Vísir - 18.10.1975, Side 16
16
u
VÍSIR. Laugardagur 18. október 1975.
|í KVÖLD | i í dag r □ J 0 > * | í DAG 1 í KVÖLD |
Sjónvarp kl. 20.40 sunnudag:
SJÓNVARPSMENN
I KANADA
— fréttaþáttur frá hátíða-
höldum vestur-íslendinga
NNINNIPEG
CONMENTIO
CENTRE
„Islandsdagar I október”
heitir þáttur á dagskrá sjón-
varpsins annað kvöld. Þarna er
um að ræða fréttaþátt frá há-
tlðahöldum vestur-islendinga
fyrr i þessum mánuöi, þar sem
þess var minnst að rétt 100 ár
eru liðin frá þvi að fyrsti is-
lenski landnemahópurinn kom
til Manitóbafylkis í Kanada.
Það var einmitt 21. október
1875, sem þeir stigu á land .
Viöinesi við Winnipegvatn, en á
þeim slóðum stofnuðu þeir siðar
Nýja-lsland.
Þetta var slðasti hluti hátiöa-
haldanna i tilefni aldarafmælis-
ins, kvikmyndir frá feröalagi
sjónvarpsmanna um Islend-
ingabyggðir i sumar, verða
sýndar siðar.
Umsjón með þáttunum hefur
Ólafur Ragnarsson.
—EA
Hér er Dr. Paul H.T. Thorlák-
son einn forystumanna vestur-
islendinga i ræðustól á ráð-
stefnu um islenska menningu og
þjóðerni I Vesturheimi. Sú ráð-
stefna var haldin i Winnipeg á
dögunum. Þessa ráðstefnu ber á
góma i þættinum.
Sjónvarp kl. 21.30 sunnudag:
A"ra t™ Komið að
síðasta þœttinum
Þá er komið að iokaþættinum
i „Allra veöra von”. Siöasti
þátturinn sem veröur sýndur
annað kvöld, heitir „Tvisýnar
kosningar”.
I siöasta þætti stóð yfir leit að
Shirley. Sú leit bar árangur.
Bæjarstjórnarkosningarnar
nálguðust og bæöi Simpkins og
Hart unnu að þvi að afla sér
fylgis. Andrea starfar "fyrir
Simpkins i kosningunum, en dag
einn hitti hún Philip Hart. Þau
gátu þó aðeins ræðst við stutta^
stund.
Annað kvöld er mikið til fjall-
að um bæjarstjórnarkosning-
arnar sem standa fyrir dyrum.
Ot úr þeim fara sumir ánægðir
og aörir ekki.
Þaö sama er að segja um per-
sónulegu málefnin. Nokkrir öðl-
ast hamingjuna, hinir sitja eftir
með sárt ennið. Það borgar sig
ekki að segja of mikið, þá fer
spenningurinn. Viö biöum þvi
bara til klukkan hálftiu annað
kvöld.
—EA
Sjónvarp kl. 18.00 sunnudag:
Bessi og
„Sagan af
Gutta"
Bessi Bjarnason er aft- Steinssyni, eöa „Gutta".
ur í Stundinni okkar á AAargt fleira er á dag-
morgun. Síöastsöng hann skrá i þættinum á morg-
„Aravísur" en nú ætlar un, en hann hefst að
hann að syngja „Söguna venju klukkan sex.
af Gutta". Á myndinni er
Bessi ásamt Sigurbergi —EA
SJÓNVARP •
Laugardagur
18. október
17.00 tþróttir.M.a. sýnd mynd
frá Reykjavikurmótinu i
körfuknattleik. Umsjónar-
maður Ómar Ragnarsson.
18.30 Sumardaguri sveit.Einn
góðan veðurdag sumarið
1969 fóru sjónvarpsmenn i
heimsókn að Ásum I Gnúp-
verjahreppi, til hjónanna
Guðmundar Bjarnasonar og
Stefaniu Agústsdóttur og
barna þeirra. Umsjón
Hinrik Bjarnason.
Kvikmyndun Ernst Kettler.
Þessi þáttur var frum-
sýndur 7. febrúar 1970.
19.00 Enska knattspyrnan.
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Dagskrá og auglýsingar
20.30 Læknir i vanda Breskur
gamanmyndaflokkur.
Þegiðu og borðaöu matinn
þinn. Þýðandi Stefán
Jökulsson.
20.55 Anna i Hlíð Þáttur
ætlaður ungu fólki. Meðal
efnis: trom muein vigi
aldarinnar: kynning á
nýjum, islenzkum hljóm-
plötum, sem væntanlegar
eru næstu vikur: daglegur
talsmáti unglinga: hljóm-
sveitin Dögg kynnt o.fl.
Umsjónarmaður þessa
þáttar er Helgi Pétursson.
21,25 Vordraumur (A Walk In
The Spring Rain) Bandarisk
biómynd frá árinu 1970.
Aðalhlutverk Ingrid Berg-
man og Anthony Quinn.
Háskólakennari fær ársleyfi
frá störfum og sest að uppi i
sveit ásamt konu sinni, þar
sem konan hyggst stunda
ritstörf. Konan verður ást-
fangin af bónda, og greinir
myndin frá stuttu ástar-
ævintýri þeirra. Þýðandi
Heba Júliusdóttir.
23.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur
19.október
18.00 Stundin okkar Bessi
Bjarnason syngur „Söguna
af Gutta” eftir Stefán Jóns-
son, sýnd er mynd, sem
sýnir hvernig umferðar-
skiltin urðu til, og 3. þáttur
myndaflokksins um bangs-
ann Misha. Sýnt verður
atriði frá barnaskemmtun i
Reykjavik 17. júni, kynnt er
sérkennilegt húsdýr og loks
segir Guðmundur
Einarsson söguna af lam-
aða manninum.
Hlé
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Dagskrá og augiýsingar.
20.40 islandsdagar i október
Fréttaþáttur frá hátiða-
höldum Vestur-íslendinga
fyrr i þessum mánuöi, þar
sem þess var minnst að rétt
100 ár eru liðin frá þvi að
fyrsti islenski landnema-
hópurinn kom til Manitóba-
fylkis I Kanada. Það var
einmitt 21. október 1875,
sem þeir stigu á land I Viði-
nesi við Winnipegvatn, en á
þeim slóðum stofnuðu þeir
siðar Nýja-tsland. Þetta var
siðasti hluti hátiöahaldanna
I tilefni aldarafmælisins, en
kvikmyndir frá hátiðum
vestra siðastliðið sumar og
ferðalagi sjónvarpsmanna
um ísiendingabyggöir i
vetrardagskránni.
21.30 Allra veöra von Bresk
framhaldsmynd. Loka-
þáttur. Tvisýnar kosningar.
Þýðandi Óskar
Ingimarsson. Efni 6. þáttar:
Shirley hverfur að heiman,
og leit ber engan árangur. A
lögreglustöð sér Nick mynd
af pilti, sem hann þykist
viss um að sé hinn sami og
var með Shirley kvöldið
sem hún hvarf. Simpkins
þekkir piltinn, en vill ekki
blanda lögreglunni i málið,
þvi að þetta er Don Bedford.
Simpkins og Nick fara heim
til Dons og finna Shirley þar
fárveika. Norma vill, að
pilturinn fái makleg mála-
gjöld, en Simpkins telur, að
það mundi aðeins gera illt
verra. Bæjarstjórnar-
kosningar nálgast.og bæði
Simpkins og Hart reyna að
. afla sér fylgis.
Andrea starfar fyrir
Simpkins 1 kosningunum og
dag nokkurn hittir hún
Philip Hart, en þau geta
aðeins ræðst við stutta
stund.
22.20 Frá tonlistarhátíðinni i
Björgvin Hljómsveit
tónlistarskóla Nýja-Eng-
lands i Boston leikur
„ragtime’ tónlist. Stjórn-
andi Gunther Schuller.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir. (Nordvision-Norska
sjónvarpið)
23.10 Aö kvöldi dagsSéra Kol-
beinn Þorleifsson flytur
hugvekju.
23.20 Dagskrálok.