður sem uppi hefur verið. Hann var af- burðamaður á öllum sviðum i þau 14 ár sem liann keppti sem atvinnumaður og á enn met- in i vitahittni, flestum fráköstutn, og að hafa skorað flest stigin i einum leik innan NBA. Hann var þjálfari hjá ABA San Diego Con- quisladors s.I. velur, cn fékk ekki að leika með tiðinú vegna kröfu Lakers. Mörg lið hafa siðan verið á eflir Chamberlain, þar_á. meðal New York Knicks, en Lakers hafa til þessa sagt nei við öllunt tilboðum, sem hann hefur fengið. Jafntefli hjá frökkum — Léku við Hamburger í gœrkvöldi — eiga að leika við austur-þjóðverja á sunnudaginn Landslið Frakka I knattspyrnu lék æfinga- leik við vestur-þýska 1. deildarliðið Hamburg igærkvöldiog lauk leiknum meö jafntefli 0:0. Frakkarnir eru á leiðinni til Austur'-Þýska- lands þar sem þeir munu leika við liö austur- þjóðverja á sunnudaginn i Evrópukeppni landsliða i knattspyrnu. Austur-þjóðverjar eiga enn smá möguleika á að verða efstir i riölinum, en þá verða þeir að vinna frakkana á sunnudaginn i Leipzig. Belgia hefur forystuna I riðlinum með 7 stig og á eftir einn leik, viö Frakkland i Belgiu. Austur-þjóðverjar eru með 5 stig og eiga lika einn leik eftir. Fari svo að þeir verði Belgum jafnir að stigum, sker markatalan úr og þvi ætla þjóðverjarnir að leggja megin- áherslu á að skora eins mörg mörk og þeir geta á sunnudaginn. Talið er að liðsuppstill- ing þeirra verði sú sama og gegn Belgum þann 27. sept. sl. en þann leik unnu austur-þjóðverjar mjög óvænt 2:1. „Eitt það besta sem ég hef séð" „Dynamo Kiev átti skilið sérverðlaun fyrir framúrskarandi knattspyrnu,” sagði formaður Knattspyrnusambands Evrópu, Artemio Franchi, við blaðamcnn eftir lcik Dynamo Kiev og Bayern Munchen i „Super Cup” á mánudaginn. „Það var engin heppni að Dynamo sigraði i þessari keppni og heldur ekki i Evrópukeppni bikarméistara i vor. Leikmennirnir eru allir sérlega leiknir og leikskipulagið sem þeir nota citt það besta sem ég hef séð um dag- ana. Eftir að hafa séð það leika tel ég það án nokkurs efa vera besta knattspyrnulið Evrópu og verður handhafi —■ bikars bikar- anna.”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.