Tíminn - 25.10.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.10.1966, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 25. október 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARiFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug lýsingastj.: Steingrímur Gislason Ritstj.skrifstofur > Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Al- greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300 Áskriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f Árinni kennir iliur ræðari Forsætisráðherrann hefur flutt merkilega ræðu yfir flokksráði Sjálfstæðisflokksins, og birtast meginþættir hennar í Morgunblaðinu s l. sunnudag. Þessi ræða mun síðar þykja mikilvæg heimild um orsakir og afleiðingar í stefnu og athöfnum þessarar óhappastjórnar, þegar saga hennar verður krufin til mergjar að leikslokum. í ræðunni felast svo margvíslegar og berorðar játningar um vandræðaástandið, óheillaþróunina og ískyggilegar horfur, samfara augljósum þreytumerkjum manna, sem sjá afleiðingar verka sinna blasa við en engin úrræði. Forsætisráðherrann játar, að ýmislegt hafi tekizt verr en skyldi og segir, að menn skuli gera sér ljóst, „að nú eigum við við að etja alvarlega örðugleika í sumum höf- uðatvirmugreinum landsmanna, sem að nokkru leyti eru að kenna því, að ekki hefur tekizt að ráða við verðbólg- una“, eins og ráðherrann segir. Og síðan koma margar sjálfsspurningar um það. hvers vegna svona erfiðlega gangi að halda „föstu verðlagi” hér á landi. Ráðherrann segist ekkert skilja í þessu, því að hann segir stjórnina hafa beitt heimsþekktum úrræðum af meiri röskleik, þekkingu og samkvæmni en aðrar stjórnir, en þó með þessum hörmulega árangri. Og eftir langar og innantóm- ar vangaveltur kemur skýring hans. Hún er ekki mis- heppnuð stjórnarstefna eða stjórnartök, heldur einhæft atvinnulíf, harðsótt land, smæð þjóðfélagsins, kostnað- urinn við iðnaðinn, dýrleiki þess að vera sjálfstæð þjóð. Og svartsýni forsætisráðherrans er svo mikil, að hann eygir ekki það úrræði helzt að efla atvinnuvegina, styðja landbúnað, iðnað og fiskveiðar. Hann nemur staðar 1 harmatölum sínum við eina vonarstjörnu. Það er erlend álbræðsla- „Þarna er ruddur vegurinn“. segir hann. Eft- ir sjö ára stjórnarsetu í eindæma góðæri, þegar verð- mætin hafa mokazt á land, kemu forsætisráðherrann fram fyrir þjóðina, játar ófarir og afhroð í stjórnarfari, en kennir aðeins þjóðinni, landinu og atvinnuvegunum um, fárast í öðru hverju orði vfir ,,smæð þjóðfélagsins” og kostnaðinum við að halda við sjálfstæði, lýsir yfir al- geru vantrausti á því að efla og treysta lengur á þessar lífsstoðir íslenzku þjóðarinnar og eygir aðeins eina von — erlenda stóriðju. íslenzka þjóðin hefur lengi kunnað spakmæli. sem skýrir þetta fyrirbæri: Árinni kennir illur ræðari. Þegar handaskömm áralagsins á þjóðarskútunni verður ekki lengur dulin kennir stjórnin. þjóðinni. iandinu, atvinnu- vegunum og jafnvel þjóðfélagssmæðinni og sjálfstæðinu líka um!! Aldrei hefur það blasað eins augljóslega við, að í ráðherrastólunum sitja nú örþreyttir, úrræðalausir og vonstola menn, sem vita, að þeir hafa siglt í strand, og geta ekki tekið upp nýtt áralag. En þeir eiga ekki manndóm til þess að viðurkenna sína sök á skipbrotinu, og kenna því árinni um. Bjarni Benediktsson er fyrsti forsætisráðherra þjóðar- innar, sem gerir dýrleika sjálfstæðisins, barlóminn og varitraustið á þjóðinni, landinu og atvinnuvegum hennar að uppistöðum í þjóðmælaræðum sínum. En þetta er ekki dýrt, aðeins sjálfsagðir hlutir í augum íslendinga, eins og að anda. Það er hitt, sem er dýrt, að hafa við ár ar eða stjórnvöl þjóðarskútunnar menn með þennan hugsunarhátt og láta hann gegnsýra störfin og stefnuna. Það er of dýrt. TÍMINN Ingvar Gíslason, alþingismaður: Húsnæðismál og verðbðlga Fá eða engin mál eru jafn flækt í vítahring verðbólgunn- ar cins og húsnæðismálin. Má með fullum sanni segja, að því aðeins geti almenningur byggt og risið undir húsnæðiskostn- aði sínum, að verðbólgan brennir upp byggingarskuldir á stuttum tíma, en húsin halda verðgildi sínu. Aftur á móti nærir það verðbólgueldinn, hversu byggingarkostnaður vex óðfluga og er á hverjum tíma í hróplegu misræmi við launa kjör og heilbrigða lánsmögu- leika í sambandi við íbúðar- byggingar. Að mínum dómi er ógen:- ingur að hugsa sér varanlega stöðvun verðbólgunnar án full- kominnar stefnubreytingar i húsnæðismálum. Það, sem kalJ að hefur verið „lagfæring" á húsnæðismálum undanfarin ár er cintómt kák. Þar er í hæsta lagi reynt að ráða frarn úr málum frá degi til dags. Bygg ingarhættir íslendinga, sem einkennast af skipulagsleysi. óhófi, gróðafýsn og oviðun- andi lánakjörum, fara sizl batnandi. Af því er gumað, að lánsfc til húsnæðismála hafi verið aukið. Þar er þó ekki af neinu að státa. Veðlánakerf ið er því miður algjört undir- málsfyrirbæri og í engu sam ræmi við tilgang sinn og þarf- ir. Verður ekki séð, að því hafi farið fram hin síðari ár. Hlut fallslega munu húsnæðisstjórn arlánin fremur hafa lækkað, þrátt fyrir hækkun í kronu- tölu. Ég ætla, að lánin hafi verið um 26% af meðalíbúðar- verði árið 1962, en á þessu ári vart yfir 24%. Hitt ber að viðurkenna, að nokkrar um bætur hafa verið gerðar í sam- bandi við lán og framlög til verkamannabústaða og til út- rýmingar heilsuspillandi hús- næði. Er þó síst ofgert í þeim efnum. Byggingariðnaðurinn er sú grein þjóðarbúskaparins, sem teljast verður einna verst skipulöpð hvað snertir fjár- magn, vinnutilhögun og nota- gildi. Miðað við hina gífurlcgu byggingarþörf vegna örrar fólksaukningar og lélcgs hús- næðis frá fyrri tímum, er mikil þjóðhagsleg nauðsyn að endurskipuleggja byggingar- iðnaðinn frá rótum. f sam- bandi við þá endurskipu- lagningu ætti reynsla undan- farandi ára að vera aðalleiðar- Ijósið. Reynslan sýnir m.a., að þrátt fyrir margs konar höml- Ingvar Gíslason ur, sem settar hafa verið á íbúðabyggingar, einkum í formi opinberra lánsfjár- takmarkana, þá hefur bygg- ingarstarfsemi yfirleitt verið fyrirferðarmikil í heildarfjár- festingunni. Byggingaþörfin hefur með öðrum orðum sprengt af sér hömlurnar. Með góðu eða illu hefur húsbyggj- endum tekizt að útvega fé til bygginga sinna, og hefur þetta fé komið eftir ýmsum leiðum, sem flestar eru þó óhagstæðar og oft fullkomlega óeðlilegar, ef miðað er við, að efnahags- ástandið sé heilbrigt. En því hefur vissulega ekki verið að heilsa. Efnahagsástandið getur ekki vcrra verið, og það verð- ur ekki bætt á meðan menn hafa það á tilfinningunni, að spákaupmennska sé Jtið eina, sem gildir, hvort lieldur sem cr í satnbandi við svo sjálf- sagðan hlut eins og það að eignast þak yfir höfuði'ð eða annað. Það hefnir sín því lengra sent Iíður ef ekki teksf að rjúfa þann vítahring, sem verðbólgan hefur hneppt í alla heilbrifiða efnahagsstarfsemi, og þá ekki sízt byggingariðn- aðinn. Það getur tæplega orðið að ágrciningsmáli, að húsnæðis- þörfin er ein af frumþörfuni mannsins ámóta eins og fæði og klæði. Það vita og allir, að það er ekki hægt að fullnægja þeirri þörf án samfélagsað- gerða. Það er því engin ósann- gjörn krafa, þótt almenningur heiniti rétt sinn í þessu sam- bandi. Á það munu allir fall- ast, a.m.k. í orði í verki er Ingvar Gíslason. þessunt málum þó ekki betur fyrir komið en svo í hinu ís- lenzka velferðarríki, að mað- ur getur í bezta árferði „lent á götunni“ með sig og fjöl- skyldu sína Ber það raunar við á hverju vori og hausti í borg og bæ, þó að úr rætist að lokum. Er algengt, að húsnæð- islaust fólk sé á hrakhólutn dög um, vikum eða mánuðum sam- an, áður en úr er bætt, enda algengast, að ekki sé hjálpar að vænta, fyrr en í algjör vandræði er komið. Nú er síð- ur en svo, að þeir, sem í slík- utn raunum kunna að Icnda séu einhverjir bónbjargamenn. Þetta getur hent unga og full- vinnandi menn, sem í engu liggja á liði sínu við dagleg störf. Ógæfa þeirra er sú ein, að þeir eru ekki nófiu efnað- ir, eiga ekki efnaða að og njóta ekki sanngjamrar fyrir- greiðslu af hálfu lánastofnana eða stjórnarvalda. Það er því ekki hægt að setja ósanngjarnar hömlur á húsbyggingar eða fyrirgreiðslu um leigu og kaup húsnæðis. Hjá því verður ekki komizt að eyða miklu af framkvæmdaafli og fjármagni þjóðarinnar til þeirra mála. En á því veltur að koma á réttlátu og viðun- andi skipulagi, þannig að sem bezt nýting verði á því, sem til 1 þessara mála er lagt Brýn nauðsyn er m.a. á þvi að stofna hér á landi sérstakan „húsnæðisbanka,“ sem hafi með höndum almenna húsnæðislana starfscmi. Ríkisstjórn og al- þinfii þurfa að taka í sig kjark og ákveða húsnæðisbankanum svo rúmt starfssvið, að hægt sé að lána til langs tíma út á hóflegar íbúðir allt að 80-90% af verðinu og aldrci undir 2/3 byggingarkostnaðar. Einnig þarf að koma upp sjóði, sem lánar til kaupa eða endurbóta á eldra húsnæði. ÖIl lánskjör verður að miða við það, að árleg kostnaðarbyrði af hús- næði sé í eðlilegu samræmi við almcnnt kaupgjald í landinu. Það skiptir höfuðmáli, að rétt- látt hlutfall sé á inilli tekna og húsnæðiskostnaðar. Fari það hlutfall úr skorðum, sem reynd in er hér á landi, mun óger- legt að hafa hemil á verðbólgu og dýrtíð. ÞRIÐJUDAGSGREININ W Þakkir til Fiskifélags Islands Frá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Öldunni Skipstjóra- og stýrimannafél. Aldan hefur sent Fiskifelagi ís lands þakkir fyrir þá framkvæmd að ráða tæknifróðann manrx, Hórð Frímannsson, meðal annars til ráðuneytis útvegs og skipstjórnar mönnum, um meðferð og viðhald hinna margvíslegu og viðkvæmu fiskileitar og ratsjártækja. J a< r. framt þessu hefur félagið lagt til að sérstök námskeið þessu viðvíkj andi verði haldin fyrir skipstiórn armenn á fiskiskipum. Skipstjóra og stýrimannafélagið Aldan vill einnig benda á að varð andi bókaútlán til skipa eru nú þegar ril útleigu. hjá Rorgarbóka safni Rej'kjavíkur, um 30 bóka kassar. Skipstjórar geta þvi haft samband við bókavörð safnsins og pantað þær bækur sem nú eru fyrir hendi. Þeir skipstjórar sem ekki geta látið sækja bækumar ttl safnvaðar og þurfa að þær send ar geta snúið sér til Öldunnar sem sjá mun um alla fyrirgreiðslu varð andi útsendingu á bókum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.