Tíminn - 25.10.1966, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 25. október 196 J
8
TÍMINN
MINNING
Helga B. Rögn-
valdsdóttir
Kveðja frá
systradætrum
í hjarta þínu var blítt og bjart
barnshugans gleðin sanna,
ætíð reyndist hún indælt skart
örþreyttra jarðarmanna.
Þú vildir rétta þeim hjálpar
hönd
er höfðu við margt að stríða
þar sástu þín vors og vonalönd
og varst ekki neinu að kvíða.
Síglaðar við þér sátum hjá
systurdæturnar þínar,
sögur okkur þú sagðir þá
sálum enn við þær hlýnar.
Við eigum brosmild börnin smá
þeim bauðstu þinn faðminn
hlýja
vildir þar góðu sæði sá
sýna þeim fegurð nýja.
Það er svo margt sem þakka
ber
það er oft sárt að kveðja,
minningin þín, hún alltaf er
okkur að verana og gteðja
Systkini þin, þig kveðja kært.
kvöldsölin þín er hnígin.
Lifsins og friðar ljósið skærí
Ijómar á bak við skýin.
Kvödd ert þú hlýtt með hjart-
ans þökk
hljóðlátra vina þinna.
Skugga þá auka skýjar dökk
skal okkar vorsól minna
á birtu er vermir vona geim
og vísar á brottu harmi.
Far þú í Drottins friði heim
falin hans náðar armi.
G.G.
Þorsteinn
Rögnvaldsson
Kveðja frá systkinum
Vertu sæll, vinur og bróðir.
Vorgeislar skína,
nú yfir leiðið þitt lága
sú ljósheima kveðja,
mmnir á bernskunnar brosin
á björtustu stundum,
minnir á mannkosti þína.
Margt er að þakka.
Geymd skal i minni sú gleði
er gafst okkur tíðum
sólin á samveru stundum,
sorg var þá fjarri.
Nú hefur brimaldan brotið
bátinn þinn, vinur.
Hittumst heima, þar skína
heilögu ljósin.
Náð Guðs þig náði og styðji
nýjum á leiðum,
annist hann ástvini þína
auki þeim gleði.
Ég lifi og þér munuð lifa
Lausnarinn sagði,
honum er framtíð þín falin
frelsi hann veltir.
GRÓÐUR OG GARÐAR
VETRARKOMA
OG GRÓDUR
Nú kemur karlinn vetnr.
en kyrrlátt sumartetur
sofnar við sólarlag.
Jörð geislar enn af gæðom
í grænflekkóttum klæðum
síðasta sumardag.
Enn sjást fáein Dlóm í görð
um, en flest heldur vesældar
leg. Rós bar blóm fyrir fáum
dögum. Nú er hver siðastur að
setja niður blómlauka, því að
þeir eiga helzt að mynda rætur
að haustinu áður en jörð frýs
verulega. Til bóta er að leggja
greinar, jurtastöngla eða ann-
að létt og gisið skýli ofan á
moldina svo að hiti haldist þar
jafnar og lengur en ella. Lauk
ana skal setja niður í vel unna
mold og ekki má þrýst.a þeim
niður. Enn má setja niður
lauka í ofurlítið sendna moid
í jurtapotta til að fá blómskrúð
inn í stofu í skammdeginu-
Goðaliljur (hýasintur) eru
vinsælar. Er settur niður einn
laukur I 10—12 em viðan pott
eða glas þannig að ræturnar
vaxi niður í vatn því. Laukarnir
eru settir aðeins í kaf. Munið
að snúa þeim rétt. Síðan eru
jurtapottarnir látnir í svalan
kjallara, 6—10° hiti er hæfi'ieg
ur, og látnir standa þar un?
spímr eru orðnað 3—6 cm lang
ar. Þá má flytja jurtirnar inn
í stofu. Dimmt á að vera á
jurtunum meðan bær eru í
kjallaranum. Hægt er að set.ia
pappírshettur yfir pottana. Siá
þarf að moldin sé jafnrök,
en ekki má standa vatn á lauk
unum. Goðaliljur þurfa oft
stuðning þegar þær fara að
teygja úr sér inni í stofu, blóm
klasarnir eru þungir. Hægt er
líka að rækta páskaliljur og
túlípana inni á svipaðan hátt,
oftast fleiri en einn lauk í
potti. — Úti í garði er nú gott
að moka mold upp að rósunum.
Taka má þau af fjölærum garð
jurtum og leggja stönglana
flata til skýlis rótunum. Rimla
skýli hlffir ungum trjáplöntum
mikjð gegn stormi og átroðn
ingi að vetrinum, og fyrir sól
þegar líður að vori. En sólslrin
skemmir oft trjágráður meðan
jörð er frosin og rætur ná
ekki f nóg vatn. Holklaki Iyftir
oft rótum á vorin og iafnvel
slítur þær. Mikil vörn er í þvf
að leggja igrasþökur umhverf
is stofna ungra trjáplantna, eða
setja steina á moldina. Gott er
að láta greinar eða annað létt
og loftmikið skýli þar á við
kvæmar jurtir, þegar fer að
frjósa verulega.
Fréttabréf frá HJ í Kuala Lumpur:
AFSTAÐA MALA YSÍU TJL KÍNA
lún Abdul Razak bin Huss-
ein, varaforstisráðherra Mala
ysíu flutti ræðu á þingi Sam-
einuðu þjóðanna 26. september
1966. í ræðu sinni gerði Abdul
Razak grein fyrir stefnu Malay
síu í utanríkismálum. Áherzlu
lagði hann á þessi atriði: frum
kvæði ríkja í Asíu til að koma
á sáttum í Vietnam, sættir
Malaysiu ög Indonesíu, and-
stöðu Malaysiu við stefnu Suð-
ur-Afríku í kynþáttamálum,
nauðsyn myndunar ríkisstjórn
ar í Rhódesiu, sem styðst við
meirihluta landsmanna, upp-
töku Kína í Sameinuðu þjóð-
imar, en þó ekiki á kostnað
Taiwan.
I eftirfarandi línum verða, í
lauslegri þýðingu, tekin upp
ummæli Abdul Razak um upp
töku Kína í Sameinuðu þjóð-
irnar. — „Malaysia treystir þvi
staðfastlega, að Sameinuðu
þjóðirnar muni valda því mikla
hlutverki að koma á virkri sam
vinnu meðal þjóða. Miklu geta
Sameinuðu þjóðirnar til leið
ar komið, þar eð þær eru einu
allsherjarsamtökin við lýði og
eina tækið, sem á er völ, til
að efla samlyndi meðal þjóða,
til að setja niður deilur, og
þar eð endanlegt takmark
þeirra er að koma á friðsam-
legri skipan og hagsæld og
friði og réttlæti um heim ali
an.“
„Samtök vor standa svo
nærri því að geta talið innan
vébanda sinna alla stópuiagða
og byggða hluta jarðar, að
það, sem á vantar, tii að sam-
tökin verði allsherjarsamtök,
hefur að nokkru leyti dregið
úr áhrifavaldi samtakanna.
Það er þess vegna greinileg
skylda núverandi meðlima sam
takanna að hvetja hina fáu hik
andi utan þeirra að ganga í
samtökin og með þvi móti að
styrkja áhrifavald Sameiuuðu
þjóðanna, til að þeir megi þvj
fremur samsvara hugsjón sinni
og ná takmarki sínu.“
„Á fjarveru kínverska ai-
þýðulýðveldisins er oft minnzt
sem skýlaust dæmi þess, að á
vantar að samtötón séu alls
herjarsamtök. Land mitt hef-
ur ávallt verið þeirrar skoð-
unar, að kínverska þjóðin, sem
á sér orðlagða siðmenningu og
telur fjórðung íbúa jarðar, eigi
að bindast samtökum við þau
118 meðlima(-ríki), sem að
samtökunum standa. Það er
samt sem áður staðreynd, næst
virtur forseti, að kínverska al-
þýðulýðveldið, sem kosið hef-
ur að gagnrýna samtökin oj
jafnvel að marka stefnu ovin-
veitta samtökunum, hafur
lagt ásteitingarsteina i vcg
sinn, sem varnað hafa því aö-
ildar að Sameinuðu þjóðunum,
nema því aðeins að samtötón
umbreyti sér því að skapL Vér
hörmum þá afstöðu Kína lil
Sameinuðu þjóðanna, — að
þessi samtök skuli algerlega
endurskipulögð að geðþótta
þess. Því verður ekki neitað,
að samtöikin hafa á liðnum ár-
um goldið nokkurs veikleika
og átt í erfiðleikum. En ekk-
ert eitt ríki, þótt máttugt sé
og fjölmennt, getuð þröngvað
vilja sínum á Sameinuðu þjóð-
imar. Ekkert eitt ríki getur
endurskapað Sameinuðu þjóð-
irnar í sinni eigin mynd og
með sínu svipmótL"
„Þótt ríkisstjórn vor telji
mikilvægt, að Kínverska al-
þýðulýðveldið eigi aðild að
Sameinuðu þjóðunum, er henni
jafnframt alvörumál, að aðild
þess komi aðeins til álita, ef
iöfnum höndum er fjallað um
það vandamál, sem lýtur að
örlögum hinna þrettán milli-
óna íbúa Taiwan. Vér höfum
ávallt litið svo á, að hinum
þrettán milljónum íbúa Taiw
an megi ekki meina að eiga
sín sérstæðu örlög, rétt
sem samtök þessi hafa ástólið
jafnvel hinum smæstu nýlend-
um í heiminum. Land mítt tel-
ur, að samtök þessi geti ekki
meinað hinum þerttán milljon
um íbúa Taiwans um óútmána-
legan rétt sinn til sjálfsákvörð
unar og að Taiwan skuli ektó
reyrt við hjól hervagns rikis-
ins á meginlandinu, einvörð-
ungu sökum kröfu hins síðast-
nefnda, að það skuli telja óað
skiljanlega hluti Kína. Þess
vegna er það skoðun ríkis
stjórnar vorrar, að óraunsætt
og óréttlátt sé, að samtök
þessi tató ákvörðun um þetta
vandamál meí þeim hætti, að
ákvörðunin feli í sér siðferðis-
lega eða lagalega velþóknun á
því að fórna réttindum íbúa
Taiwan í þágu krafna Kína
meginlandsins. Taiwan ber að
veita rétt til að vera áfram
meðlimur Sameinuðu þjóðanna
um leið og Kína meginlands-
ins er veitt upptaka í samtök-
þessi, ef það æstór þess.“
Kuala Lumpur, 14. október
1966.
Haraldur Jóliannsson.
G.G.