Tíminn - 27.10.1966, Page 1

Tíminn - 27.10.1966, Page 1
( Eitt ár frá því Keflavíkurvegurinn var opnaður þúsund bifreiðir vegagjaldið v KJ—Reykjavík, miðvikud. Fyrir einu ári síðan (26. okt. 1965) var Keflavíkur- vegurinn nýi opnaður fyrir almenna umferð, í ausandi rigningu og að fáum við- stöddum. Á þessu eina ári hafa í kringum 250 þúsund greitt bílar greitt vegagjaldið í tollskýlinu við Straum, og hafa þannig um hálf millj- ón bíla farið fram og aftur um veginn. Samgöngumálaráðherra var fyrstur til að greiða vegagjald ið og aka eftir veginum þenn an vetrarmorgun, og síðan hafa allir þeir sem farjð hafa fram hjá tollskýlinu við Straum þurft að greiða sitt gjald. Ein hver brögð munu hafa verið að því að menn hafi reynt að sleppa við að greiða gjaldið, en verðirnir í skýlinu hafa kíki við hlið sér að því er sagt er, og geta þannig auðveldlega séð númerin á sökudólgnum og komið þeim til yfirvaldanna! Sunnudaginn 18. september fóru flestir bílar um veginn á einni vakt. Þann dag var knatt spyrnuleikur í Njarðvíkum, og fóru alls HIO bílar suður frá því um hádegi og fram til klukkan sjö. Á páslcadag 10. apríl s. 1. fóru líka mjög margir bílar hjá skýlinu eða 1079 frá því um hádegi og fram að kvöldmat. Framliald á bls. 14. Ollum hundum var lógað Ej-Reykjavík, miðvikudag. Hundaveikin kom á dögunum upp á Eyrarbakka, og var öllum hundum þar, um 20 talsins, lógað, að því er Jón Guðbrandsson, dýra læknir tjáði blaðinu í kvöld. Jón sagði, að flestir hundanna 'hefðu þegar tekið veikina, en ekki væri enn vitað, hvaðan veikin hefði borizt þangað. Efeki hafði í fcvöM verið til- kynnt um, að veiikin hafði gert vart við sig á þessu svæði. , IBALTIKA a Fréttabréf frá Baitika — j^sjá bls. 8. Bifreiðlr losnuðu um borð í finnsku leiguskipi: 19 SAAB bifreið- ar illa laskaðar SJ—Reykjavík, miSvikudag. 19 SAAB-bifreiðir um borð í finnska leiguflutningaskip- inu Keppo löskuðust meira og minna í efri lest skipsins, þeg ar skipið lenti í slæmu veðri á siglingu hingað til lands. Um borð í skipinu var meðal ann- ars varnings 56 bifreiðir, 23 Fiat-bifreiðir, sem voru í neðri lest og sluppu alveg við skemmdir, 31 SAAB-bifreið, en 19 þeirra skemmdust meira ag minna og 2 Volvo-bifreiðir en önnur þeirra Uskaðist. Að svo stöddu er ekki hægt að segja til um orsök þessa tilfinnan lega tjóns, þar sem skipstjórinn á finnska skipinu mætir fyrir sjó dómi í dag, þar sem hann mun skýra frá viðhorfi sínu varðandi þennan atburð. Aftur á móti þvk- ir þessi atburður gegna mestu furðu hjá mönnum, sem þekkja til lestunar á skipum, og höfðu þeir við orð í samtali við fréttamann Tímans að mjög slælega hlyti að hafa verið gengið frá bílunum í lestinni, og þeir vissu ekki til að neitt líkt þessu hefði áður gerzt. Fréttamaður Tímans skoðaði bíl ana í Borgarskála Eimsikipafélags íslands, en þangað voru þeir flutt Framhald á bls. 14 Stjórn Erhards biargað á síð- ustu stundu! NTB-Bonn, miðvikudag. f dag tókst á síðustu, stundu að bjarSa þýzku stjórninni frá klofningi, eftir að hún hafði setið á fundi í nær 10 klukku- stundir samfleytt, á sama tíma og fjárlagafrumvarp ið var rætt í þinginu. Náð- ist loks samkomulag milli stjórnarflokkanna um frum varpið, en fyrr um daginn voru allar horfur á, að það ylli algerum vinaslitum inn an stjórnarinnar. Má segja, að stjórnin hafi Framhald á bls. 14. Tvær bifreiðanna sem löskuðust í leiguskipinu. Tímamynd-GE. Johnson fór til Vietnam NTB-Saigon, þriðjudag. Lyndon B. Johnson, Banda- ríkjaforseta var tekið með kostum og kynjum, er hann í dag, kom í óvænta heimsókn til herstöðv arínnar Cam-Ranh, sem er um 300 kílómetra norð-austur af Saigon. Gífurlega mikil leynd hvíldi yf- ir ferðalagi forsetans og allar til- tækar varúðarráðstafanir voru gerðar til að koma i veg fyrir hugsanlegt samsæri geSn forset- anum. Forsetinn hafði um tveggja og hálfrar klukkustundar viðdvöl í herstöðinni og fögnuðu banda' rískir hermenn og bandamenn þeirra forsetanum innilgea. Washington-fréttaritari Reut ers, John Heggernaf, var einn þeirra fáu blaðamanna, sem valdir voru til þess að fylgja forsetanum í herbúðirnar, en Heggernaf er meðal blaðamanna, sem eru í föru neyti forsetans á Asíuferðalaginu. Blaðamenn fengu hins vegar ekki leyfi til þess að senda frá sér Ineinar fréttir fyrr en forsetinn í för með forsetanum í dag voru I m.a. Dean Rusk, utanríkisráð- \ var kominn aftur til Man-! herra og William F- Bundy, að- ila. Enda þótt grunur hafi leikið! stoðarutanríkisráðherra. á því að forsetinn færi til S-Viet- j Forsetinn ók í jeppa ásamt yfir nam hafði ákvörðunarstaður hans j manni bandarísku hersveitanna ekki verið gefinn upp fyrirfram. í S-Vietnam, William Westmore land, um herstöðina og á her- sjúkrahúsinu sæmdi hann 15 særða hermenn „lárviðarhjartanu“. Hann skrifaði nafn sitt á gips- umbúðir, peningaseðil og annað það, sem að honum var rétt. Framhald á bls. 14 Eldur um borð í bandarísku flugvélamóöurskipi: 45 LETU LIFID NTB-Saigon, miðvikudag. Að minnsta kosti 45 liðsfor ingjar og sjóliðar fórust í dag í ógurlegum cldsvoða um borð í bandaríska beitiskip- inu, Oriskany, þar sem það lá við festar á Zonkin-flóa. Meira en 16 menn að auki eru þungt haldnir af brunasárum. Aðalbruninn stóð í þrjár klukkustundir og stóðu þá fimm þilför í björtu báli. Verið var að undirbúa nýjar loftárás ir á Norður-Vietnam, er eldur inn brauzt út. EMurinn barst óðfluga út, og á meðan reyndu björgunar- menn í dauðans ofboði að hjálpa innilokuðum liðsfor- ingjum og hermönnum út úr vistarverum þeirra. Mikil barátta var háð til þess að hindra, að eldurinn kæmist í sprengjur og eldflaug ar um borð og tókst að afstýra því. Hins vegar brunnu tvær Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.