Vísir - 16.10.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 16.10.1975, Blaðsíða 5
VÍSIR. Fimmtudagur 16. október 1975. 5 TLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN CfTLÖND Umsjóll: G.P./ABJ Svara til saka fyrír stúdenta- drápin í Aþenu Svipast um á sakabekk i \ þe n u . F r á vinstri talið: Petros Goros, offursti og fangelsisstjóri. Spanos Majór, Theodore offursti og Nickolaos majór — allt fyrrverandi for- ingjar i herlög- reglunni á tima herforingja- Stjórnarinnar. fyrir morð að yfirveguðu ráði, morðtilraunir, likamsmeiðing- ar og ólöglegar handtökur. — Meðal þeirra, sem liggja undir morðákæru er Dimitrios Ioannides, fyrrum forseti og hershöfðingi og einn af mestu valdamönnum herforingjaklik- unnar forðum. Dauðarefsing liggur við þessum sökum. Papadopoulos, sem fundinn var sekur i réttarhöldunum i ágúst um landráð af verstu gráðu (vegna stjórnar- byltingarinnar 1967), var dæmdur til dauða, en stjórnin mildaði dóminn og breytti hon- um i ævilangt fangelsi. Allir þessir menn, sem nú sitja á sakabekk, voru á valda- timum herforingjaklikunnar meðal æðstu áhrifamanna Grikklands. En þegar þeir af- söluðu sér völdum i hendur stjórnmálamönnum og lýðræði var aftur sett á laggirnar i Grikklandi (júli i fyrra), voru þeir allir handteknir og hafa siðan setið i gæslu i Korydallos- fangelsinu og beðið fyrirtektar i máli sinu. Yfirvöldákváðu að setja rétt i fangelsinu til þess að komast hjá óeirðum og árekstrum, sem kynnu að hljótast af mannsafn- aði — annars vegar þeirra, sem krefjast þyngstu refsingar til handa einræðisherrunum fyrr- verandi, og hins vegar hinna, sem telja illa brugðið við valda- afsölum herforingjanna — að draga þá fyrir rétt. 1 þessum réttarhöldum eru rifjuð upp átökin við tækniskóla Aþenu, þegar her og skriðdrek- ar voru sendir til að fjarlægja um 5,000 stúdenta, sem búist höfðu um á stúdentagarðinum og kröfðust afsagnar herfor- ingjastjórnarinnar. Mikill viöbúnaöur var í Aþenu í dag vegna réttar- halda yfir 33 Grikkjum, þar á meðal George Papadopoulos, fyrrum forseta. Þeir eiga að svara til saka fyrir atburðina við tækniskóla Aþeninga í nóvember 1973, þegar þrjátíu og f jórir létu lífið og meira en þúsund menn slösuðust. Verðir og hermenn gráir fyrir járnum héldu vörð um Kory- dallos-fangelsið, sem er um 10 km suður af Aþenu, en þar fara réttarhöldin fram. Sér til full- tingis höfðu verðirnir bryn- vagna. Sakborninear eru ákærðir SPRENGDU LÖGREGLU- STÖÐINA í BELFAST Hent ót af fundi Sovéska listagagnrýnandanum, Viktor Fainberg, sem nú dvelur i útlegð á Vesturlöndum, var varp- að út af fundi i Kaupmannahöfn i gærkvöldi. Hann hafði hrópað þar að kunn- um sovéskum sálfræðingi: ,,Þú ert glæpamaður!” — En Fain- berg telur sig nokkuð geta um slikt borið, þvi að sovésk stjórn- völd létu geðlækna úrskurða hann á geðsjúkrahús vegna stjórnar- andstöðu hans. Fundurinn i gærkvöldi var haldinn á vegum dansk-sovéska vinafélagsins, og komu þar fram sex virtir sovéskir visinda- og menntamenn. Var til hans boðað til að andæfa umtalinu, sem Sakharovréttarhöldin i Kaup- mannahöfn (sjá næstu opnu bls. 6) vekja. Þar er fjallað um brot sovétstjórnarinnar á mannrétt- indum. Fainberg er meðal þeirra, sem ætla að bera vitni i réttarhöldun- um um, hvernig hann var lokaður inni á vitlausaspitala i fjögur ár vegna skoðana sinna. Fainberg fór á fundinn i gær- kvöldi, en var varnað máls. Fyrirspurn, sem hann beindi þá framan úr sal til dr. Ruben Nadsjarovs, sálfræðings, var ekki virt svars. Hann hrópaði þá: „Man prófessorinn eftir siðasta fundi okkar á hótelherbergi i Moskvu? — Hann er glæpamaður!”. Með það var Fainberg leiddur nauðugur út um bakdyr af fundin- um. I Maður sem rændi bankastjórafrú af heimili hennar og ætlaði að krefjast 150 þúsund dollara lausnargjalds, brenndi sig á þvi, að hann batt konuna ekki nógu vel. Bankastjórafrúnni tókstað losa sig úr böndunum og komast út úr læstu hótelherbergi i Reno, nær 50 km frá heimili hennar. Hraðaðihún sér að hringja til eiginmanns síns, og vara hann við heimsókn ræningjans. Þegar maðurinn kom í bankann, beið lögreglan hans, og þar með var draumurinn um 150 þúsundin búinn. Til doktor Barnards! Hjartaskurðlæknirinn, Christian Barnard, sem staddur er núna við aðalstöðvar Sam- einuðu þjóðanna i New York, sagði fréttamönnam i gær, að um 200 hjartasjúklingar frá kommúnistalöndum biðu þess að leggjast inn á Grote Schuur- sjúkrahúsið i Höföaborg. Þessi fjöldi kemur frá rikjum, sem standa ekki i stjórnmála- sambandi viö Suður-Afriku. Prófessor Barnard sagði, að fólk leitaði tii hans frá öllum heimshornum, og að stjórnvöld Suður-Afriku hefðp oft órðið að slá af kröfum um vegabréfs- áritanir til að fólkið gæti leitað sér lækninga. Eitt sinn kom barn til flug- vallarins i Jóhannesarborg og varþaðeittsins liðs. Á handlegg þess var festur merkimiði, sem á stóð: ,,Til dr. Barnards!” Barnard upplýsti, að það mesta, sem nokkur hefði þurft að greiða fyrir aðgerð á sjúkra- húsi hans, hefði verið 300 suður- afrikanskir dollarar og 8 dollara dagpeningar. ...með dœmigerðum dónaskap Enskir lögregluþjónar, eru ekkerí heiiagri en aðrir menn, hvað viðkemur þvi að den,bt sé yfirþá blótsyrðum eða hurðum skellt á nefið á þeim. A þetta reyndi fyrir áf rýjunarrétti i Durham i gær, þar sem kom fyrir mál manns, sem hreytt hafði blótsyrðum að lögreglu- manni og skellt á hann, þegar sá siðarnefndi bað hann að færa soninn niður á lögregluslöð. Lögreglufulltrúi hafði sektað manninn um fimm pund, en dómarinn hnekkti þeim úrskurði og sagði: „Oss sýnist sem maðurinn hafi ekkert gert annað en standa á sinum breska rétti með dæmigerðum breskum dónaskap.” Konurnar litu það öðrum augum Nektardansarar, eða karlkynsfatafellur, fengu grænt ljós á iðju sina i gærkvöldi, þegar kviðdómur sýknaði tvo slika I próf- máli, sem flutt var i Bournemouth i Englandi. Málið snérist um „logandi vikinginn”, eins og Peter Plummer var kallaður i auglýsingum næturklúbbs. Skemmtiatriði hans fólst i þvi, að hann birtist á sviöi með logandi hjálm á höfði, lendaskýluum sig miðjan og skjöld á armi. Gekk hann um meðal áhorfenda (100 konur) og bauð þeim að tina af honum það litla, sem skýldi nekt hans. Kviðdómurinn var tvi- skiptur I afstöðu sinni til spumingarinnar um, hvort hér væri um að ræða ein- ungis „óheflað klám” eða hvort næturklúbbaeigendur hefðu gerst sekir um rekstur gleðihúss og siðgæöisbrot. Sex karlar i kviðdómnum voru á þvi siðarnefnda, en sex konur dómsins litu þetta léttari augum. Það eru svona lúðulakar, sem koma illu orði á okkur víkingana. Eldur í skipi Tvö börn fórust og fjórtán manns slösuðust alvarlega, þegar flutningaskip frá Kýpur brann i höfninni i Durban i fyrrakvöld. Börnin tilheyrðu áhöfninni, en sumir hennar höfðu fjölskyldu sina með á siglingunni. Meðal þeirra sem hlutu brunasár var skipstjórinn. Peningarnir orðnir grfn Þessi hundrað marka seðill á myndinni hér fyrir ofan varð til i hugum þeirra Þjóðverja, sem eru óánægðir með, hversu illa vestur-þýsku stjórninni gengur að vinna bug á verðbólgunni. Þeim finnst vestur-þýska markiðorðið „algert grin’”. Settu þeir inn á mynd af Helmut Schmidt kanslara likt og jóker i spil.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.