Tíminn - 25.10.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.10.1966, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 25. október 1966 TÍMINN BÓNPINN OG LANDIÐ LÆKKAÐ VERÐ Á FÓDURBLÖNDU Snemma á þessu ári fóru fram töluverðar umræður um verð á innfluttu kjarnfóðri. 4 síðasta Búnaðarþingi kom fram ályktun þess eðlis að kanna skildi nýjar leiðir í innflutn- ingi fóðurbætis, því talið var að spara mætti tugir milljóna króna, ef fóðurbætirinn yrði fluttur inn laus í tankskipum. Um líkt leiti og þessar umræð ur fóru fram á Búnaðarþingi, voru birtar yfirlýsingar frá for stöðumönnum þeirra innflutn ingsfyrirtækja, sem höfðu frarn til þessa verið einráð á fóður bætismarkaðnum hér. Þessar yfirlýsingar voru birtar til að mótmæla ummælum formanns Búnaðarfélags íslands, sem hann viðhafði í setningaræðu sinni á Búnaðarþingi, en þar •gat hann þess að ef keyptar væru tilbúnar fóðurblöndur frá V.-Evrópu, mundi það þýða stórkostlegan sparnað fyrir bændur og að sjálfsögðu neyt endur í bæjunum °innig. Um mæli formannns Búnaðarfélags ins hafa ekki verið hrakin en í stað þess hefur verið reynt að þegja yfir þessu hagsmur.a máli bænda og neytenda í þeirri von, að ekki yrði hróflað við ríkjandi fyrirkomulagi í kjarn fóðurinnflutningi. í dag er meðalverð á fóður blöndu til bænda nálægt 7000 krónum tonnið, en trúlega er hægt að bjóða þeim fóður- blöndu frá V.Evrópu á um 5000 kr. tonnið, hvar á landinu sem er. Ef gert er ráð fyrir að heildarsala fóðurblöndu hér á landi sé aðeins 30 þúsund tonn þá er hér um að ræða 60 mill jón króna lækkun á framleiðslu kostnaðinum, sem kemur bænd um til góða, og neytendurn í bæjunum í lækkuðu vöruverði, eða þá ríkissjóði í lækkuðum niðurgreiðslum, sem að sjálf sögðu hefði áhrif á pyngju al- mennings. Þessi óhagstæðu fóðurbætiskaup hafa verið var in á þeirri forsendu, að kjarn fóður frá Bandaríkjunum fengj ust á hagstæðum lánum, sem hægt væri að endurlána tii landbúnaðarins. Ef kannað væri hversu hagstæð þessi lán raunverulega eru landbún aðinum yrði niðurstaðan eflaust sú, að aldrei hafa aðrir eins okurvextir verið greiddir hér á landi, svo ekki sé meira sagt. Hvers vegna hafa for- ustumenn bændasamtakanna ekki krafist þess að fóðurbæt isverzlunin væri gefin algjör lega frjáls? Sennilega er það vegna þess að bændur eru það íheiðarlegir í viðskiptum, að þeir trúa ekki að óreyndu, að þeirra verzlunarfélög geri ekki allt sem í þeirra valdi stendur til að útvega þeim góðar og ódýrar vörur. En svo óheppi lega vildi til, að fyrsta við leitni í þá átt að útvega bænd um ódýrara fóður frá V.Evr ópu, en verið hefur á markaðn um undanfarin ár, var ekki gerð af þeim fyrirtækjum, sem bændur hafa trúað nær blint á í viðskiptum. En þetta á við bændur hvar í flokki sem þeir eru. í því liggur höfuð- meinsemdin. að bændur ráða sáralitlu um stefnu eða fram kvæmd viðskiptamála. Einnig má eflaust rekja þetta sinnu- leysi bændaforustunnar fyrir bættum verzlunarháttum, til þess áróðurs, sem rekinn hefur verið um alllangt skeið, að þsð .skipti ekki verulegu máli, fyrir .afkomu bænda hvaða verð þeir .borga fyrir sínar rekstrarvöru. .Því hærra verð, sem þeir .greiða fyrir fóðurbæti og áburð .því meira fá þeir greitt fyrir sínar afurðir . Þetta fær ekki staðist þegar .lækka verður útborgunarverð til bænda, vegna þess að ekki fást fullar útflutningsuppbætur á allar útfluttar landbúnaðar- afurðir. Verðlagsgrundvöllur landbúnaðarafurða, er aðeins dæmi, sem sett er upp a hverju hausti, og síðan rifist um útkomu dæmisins, en er langt frá því að vera raunhæi mynd af meðalbúi eins og það gerist í dag. Það er rangt að halda því fram að allar verð hækkanir eða lækkanir komi að fullu inn í grundvöllinn. Það verður því að vera baráttumal bændastéttarinnar að lækka rekstrarkostnað búanna sem mest, að minnsta kosti virðist það vera öllu skemmtilegra viðfangsefni, en að beina hags munabaráttunni eingöngu, að hækkuðu afurðaverði. Réttlát lausn á þessu kjarn fóðurmáli væri sú, að þau fyrir tæki sem staðið hafa vörð um innflutning á ^kjarnfóðri frá Bandaríkjunum, fengju að halda honum, en öðrum fyrirtækjum yrði gefinn kostur á að flytja inn fóðurblöndur frá V.-Evr- ópu. Á þann hátt fengist fljót lega úr því skorið. hvar hag- kvæmast er að kaupa kjarn fóðrið. Agnar Guðnason. HaBIdór Kristjánsson: Vöruflutningar og Vestfiaröaáætlun Sú breyting, sem orðin er á Skipaútgerð rikisins, mælist ekki vel fyrir á Vestfjörðum. Esjan er meira en 25 ára gömul og þarfir og verkefni' voru allt önnur þá en nú. Hún markaði tímamót á sinni tíð og þegar Heklan bættist við var loksins úti sá tími að kon- ur og börn væru flutt eins og vör- ur í lest eða með óhreinum fiski- bátum milli Vestfjarða og höfuð- staðarins. Nú er einkum ferðast á landi eða í lofti þar á milli. Ríkisstjórnin hefur að vísu sagt, að Skipaútgerðin muni ekki minnka þjónustu sína og engin afturför verði í strandferðunum, en fáir munu taka mikið mark á þeim orðum, hver sem reyndin verður. Vestfirðingar hafa oft á undan- förnum árum borið fram óskir um sérstakt Vestfjarðarskip, — þ.e. skip, sem hefði það verkefni eitt að vera í förum milli Vestfjarða og Reykjavíkur. Ef gerð væri Vestfjarðaáætlun, sem vit væri í og tæki yfir helztu nauðsynjamál héraðsins hlyti hún að ná yfir i'lutningamálin. Eins og nú standa sakir fara vöruflutning- ar mjÖE fram á landi með stórum bílum. Flutningsgjald með þeim er tvær krónur og tíu aurar fyrir hvert kg. að sunnan en ein króna og sjötíu aurar suður. Þetta er skattur, sem legst á allt fólk og allan rekstur vestra eins og sakir standa. Nú er að vísu alltot mikið um flutninga frá Reykjavík vestur og verður mjög að auka það, að vör- ur komi beint á Vestfjarðahafnir frá útlöndum. Samt sem áður verð ur mikil fiutningaþörf þarna a milli. En bílarnir ganga ekki þessa leið nokkra mánuði ársins, auk þess, sem vegir eru alls ekki gerð- ir til að þola svo mikla þunga- flutninga. Það stendur að sjálf- sögðu til bóta en eins og sakir standa kosta þessir flutningar mik ið í viðhaldi vega. Hins vegar er það, að hafnirnar, sem verða að taka við vöruflutningunum að vetrinum, — október til maí a.m. k. — hafa eðlilega engar tekjur af þeim flutningum, sem slíta vegun- um. Nú er það raunar svo, aö Vest- fjarðaskip, hversu gott og hagan- legt sem það væri, getur aldrei verið nema liður í flutningakerf- inu. Það þarf að skipa vörum bæði út og upp. Þau skilyrði þarf mjög að bæta. Afgreiðsla skipa á vest- firzkum höfnum er yfirleitt hvergi á einni hendi, heldur hefur hver útgerð sína afgreiðslu. Hafnirnar sjálfar hafa yfirleitt ekkert gert fyrir afgreiðslu vöruflutningaskipa en víðast nógu erfitt fjárhagslega að standa undir því sem gera verður vegna útgerðar fiskiskipa. Vöruafgreiðslan verður því að búa við úrelt húsnæði, þar sem erfitt er að fara svo vel með vör- ur sem þarf, og engin leið að koma við hagkvæmum vinnubrögð- um. Það vantar vöruskemmur á hafnarbakkana. eðr a.m.k. hús, þar sem hægt er að snúa sér við og flokka vörur, þó að þau væru ekki við skipshlið. En ekki þurfa Vest- firðingar að bera kinnroða vegna þessa af þvi. að betu. sé ástatt i höfuðstaðnum. því að hvergi Imunu vera erfiðari atgreiðsluskil- yrði en við Reykjavíkurhöfn að því er húsnæði varðar í sambandi við vöruflutninga þessa. Þetta er ekki sagt til þess að deila á nokkurn manna eða stofn- un, heldur til að benda á það, sem ógert er, en gera verður, svo að hægt sé að ætlast til að eðlileg þróun í atvinnumálum og búsetu eigi sér stað á Vestfjörðum. Vöru flutningamir eru stórmál. Eins og sakir standa eru þeir geysidýr- ir og þungbærir. Takmarkið verð- ur að vera ódýrari flutningar all- an ársins hring og tíðari ferðir að vetrinum. Þessu takmarki ætti að vera unnt að ná með hagkvæmu Vest- fjarðaskipi og hagkvæmum vöru- skemmum og afgreiðslu. Hér vant ar hagræðingu, sem kostar pen- inga, en myndi borga sig og hafa mikla jákvæða þýðingu. Eðliiegast væri að góðar vöruskemmur txl- heyrðu höfnunum, — væru þeirra eign — og er það eitt af því, sem knýr á að hlutdeild ríkisins í hafn argerðum sé aukin. Það er þjóðfé- lagsmál að vöruflutningar til vissra héraða séu ekki dýrari en vera þarf. Auðvitað má kalla vonlaust um nokkra þá' leiðréttingu sem eitt- hvað kveður að í þessum efnum, þar til breytt hefur verið um stjórnarstefnu. Engu að síður verð ur að berjast og verður barist fyr- ir leiðréttingunni, því að það er einn þátturinn í lífsbaráttu vest- firskra byggða. H.Kr. „Skiptíng lands- umdæmi" ms # Lögfræðingafélag íslands hélt félagsfund í Tjamarbúð 18. okt. sl. Til umræðu var fundarefnið. „Skipting landsins í umdæmi“ — Framsögu hafði Hjáimar Vil- hjálmsson, ráðuneytísstjóri. Ræddi hann i ítarlegu erindi nú verandi umdæmaskipun í landinu, og taldi þörf á úrbótum og breyt ingum í því efni. Kom ræðumað ur víða við. Benti hann meöal ann ars á, að stækkun sveitarfélaga gæti háft jákvæð áhrif til jafn vægis i byggð landsins, og taldi rétt, að skapaðar yrðu sterkari fé- lagslegar einingar um allt ’and með sameiningu hreppa o’ stækk un sveitarfélaga gæti haft jákvæð áhrif til jafnvægis í byggð lands ins, og taldi rétt, að skapaðar yrðu sterkari félagslegar einingar um allt land með sameiningu hreppa og stækkun sveitarfélaga Þá væri athugandi, hvort núgildandi kjör tíæmaskipulag gæti orðið grund völlur að nýju héraðsstjóraar- skipulagi, og lögsagnarumdæmin, svo og önnur umdæmi, t. d. trygg ingaumdæmin, gætu miðast við kjördæmin. Umræður urðu á eftir ræðu framsögumanns. Formaður félagsins, Þorvaldur G. Kristjánsson, stdórnaði fundin um, sem var fjölmennur. ___________________? ÁLITLEGT FYRIRTÆKI ’-iiSiiimmmumBmBnummiummBuuunnn Frétzt hefur að breytt skuli til á Hólum í Hjaltadal og þar hafin stofnræktun Svaðastaðahrossa einna. Slík stofnræktun er geysi álitlegt fyrirtæki, því víst er að svo urðu til þau hrossin, sem bezta raun gáfu, að þau voru blóm inn af sjálfstæðum búum, löngum ekki mjög hrossmörgum, þar sem allt var skylt og lítið leitað til ann arra um viðauka Þeir fengú sjaldan happagrip- ina, sem hrúguðu upp samtínings stóðum. En að flestu má finna og telja mætti það nokkura áblástur á jafn vænlegu úrræði, að þegar er til bú, sem samanstendur að svo til öllu Leyti af Svaðastaða- hrossum, er orðið nokkuð ræktað og hefir kostað ódæma fórnir að velta fram og mætti því virða og rækja. Á ég þar við Kirkjubæjar búið á Rangárvöllum, sem er nú hartnær tveimur áratugum lengra á leið komið. Mætti virðast fróð legra og nauðsynlegra að leyfa fleiri ættstuðlum að reyna sig við ámóta skilyrði bókhalds, úrvais og einangrunar. Ennfremur er það ieikmönnum nokkur gáta hvemig hreinn Svaðastaðastofn getur fengizt að Hólum og hver era blöndunartak mörk, áður en óhæft þykir til framtímunar á svo frægum stað. Þótt ég telji líklegt að vinza megi á Kirkjubæ svo að nokkur hrein leiki náist, þá hygg ég Blöndu- hiið, Viðvíkursveit og Hjaltadal með Hólum ótraustari um þetta. En þótt nú svo væri að tekið hafi verið hið eina ráð til ræktun ar íslenzkra hrossa, sem stefnir beint að marki, og þótt það ráð væri svo framkvæmanlegt og þar að auki hefði fundizt vænlegri þáttur Svaðastaðahrossa en þeir völdu Eggert Jónsson frá Nauta búi og Ásgeir Jónsson frá Gotcorp og væri sá bezti, sem til er á ís landi, en því þori ég alls ekki að neita að óreyndu, þá má osnda á annað atriði þeirrar framkvæmd ar, sem sannarlega hefir fyrir kom ið og er til viðvörunar. Framkvæmendur þeirrar land- hreinsunar, sem fara skal fram á Hólum, ef rétt er hermt, ættu að varast að kaupa sjáifir eða leyfa vinum sínum að festa fé í hroðan um, sem burt á að sópa. Það minn ir of mikið á forn dæmi og Ijót og veikir traust almennings á heiðarleik og ráðvendni stjóm- enda, ef nokkur þeirra ágiraist til handa barni sínu, vini sínum eða sjálfum sér það hross eða þau sem ekki mátti á þessum stað halda fram byrjaðri ræktun á. Hins vegar væri áiitlegt ráð að vísa því bezta úr útskúfuðum stofn um heim til meðhaldsmanna þeirra ættstuðla og leyfa þeim og þcirra vinum og frændum að njóta glögg leika síns og ræktarsemi eða gjalda glópsku sinnar og þrá- kelkni. Eg undirritaður býðst til að lána mitt vit til ráðstöfunar þeirra einstaklinga, sem frá mér eru komnir að sorpskóflunni. Það er að vísu lítil aðstoð, en sú eina, sem ég á ráð á og væri sannlega velkomin. Sigurður Jónsson frá Brún.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.