Vísir - 16.10.1975, Síða 11

Vísir - 16.10.1975, Síða 11
Ekkert vafamál að það verður keypt ný þyrla' Heiðberg feðgarnir hafa tröllatrú / á framtíð þyrlunnar hér á landi Feðgarnir Andri og Jón Heiðberg, reka einu þyrlu-flugþjónustuna sem er i einkaeign hér á landi. Það var árið 1967 sem Andri keypti sér Brantley þyrlu og byrjaði að fijiiga'henni, mest við landmæling- ar fyrir orkustofnunina. Andri var þá einn af fáum flugmönnum hér á iandi sem höfðu réttindi til að fijúga þyrlu. VÍSIR. Fimmtudagur 16. október 1975. Umsjon Oli Tynes Flugmúl: CL-215 fiugbátur losar sex lestir af vatni yfir skógareld. „Fljúgandi brunabíll" * — Timi flugbátnnnu er liöinn, sögöu liienn þegar risastórir og fullkomnir flugvellir byrjuðu að þekja ferkilómetra eftir ferkiló- inelra um heiminn þveran og endilangan. En eins og svo oft vill verða i flugmálum reyndist sú spá liin mesta vitleysa. Vissulega hefur flugbátum fækkað mikið og þeir sem til eru eru notaðir til sérhæfðra verk- efna og venjulega fáir i einu. Mest eru það gamlir Grumman eða Catalina bátar en það eru lika nokkrar nýjar tegundir i framleiðslu. Ein þeirra er Canadair CL-215, framleidd i Kanada eins og nafnið bendir til. Aðalástæð- an fyrir þvi að CL-215 varð til er sú, að i Kanada geisa árlega miklir skógareldar. Það hefur komið i ljós að ódýrasta og hag- kvæmasta baráttuaðferðin er að nota flugbáta sem ..vatns- sprengjuvélar" eða fljúgandi ,,brunabila.’’ Flugbátarnir ,,tylla sér" þá á næsta vatn og geymar þeirra fyllast á nokkrum sekúndum meðan þeir sigla á þvi sem næsT ~ flugtakshraða. Þegar allt er fullt gefa flugmennirnir allt i botn og hefja sig til flugs. Vatninu er úðað yfir eldinn og flugbátarnir fylla sig á ný. CL-215 geta borið um sex lestir af vatni. En það eru ekki skóg- areldar allan ársins hring. Við hönnun var þvi miðað við að lika væri hægt að nota flugbátinn til farþegaflutninga og til áburðar- dreifingar eöa úðunar. Flugbát- arnir eiga þvi enn langt lif fyrir höndum. ekki mikið gert til að vinna markaö fyrstu árin. Þyrlan var svo til föst í landmælingum til 1972, þá fyrst var farið að sinna öðrum verkefnum svo einhverju nam. Steypt með þyrlu — Steypuvinna hefur verið stór þáttur i rekstrinum að und anförnu. Með þyrlu er hægt að flytja steypu og ýmsa aðra hluti yfir fjöll ogfirnindi, þangað sem ekki væri hægt að koma þeim meö öðru móti. 1 sumar flutti ég t.d. rúmlega fimmhundruð tonn af steypu á tveim og hálfum mánuði. — Það býður upp á mikla möguleika að geta haft farminn hangandi niður úr vélinni og að geta lyft honum lóðrétt upp og sett hann niður hvar sem er. Samkeppni við rikið — Við höfum haft sæmilega nýtingu á þyrlunum en hún hefði áreiðanlega getað verið betri ef við værum ekki i samkeppni við rikið. Landhelgisgæslan er eini aðilinn fyrir utan okkur sem er með þyrlur og hún hefur tekið að sér margvisleg verkefni önn- ur en þau sem viðkoma gæsl- unni. — Þetta hefur auðvitað komiö illa við okkur. Það þýðir litið fyrir jafn smáa einkaaðila og við erum að reyna að keppa við rikisrekna stofnun, sem ekki á afkomu sina undir svona þjónustu. — Gæslan hefurstundum bent á okkur þegar einhver hefur beðið um þyrlu og fyrir það erum við auðvitaö þakklátir. En hún tekuráreiðanlega meira frá okkur en hún beinir til okkar. Dýrar I rekstri — Þyrlur eru óhemju dýr far- artæki. Og þær eru óhemju dýr- ar i rekstri. Það er ekki ofætlað að segja að viðhald á þyrlu sé tuttugu sinnum dýrara en við- hald á „venjulegri” flugvél, af sambærilegri stærð. Það verður auðvitað að taka tillit til þessa við verðlagningu flugtima. Önnur þyrla — Reksturinn hefur nú samt gengið svo vel að i nóvember Hann bætti þó fljótlega úr þvi með þvi að taka son sinn I tima, en Jón hafði þá þegar lært að fljúga „venjulegri” flugvél. Hann byrjaði i.atvinnumennsku á þyrlunni 1971 en hélt jafn- framt áfram vélvirkjanámi og fékksina meistarapappira 1973. Markaðurinn óx hægt Það voru fáir hreinir blettir til að setjastá þegar við litum inn i flugskýli þeirra feðga i gær svo við settust upp i TF-DEV til að rabba við Jón. — Þeir voru ekki margir sem spáðu góðri útkomu, þegar pabbi keypti fyrri þyrluna. Flestir hristu hausinn og spáðu þvi að hann yrði farinn á sinn haus með þetta eftir nokkra mánuði. En kallinn er bæði þrjóskur og bjartsýnn og lét það ekki á sig fá. Það hefur lika sýnt sig að það er hægt að reka þyrl- ur hér á landi. — Markaðurinn óx að -visu mjög hægt fyrst i stað. Satt að segja vex hann enn mjög hægt en það er þó farið að glitta i stærri verkefni. Það var raunar Jón Heiðberg Þyrlureru til margra hluta nytsamlegar. Hér er Jón f steypuvinnu við örbylgjustöö uppl á fjalli milli Grundarfjarðar og Stykkishólms. siðastliðinn var keypt ný þyrla. Og þær hafa báðar haft sæmi- legt að gera I sumar. Sú nýja er nákvæmlega eins, enda hefur Brantleyinn reynst okkur ágæt- lega. En svo „krassaði” sú gamla — En svo fór sú gamla niður i Fáskrúðsfirði, hvað kom eigin- lega fyrir? — Það er ekki fullkannað ennþá. Það brotnaði eitthvað I vélinni og hún stoppaði með smelli. Snerist ekki svo mikið sem einn hring eftir það. Ég var undan vindi og með þrjúhundr- uö kilóa steyputunnu neðan i vélinni, svo aðstæðurnar gátu varla verið verri. Hæðin var svo litil aðéghafði litinn tima, en ég sneri henni upp I vindinn og sleppti tunnunni isveigjunni. Þá var ég búinn að missa snúning- inn á „rótornum.” — Ég gat komið henni niður á réttum kili, en þaö var nokkuð harkaleg lending. Við skellinn sprakk annað flotholtið og við það valt hún yfir á hliðina. Ég slapp þó alveg ómeiddur og fékk hina þyrluna austur i snatri og lauk verkinu. Öruggar vélar — Nú hafa orðið sjö óhöpp og slys með þyrlum á tiltöluleg skömmum tima. Það er vægast sagt ekki góður „ferill” hvernig stendur á þessu? — Það hefur bara einhver óheppni elt þær. Ég kann ekki aðra skýringu. Ef rétt er með þyrlur farið eru þetta einstak- lega örugg farartæki. Ég var til dæmis óheppinn á Fáskrúðsfirði að vera bæði i litilli hæð og með þungt hlass neðan i. Ef vél bilar er nefnilega mun hættuminna að nauðlenda þyrlu en öðrum vélum. Það er hægt að lenda henni á punktinum, hún þarf enga flugbraut. Nýja þyrlu — En ætlið þiö að láta þar við sitja ? — Nei alls ekki. Það er ekkert vafamál að það verður keypt ný þyrla. Við erum að hugsa um annaðhvort Hughes 500 eða Bell Jet Ranger. Þær eru báðar með túrbínuhreyflum og þvi örugg- ari og burðarmeiri en Brantley þyrlurnar. Gallinn er sá að þær eru lika margfalt dýrari. En við verðum bara að bita á jaxlinn og draga fram bjartsýnina. —ÓT.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.