Tíminn - 25.10.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.10.1966, Blaðsíða 7
ÞRflMipíAGUR 25. október 1966 PiNGFRtTTIR TÍMINN PiNGFRETTÍR KIKISFRAMLOG TIL HAFNA- GERDA VERDUR AÐ HÆKKA Gísli Guðmuudsson mælti í gær fyrir fmnrearpi, er liann flytur ásamt Joni Skattasyni, Halldóri E~ Sigurðssyni, Sigurvin Einars- syni, Bimi Pálssyni og Ágiisti Þorvaldssyni um ríkisframlag til hafnargerða og lendingarbóta. Með fjyimvarpi þessu er enn á ný gerð tilraun til að fá ríkis- framlagið til hafna hækkað, en lemgur verður ekki hjá því kom- izt að viðurkenna, að ákvæði hafnalaga um ríkisframlag til hafnargerða eru úrelt orðin. í framsöguræðu sinni sagSK Gísli Guðmundsson m.a.: „Sam'kv. gildandi lögum eru hér á landi 1!1S nafngreindar hafnir, eða lendingarbótarstaðir, sem eiga rétt til ríkisframlaga og ríkis- ábyrgðaí Á þriðjungi þessara hafna eða hafnarstaða eða því sem næ-st, hafa- rannar Trtlar eða engar framkvæmdir átt sér stað, þótt lögfestar séu og ekki líklegt, að þær eigi sér stað' í náinni framtíð a.m.k. ekki í stórum stíl En á öðrum sffiðum hafa átt sér stað framkvæmdir me’iri eðavminni Rík isframlagfð, sem greiða ber að lög um með nánar tateknum skilyrð- um, er að jafnaði 40% af fram- kvæmðakostnaði, og jafnframt er heimilt a'ðfeæita ríkisábyrgð fyrir lánum hafnarsjóðs^allt aðd50% Við leggjum til, að ríkisframlag ið verði hækkað úr 40% upp í 50—60 eða 70%. Við leggjum til, að höfnunum sé skipti jwjá flofcka A, B og C-fíokk. í A-flokki greiðir ríkið 50%. I B-flokki 60% og í C flokki 70% af hafnargerðarkostn aðinum með það fyrir augum, að hafnarsjóðir eða sveitarfélög hafi sem jafnasta fjárhagslega aðstöðu til að koma upp undirstöðumann- virkjum hafnargerðar. Er þá gert ráð fyrir að ábyrgðarheimildin breytist í samræmi við þetta, eins og eðlilegt er. Við leggjum til í öðru lagi, að gerðar verði með lögum ráðstafanir til þess, að greiddar verði að fullu á næstu þremur árum þær skuldir, sem ríkið er í nú við einstaka hafnar- sjóði, en þær munu nú eða um næstu áramót nerna um 55 millj. kr. eftir því, sem upplýst hefur verið og eru til orðnar vegna þess, að ríkissjóður hefur orðið á eftir með greiðslur á sínum hluta kostn aðarins. f 3ja lagi viljum við binda það í lögum, að ríkissjóður greiði eft- Úr ræðu irleiðis að fullu sinn hluta af fram kvæmdakostnaðinum ár hvert á hverjum stað, þannig, að hafnirn ar fái jafnóðum það, sem ber úr ríkissjóði og ekki myndist nýr skuldahali. Gert er ráð fyrir, að samin verði sérstök framkvæmda áætlun um hafnargerð til tveggja ára í senn og um fjármagnsþörf vegna framkvæmdanna. Um form frv. og efni að öðru leyti leyfi ég mér að vísa til grg. á þskj 31. Það er í samræmi við löngu yfir lýstan vilja Alþ að hækka rikis- framlagið til hafnargerða, þótt dregizt hafi um of að gera það. Það er ein aðalundirstaða lands byggðar, að viðhlítandi hafnir séu á mörgum stöðum og dreifðar um strandlengjuna. Slíkt hafnar- kerfi á ströndinni er ásarnt* vita- kerfinu skilyrði þess, að hægt sé að nýta fiskimiðin kringum land- ið og halda uppi sómasamlegum flutningum á sjó með þeim hætti, sem tækni nútímans krefst, og ger ir mögulegt. I-Iafnarstaðirnir við firði og víkur þessa eylands, eru liinir náttúrlegu byggðakjarnar, sem myndazt hafa á 19. og 20. öld, en undirstaða hvers og eins þess- ara byggðakjarna er höfnin Við flm. þessa frv. höldum því fram, sem Alþ. hefur raunar viður kennt fyrir löngu, að það sé bæjar og sveitarfélögum eða hafnarsjóð um þeirra yfirleitt eða flestum ofviða að greiða 60% af kostnaði við nauðsynleg hafnarmannvirki, hver á sínum stað Fyrir allmörg- um árum voru tvær hafnir á Suð- vesturlandi gerðar að landshöfn. En það þýðir það, að ríkið lætur gera hafnarmannvirkin og legg ur fram framkvæmdafé, en ekki hlutaðeigandi _ sveitarfélag eða sveitarfélög. Á síðasta þingi var svo bætt við þriðju landshöfninni, en hafnarsjóður sá, sem þar átti hlut að máli, skuldaði þá ríkissjóði nálega 14V2 milljón kr. í vöxtum og afborgunum, sem ríkið hafði orðið að greiða fyrir hafnarsjóð- inn. En mjög víða er svipaða sögu að segja, sem von er. Ég ætla ekki að rekja það hér sem gerzt hefur, í sambandi við ríkisábyrgðasjóð á þessu sviði, í seinni tíð. En það er í meginatrið- um það, að samið hefur verið við sveitarstjórnirnar um að minnka Guðmundssonar í gær Gísli Guðmundsson vanskilaskuldir hafnarsjóðanna, vegna ógreiddra vaxta og afborg- ana með því að gefa út ný skulda bréf, sveitarfélögin gæfu út ný skuldabréf jafnframt því, sem eitt hvað var að fullu afskrifað. Síðan mun hafa verið reynt að ná af hlutaðeigandi sveitarfélögum meira eða minna af því, sem þau eiga að fá af jöfnunarsjóðsfé til almennra þarfa upp í þessar af- borganir. En þó að þetta hafi ver- ið gert, hefur auðvitað ekki verið hægt að breyta þeirri bláköldu staðreynd, sem hér er undirrótin, að sveitarfélögin hafa ekki bol- magn til að greiða 60% af kostn aðinum, a.m.k. ekki meðan hafn- irnar standa enn ófullgerðar og ekki farnar að bera nema að litlu leyti þann árangur, sem vænta má síðar í sambandi við eflingu atvinnulífs á þessum stöðum Ég hef veitt því athygli, og vil vekja athygli á því hér, í hv. d., að á ár- inu 1965 hefur samkv. gögnum, sem við þm höfum nýlega fengið í hendur hefur ríkisábyrgðarsjóð ur orðið að greiða vexti og af- borganir fyrir þrjátíu hafnir á þessu ári, þ.e.a.s árinu 1965, og er þá ekki sú höfnin meðtalin, sem nú er orðin landshöfn Hér er um nettógreiðslur ríkisábyrgða- sjóðs að ræða, þe.a.s. ekki með- talið það, sem lagt hefur verið út til bráðabirgða og endur- greitt síðar á árinu á einhvern hátt Þetta eru nokkuð misjafnar upphæðir, sú hæsta hátt á 3. millj. fyrir eina höfn, aðrar nokkur hundruð þúsundir eða nokkrir tugir þús. og sums staðar minna. í reikningum standa svo upphæð- ir frá eldri árum, sem þessir og aðrir hafnarsjóðir hafa ekki get- að greitt af tekjum sínum. Ef þetta frv verður að lögum hækkar fram lag ríkissj., en ríkisábyrgðalánin lækka Komist ríkisframlaga- hækkunin i framkvæmd, og einn- ig það, sem gert er ráð fyrir í, þessu frv., að ríkissjóður standi í skilum er meiri von um að hafn arsjóðirnir geti þá einnig endur- greitt vexti og afborganir af ríkis; ábyrgðalánum, sem eins og ég sagði, yrðu lægri en fyrr, og kæm- ist hjá að stofna til vanskila- skulda við ríkisábyrgðasjóð eða þyrfti a.m.k. minna að gera af því heldur en nú er, og verið hef- ur Ég vil svo segja það að lofcum, að ef það reynist rétt, sem nýlega hefur verið gefið í skyn hér á hinu háa Alþ, að hæstv. ríkisstj. muni gera upp sinn hug að því er hafnarl. varðar, áður en þessu þingi lýkur, viljum við vænta þess, flm. að samstarf geti tekizt um framgang þessa máls sem hér ligg ur fyrir í einu eða öðru fonmi, sem telja má viðunandi. JJn svo sem kunnugt er, höfum við flutt þetta mál eða svipað mál oft áður á undanförnum þingum. Samþykkt þessa frv. mundi að líkindum hafa í för með sér nokk- ur viðbótarútgjöld fyrir ríkissjóð vegna hækkunar ríkisframlagsins. Þau viðbótarútgjöld eru þó minni en í fljótu bragði virðist, af því að þau mundu jafnframt létta á ríkisábyrgðarsjóði, eins og ég hef áður vikið að. Við, sem eigum sæti hér á hinu háa Alþ., verðum að minnast þess við afgreiðslu þessa máls og minnumst þess vonandi, að uppbygging hafnanna, með til- liti til krafna nútíðar og framtíðar, er lífsnauðsyn fyrir landið í heild, og einstakar byggðir þess“. Kauplagsví sitalan og veröhækkanir Vísitöluuppbót á kaup er aðeins rúm 60% af hækk- uninni á verðlagi lífsnauðsynja Einar Olgeirsson hélt langa fram söguræðu á Alþingi í gær fyrir frumvarpi sínu um stofnun nýrrar verðalagsnefndar, 7 manna, er skulu ákveða hámarksverð á vöru og verðmæti og koma í veg fyrir vöxt dýrtíðar. Sigurvin Einarssos benti á, að FRAMLEIÐNILAN TIL FYRIRTÆKJA FITT BR ÝNASTA NAUDSYNJAMÁLIÐ Frumvarp Framsóknarmanna til 1. umræðu í efri deild Helgi Bergs mælti í gær fyrir frumvarpi Framsóknarmanna í efri deild um stofnun fram- leiðnilánadeildar við Framkvæmda sjóð íslands. Fjallar frumvarp ið um öflun fjármagns til lána sérstaklega til framleiðniaiikning- ar í fyrirtækjum, sem uppfylla tiltekin skilyrði. Efni frumvarps- ins hefur áður verið birt í blað- Helgi Bergs sagði, að fram- leiðsluaukning þjóðarinnar á und anförnum árum, ætti ekki nema að nokkru Ieyti rót að rekja til framleiðniaukningar og fólksfjölg unar og sú framleiðniaukning, sem orðið hefði, væri á mjög tak- mörkuðum sviðum. Orsakir fram leiðsluaukningarinnar væru hin óvenjulegu aflabrögð 'og ■ lenging vinnudags almennings. Helgi vitn aði til ýmissa aðila, um nauðsyn þess, að efla framleiðni i atvinnu rekstrinum, m.a. nýjasta vitnis- burðarins, skýrslu Efnahagsstofn unarinnar til Hagráðs. Ilelgi minnti á þær takmörkuðu aðgerð- ir, sem gerðar hefðu verið í þessa átt, og taldi þær með öllu ófull- naegjandi Hér yrði að koma til öflug og varanleg sjóðsmyndun og fjármagnið. sem til þessara hluta yrði varið, myndi nýtast bezt, ef slík lánastofnun næði yfir allar atvinnugreinar landsmanna. I-Iér væri í raun Um mál málanna að ræða, því að dýrtíðin legðist með vaxandi þunga á allan rekstur og fyrirtæki landsmanna og nauðsyn aðgerða væri riú meiri en nokkru sinni fyrr. Fyrirtækin yrði að efla I með bættum vinnubrögðum og tækni til að mæta þeim búsiflum, sem dýrtíðin veldur, að öðrum kosti geta þau ekki greítt það kaup, sem fólkið verður að fá. þess gætti oft í umræðum um þessi mál, að gengið væri út frá því sem vísu, að launþegar fengju verðhækkanir bættar upp með hækkun kauplagsvísitölu skv. lög unum um verðtryggingu launa. Þar væri um mikinn misskiilning að ræða. Það sýndi reynslas. Vísitala vöru- og þjónustu væri bezti mælikvarðinn á þróun verð- lagsins. Frá sept. 1964 til sept. 1966, hefði vísitala vöru og þjón- ustu hækkað um 24,2%, en laun aðeins hækkað á sama tíma um 15,25% skv. lögunum um verð tryggingu launa, eða aðeins um rúm 60% af hækkuninni á verði lífsnauðsynja. Jafnvel þótt miðað væri við vís tölu framfærslukostnaðar, sen gæfi þó ranga mynd, eins og húsj leiguliðnum, sköttum, fjölskyldi bótum og fl. væri varið í þeirr: vísitölu, hafa launin ekki hækkat til jafns við verðlagið. Vísitalí framfærslukostnaðar hefði hækk að um 21.4% á umræddu tímabil en kaupið um 15.25% skv. kaup lagsvísitölunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.