Vísir - 10.10.1975, Side 5

Vísir - 10.10.1975, Side 5
VtSIR. Föstudagur 10. október 1975. 5 ETLÖND í MORGU ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón: Guðmundur Pétursson Kaupgeta Breta rýrnaði um3% Þessi mynd var tekin við Green Park-neðanjarðarjárnbrautastöðina við Piccadillystræti I nótt eftir sprengjuna. Sprengjan hafði verið skilin eftir I bréfpoka viðbiðskýli. eftir því sem menn telja sig geta rakið úr fornsög- unum. Þessir tveir sæfarar, Alf Motubakk og Ragnar Thorseth, lögðu upp frá Björgyn 20. júni á rúmlega 30 feta fiskináti og telja sig hafa þrætt slóð Leifs heppna um Shetlandseyjar, Færeyjar, fsland, Grænland, Labrador, Nýfundnaland og Nova Scotia. Þeim var tekið með kostum og kynjum i New York og boðið til kvöldverðar i Waldorf- Astoria, glæsilegasta gistihúsi borgarinnar, þar sem borgar- stjórinn, Abraham Beame, hélt veislu til heiðurs Olafi Noregs- konungi. — Noregskonungur er staddur i heimsókn þar vestra i tilefni 150 ára afmælis flutninga Ölafur Noregskonungur sést hér gæða sér á veislutertu, sem hon- um var borin i norsku Sjó- mannakirkjunni i New York, þar sem hann er þessa dagana i tilefni 150 ára afmælis land- náms norðmanna i Vestur- heimi. i gærkvöidi var hann heiðraður af borgarstjórn New York. norskra landnema til Vestur- heims. Borgarstjórinn gerði hans há- tign að heiðursborgara New York. Ford forseti hefur kunngert, að hér eftir verði 9. október kall- aður „norsk-ameriskur” dagur til minningar um þann dag, þeg- ar norskir innflytjendur stigu fyrst á land i Vesturheimi fyrir 150 árum. Þykir þeim þar vestan hafs sennilega fara vel á þvi að dag- ur „norðmannsins” — eins og þeir flestir telja Leif heppna vera —' Leifs Eirikssonar og minningu norsku innflytjend- anna verði slegið saman i eitt. Það eru taldar vera um þrjár milljónir norskættaðra manna i Band’arikjunum, sem er ámóta og ibúafjöldi Noregs i dag. Styttan af Leifi heppna Eirlks- syni, sem trónar yfir Skóla- vörðuholtinu i Reykjavik, var á sinum tima gefin islendingum af b^ndarikjamönnum sem minnisvárði þessa islenska landkönnuðar vikingaaldar. Draumurínn rœttist, eða...? Alla kaupmenn dreymir um það, að einn góðan veðurdag rekist inn i búðina þeirra „stór-kúnni; sem kaupir ailt úr hiilunum. En ekki átti kaupmaðurinn i Helsinki von á þvi, að draumurinn rætt- ist með þessu móti, sem sést hér á myndinni, sem tekin var i vik- unni. Lá nærri, að illa færi. hraka. En þær tölur, sem stjórnin hefur látið frá sér fara, bera vitni um meiri kaupgeturýrnun en jafnvel þeir svartsýnustu höfðu spáð fyrir um. Stjórn Wilsons, forsætisráð- herra, sá sig knúna til aðgerða gegn verðbólgunni, en forsenda þeirra var að ná samkomulagi við launþegasamtökin um takmark- anir á launahækkunum, svo að friður héldist á vinnumarkaðn- um. — En nú þykir hrikta i þeim undirstöðum eftir þvi sem at- vinnuleysið vex og nauðþurftirn- ar hækka i verði. Hagfræðingar spá þvi, að ástandiði þessum efnum eigi eftir að versna enn, og núna i vikunni sagði James Callaghan, utan- rikisráðherra, að hugsanlega neyddist stjórnin til að gripa til gengisfellingar sterlingspunds- ins. New York fœr ekki skilding Ford Bandarikjaforseti hef ur áréttaö enn og aftur, að hann sjái enga ástæðu fyrir rikissjóð að hlaupa undir bagga með borgar- sjóði New York-borgar. Hefur hann kallað yfir sig bræði borgarstjóra New York og þingmanna demó- krata. • Á blaðamannafundi i gær itrek- aði Ford. að hann sæi ekki rétt- lætanlega ástæðu til að seilst yrði i rikissjóð til að ausa i evðsluhit New York-borgar, og kvaðst hann draga i efa, að þingið mundi sam- þykkja slikt. New York-borg horfir fram á gjaldþrot innan tiðar og hefur naumast silfur til að framfleyta sér fram yfir jólamánuðina. Hefur borgaryfirvöldum ekki fremur en áður tekist að halda sér við fjárlög borgarinnar i eyðslu. heldur farið langt fram yfir. Jafn- an hefur verið hlaupið undir bagga og bc^rgarsjóði lánað rekstrarfé hjá lánastofnunum, en lánardrottnar hafa nú neitað að láta meira af hendi rakna, enda hefur borgarsjóður staðið illa i skilum tneð greiðslur af fyrri skuldum. Þeytti brotunum yfír Piccadilly Sprenging nokkur hundruð metra frd Buckinghamhöll í London í gœrkvöldi. Hryðjuverk IRA fcerast í vöxt Skeggjaðir og her- mannlegir ásýndum, eins og víkingarnir forfeður þeirra, sigldu tveir norð- menn inn á höf nina í New York í gær, 9. október, sem er dagur Leifs Eiríkssonar. — Þetta var 975 árum eftir Leifur Eiriksson fann Ameríku, Lífskjörum breta hefur hrakað síðustu mánuðina og kaupgetan minnkaði um 3% á þrem mánuðum. Ött- ast menn þar um afdrif samkomulagsins, sem stjórnin náði við verka- lýðssamtökin um tak- markaðar launahækkanir. Kreppu hefur gætt i efnahags- lifinu og verðbólgan hefur skrúf- að framfærslukostnað upp úr öllu valdi, svo að menn voru við þvi búnir, að lifskjörum mundi Sprengja sprakk við Green Park-stöðina i Lundúnum i gær- kvöldi og varð einum manni að bana, en tuttugu voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. — Telja flestir vist, að þarna hafi verið að verki hryðjuverkamenn irska lýðveldishersins, öfga- samtaka kaþólskra á Irlandi. Málmbútar og glerbrot þeytt- ust yfir Piccadilly, sem er ein fjölfarnasta gata höfuðborgar- innar, aðeins nokkur hundruð metra frá Buckinghamhöll, vistarverum Bretadrottningar. Vegfarendur voru gripnir of- boði og hlupu i skjól i nærliggj- andi næturklúbbum og matsöl- um, þegar sprengjan sprakk, en það bar einmitt upp á erilsam- asta tima borgarinnar. IRA hefur haft til siðs að gera yfirvöldum viðvart nokkrum minútum, áður en sprengjur þeirra hafa sprungið, en lög- reglan segir, að i þetta sinn hafi engin slik viðvörin verið gefin. Lögreglunni sýnist sem þessi sprenging með svipuðum merkjum og aðrar, sem sprung- ið hafa i Lundunum á undan- förnum sex vikum. Þær hafa kostað þrjú mannslif og valdið meiðslum á annað hundrað manna. Þessar sprengjur eru allar taldar vera handaverk IRA. 1 orði kveðnu er vopnahlé i baráttu yfirvalda og öfgaafl- anna á Norður-írlandi, þvi að grið voru sett fyrir átta mánuð- um. En siðustu mánuðina hafa mannvigin og hryðjuverkin færst i aukana. NORÐMENN HEIÐRAÐIR LEIFS EIRÍKSSONAR ÁDEGI — 9. október hér eftir kallaður // norsk-omerískur", kunngerir Ford forseti. — Líta ó Leif heppna sem norskan sœfara

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.