Tíminn - 25.10.1966, Blaðsíða 3
3
ÞRIÐJUDAGUR 25. október 1966
TfMINN
Latmæli í Ríkisútvarpinu
UndanfariS hef ég oft velt
því fyrir mér, hvaða kröfur Ríkis-
útvarpið gerði um málfar þeirra
manna, er þar koma fram, eða
hvort nokkrar kröfur eru yfirleitt
gerðar.
Upp á síðkastið hafa komið
fram menn, sem varla er með
nokkurri sanngirni hægt að kalla
talandi á íslenzku, eða a.m.k. um-
gangast málið af ófyrirgefanleg-
um slóðaskap.
Vil ég þar einkum til nefna
stjórnanda þáttarins „Á sumar-
kvöldi,“ sem útvarpað er á mið-
vikudagskvöldum kl. 11.30, og svo
stjórnanda þáttarins „Umferða-
mál,“ en það er þáttur fyrir „ögu-
menn“ um „ögutæki“ og er þeim
þætti útvarpað á laugardögum.
Ég ætla ekki að lýsa nánar mál-
fari manna þessara, en bendi fólki
á að hlusta á þætti þessa næst
þegar þeir verða fluttir, og getur
þá hver dæmt fyrir sig.
Hlustandi.
Þrifnaður í Sundlaugum
Sundlaugargestur hefur komið
að máli við Landfara, og kvartar
hann sáran yfir því hve ungling
um sérstaklega er ósýnt um að
gæta nauðsynlegs þrifnaðar þegar
þeir sækja sundlaugarnar. Hann
sagði, að það væri undantekning
ef unglingspiltar fari úr skýlum
í
Helga Weisshappel
Sýnir mál-
verk
í 3 löndum
Helga Weissihappel list-
málari opnaði sýningu á 35
málverkum í Gallery Pinx í
Helsinki 17. sept. s. 1. Stóð
sýningin í tólf daga, hlaut
góða dóma, fjórar myndjr
seldust Sýningargestir
voru fimm þúsund, m. a. for
setafrú Finnlands, frú Kekk
onen.
Er sýningunni lauk í Hel
sinki, fór hún áfram til
Kaupmannahafnar og var
opnuð þar 8. okt. i Det blá
atelier. Sýninguna sóttu m.
a. íslenzku sendiherrahjónin
og hefur sýningin fengið vin
samleg blaðaummæli.
Um þessar mundir tekur
Helga Weisshappal og þátt
í stórri samsýningu, Nation-
al Art Show, sem haldin er
í Empire State Building i
New York, og stendur sú
sýning í þrjá mánuði.
þegar þeir skola af sér óhreinind
in undir sturtunni, og sömu sögu
væri víst að segja af unglingsstúlk
um.
Sundlaugargesturinn kvaðst hafa
kvartað yfir þessu við starfsfólk
sundlauganna, en það er svo fá
mennt, að það hefur ekki aðstöðu
til aðfylgjast með því að fyllsta
hreinlætis sé gætt.
Sundlaugargesturinn beinir
þeim tilmælum til foreldra, að
þau hvetji börn sin til að gæta
hreinlætis, og þá ekki sízt þegar
ar þau fara á sundstaði.
Glerárgil
„Hreinskilnislega játa ég það,
að mér hefir alltaf þótt Glerár
gil ljótt. Glerárdalur er afdalur
í fjallið upp frá Akureyri. Þaðan
kemur þessi eftirtektaverða elfa,
sem svo skrítnu nafni heitir. í
bökkum gilsins, sem er svo djúpt
að sumir æstir aðdáendur þess
nefna það öllum illum nöfnum,
fljóta einstaka stað fram heit-
ar lindir. Þó mun engum hafa
tekizt að finna laugarnar, hafi
verið farið af stað í leitarferð,
með það markmið, fyrir augum.
Er þetta líkt og með kirkjumar
sem sýnast loga, ef rótað skal við
gömlum fólgnum fjársjóðum.
Glerárgil er hamraskora, víða
þverhnípt en með grasbrekkum
á milli, þar sem gripir hafa farið
sér að voða í brattanum, og
heppni að slys hefir ekki orðið
á mönnum. Á einum stað, eða svo
er lítill blágresishvammur. Og
er þetta nú öll dýrðin.
Dalurinn sjálfur er fallegur og
mætti byggja orlofsheimili verka
lýðsfélaga þar efra, við góðan róm
allra dómenda. Væri það traustara
en í afturgöngubælinu á Illuga
stöðum í Fnjóskadal, þótt hag-
ræn aðstaða sé vissulega á þeim i
LEIKFIMIFLOKKURINN
frá OLLERUP
Flokkurinn sýnir í íþrótta- og sýningahöllinni í
Laugadal fyrir almenning miðvikudaginn 26. okt.
kl. 20-15 og fyrir skólanemendurfimmtudaginn27.
okt. kl. 20.15, en ekki kl- 17.30, eins og áður var
auglýst.
Forsala aðgöngumiða er í bókaverzlunum Lárusar
Blöndal, Skólavörðustíg 2, og í Vesturveri.
Móttökunefndin.
VÖN SAUMAKONA
Á VERKSMIÐJUVÉL
Há laun 1 boði. Óskast strax. — Upplýsingar í
síma 2-30-70.
Gúmmívinnustofan h.f.
Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688
stað. Ekki dylst heldur neinum
sönnum íslendingi, að svo má
það ekki til ganga á landi hér,
að mestu kostajarðirnar séu tekn
ar úr búskap. Túnum og fögr-
um engjum á Hlugastöðum skal
nú breytt í íþróttavelli og leik-
velli kringum einskonar borg.
Bót í máli, að það eru verka-
lýðsfélög sem ráða staðnum um
sinn. En hvenær nær kynslóð
af auðvaldstegund tökum á
svona smáborgum? Og setur upp
eyðilýðs-aðsetur.
Hrjósturfjöllin kringum Glerár
dal í Eyjafirði hlúa þar að græn-
um bölum, hvömmum og ásum,
þar sem koma má upp því, sem
á erlendum málum er nefnt
„motel“. En aðeins handa verka
lýðsfélögum, meðan þau tóra. Eft
ir nokkra áratugi verður engin
verkalýður til, aðeins véltækni-
deildir fólks, sem verður ríkulega
launað og lifir eins og hinir höfð
ingjarnir. Þá vil ég, að verði búið
að veita Glerá til Skagafjarðar
og fylla Glerárgilið með ösku,
þekja yfir með torfi og gróður
setja birkiplöntur í rákinni.“
S.D.
Þýzkar
telpnakápur
ELFUR !
Skólavörðustíg 13,
Snorrabraut 38.
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
LAUGAVE6I 90-92
Stærsta úrval bifreiða á
einum stað. — Salan er
örugg hjá okkur.
Á VÍÐAVANGI
Galdrar ríkisstjórnar-
innar
Fjárlagafrumvarpið fyrir ár
ið 1967 fraríir okkur um það,
að á því herrans ári ætli ríkis
stjórnin að láta landslýðinn
borga 8—900 milljónum meira
fé í ríkiskassann en á þessu ári,
án þess að stigar eða taxtar
skatta, tolla eða annarra álaga
hækki nokkuð. Samf iinis boðar
ríkisstjórnin svo stöðvua verð
bólgu, verðlags og kaupgjalds.
I augum fáfróðra manna vivð
ist skýringa á þessu fyrirbæri
vart að leita annars staðar en í
galdrasögum. Eða hvernig 'á að
fá 900 milljóna aukningu skatt
fjár, án þess að skattstigar
hækki eða skattstofnur þeir,
sem lagt er á? Þannig ætlar
ríkisstjórnin bæði að éta kök
una sína og geynia hana. Og
það hefur hún raunar alltaf
verið að reyna síðan hún sett
ist í ráðherrastólana.
Það er svo dýrt
Það hefur verið einkenni á
fjárlögum síðustu árin, að opin
berri uppbyggingu og fram-
kvæmdum er æ meira ýtt út
úr fjárlögunum, en sífellt
hærra hlutfall af ráðstöfunar
fé ríkisins fer í beina eyðslu og
rekstrargjöld ríkisins og niður
greiðslur vegna verðbólgunnar.
Skattar og álögur aukast og
margfaldast í sífellu, en þó
verður á hverju ári minna til
framkvæmda. Ríkið er nær
hætt að leggja fé ti! hafnar
gerða. Vegirnir eiga nú ekki
aðeins að standa sjálfir undir
sér, heldur eru þeir nú einn
að aðaltekiustofnum rík<sins.
Það leynir sér ekki, að for
sætisráðherrann gerir sér Ijóst,
að þetta er engin frcmdarsaga
um stjórnarfarið, sem ríkt het
ur í landinu síðustu árín, og i
ræðu sinni yfir flokksráði sinu
hafði hann þessar afsakanir
helztar:
„Við vitum það einnig, að
vegna smæðarinnar, þá hlýtur
ætíð að hlaðast á Iivem ís-
lcnzkan niann margfaldur
kostnaður til vissra þarfa mið
að við það, sem aðrir verða að
bera. Ef við lítum á tölurnar
einar, þá er það auðvitað ljóst.
að hver íslendingur veiður
vegna æðstu stjórnar landsins,
vegna utanríkisþjónusfu, vegna
margháttaðra mannvirkja og
þarfa, að greiða miklu hærri
upphæð heldur en maðuv, sem
býr í þéttbýlu stórlandi.'*
Það er alger nýlunda i ís-
lenzkum stjórnmálum að virða
sjálfstæði landsins til fjár með
þeim hætti, sem núverandi for
sætisráðlierra gerir í tíma og
ótíma, og nota síðan útreiknjng
inn sem skálkaskjól fyrir ráð-
lausa ríkisstjórn. Vangaveltur
um það, hve dýrt sé að vera
sjálfstæO þjóð. þjóna engu
gagni. Það er raunar bvorki
dýrt né ódýrt. heldur aðeins
sjálfsagt mál. F.n að bir.u mætti
leiða hugann, hve dýrt sé að
hafa forsætisráðherra, -;ein rétt
Iætjr afglöp sín með bessum
hætti.
Meginpóstarnir
Þegar forsætisráðherrann er
að tíunda orsakir þess, hvern
ig komið er, og leiða fram af-
sakanir fyrir því, hvernig til
hefur tekizt um stiórnarfarjð,
verða fyrirsagnir í ræðunni
þessar:
Framhald á bls. 14.