Vísir - 20.10.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 20.10.1975, Blaðsíða 1
VÍSIR Mánudagur 20. október 1975 — 238. tbl. Grundartangi: Aðeins starfsmenn verktaka við vinnu Aðeins starfsmenn Jóns V. tanga hafa unnið þar siðustu Jónssonar verktaka á Grundar- daga. Aðrir starfsmenn þar — og vinnuvélaeigendur — láta ekki sjá sig — vegna mikilla skulda verktakans við þá. Seðlabankinn hefur fengið innistæðulausu ávisanirnar sem Jón V. Jónsson gaf út fyrir launagreiðslum. Upphæð sú sem Jón skuldar starfsmönnum og öðrum slagar hátt i þriðja tug milljóna. —óh Þjóðverjar reyna að lœðast inn fyrir mörkin á nóttunni Nokkrir vestur þýskir togarar voru komnir inn- fyrir nýju landhelgismörk- in i morgun/ en ekki til langdvalar. — Við sendum skip á þá og rekum þá snarlega útfyrir aftur, sagði Hálfdán Henrýsson, stýrimaður, hjá Landhelg- isgæslunni við Vísi í morg- un. Togararnir eru nú farnir að læðast innfyrir mörkin á nóttunni, til að veiða. En strax og er orðið nógu bjart fyrir-sjónflug mega þeir búast við að TF-SÝR renni sér yfir þá, ef varðskipin eru ekki búin að finna þá áður. SÝR sendir þá varðskipunum tilkynningu ig þau koma og reka togarana útfyrir. — Þetta er nú ekki mjög góð lausn á málinu fyrir þá, sagði Hálfdán. Það fer langur timi i siglingar hjá þeim ef þeir'eru að reyna að læðast inn á nóttunni, en verða svo að forða sér á daginn. —ÓT Fjórkröggur New York Fjármálaöngþveiti New York-borgar, sem sokkin er I skulda- fen, vekur marga til umhugsunar um fjárinál stórborga (Sjá bls. 6 og 7). Lifeyrissjóður kennara afstýrði gjaldþroti hennar á föstudag, þegar iaunagreiðslur starfsmanna borgarinnar voru inntar af hendi, en það cr einungis sex vikna frestur á gjaidþroti. — Beame borgarstjóri leitar nú liðssinnis Bandarfkjaþings til að mæta skuidadögum 1. desember. — Sjá bls. 5. Aron Guðbrandsson skrifar um Skottamálin — sjá bls. 8 ENSKA KNATTSPYkNAN bls. 14 ENGIN NÝ FLUG- STÖÐ NÆSTU r r KEFLA- VÍK - Sjá bls. 19 Veit engm aœmi pess, að uppmœlingamenn fái 6000 krónur á tímann segir formaður Sambands byggingarmanna „Ég vcit engin dæmi þess, að iðnaðarmenn hafi fengið 6000 krónur á timann i uppmæl- ingu”, sagði Benedikt Daviðsr son, formaður Sambands bygg- ingarmanna, er Visir bar undir hann ummæli úr sjónvarps- þætti, sem fluttur var fyrir helgi. „Hafi menn óeðlilega háar tekjur i þessari grein byggist það oft á þvi, að ekki er farið eftir settum reglum”, sagði Benedikt. Hann sagði, að margt benti nú til þess, að minni atvinna yrði i vetur hjá byggingariðnaðar- mönnum en var i fyrravetur. Litil eftirspurn væri nú eftir vinnuafli, en hún væri venjulega mikil á þessum tima. Menn væru að ganga frá húsum fyrir veturinn, en nú væri litil eftir- spurn. Þá minnti Benedikt á það, að 5 til 600 mönnum hefði verið sagt upp vinnu i Sigöldu. Þeir kæmu á vinnumarkað viða á landinu og vitanlega þrengd- ist þá meira um. Benedikt sagði, að þrengsli á fjármagnsmarkaði hefðu gert ástandið alvarlegra en ella, en tók fram, að ákvarðanir stjórn- valda gætu breytt ástandinu á einum degi. Trúlega hefði götulögreglan okkar eitthvað við þetta að at- huga. Þaðer jú bannað að reiða. Þessir snjöllu kinverjar héldu sig lika við gólfíð i Laugardals- höllinni, og þar var þeim fagnað ákaft af áhorfendum, sem fylltu höllina á laugardag og sunnudag. Það er einnig uppselt á sýningu k'inverjanna i dag og á morgun, en fleiri áttu sýning- arnar ekki að verða. Vegna hinnar rriiklu aðsóknar hefur nú verið ákveðið að vera með aukasýningu kl. fimm á miðvikudag. 1 dag fara kinverjarnir á Laugarvatn og sýna þar nokkur atriði af efnisskrá sinni. A morgun, þriðjudag koma þeir viða við. Á meðal vinnustaða, sem þeir heimsækja er fSAL, en einnig fá vistmenn á Elliheimil- inu Grund og á Hrafnistu heim- sókn þeirra. Sýningarferðalag kinverj- anna hefur nú staðið tvo mánuði, en hingað kemur hóp- urinn frá Danmörku. SJÁ FLEIRI MYNDIR BLS. 3. —ÞJM/Ljósm: Einar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.