Vísir - 10.10.1975, Page 4

Vísir - 10.10.1975, Page 4
4 VtSIR. Föstudagur 10. október 1975. KREFST NÚTÍMA VERKSTJÓRN NÚTÍMA FRÆÐSLU Þetta vita þeir 900 verkstjórar, sem sótt hafa verkstjórnarnámskeið á undanförnum árum. Á almennum 4ra vikna námskeiðum er lögð áherzla á þessar greinar: o Nútima verkstjórn, vinnusálarfræði o öryggi, eldvarnir, heilsufræði o Atvinnulöggjöl, rekstrarhagfræði o Vinnurannsóknir, skipulagstækni A framhaldsnámskeiöum gefst fyrri þátttakendum tækifæri á upprifjun og skiptum á reynslu. KENNSLUSKRÁ VETRARINS: ] otc 50. námskeift, fyrri liluti 3. til 15. nóvember. 51. námskeiö, fyrri hluti 17. til 29. nóvember. Framhaldsnámskeift II., 12. og 13. desember. 50. námskeið, siöari hluti 5. til 17. janúar. 52. námskeiö, fyrri hluti 19. til 31. janúar. 51. náinskeið, siftari hluti 16. til 28. febrúar 52. námskeiö. siftari hluti 15. til 27. marz. Innritun og upplýsingar i sima 81533 hjá Verkstjórnarfræöslunni lönþrounarstofnuu tslands, Skipholti 37. Fulltrúastaða í utanríkisþjónustunni Staða fulltrúa I utanrlkisþjónustunni er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist utanrikisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavik, fyrir 10. nóvember 1975. Staðan veröur veitt frá og með 1. janúr 1976. Utanrikisráðuneytið, Reykjavik, 7. október 1975. Bílar til sölu Árg Tegund Verðiþús 74 Cortina 2000 XL 1.150 74 Escort 1300 670 74 Bronco 6 cyl. 1.300 74 Comet Custom 1.450 75 Moskowitch 620 74 Morris Marina 790 68 Bronco V-8 750 74 Vauxhall Viva 790 74 Rússajeppi 870 74 Mustang 1.600 72 Ford Pinto 700 71 Ford Taunus 20M XL 625 73 Cortina 1300 745 70 Cortina 1600 370 Sýningarsalurinn SVEINN EGILSSON HF FORD-Húsið Skeifunni 17, Rvík Sími 85100 SVEINN EGILSS0N HF -1 l,;i FORD HUSINU SKEIFUNNI 17 SIMI85100 REYKJAVlK | AP/UNTEe GUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND Í MORGUN Sakharov þykir maklegur friðar- verðlauna Nóbels Úthlutunin mœlist víðast vel fyrir, en Norðmenn kvíða því, að Sovétstjórnin láti þá gjalda sárinda sinna vegna úthlutunarinnar Úthlutun triöarverð- launa Nóbels til sovéska andófsmannsins, Andrei Sakharov, hefur vakiö mikla athygli um heim allan og mælist víðast vel fyrir. Norsk blöð og stjórnmála- menn ljúka lofsorði á val úthlut- unarnefndarinnar, en i fyrstu viðbrögðum þeirra má sjá, að Norðmönnum er ekki rótt, vegna þeirra áhrifa, sem þeir kviöa að þessi úthlutun hafi á sambúð Noregs og Sovétrikj- anna. „Dagbladet” i Osló skrifar i morgun, að úthlutunarnefndin hafi „stungið höndunum inn i vespuhreiður! Valið á Sakharov hljóti aö framkalla „dómadagshávaða i Kreml”. — Blaöið segir, að ekki þurfi að efa, að nefndin sæti aðkasti fyrir tilræðið frá Moskvumönnum, en þvi geti hún tekið með góðri samvisku, þvi að Sakharov hafi unnið til verðlaunanna. „Arbeiderbladet”, málgagn verkamannaflokksins, segist vona, að Sovétstjórnin leyfi Sakharov að koma til Osló til að veita verðlaununum viðtöku. „Synjun væri stjórnmálaleg skammsýni,” skrifar blaðið. Fæstum þykir þó liklegt, að Sakharov muni koma til að taka við verðlaununum 10. desem- ber. Meðal þeirra, sem látið hafa i ljós álit sitt á verðlaunaveiting- unni er Nóbelsverðlaunahöf- undurinn, Heinrich Böll, sem staðið hefur i nánu sambandi við andófsmenn i Sovétrikjun- um. Hann sagði, að verðlauna- veitingin að þessu sinni „væri heiður sýnilegum og ósýnileg- um stjórnarandstæöingum i Sovétrikjunum”. t sjónvarpsviðtali sagði Böll, sem smyglaði verkum Alexand- ers Solzhenitsyn vestur fyrir járntjald, að verðlaunin mundu auka álagiö á Sakharov. „Ég er viss um, að Sakharov er reiðubúinn til að taka ákveðna áhættu”, sagði þýski rithöfundurinn. „Ég býst ekki við þvi að hann sé beinlinis i lifs- háska, en að hljóta slik verð- Þessi mynd var tekin af Andrei Sakharov 28. júni i fyrra eftir hungurverkfail, sem hann hóf til þess aö vekja athygli umheimsins á örlögum pólitlskra fanga I Sovétrikjunum. Hjá honum er á mynd- inni móöir Vladimirs Bukovsky, stjórnarandstæöings, sem sat þá i fa ngelsi. Nóbelshöfundurinn, Heinrich Böll, hefur staftift i tengslum vift sovéska andófsmenn. laun, meðan maður er einangr- aður i landi sinu, er ægilegt álag.” Alexander Solzhenitsyn, sem nú dvelst i útlegð á Vesturlönd- um vegna skrifa sinna um stjórnarfar Stalinstimans i Sovétrikjunum, lét orð falla um, að Sakharov væri vel að verð- laununum kominn. ■— „Hann hefur ekki einungis fórnað starfi sinu og frama i baráttu sinni fyrir auknum mannréttindum til handa löndum sinum. Hann hefur einnig fórnað heilsunni.” Bresk blöð ljúka miklu lofsorði á Sakharov i dag og telja hann maklegan friöar- verðla unahafa. „London Times” bendir þó á um leiö, aö hann verði jafnframt umdeild- ur. I leiðara sinum skrifar „Times”: „A margan hátt er hann miklu meiri vinur Sovét- rikjanna, en margir aðrir, sem tala i nafni þeirra. — bótt hann hafi ekki komið neinum friðar- samningum i kring eða bundið enda á styrjaldir, hefur hann helgað sig friðarstarfinu af meiri fórnfýsi en margur stjórnmálamaðurinn.” „Times” bendir á, að Sakharov hafi vakið vestur- landamenn jafnt sem austan- tjaldsmenn til umhugsunar og virðingar fyrir manngildi. „Hann hefur dreymt um að færa austrið og vestrið nær hvort öðru... bað er þvi fyrir fram- lag til friðarhugsjónarinnar, sem hann er heiðraður, fremur en sem andstæðingur Sovét- stjórnarinnar,” ályktar blaðið. ENN FRÉTTIR UM BARDAGA I TIMOR Leiðtogar Fretilin, frelsis- Jose Ramos Horta, leiðtogi Batugade stendur skammt hreyfingar Timor, halda þvi statt Fretilin, sagði 1 dag við frétta- austan við landamæri Vest- og stöðugt fram, að Indónesia menn, að herflokkar frá Indónes- ur-Timor, sem er á yfirráðasvæði hafi sent herlið inn i Austur-Tim- iu hefðu tekið bæinn á miðviku- Indónesiu. or til áhlaups á bæinn Batugade. Jag, verið stuggað á flótta i gær, Horta segir, að fréttir hafi bor- — En Indónesiuyfirvöld hafa bor- ensnúið við afturogstæðu nú yfir ist um harða bardaga einnig ið þessar fréttir til baka. harðir bardagar um bæinn. skammt frá bænum Lebos.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.