Tíminn - 25.10.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.10.1966, Blaðsíða 2
oq r % TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 25. október 1966 FB-Reykj avík mánudag Háskólahátíðin var haldin í Háskólabiói á laugardaginn, og hófst hún klukkan 14. Strengja sveit, undir stjóm Björns Ólafs sonar lék, Ármann Snævarr háskólarektor flutti ræðu, og forseti Heimspekideildar af- henti prófessor Sigurði Nordal doktorsbréf, og hann þaikkaði. Að lokum söng stúdentakórinn undir stjóm Jóns Þórarins- sonar tónskálds, og rektor af- henti nýstúdentum háskóla borgarabréf sín. í ræðu sinni lýsti rektor ýmsum nýskipunum í málum háskólans og kom þá meðal annars fram, að stofnað hefur verið sendikennaraembætti í rússnesku við Háskólann, og fyrsti sendikennarinn, Vlad- irair Alexandrovich Milovidov, er kominn til landsins og mun hefja námskeið í rússnesku nú fljotlega. Sagði rektor það mikinn styrk fyrir Há- skólann að geta boðið upp á kennslu í rússnesku, sem er orð ið mjög þýðingarmikið mál fyrir alla vísindamenn, sér í lagi í raunvisindum. Einnig hefur verið stofnað sendikenn araembætti í finnsku við Há- skólann, eins og fram hefur kom ið áður. Rektor minntist á það í ræðunni, að á Alþingi á síð- asta vetri hefði verið ákveðin stofnun fimm nýrra prófess- orsembætta, í heimspeki og lagaheild. Hafa fjögur embætt- anna verið auglýst laus til um sóknar. í vetur mun prófessor Sí- mon Jóh. Ágústsson hafa leyfi frá kennslu, en í hans stað kennir fil. kand. Bjarni Bjarna son. Tveir lektorar, Arinbjörn Kolbeinsson og Snorri P. Snorrason hafa verið skipaðir Framhald á bls. 14- Frá vinstri: Torry, forstöSumaður Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna, Cleveland og Niels P. Sigurðsson deildarstjóri. Kynnti sér ís- lenzk málefni FJALLVEGIR LOKUDUST VEGNA SNJOKOMU SJ-Reykjavík, mánudag. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins lokuðust fjall vegir á nokkrum stöðum fyrir helgi vegna snjókomu, en í dag hefur verið unnið að snjómokrsti og að líkindum munu flestir veg- ir opnast aftur í dag. Á Vestfjörðum lokaðist Breið dalsheiði, og var opnuð aftur á augardaginn, en í dag er unnið við að fullhreinsa veginn á heið- ,nni. Á Norðurlandi er Siglufjarðar skarð lokað, og eru ekki uppi nein áform um að opna skarðið í bráð. Nýi vegurinn fyrir Ólafs- fjarðarmúla lokaðist einnig, en vonir stóðu til að vegurinn opn- aðist aftur í dag. Sömuleiðis á Vaðlaheiðin að opnast aftur í dag. Á þessum stöðum var æðimikill snjóvaðall. Á Norðausturlandi er Axar- fjarðarheiði lokuð, og ekki gert ráð fyrir, að hún verði opnuð fyrst um sinn, en fært er um Sléttu og áfram hjá Raufarhöfn. Möðrudalsöræfin voru orðin j ófær, en í dag var hafizt handa lum að ryðja veginn, en enn er ekki vitað, hvort tekst að opna hann í kvöld. Rétt er að aðvara bílstjóra, sem eiga leið um Möðmdalsöræfin, að fara ekki þá leið, ef útlit er fyrir versnandi veður, því að óvíst er, hvort mikið kapp verður lagt á, að halda Möðrudalsleiðinni op- inni, ef snjóar eitthvað að ráði. Sama máli gegnir um fjallvegi á Vestfjarðarkjálkanum. í Á Austfjörðum hefur snjóað á jnóttunni, t.d. á Fjarðarhpiði og jOddskarði, en tekizt hefur að i halda þessum leiðum opnum. KJ-Reykjavík, mánudag Cleveland fastafulltrúi Banda- ríkjanna hjá NATO og frú dvelj- ast um þessar mundir hér á landi í boði ríkisstjórnarinnar. Komu þau hingað til lands ásamt fylgd arliði í gærdag, en munu halda héðan á morSun. í gærkvöldi sat Oleveland boð utanríkisráðherra, en í morgun átti hann viðræður við ráðherr- ann auk dómsmálaráðherra og borgarstjóra. Um hádegið sat Cleveland hádegisverðarfund, Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu, og átti síðan stuttar viðræður við blaðamenn. Var hann þar fyrst spurður, hver hin nýju viðhorf Johnsons Bandaríkjafor- seta varðandi NATO væru. Kvað hann þau aðallega felast í tvennu og bæri þar fyrst að nefna nýja flutningatækni á herjum og her- gögnum, en með tilkomu nýrra flutningaþota væri jafnvel hægt að flytja skriðdreka á stuttum tíma milli staða. Með tilkomu geryi- tungla opnuðust möguleikar á fljót virkara og betra loftskeytasam- bandi, og væri ráðgert að NATO tæki þá nýju tækni í sina þjón- ustu árið 1968, þótt enn ætti eftir að ráða fram úr, hvernig þessu yrði hagað í framkvæmd, og hvern ig ráða ætti fram úr kostnaðar- hliðinni. Ekki vildi Cleveland viður- kenna, að hinn mikli fjöldi banda rískra hermanna í Vietnam orsak aði að Bandaríkjamenn þyrfti að fækka hermönnum í Evrópu, en hins vegar kvað hann marga aðila í Bandaríkjunum halda því fram, að Bandaríkin ættu að draga úr herafla sinum í Evrópu. Cleveland kvaðst hafa verið í „kennslustund“ hjá utanríkisráð- herra Emil Jónssyni í morgun, um utanríkismálastefnu íslands, ís- lenzk stjórnmál og þau vandamál, sem að steðjuðu hér. Að loknum blaðamannafundin- um var ferðinni heitið til Þing- valla, og hvarf Cleveland á brott í fylgd óeinkennisklæddra líf- varða. HÁSKÓLAHÁTÍDIN VAR Á háskólarektor. (Tímam. GE) LAUGARDAG Halldór Halldórsson forscti Heimspekideildar afhendir dr. Sigurði Nordal doktorsbréfið. T. v. stendur Ármann Snævarr IGÞ-Reykjavik, mánudag Dr. Bjami Benediktsson, for sætisráðherra og frú, komu í op- inbera heimsókn til ’ Svíþjóðar á sunnudagskvöld. Sænski forsæt- isráðherrann Tage Erlender og frú, utanríkisráðherra Svíþjóðar, Granberg ambassador og fleiri háttsettir embættismenn tóku á móti forsætisráðherrahjónun- um við komuna. Herhljómsveit lék þjóðsöngva beggja landanna og eftir að forsætisráðherrarnir höfðu kannað heiðursvörðinn var haidið í lögreglufylgd til Grand Hotel, þar sem forsætisráðherra- hjónin og fylgdarlið þeirra búa meðan á heimsókninni stendur. í kvöld sátu íslenzku gestirn ir boð sænsku ríkisstjórnarinnar, i og fluttu forsætisráðherrar beggja landanna ræður við það tækifærí. Tage Erlander minntist í ræðu sinni kynna sinna af dr. Bjarna frá mörgum fundum inn- an norrænna samstarfsstofnana, en sagði jafnframt, að þetta væri i fyrsta sinn sem íslenzkum for- i sætisráðherra kæmi í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Hann sagði, að Svíar mætu mikils kynn in við íslendinga innan hins nor- ræna samstarfs, og tengsli land- anna væru góð og umfangsmikil eins og væri við hæfi tveggja nor- rænna landa, og kvaðst hann vona Framhald á bls. 14 Tage Erlander í veizlu í Stokkhólmi í gærkveldi: METUM MIKILS SAM- STARFID VIÐ ÍSLAND i f KYNNING Á DOROTHY GRAY SNYRTIVÖRUM FB-Reykjavík, mánudag. í síðustu viku fór fram kynn ing á snyrtivörum frá fyrirtæk inu Dorothy Gray, en Ingólfs apótek hefur umboð fyrír vör- urnar hér á landi. Kynningin fór fram að Hótel Sögu og var þar mætt frú Stevens, full- trúi D.G. sem hefur starfað, við snyrtingu og kynningu á snyrtivörum í 17 ár, og er talin mjög fær í sínu starfi. Kynningin hófst með því að frú Stevens snyrti tvær konur, sem buðu sig fram úr salnum, en Brynja Benediktsdóttir þýddi jafnóðum það, sem frú in sagði, og var Brynja enn- fremur kynnir kvöldsins. Að- snyrtingunni lokinni, flutti Guð björg Þorbjarnardóttir kvæði eftir Davíð Stefánsson og því næst skemmti Ómar Ragn arsson- Að lokum var konun um boðið að snúa sér persónu- lega til frú Stevens þarna á staðnum og einnig veittu af- greiðslustúlkur Ingólfsapó teks allar þær upplýsingar, sem óskað var eftir. Notuðu kon- urnar sér það óspart. Frú Stevens hefur leiðbeint starfsstúlkum Ingólfs apóteks Framhald á bls. 15. Frá kynningu á D. G. vörum. (Ljósm. Bj. Bj.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.