Vísir - 18.10.1975, Page 11
Brœðurnir síga
á Böðvar og
Kristján í BDB
Að fimm umferðum loknum i
tvimenningskeppni Bridge-
deildar breiðfirðinga hefur
keppni jafnast töluvert, þótt
Böðvar og Kristján haldi ennþá
forystunni. Röð og stig efstu
para er þessi:
Mikiö hefur verið skrifað um
öryggisspiiamennsku f bridge
og I sfðustu umferð hjá Bridge-
féiagi Reykjavikur kom fyrir
táknrænt dæmi.
Það er hins vegar svo i tvi-
menningskeppni, að löngunin i
yfirslagi giepur oft fyrir sagn-
hafa og öryggisspilamennskan
gleymist eöa er leidd hjá sér.
Staöan var a-v á hættu og
norður gaf.
4 A-D-6-5
V A-D-8-6-3
♦ D
*A-5-2
4 G-9-8-4 410-7-3
VG-7-2 VK
♦ A-K-6-3 ♦G-10-9-8-4-2
410-2 4K-9-3
4K-2
V10-9-4-3
♦ 7-5
4D-G-8-7-4
Spilið var spilað á sex borðum
og á öllum varð norður sagnhafi
i f jórum hjörtum. Þetta er góður
lokasamningur og á alltaf að
vinnast. 1 þetta sinn brá þó svo
við, að annað hvort unnust
fimm eöa fjórir töpuðust.
Tveir sagnhafar tóku öryggis-
spilamennsku i trompinu, þ.e.
tóku fyrst á ásinn og unnu þar
með fimm. Hinir fjórir spiluðu
upp á yfirslaginn á þessa leið.
Fyrst var hjartadrottningu
svínað og þegar það brást tóku
þeir allir ásinn á eftir og gáfu
tvo slagi á tromp. Það er i sjálfu
sér ekkert við þvi að segja i tvi-
menningskeppni að svina
drottningunni, en þá verða
menn að vera sjálfum sér sam-
kvæmir og svina tiunni á eftir.
Þó er einn galli á þessari rök-
semdafærslu. Sá sem hefur
svinað drottningunni og gefið á
kónginn, sér að hann fær einum
slag minna en hinir ef kóngur-
inn er einspil og þvi tekur hann
ásinn á eftir i örvæntingu.
1. Böðvar Guðmundsson —
Kristján Andrésson 1004
2. Gisli Stefánsson — Jón
Stefánsson 983
3. Magnús Björnsson og Bene-
dikt Björnsson 973
4. Oliver Kristófersson — Ólaf-
ur Ingimundarson 964
5. Björn Gíslason — Ólafur
Guttormsson 913
6. Guðbjörn Helgason —
Böðvar Guðmundsson 911
7. Magnús Halldórsson —
Magnús Oddsson 897
8. Guðlaugur Kristinsson —
Óskar Þráinsson 886
9. Gissur Guðmundsson — Jón
Þorleifsson 880
10. Þorvaldur Valdimarsson —
Jósef Sigurðsson 869
Sveitakeppni félagsins hefst
fimmtudaginn 23. október i
Hreyfilshúsinu kl. 20. Innritun
er I fullum gangi, allir velkomn-
ir meðan húsrúm leyfir, sem nú
er vel riflegt.
Það er ekki alltaf
hœgt að fara eftir bókinni.
Það eru allt of margar
bœkur!
Umsjón : Stefán Guó.johnsen
♦ CO ♦ ♦$
♦
♦ ♦
♦
$♦ ♦$
BJÖRN OG ÞÓRÐUR
SIGURVEGARAR HJÁ TBK
Orslit i tvimenningskeppni Tafl- og bridgeklúbbsins urðu þau,
að Björn og Þórður sigruðu eftir að hafa leitt alla keppnina.
Röð og stig ets'tú para var pannig:
1. Björn Kristjánsson — Þórður Eliasson 898
2. Helgi Einarsson — Sigurjón Tryggvason 881
3.. Hilmar Ólafsson — Ingólfur Böðvarsson 872
4. Gestur Jónsson — Gisli Steingrimsson 862
5. Gisli Viglundsson — Þórarinn Arnason 851
6. Bragi Jónsson — Dagbjartur Grimsson 831
7. Bragi Bjarnason — Guðmundur Aronsson 830
8. Bernharður Guðmundsson — Július Guðmundsson 825
9. Baldur Asgeirsson — Bjarni Jónsson 824
10. Kristján Jónasson — Þórhallur Þorsteinsson 822
Ungir menn á hœlum
Selfyssinga í BR
Nú er aðeins ein umferð eftir i
meistaratvimenningskeppni
Bridgefélag Reykjavikur og lik-
legt að baráttan standi milli
tveggja efstu paranna um
meistaratitilinn. Sigfús og Vil-
hjálmur eru enn efstir en ungt
og upprennandi par á hælum
þeirra, Jón og Guðmundur. Röð
ogstig efstu para er nú þannig:
1. Sigfús Þórðarson og Vil-
hjálmur Pálsson 940
2. Jón Baldursson og Guð-
mundur Arnarson 929
3. Hjalti Eliasson og örn Arn-
þórsson 914
4. Guðmundur Pétursson og
Karl Sigurhjartarson 913
5. Daniel Gunnarsson og Stein-
berg Rikarðsson 910
6. Hörður Arnþórsson og
Þórarinn Sigþórsson 889
7. Einar Þorfinnsson og Páll
Bergsson 883
8. Halla Bergþórsdóttir og
Kristjana Steingrimsdóttir
881
9. Sigurður Sverrisson og Sig-
tryggur Sigurðsson 874
10. Guðlaugur R. Jóhannsson og
Ásmundur Pálsson 871
Úrslitaumferðin verður spiluð
n.k. miðvikudagskvöld i Domus
Medica kl. 20.
FLUGAN
Hrafn
Gunnlaugsson
skrifar
Um daginn varð mér það á að taka tii i
skrifborðsskúffunni minni. Þá komu upp i
hendurnar á mér nokkur gömul skóiablöö
frá sokkabandsárum minum i Mennta-
skólanum i Reykjavik. Ég fyiitist ein-
hverri dularfullri nosta giu (ljúfsárum
trega) og nokkrar ljóðiinur hrutu úr penn-
anum. En áður en viö hefjum lesturinn þá
minnumst orba spekingsins: Allt sem er
gott og skemmtilegt er annaðhvort óhollt
eða dónaiegt!
Manstu leigubilinn
sem ætlaði aldrei að koma
(túberað hár þitt
tindraði i nóttinni)
og beygjuna kröppu
þegar ég kastaðist yfir þig
meö rennblautan koss
sem klesstist i hárlakkið
og hvernig þú streittist á móti
Þessi ár
•þegar vinirnir stóðu á haus
belgfullir af skapmælum
um bækur sem við höfðum lesið
fyrir aftan öftustu siöu
og skáldin sem þjáðust skelfilega
vegna vonsku heimsins
gengu um álút
með margvafða trefla um hálsinn
(hötuðu úrilla kennara)
Ég skulda þér vist fáein ástarorð
frá árunum
þegar Bitlarnir komust i tisku
og við fórum á fylliri á Borginni.
Ég hitti þig á barnum
þar sem brosmildir hommar
buðu upp á sjúss i von um elskhuga
(sem hlupu hlæjandi burt
þegar glasið var búið)
og yfirstéttar rónar
rifandi kjaft við hvern sem var
kássuðust upp á mann
móðgaðir yfir þvi
að vera ekki einir i heiminum
og einstaka uppdöguð mella
með skaðbrunnar tennur
skalf af hlátri eða grét.
A barnum (við b(eði i MR)
bauð ég þér i fyrsta dansinn
rigmontinn
með misskilin spakmæli á vör
og vinkonur þinar
eitthvað að þvælast fyrir
vildu fá þig i parti.
NOSTAGIA
þegar við komum heim
og ég ætlaði
að skoða þig með fingrunum
(breiddir mæðusvip yfir brosin
og sagðir: látt’ ekki svona)
en að lokum fékk dýnan
fáeina blóðdropa að drekka
og kannski eitt tvö tár.
Og manstu
þegar við æfðum atlotin stóru
i framhaldssögum og reyfurum
þar sem hetjurnar
eru nauðgarar eða hálfgerðir guðir
og konurnar umhverfast
á einni nóttu
úr englurrri blóðþyrstar nornir
þar sem ástin er óræð og draumkennd
vafin dulúðgri móðu
handa við óléttu
á divan úti i horni.
reyktu ofboðslega og dr\jkku sigiiauða
undir borðum
yrkjandi i andaslitrum
um lifslygi borgarans
sem væri sko ekkert
nema uppskrúfað fals
og húsmæður (biðandi farandriddara)
fastar i nýbyggðum blokkum
grotnandi á gólfteppinu
og erlendar flugvélar
sem drógu fjallkonuna á tálar.
Þessi ár
þegar allt var svo auðvelt
og veruleikinn vingjarnlegur draumur
og dauðinn alls ekki til
og við höfðum yfir setningar
eftir helstu spekinga heimsins
og vorum þeir sjálfir.
Þegar haustið veitti skjól:
að finna aftur hópinn
og fasta liði eins og venjulega.
Þessi ár
sem ég átti þig
án þess að taka eftir þvi
þar til i siðústu veislunni
þegar veifað var hvitum kollum:
þessu var lokið.
Skelfingu lostin
gripum við i hvort annað
giftumst baki brotnu
bjuggum til heimili;
á einu augnabliki
tvistraðist týndist út I buskann
bláminn og fjarlægðin góöa.
En til hvers
að grufla 'yfir hálfgleymdum orðum
hjólið snýst ekki til baka
— og þó!
á stundum finnst mér
ég kannast við ókunnugt andlit
á götu i strætó
og allt i einu
rúllast upp atvik
i ruglingslegri kvikmynd
og maður reynir að muna:
jú það er hún
sem hann Nóri fiflaði
eða var það Doddi eða önni
og nú er hún gift manni að Norðan.
Og hann!....nei...
Ég sit hér einn yfir kaffibolla
klukkan bráðum þrjú að nóttu
og mynd þin óljós en nálæg
og þetta kvæði orðið allt annað
en til var ætlast
og ég skulda þér vist enn þá
nokkur ástarorð.