Tíminn - 25.10.1966, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 25. október 1966
TÍMINN
SKIPAUTGCRB RÍKISINS
M.s. BLIKUR
fer vestur um land í hringferð
1. nóvember. Vörumótttaka á
þrijðudag, miðvikudag og
fimmtudag til Patrekst’jarðar,
Sveinseyrar, Bíldudals, Þingevr
ar, Flateyrar, Suðureyrar, Bol
ungarvíkur, ísafjarðar, Norður
fjarðar Djúpavíkur Siglufjarðar
Ólafsfjarðar, Akureyrar, Húsa
víkur Kópaskers Raufarliafnar
og Austfjarðahafna.
M.s. BALDUR
fer til Snæfellsnes og Bieiða-
fjarðarhafna á fimmtudag. Vöru
móttaka á þriðjudag, miðviku
dag og fimmtudag.
4nr irtlf ur
fer til Vestmannaevja Horna
fjarðar og Djúpavogs á miðviku
dag og fimmtudag.
i\'n. Vörumóttaka á þriðjudag.
Auglýsið í TIMANUIV!
LAXNES KOSINN FORMADUR
ALÞJÓÐALEIKSKÁLDARÁÐSINS
GB—Reykjavík, mánudag.
Á ráðstefnu STEF-sambandanna
sem hófst í París í dag voru stofn
uð fjögur höfundaráð til aðstoð
ar við undirbúning endurskoðunar
Bernar-samþykktarinnai á næsta
ári, og var Halldór Laxness kos-
inn formaður höfundaráðs Icikrita
höfunda, en hann er einn af þrem
fuiltrúum frá íslandi á ráðstefn
unni, hinir eru Gunnar Gunnars-
son og Jón Leifs. Höfundaráðin
fjögur eru fyrir skáldsagnahöf-
LEIÐRÉTTING
í frétt, sem birtist hér í blað-
inu um garnaveiki í fé í Skagd-
firði misritaðist bæjarnafnið. Átti
að standa Hegrabjarg en ekki
Hegraberg.
ÞAKKARÁVÖRP
Þakka innilega öllum, er minntust mín á sjötugsaf-
mæli mínu 8. þ m. með gjöfum, skeytum og heimsókn-
um.
Loftur Loftsson,
Sandlæk.
unda, tónskáld og kvikmyndahöf-
unda.
ERLANDER & BJARNI BEN.
Framhald aí bls. 2.
að gestirnir hefðu ánægju af heim-
sókninni, og hefðu á tilfinning-
unni, að þeir væru vinir meðal
vina.
í ræðu sinni vék dr. Bjarni Bene
diktsson, forsætisráðherra að stöðu
Svíþjóðar í fornnorrænum sagna-
heimi. Hann sagði, að enn sem
fyrr væri Svíþjóð mest Norður-
landa að stærð, fólksfjölda auði
og áhrifum, og að sænskir stjórn
arhættir væru til fyrirmyndar,
vegna þess að velmegun almenn-
ings í landinu væri betur tryggð
en annars staðar.
í ræðu sinni minntist forsætis-
ráðherra á það, að verzlunarvið-
skipti landanna væru báðum til
hags, enda kynnu Svíar að meta
síld okkar. Ágreiningi, sem stund-
um hefði risið út af löndunarrétti
Loftleiða á sænskum flugvöllum,
hefði tekizt að ráða fram úr vegna
góðvildar og skilnings sænskra
stjórnarvalda. Forsætisráðherra
lauk máli sínu með þessum orð-
um:
„Heimboð sænska forsætis-
ráðherrans til mín og konu
minnar að koma hingað tökum
við sem tákn vináttu og samstarfs
vilja stærstu norrænu þjóðar-
innar til hinnar minnstu. Fyrir þá
vináttu og velvild færum við okk
ar beztu þakkir.“
Hjartans þakkir til skyldmenna og vina nær og
fjær fyrir heimsóknir, skeyti og góðar gjafir á 70 ára
afmæli mínu 17. september síðastliðinn.
Guðbjörn Sigurjónsson.
Innilegar þakkir færi ég vandamönnum, vinum og
öðrum aðilum, sem heiðruðu mig á sjötíu ára afmæli
mínu með heimsóknum, árnaðaróskum og góðum gjöf-
um hinn 12. okt. síðastliðinn. Kærar kveðjur. Lifið heil.
Gunnlaugur Jósefsson,
Sandgerði.
Útför
Guðlaugar Pétursdóttur
frá Grund í Skorradal,
ekkju 'Friðriks Bjarnasonar tónskálds, fer fram frá HafnarfjarSar-
kirkju, miðvikudaginn 26. október, og hefst kl. 2. síðdegis.
Vandamenn.
Þakka innilega öllum þeim, sem sýndu mér samúð við fráfall eigln
manns míns,
Dr. Árna Friðrikssonar
Helena Friðriksson.
Ástkæru foreldrar okkar, og tengdaforeldrar,
Þóra Jónsdóttir
frá Klrkjubæ
og
Jóhann Fr. Guðmundsson
fulltrúl
létust af slysförum þann 23. þessa mánaðar,
Brynhildur Jóhannsdóttir, Albert Guðmundsson,
Álfþór Jóhannsson, Björg Bjarnadóttir
Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, elginkonu
minnar og móður okkar,
Margrétar Einarsdóttur
Ásabraut 4, Keflavík
Ólafur Björnsson og börn.
HÁSKÓLAHÁTÍÐIN
Framhald af bls 2
dósentar og auk þess hefur Guð
mundur Björnsson yfirverk-
fræðingur verið skipaður dós-
ent í verkfræðideiid og dr. Ro-
bert A. A. Ottósson dósent í
guðfræðideild. Á háskólaárinu
var prófessorsembætti í meina-
og sýklafræði veitt dr. Ólafi
Bjarnasyni, en hann hafði ver-
ið settur prófessor fyrir andlát
prófessors Nielsar Dungals.
Tveir umsækjendur voru um
það embætit.
Nýr gistiprófessor í banda-
rískum bókmenntum er kom
inn til starfa við Háskólann,
með styrk frá Fulbrightstoíoun-
inni, prófessor Ward L. Miner
frá Youngstown University,
Ohio, en franski sendikennar-
inn Annie Marie Vilespy hef-
ur látið af embætti og við störf
um hennar tekur lic. es-lettres
Jacques Raymond.
GRAFNIR LIFANDI
Framhald af bls. 1.
inu. Þannig eru tilfinningar fólks
ins hér.
Formaðurinn sagði þá, að.hann
yrði að halda sig við sínar eigin
yfirlýsingar og sagði að Collins
og allir aðrir myndu fá að segja
sitt álit i sambandi við rannsókn
yfirvalda á slysinu.
Skriðan, sem var orsök slyss-
ins kom úr gjallhaug, kolanámu
sem rekin var af kolaráði ríkis-
ins.
í kvöld höfðu fundizt lík 145
manna, þar af 100 barna. Telja
björgunarmenn, að enn liggi a.m.
k. 49 börn grafin undir skrið-
unni.
Á fimmtudag verða 60 þeirra,
er fórust jarðsettir, en á morgun
verða 25 jarðarfarir sitt í hverju
lagi.
Blöð um allan heim segja frá
þessum hörmulega atburði, og í
Bretlandi er sérstaklega rætt um
ásakanir íbúa námubæjarins í garð
námustjórnarinnar, sem þvi mið-
ur virðast vera á rökum reistar.
Er kolaráð ríkisins sakað um að
hafa látið aðvaranir fólksins um
hættuna af þessurn gjallhaug sem
vind um eyru þjóta.
Höfðu menn einmitt bent á, að
svo kynni að fara, er raun varð
á föstudag.
Fulltrúi Wales, Cledein Hughes
sagði í neðri deild brezka þings-
ins í dag, að rannsóknarnefndin,
sem verður undir stjórn þekkts
fræðings, Edmund Davies mundi
fá miklar heimildir til að kalla
vitni fyrir sig.
„ÞURR" LAUGARDAGUR
Framhald af bls. i
til neyzlu. Leiki vafi á, hvort
áfengi sé í sendingu skuli af-
greiðslumaður neita að taka við
sendingunni.
Ábvæði, er um að banna leigu-
bílstjórun að taka ölvuð ungmenni
yngri en 21 árs til flutnings í bif
reiðum, en þó skal heimiit að
flytja slik ungmenni tii heimila
þeirra, lögregiuyfirvalda og á
sjúkrahús.
Ungmennum, yngri en 18 ára,
er óheimil dvöl eftir kl. 8 að
kvöldi á vínveitingastað nema í
fylgd foreldra, skv. ákvæðum frum
varpsins.
BLÓÐUGAR ÓEIRÐIR
Framhald af bls. i
ráðstefnunnar eru haldnir. Þaðan
var farin blysför að bandaríska
sendiráðinu og haldinn þar þriggja
klukkustunda mótmælafundur.
Báru stúdentarnir spjöld með
ýmsum áletrunum, eins og t.d.
Heil Johnson, Skjóta fyrst — tala
á eftir L.B. J. Við lok þessa úti
fundar spurði stjórnandinn, hvert
menn ætluðu að fara næst, og
skipti þá engum togum, að menn
stefndu til gistihúss forsetans,
sem er þar í næsta nágrenni.
Hrópaði mannfjöldinn: Farðu
heim, Johnson.
Fyrsti fundur sjöveldanna í
dag bar meiri merki einhugar en
búizt var vð og kom Johnson for
seti brosandi út úr fundarsalnum
að viðræðum loknum og virtust
mótmælaaðgerðirnar, sem leiddu
til hinna blóðugu bardaga, ekki
hafa haft mikil áhrif á hann. Á
fundinum hafði forsetinn sagt um
þennan atburð, að þeir, sem tóku
þátt i mótmælaaðgerðunum, hefðu
villzt á heimilisfangi. Þeir hefðu
átt að fara til Hanoi, höfuðborg
ar Norður-Vietnam.
Forsetinn lét í ræðu sinni í ljós
von um, að ráðstefnan yki mögu-
leikana á friði, en mælti síðan
þessi orð: Látum bardagaseggi
heims vita að ráðist þeir á ná-
granna sina, muni vinir nágrann
anna reiðubúnir til hjálpar.
NORSKA HÚSIÐ
Framhald af bls. 16.
og þessi séu reist á skömmum
tima. 350 vinnutímar fóru í allt
tréverk í sýningarhúsinu, 40
vinnutímar í raflagnir og um 40
tímar í hita, vatn og hreinlætis-
tæki. Má þvi segja, að fljótlega sé
hægt að flytja inn í húsin eftir að
grunnplata hefur verið steypt.
Þessi norsku hús eru framleidd
af Oskar Drivflaat i Stavangri, og
hægt er að fá þau í nokkrum
stærðum, allt upp í 148 fermetra
eða stærri, með því að bæta við
einingum. Húsi því, sem er til
sýnis, er skipt eftir endilöngu,
þannig að öðru megin er húsbónda
herbergi, salerni og bað, svefnher
bergi, barnaherbergi, geymsla,
og þvotta -og kyndiherbergi. í hin
um hlutanum er sameigimea dag
stofa og borðstofa, eldhús og búr.
Steinullareinangrun er í veggjum
og lofti og tvöfalt gler í glugg
um.
Hægt er að haga innri gerð húss
ins á annan veg, enda er það sam
sett úr mörgum hreyfanlegum ein
ingum. Útveggir eru að innan
klæddir strigaefni, sem auðvelt
er að þrífa, en parkettgólf er í ö|l
um vistarverum. Ekkert þarf að
mála að innan og kemur húsið full
frágengið frá verksmiðjunni. hvað
það snertir, og viðariiturinn að
sjálfsögðu mest áberandi, en skáp
ar eru mattlakkaðir.
Hús þetta er teiknað af ungcm
arkítektum, norskúm, sem hafa
leitazt við að gefa húsinu svip
norskrar byggingarhefðar, jafn-
framt þvi, sem húsinu er gefið
hlutlaust yfirbragð, svo að það
getir fremur staðið af sér ýmis
tízkufyrirbæri.
Sýningarhúsið er búið húsgögn
um frá Húsgagnaverzlun Austur-
bæjar, en Steinþór Sigurðsson hef
ur séð um uppstillingu þeirra og
sýnir jafnframt nokkrar myndir
eftir sig á veggjunum. Húsið verð
ur til sýnis þessa viku. Um 4—5
pantanir munu hafa komið í þessi
hús fyrsta sýningardaginn.
MJÓLKURFRAMLEIÐSLAN
Framhald af bls. 16-
Teyfi á ný fyrir kjöt í Bandaríkj-
unum, og er forsenda fyrir sölu
þangað að löggilding fáist á
sláturhúsinu í Borgarnesi. Er
vonast eftir að hingað, komi senn
maður frá Bandaríkjunum til að
kynna sér sláturhúsið og með-
ferð kjötsins þar.
Á VÍÐAVANGI
Framhald Kf t-ls. 3
Smæð þjóðfélagsins.
Einhæfir atvinnuvegir.
Ofalegar sveiflur í afkomn.
Greinar sjávarútvegsins mis-
arðbærar.
Kostnaður við innlcndan iðn
að.
Erfiðleikar landbúnaðarins.
Það er aðeins eitt, sem „ryð
ur veginn* út úr ógöngnnnm —
erlend álbræðsla í landinn, og
hið eina, sem vekur ráðherran
um undrun er að til skuli vera
menn sem hafa uppi andróðnr
gegn þvílíkri blessun.
HJÓN BIÐU BANA
Framhald »f bls. 16.
inn undarlegur. Eg dró því úr
ferðinni og sveigði út í vegarbrún
ina. Var vörubifreiðin nær stiiðv
uð, þegar Volkswagenbifreiðin
skall framan á vörubifreiðina.
Hann sýndi engin stefnuljós enda
ekki um neinn afleggjara að ræða.
Volkswagenbifreiðin var á leið
suður Reykjanesbrautina er hún
lenti framan á vörubifreiðinni, þar
sem gangbraut er á Reykjanes-
brautinni á móts við Valsheimilið.
Hemlaför vörubifreiðarinnar voru
um 11 metrar en engin hemlaför
voru eftir Volkswagenbifreiðina.
Volkswagen-bifreiðin lenti undir
stuðara vörubifreiðarinnar og stað
næmdist eigi fyrr en stuðarinn
nam við framrúðu hennar.
Það verður að telia vítavert af
liálfu sjúkraliðsmanna og Iögreglu
þjóna að halda ekki börnunum
tveim frá bflnum á meðan verið
var að flytja afa þeirra og ömmn
í sjúkrabifreiðina. Þau voru bæði
Iátin standa kjökrandi við híið
hennar á meðan á flutningnum
stóð og þegar búið var að konia
hjónunum fyrir í sjúkrabifriðei
inni, spurði einn sjúkraliðsmann
anna — Hvar eru börnin? Voru
þau ekki fleiri?
Engin skýring liggur fynr,
hvers vegna Volkswagenbifreiðin
sveigði yfir i hægri vegarhelming
en helzt er talið að maðurinn hafi
fengið aðsvif eða orðið fyrir ein-
hverri truflun.
Hjónin. Jóhann og Þóra, voru
Ifædd skömmu fyrir aldamót.