Vísir - 10.10.1975, Page 7

Vísir - 10.10.1975, Page 7
VÍSIR. Föstudagur 10. október 1975. 7 Á FÖSTUDEGI Vilmundur Gylfason skrifar: Ráðherrann og veitingahúsið Mér hefur stundum virst aö einkennilegir og næsta óvenjulegir hlutir hafi verið að eiga sér stað i islensku þjóðlifi á sfðustu misserum. Það er einhvern veginn að verða Iýðum ljóst að ný stétt manna, ný mannteg- und, hefur brotist úfram til mikilla áhrifa og jafnvel mikilla valda f landinu. Mér virðist þetta venjulegast vera grófgerð manntegund sem kann að veita fyrirgreiðslur og kemst jafnvel þannig til nokkurra lýð- ræðislegra áhrifa. En oft er leikur þessara manna að taka að sér skit- verk i stjórnmálaflokkunum, annast fjárreiður flokkanna — þar sein fjöimargir hlutir hjá öllum stjórnmálaflokkum þola ekki og munu ekki þola dagsljós — þeir sjá um kosningasjóði, taka við framlögum þar sem gefandi „vill ekki láta nafns sins getið”. Þeir taka að sér verk, sem hinir eiginlegu forystumenn vita að eru unnin og telja að þurfi að vinna cn vilja að öðru leyti sem minnst um vita. Þessi grófgerða nýstétt hefur tekið sér bólfestu i lýðræöinu innanverðu og hefur hafist handa um að þiggja þaðan næringu um leið og hún nagar það I sundur. Hún útvegar flokkunum fjármagn, t.d. i kosningum, hún þarf að mjög takmörkuðu leyti að gera grein fyrir störfum sinum og hún er orðin jafn nauðsynleg og súrefni hinum almenna flokksmanni. ver er það sem gefur dómsmálaráðherra upp- lýsingar sem verða til þess að hann, að mati saksókn- ara, gengur gegn réttar- i landinu? ...og hvert bauð hann fjölmennum starfshóp I glæsilegan málsvcrð nema i Klúbbinn? sáu sem var að með þessu var dómsmálaráðuneytið að hindra réttvisina, að vernda einhverja ósjáanlega hagsmuni. Valdimar Stefánsson, þáverandi saksókn- ari, sendi dómsmálaráðherra skýrslu Hallvarðs Einvarösson- ar, þar sem meðal annars var Sagt, að þessi aðgérð hafi verið „allsendis dtimabær og ástæðu- laus og ekki studd opinberum, almennum réttarvörsluhags- munum”. Embætti saksókrtara hefur hing að til ekki verð sakað um að taka stórt upp i sig — en þessi aðgerð dómsmálaráðherra var þess eðlis, að henni var ekki hægt að láta ómótmælt. örlög þessa kannski stærsta afbrotamál sinnar tegundar urðu siðan þau að það hefur ver- ið að paufast i dómskerfinu allar götur siðan, en skatt- rannsóknarstjóri vann sitt verk vel og eins og að framan sagði, og rikisskattstjóri lagði á hvorki meira né minna en 16 milljónir til viðbótar. Mér vitanlega hefur þaðekki verið greitt enn. Aðrir þættir málsins eru órannsakað- ir. ...En er það Ijóst, að Klúbburinn var áður Glaumbær og þar áður Kramsóknarhúsið.... Þessi formáli er settur á sögu þá sem hér verður sögð og ég tel að eigi erindi við blaða- lesendur. Ekki vegna þess að ég telji endilega sannanlegt að nýstéttin hafi átt þar hlut að máli sem ráðgefandi aðili, þótt að þvi hnigi mörg rök, heldur hitt, að það er orðin svo hrikaleg þjóð- félagsleg staðreynd að svona hlutir geti gerst, án þess að þeirra sé að nokkru getið i fjöl- miðlum, fólkið í landinu er svo skipulega ranglega upplýst um baksvið raunveruleikans, fjöl- miðlarir eru svo kerfisbundið mýldir.aðþetta kerfi getur ekki fengið staðist til mikillar lengd- ar. Enda hljota góðar viðtökur nýs dagblaðs að vera hinum gömlu samtryggingarmönnum nokkurt áhyggjuefni, ef þeir standa við það heit sitt að brjót- ast út úr samtryggingunni, svo og sú staðreynd, að Visir hefur sýnt nokkurn lit i þessa átt. Sagan sjálf Haustið 1972 gerist það i þess- ari borg að lögreglumenn utan aflandi fá grunsemdir um vegha smyglmáls sem þeir eru að rannsaka að ekki sé allt með felldu um rekstur veitingahúss eins hér i borginni, sem venju- legast gengur undir nafninu Ábyrgö — og hagsmunatengsl Það er rétt sem fram kemur i skýrslu rikissaksóknara. Dóms- málaráðherra landsins gekk gegn réttarhagsmunum i land- inu, tók ákvörðun sem mjög hindraði réttvisina i starfi, tók ákvörðun, sem reyndist koma sér vel fyrir menn, sem grunað- ir voru um stór afbrot. Og er von að menn spyrji, hvernig mega svona hlutir gerast, hverjar geta verið skýringar? I slikum efnum er skylt að fara varlega. En það er ljóst að Klúbburinn var áður Glaumbær, þar áður Framsóknarhúsið: og að ein- hverju leyti eru það sömu menn sem um þennan rekstur sjá og græða á þvi stórfé. Það er lika ljóst að á siðasta flokksþingi Framsóknarflokksins sá Krist- inn Finnbogason um starfshóp um Tfmann —- og hvert bauð hánn fjölmennum starfshóp. i glæsilegan málsverð nema i Klúbbinn? Þegar framboðsiist- ar höfðu verið ákveðnir fyrir borgarstjórnarkosningar og Al- þingiskosningar vorið 1974, var hópunum tveimur boðið að borða — vitaskuld i Klúbbnum. Fleiri og tiðir fundir á vegum þessara samtaka munu vera haldnir þarna. Vera má að hér sé eingöngu um tilviljanir að ræða. Að það séu engin hagsmunatengsl þarna á milli. Að Ólafur Jó- hannesson hafi tekið þessar ákvarðanir af allt öðrum og yfirveguðum og heiðarlegum ástæðum, en sem vitlausum mönnum einsog mér og fyrrum rikissaksóknara hefir verið um megn að skilja. Þá upplýsist það. Ég er jafnframt sannfærð- ur um að hafi ráðherrann tekið svo herfilega ranga ákvörðun sem þvi miður sýnist, þá er það vegna þess, að hann hefur haft óheppilega ráðgjafa. En það hlýtur að vera réttlætiskrafa, studd réttarhagsmunum, að þessi mál verði upplýst til hlit- ar. Þetta er dæmisaga: Ég er fjarri þvi að álita að þetta sé einsdæmi, að þetta sé einskorð- að við þennan flokk eða þennan ráðherra. En mér er nær að halda að nýstéttin grófgerða sé komin of nálægt kjötkötlum valdsins ef hún er farin að stýra dómsmálaráðherra til að ganga gegn „almennum opinberum réttarvörsluhagsmunum”, þeg- ar hagsmunir hennar eru i veði. Klúbburinn. Um nótt standa þeir aðstandendur hússins að verki þar sem ólöglega er verið að flytja vinbirgðir úr áfengis- útsölu og i þetta tiltekna veitingahús. Þegar um morgun- inn kröfðust lögreglumennirnir .þess af viðkomandi yfirvöldum að veitingahúsinu væri þegar i stað lokað sem og var gert. Komið hefur i ljós að skattsvik námu rúmum 16 milljónum króna — þetta var haustið 1972, svo nú má sennilega tvöfalda þá tölu, ef fært er til núgildandi verðlags og grunur lék á bók- haldssvikum og brotum á áfen- islögum svo nokkuð sé nefnt. Auðséð var á öllu að hér var ekki um neitt venjulegt smámál að ræða. Krafa lögreglumannanna var sem sé sú að alger úttekt yrði gerð á starfsemi þessa staðar, kannað hvernig starfsemi hans væri háttað, og kannað hverjir bæru ábyrgð á þessari óhuggu- legu starfsemi. Nokkrum dögum siðar, eða rétt eftir að þessi rannsókn hefur hafist, koma fyrirmæli frá dómsmálaráðuneyti um það að staðurinn skyldi opnaður aftur. Augljóst var að með þessu var komið i veg fyrir að nokkur rannsókn gæti farið fram, að með þessu kom dómsmálaráðu- neytið — og þar með dómsmála- ráðherrann, Ólafur Jóhannes- son — i veg fyrir, að hægt væri að rannsaka málefni umrædds veitingahúss. Dómsmálaráðu- neytið i landinu reis til varnar meintum afbrotamönnum og kom i veg fyrir að hægt væri að brjóta mál þeirra til mergjar. Sem vonlegt var reiddist dómskerfið þessu mjög. Þeir

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.