Vísir - 18.10.1975, Blaðsíða 7
VÍSIR. Laugardagur 18. október 1975.
7
BYRJA AÐ
REYKJA
NÍU ÁRA
— flestir byrja af forvitni, en reykingar á
heimilum hafa talsverð óhrif — hver íbúi
reykir að meðaltali 1600 vindlinga ó óri
Konuún á reykingavenjum
nemenda i 21 barna- og ung-
lingaskóla íReykjavik var gerð
I aprll 1974. Hún náði til 9—17
ára nemenda, og tóku þátt i
henni 10.282 nemendur, eða
96,6% þeirra, sem I skólunum
voru þann dag, sem könnunin
fór fram. Notuð voru spurninga-
eyðublöð.
Af niu ára börnum reynast
4,7% drengja og 2,5% telpna
vera farin að reykja. A þessu
verður stökkbreyting á aldrin-
um 12 til 13 árá hjá báðum kynj-
um, og úr þvi reykja fleiri stúlk-
ur en piltar i öllum aldursflokk-
um.
Þegar 17 ára aldri er náð, eru
tölurnar 47,3% og 61,6%. Við
sams konar könnun árið 1959,
reyktu rúmlega tvisvar sinnum
fleiri piltar en stúlkur i aldurs-
flokknum 13—17 ára. A sl. 12—15
árum hefur hlutfallstala reykj-
andi pilta ekki aukist svo að um-
talsvert sé, hins vegar hefur
hlutfallstala reykjandi stúlkna
tvö- til þrefaldast á þessu tima-
bili.
Flestir byrjuðu að
reykja vegna forvitni
Á sama tima hafa reykjandi
unglingar aukið til muna það
tóbaksmagn, sem þeir neyta.
Þá hafa og daglegar reykingar
farið mjög mikið i vöxt hjá báð-
um kynjum, t.d. hjá 17 ára
reykjandi stúlkum úr 9,8% i
46,5%. Daglegar reykingar eru
nú tiðari á meðal stúlkna en
pilta,13 ára og eldri.
Um 80% reykjandi nemenda
segja forvitni vera ástæðu fyrir
þvi, að þeir fóru að reykja, en
um þriðjungur þeirra, er svara,
tilgreina fleiri ástæður en þessa
einu. Reykingavenjur á heimili
skipta nokkur i þessu efni. Nær
allir þátttakendur, eða 97,5%
pilta og 98,3% stúlkna, telja sig
vita, að reykingar eru skaðleg-
ar.
Reykingar stúlkna
aukast að mun ---------------
Ekki þykir óliklegt að fara
þurfi i enn iægri aldursflokk en 9
ára, ef kanna á, hvenær börn
byrja yngst að reykja. Tala
þeirra sem reykja nær hámarki
hjá 16 ára piltum, en hjá stúlk-
um ekki fyrr en þær eru 17 ára.
Fjöldi nemenda 18 og 19 ára er
of litill til að mark sé á honum
takandi.
Þegar gerður er samanburður
á árunum 1959—’62 og svo árinu _
1974, er það eftirtektarvert, að"
fram að 14 ára aldri reykja
færri piltar nú en þá, og þeim
virðist einnig fækka eftir 16 ára
aldur. Aðeins i 15 og 16 ára ald-
ursflokknum reykja fleiri piltar
en áður, en munurinn er ekki
mikill.
Allt öðru máli gegnir um
stúlkur. Er það enn athyglis-
verðara og jafnframt uggvæn-
legt. 1 öllum aldursflokkum
reykja fleiri stúlkur en áður.
Þess gætir litið sem ekkert á
aldrinum 10—11 ára, en slðan
fer að verða vart við aukningu. í
17 ára aldursflokki reykja nú
61,6% stúlkna, en aðeins 19,5%
árið 1962.
Eftir 13 ára aldur
reykja fleiri stúlkur en
piltar ____
Arin 1959 og 1962 reyktu rúm-
lega tvisvar sinnum fleiri piltar
en stúlkur, en könnun 1974 sýnir
að hér hefur orðið mikil breyt-
ing á. Úr þvi að 13 ára aldri er
náð, reykja nú fleiri stúlkur en
piltar, og er munurinn mestur i
17 ára aldursflokknum.
Piltar, sem reykja, reykja nú
meira en áður. Það er mikið
meira um daglegar reykingar á
meðal þeirra nú en við fyrri
kannanir og á það við um alla
aldursflokka. A meðal stúlkna
eru reykingar ekki aðeins miklu
útbreiddarien áður, heldur hafa
daglegar reykingar hjá þeim
farið gifurlega i vöxt.
Fleiri stórreykinga-
menn á meðal pilta-—
I lægstu aldursflokkunum
9—12 ára, er tóbaksneyslan
minnst, 4ins og vænta mátti.
Daglegar reykingar verða al-
gengari eftir þvi sem aldurinn
hækkar.
Piltar sem reykja neyta tals-
vert meira magns af tóbaki en
reykjandi stúlkur. Einkum eru
fleiri stórreykingamenn á með-
al piltna en stúlkna. Auðsætt er,
að börn og unglingar, sem
reykja, neyta talsvert meira
magns af tóbaki nú en fyrir-
12—15 árum.
Reykingar á heimilum
hafa talsverð áhrif -
Flestir segjast hafa byrjað að
reykja af forvitni. 34% vegna
þess að foreldrar reykja, 13,8%
af þvi þeim þykir það fint og
6,6% til þess að vera með félög-
um sem reykja. Aðeins 68,5%
svara spurningum um þetta
efni, um 1/3 þeirra tilfæra fleiri
en eina ástæðu.
Reykingar á heimilum barna
og unglinga hafa talsverð áhrif
á reykingavenjur þeirra.
Heimili þar sem engir reykja
aðrir en þátttakendur i könnun-
inni, er aðeins fimmti hluti allra
heimilanna. Áhrifa gætir meira
frá móður en föður, en mest frá
systkinum,
Reykviskar stúlkur
reykja meira en jafn-
öldrur þeirra viða er-
lendis — --------
Ef marka má erlendar kann-
anir sem birtar hafa verið und-
anfarin ár, liturút fyrir að reyk-
vísk börn byrji yfirleitt seinna
að reykja en erlend börn. Úr þvi
að 13 ára aldri er náð, fara pilt-
ar hér fram úr jafnöldrum sin-
um I Sviþjóð, en samanburður
við aðrar þjóðir er óraunhæfur.
Reykviskar skólastúlkur virð-
ast hins vegar hafa aukið reyk-
ingar hraðar undanfarin ár og
reykja nú meira og yfirleitt
mikið meira en jafnaldrar
þeirra gera í til dæmis Sviþjöð,
Bretlandi, Þýskalandi, Banda-
rikjunum og Ástraliu.
Hver ibúi reykir 1600
vindlinga á ári
Arið 1974 var salan á vindling-
um orðin 342,3 milljónir, Jókst
um 15% frá árinu áður. í þess-
um tölum er ekki meðreiknað
það magn sem flugfarþegar og
áhafnir kaupa á Keflavikur-
velli, sem mun vera 11,5—12
milljónir vindlinga. Ekki er vit-
að um hversu mikið isiendingar
kaupa og reykja erlendis, né
hversu mikið skipsáhafnir og
skipsfarþegar flytja af vindling-
um inn i landið. Ekki er heldur
vitað um hvort einhverju er
smyglað af þessari vöru, en sl.
10 ár hefur tollgæslan i Reykja-
vik gert upptæka 358 þúsund
vindlinga að meðaltali á ári.
Siðastliðin þrjú ár hefur orðið
gifurleg aukning i sölu vind-
linga, og hver ibúi reykir að
meðaltali næstum 1600 vind-
linga á ári. Þá eru aðeins reikn-
aðar tölur ATVR.
—EA