Vísir - 16.10.1975, Síða 3

Vísir - 16.10.1975, Síða 3
VtSIR. Fimmtudagur 16. október 1975. 3 Ríkið hafði 6,7 milljarða í tekjur af bíleigendum — 3,4 milljarðor króna fóru til vegagerðar Tekjur rikissjóös af bifreiöum og rekstrarvörum til þeirra, aö meötöldum söluskatti, námu lið- lega 6,7 miiljörðum króna á síö- asta ári. A sama tima var varið tæplega S,4 mitljörðum króna til vegagerðar. — Þessar upplýsing- ar komu fram á landsþingi Fé- lags islenskra bifreiðaeigenda scm haldið var i Munaðarnesi um siðustu helgi. Til samanburðár við þessar töl- ur er þess getið, að það myndi kosta 1430 milljónir króna að leggja oliumalar-slitlag á veginn milli Reykjavikur og Akureyrar eftir að vegurinn hefði verið lag- færður fyrir slikt slitlag. Landsþingiö lýsti yfir ánægju með það að hlutfallslega stærri hluta af tekjum ríkisins af bif- reiðum og rekstrarvörum þeirra hefði á siðustu árum verið varið til vegagerðar. Þingið segir, að hlutfall vega með ryklausu slitlagi sé lélegast á tslandi af öllum Norðurlöndum. í Noregi sé 39% vegakerfisins með bundnu slitlagi, í Sviþjóð 50%, i Færeyjum 61,3%, en á Islandi 1,9%. Allur hringvegurinn er 16,5% af vegakerfi islendinga. l’olllrjálsar vélar úl vegageröar Þingið telur réttlátt, að ekki veröi reiknaður söluskattur af verki vinnuvéla viö vegagerð og að slikar vélar verði fluttar inn tollfrjálsar, hliðstætt og er um virkjanir. Kkki 10% bensinhækkun Þingið skorar á ríkisstjórn og Alþingi, að hlutast til um, að væntanleg 10% hækkun bensin- og oliuverðs erlendis komi ekki til hækkunar hér á landi. — Af hverj- um bensínlitra, sem nú er seldur á 57 krónur, fær rikið nær 34 krón- ur, eða 58,5%. Innkaupsverð bensinlitra er 13 krónur og 80 aur- ar og myndi þvi bein hækkun nema 1 krónu og 38 aurum fyrir hvern litra. Með tollum og sölu- skatti yrði hlutur rikissjóðs af 10% hækkun 120 milljónir króna á ári. Vilja punktakerfi og umleröardómstól. Þingiö vill, að þær breytingar verði gerðar á umferðarlögum, að punktakerfi verði notað til gruhdvallar viðurlögum vegna brota á umferðarlögum, eins og tiðkast i Bandarikjunum, Sovét- rikjunum og viðar. Þá er mælt með þvi, að komið verði á umferðardómstóli, þar sem fjallað verði um umferðar- mál og þau afgreidd á skömmum tima. Vilja bifreiöaiþróttir. Landsþing FIB telur nauðsyn- legt, aö sett verði heimildará- kvæði um bifreiðaiþróttir i frum- varp til nýrra umferðarlaga, sem væntanlega verður lagt fyrir Al- þingi nú i haust. Landsþingiö beindi þvi til stjórnar FIB að láta fara fram Rally-keppni á næsta ári, veröi þvi við komið. Mótmæla nýrri skrán- mt^u ókutækja. Þingið mótmælti lagafrum- varpi um breytingu á skráningu ökutækja og telur að slik breyting valdi erfiðleikum vegna veðsetn- ingar bifreiða og hafi áhrif á mis- munandi tryggingaiögjöld i þétt- býli og dreifbýli. Talið er, aö sparnaður af breytingunni veröi ekki eins mikill og af er látið. rjón af uinferðaróhöpp- uin 1 inilijaröar. Að lokum er skorað á bifreiða- eigendur og ökumenn að létta af sjálfum sér þyngstu fjárhags- byrðinni með þvi að fækka óhöpp- um í umferðinni. Tjón af þessum orsökum megi meta á 2 milljarða árlega, auk limlestinga og dauös- falla, sem ekki verði metin til fjár. Þá telur þingið rétt, að tekin verði upp ákvæðisvinna við bila- viðgerðir enda verði settar ná- kvæmar reglur um þær. NÝ VEITINGA- STOFA OPNUÐ i gær var opnuð ný veitinga- stofa að fyrstu hæð Hótel Esju. Veitingastofan hefur hlotið nafnið Esjuberg og rúmar 248 gesti i sæti- Þessi nýja veitingastofa bætir úr brýnni þörf því öll veitingaað- staða hóteisins hcfur hingað til verið afar slæm. Sem dæmi má nefna að hótelið rúntar 264 gesti en veitingastofan á 9 hæð tók að- eins 58 gesti i sæti. öll eldhúsaðstaða verður afar fullkomin og þjónar eldhúsið einnig veislusölum hótelsins. Allt kapp verður lagt á hraða af- greiðslu og mikið úrval rétta. Esjuberg er 404 ferm. að gólffleti en eldhús er 154 ferm. 1 öðrum enda salarins er vegg- skreyting eftir Leif Breiðfjörð. Teikningar að innréttingu Esjubergs og hóteleldhúss voru unnar af Teiknistofunni, Armúla 6. Yfirumsjón með framkvæmd- um hafði Gisli Halldórsson, arki- tekt. Hótelstjóri á Hótel Loftleiðum og Hótel Esju er Erling Aspelund en adstoðarhótelstjóri á Hótel Esju Halldór Vilhelmsson. Auk þeirra starfa 64 á Hótel Esju, þar af 33 við Esjuberg. —EKG— Menn minntust útfærslu land- helginnar i gær á ýmsan hátt. Stimir flögguðu, aðrir sendu rikisstjórninni heillaóskaskeyti en nemendur vélskólans reittu rjúpu og festu á hana spjald sem á stóð: ,.Ég var á móti 200 milununi." A myndinni hér fyrir ofan Itampar einn nemendaniia rjúp- iinni framan i Ijósmyndara Vis- is, JIM, i gærdag. —BG Öðrum til viðvörunar Kostnaður við Alþingi Kostnaður við Alþingi vcröur 282.8 milljóuir króna á árinu 1976 og liefur liækkað frá árinu á undan. Aí' þessum kostnaði eru 210.1 milljónirlaun sem Alþingi þarl' að greiöa. Þessi ntikla kostnaðaraukn- ing stafar m.a. af þvi að vanáætlað var til þessarar virðulegu stofnunar á fjárlögum 1975. Að auki hefur rekstrar- kostnaður vegna fasteigna auk- ist talsvert þar sem Alþingi á nú mun meiri fasteignir nú en er fjárlagafrumvarp fyrir árið 1975 var lagt fram. Gert er ráð fyrir þvi að kostn- aður Alþingis verði tekinn til sérstakrar skoðunar við með- l'erð fjárlagafrumvarpsins. —EKG—

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.