Vísir - 16.10.1975, Síða 8

Vísir - 16.10.1975, Síða 8
8 VtSIR. Fimmtudagur 16. október 1975. Þorsteinn Jóhannesson: Vegna fjaðrafoks og rangrar túlkunar Nokkur orð um sjósöltun síldar og fleira Liklegt er að nóg sé búið að skrifa um þessa svokölluðu sjó- söltun á siid um borð I islensk- um veiðiskipum. En þar sem ég er einn af þeim er tóku þátt í að mæla með þessari aðferð, til takmörkunar á leyfilegu veiði- magni á sild, veiddri i nót á komandi hausti, sé ég mig knúð^n til að ræða helstu atriði þessá máls. Sérstaklega með tilliti til þess fjaðrafoks og rangrar túlkunar frá nokkrum aðilum á flestum atriðum varð- andi þessar veiðar. Þessum aðilum hefur láðst að kynna sér eða láta koma fram allar að- stæður, eða málavöxtu. Þess i stað hefir verið lögð áhersla á að uppnefna þá menn sem kosn- ir voru til að gera tillögur um tilhögun þessara veiða og gefið i skyn, að þar væru asnar á ferð. Samanber Dagblaðið 8. október .1975. Vil ég þó álita að allir þessir aðilar séu hinir mætustu menn, og unnu þetta starf með það I huga, að þessi ráðstöfun yrði sem flestum sjómönnum og út- gerðarmönnum að sem mestu gagni (ekki veitir af), en auka- milliliðum sleppt úr dæminu. Dagblaðið, fyrrnefndan dag, hrósar sér af að rekja gang þessa máls frá upphafi, en þar kemur þvi miður i ljós misnotk- un á heilbrigðri skynsemi varð- andi gagnasöfnun, svo það rétta komi fram, og er það illa farið hjá blaði sem er að byrja göngu sina. Það vekur ekki traust hjá fólki, sem vill vita það rétta. Skipan nefnflarinnar Eins og fram er komið, var þessi nefnd skipuð af sjávarút- vegsráðherra snemma sumars, þ.e. fyrrihlutann i mai 1975. Formaður var skipaður Þor- steinn Gislason, varafiskimála- stjóri, en hann fór fljótlega til sildveiða i Norðursjó, og þá tók Már Elisson fiskimálastjóri við formannsstarfi, skipaður meö bréfi, dagsettu 5. júni 1975. Nefndin tók fljótlega til starfa, hélt umræðufund og hafði samband við skipstjórnar- menn og útvegsmenn þar á meðal stjórn L.Í.Ú. sem mælti með þessari aðferð. Þá lét skip- stjórafélagið Aldan frá sér fara meðmæli með þessari aðferð, en i þvi félagi eru margir báta- menn. Einnig hafði nefndin hlið- sjón af bréfi til sjávarútvegs- ráðuneytisins, frá Haf- rannsóknarstofnuninni frá 18. april og undirritað af Jakob Jakobssyni fiskifræðingi, þar sem hann mælir með að veiða 10 þúsund tonn og af þvi magni, 7.500 tonn i nót en hitt með rek- netum. Vill hann álita að þetta veiði- magn skaði ekki sildarstofninn, ef aðgát er höfð, og fylgst sé með veiðunum, og telur upp sinar tillögur i 9 liðum varðandi stjórnun þessara veiða. Tillögur Jakobs Jakobssonar I' umræddu bréfi frá Jakobi Jakobssyni er lögð áhersla á að- gæslu varðandi veiðarnar og skýringar gefnar á ástandi sild- arstofnsins og siðast segir: ,,Með tilvisun til þess sem að framan er sagt, leyfi ég mér að gera eftirfarandi tillögur um fyrirkomulag og stjórnun sild- veiða haustiö 1975. 1. Reknetaveiðar verði heimil- aðar eins og á undanförnum árum. 2. Sildveiðar i hringnót verði háðar leyfum og takmark- aðar við 7500 lesta hámarks- afla. 3. Allur afli hringnótaskipa verði isaður i kassa eða selt- aður i tunnur um borð i sild- veiðiskipunum. 4. Veiðitimabilið verði 15. sept.—30. nóv. 5. Þegar séð verður, hve margir bátar sækja um leyfi til hringnótaveiða, verði veiði- timabilinu skipt þannig, að samtimis hafi ekki fleiri en 15—20 skip leyfi til að veiða. 6. Heildaraflanum, 7500 lestum, verði skipt i samræmi við skiptingu veiðitimabilsins. 7. Reglugerð um bann við veiði smásilaar verði breytt þann- ig, að 27 sm lágmarksstærð komi i stað núgildandi 26 sm lágmarksstærðar. 8. Gerðar verði ráðstafanir til að fyrirvaralaust verði unnt • að loka veiðisvæðum, þar sem hætta er á smásildardrápi. 9. Tryggt verði að sýni verði tekin til rannsókna úr hverj- um farmi, sem að landi berst, og veiðileyfi afturkallað, ef reglugerð um bann við veiði smásildar er brotin. Það var strax ákveðið að nýta þetta litla magn til manneldis, og endurvekja um leið saltsild- armarkaði okkar sem legið hafa niðri siðustu árin. Komu þá helst til greina tvær aðferðir, þ.e. að isa sildina i kassa um borð i skipinu og flytja hana þannig i land til söltunarstöðva, eða salta sildina i tunnur um borð i veiðiskipum. Sjósöltun ákveðin Eftir að hafa athugað hugsan- legan fjölda söltunarstöðva er gætu tekið sild til söltunar auk frystihúsa, svo og fjölda skipa er veiðarnar mundu stunda, var ljóst að örðugt myndi verða að gera alla ánægða. Svo er á það að lita, að kostnaður er mikill við nótaveiðar og þarf þvi nokkurt magn til að veiðar geti borið sig, enda voru nefndar- menn sammála um að tak- marka skipafjöldann á þessum veiðum, með það i huga að þeir sjómenn og útvegsmenn sem þessar veiðar viidu stunda og gætu, hefðu einhverja von um að auka tekjur sinar, með þvi að salta sjálfir aflann. Komst þvi meirihluti nefndar- innar að þeirri niðurstöðu að heppilegast væri að veiðileyfi yrðu háð þvi að salta sildina um borð i skipunum. Einn greiddi atkvæði á móti þessari tillögu, framkvæmda- stjóri sildarútvegsnefndar, Gunnar Flovenz. Hann skilaði séráliti, taldi landssöltun æski- legriá Suðúrlandssild. Mælti þó með að þeir sem vildu söltuðu um borð i veiðiskipum. Svo ekki taldi hann það útilokað að nota þá aðferð er meirihluti nefndar- manna lagði til. En hvert er svo framhaldið? Farið var á fund sjávarútvegs- ráðherra og honum skýrt frá áliti nefndarinnar. Var ekki á honum að heyra annað en þetta fyrirkomulag hefði hann helst hugsað sér að nota i þessu til- felli. Nokkru siðar var þetta fyrir- komulag á veiðunum auglýst af sjávarútvegsráðuneytinu, og óskað eftir umsóknum til þess- ara veiða. Um veiðileyfi sóttu 80 bátar. ....Aö gera svo öllum liki Fljótlega kom i ljós, eins og gera mátti ráð fyrir, óánægja með takmörkunarfyrirkomu- lagiö, menn töfdu eitt betra en annað, svo sem að Isa slldina i kassa og flytja hana þannig I land til söltunar. Þá var nefnt að draga út vissan bátafjölda, enn- fremur að skipta vissum fjölda báta á timabili og fl. Ljóst varð að margir vildu taka þátt i veiðunum en efa má að menn hafi gert sér grein fyrir kostnaði við útgerð, miðað við þau fáu tonn sem komu i hlut hvers og eins, miðað við bátafjölda er um þessgr veiðar sóttu. Vist er, að hvaða aðferð sem var, mundi skapa óánægju hjá þeim er útundan yrðu, sem ekki var hægt að komast hjá. Stiórnun eða frjálsræði Óneitanlega fólst frjálsræði i þeirri aðferð er meirihluti nefndarinnar valdi. Það gaf mönnum kost á að stunda þess- ar veiðar, ef þeir vildu, og útbúa bátana i samræmi við það. En sumir þeir óánægðu vildu láta stjórna sér, það er orðinn vani, þó þeir skammi svo alla stjórn- un, ef hún kemur við þeirra hagsmuni, en hinir óánægðu sem áttu eingöngu hagsmuna að gæta i landi, fóru strax að heilaþvo menn i þessu máli og telja þessa aðferð útilokaða, sem þeim hefir nú tekist að nokkru. En eitthvað hefir þetta brambolt kostað, þvi nú skal koma nýtt hráefnisverð og það mun lægra en það sem áður var i gildi, og er það varla til að drýgja tekjur sjómanna og út- gerðar, eða hvað? Það er staðreynd að meiri- hluti þessara báta er veiðileyfi fengu, voru alls ekki útbúnir til að nýta aflann á þennan hátt, með viðeigandi tækjum og bún- aði og þurfti ekki neina sérfræð- inga til að sjá það. En miðað við þessar vinnuaðstæður, var ekki óeðlilegt að sjómenn yrðu óánægðir, þvi öllum má mis- bjóða. Auðvelt að losa sild úr nótinni Varðandi þann vanda að fá of mikla veiði, svo sjómenn réðu ekki við aflann, er það að segja: Skipstjórar telja litið vandamál að losa sild úr nótinni, ef það er gert i tima og ef mikið er i henni. Svo hefir það verið og er enn góðra manna siður að miðla hver öðrum, til þess að eyði- leggja ekki gefna veiði, þegar séð er að viðkomandi hafði ekki not fyrir aflann sjálfur, og er það litil fyrirhöfn með þeim búnaði er nú tiðkast á skipum. Svipað má segja um flest það er þessari aðferð er talið til foráttu. Það virðist ráða ferð- inni skilningsleysi á störfum þeirra manna er um þetta fjöll- uðu. Norðmenn stunda sjósöltun Ýmislegt má hugleiða i þessu sambandi. Það hefur ekki staðið á islenskum sjómönnum hingað til, að drýgja tekjur sinar með aukinni vinnu ef aðstæður eru fyrir hendi. Benda má á að norðmenn og sérstaklega hollendingar salta sild um borð i sinum skipum og allt til manneldis. Er goðgá að hugsa til þess, hvað verður næstu ár, þurfum við ekki skömmtun og einhverja skynsamlega stjórnun og ganga þá út frá þvi að þeir sem þennan atvinnuveg stundæ hafi, að minnsta kosti sambærileg kjör við aðra? Þurfum við ekki að gæta að fiskistofnum sem eru á okkar miðum og nýta þá með arðsemi en þó með gætni? Gefum gleypuganginum fri! Við skul- um gera okkur það ljóst, að stjórnun er nauðsynleg og mannleg samskipti, háð vissum reglum, eru fjöldanum til góðs en ofstjórn er niðurdrepandi. Flestir fjölmiðlar er um þetta hafa fjallað hafa látið vera að kynna sér allar aðstæður og við- horf, og sumir þeirra slegið þessu upp i æsingartón, svo sem „Sigur gegn sjósöltun”. „Undir oki reglugerðar” o.fl. o.fl. og allt i þeim 'dúr að koma ein- hverri sök á þá menn er unnu að þessu áliti og aðra er um það fjölluðu. Verkefnaskortur bátaflotans Það er áður minnst á af hverju sjómenn urðu óánægðir, það er liklega eðlilegt að bátaút- vegsmenn á þessu svæði séu óánægðir. Þeir standa frammi fyrir verkefnaskorti fyrir fjölda báta á þessu timabili vegna ástæðna er þeir ráða ekki við en þvi miður gat þessi veiði ekki bjargað öllum. Aftur á móti er þeim ætlað að standa undir hluta af gjaldeyrissöfnun i þjóðarbúið án eðlilegrar fyrir- greiðslu miðað við marga aðra og bera að nokkru þunga annars útgerðarfyrirkomulags. Væri það verðugt verkefni fjölmiðla að kynna sér það ásamt fleiru er bátaútveginn varðar, að minnsta kosti á þessu svæði. Að siðustu þetta: Það blasa alls staðar við eins og stendur miklir erfiðleikar i okkar aðal- atvinnuvegi, á öðrum sviðum, væri nær að huga að þvi með góðu hugarfari, og þjóðarheill i huga. Við höfum fengið reynslu á mörgum sviðum varðandi þennan þátt, og kynnst mann- legum ófullkomleika og gætum þvi dregið réttari ályktanir i næstu tilraun, til að endurreisa þennan þátt gjaldeyrisöflunar fyrir þjóðarbúið. Þorsteinn Jóhannesson Gerðum

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.