Vísir - 20.10.1975, Síða 14

Vísir - 20.10.1975, Síða 14
1 VÍSIR. Mánudagur 20. október 1975. Enn láta hinir ungu leikmenn Manchester United engan bil- bug á sér finna og á laugardag- inn unnu þeir góðan sigur gegn Arsenal á Old Trafford, á meðan QPR og West Ham töp- uðu — QPR í Burnley og West Ham i Middlesbrough. Man- - chester United hefur nú tveggja stiga forystu i baráttunni um Englandsmeistaratitilinn, en langt er f land, þvi að liðin eiga ennþá eftir að leika 29 leiki I deildarkeppninni og ýmislegt getur þvi skeð ennþá. Glæsilegt mark Manchester Utd náði fljótlega forystunni í leiknum gegn Arsenal með marki Steve Copp- ell — eftir einleik á 36. min., en Eddie Kelly jafnaði fyrir Arsen- al þrem minútum siðar og allt virtist geta gerst. En þegar þrjár minútur voru liönar af siðari hálfleik skoraði Stuart Person glæsilegt mark fyrir United sem breytti öllu — mark keppnistimabilsins, sagði þulur BBC sem fylgdist með leiknum. Jimmy Nichol lék þá upp vinstri vænginn, sendi lága fyrirgjöf fyrir mark Arsenal, þar sem Person kom á fullri ferð — og skoraði með viðstöðu- lausu þrumuskoti. Eftir markið voru leikmenn United óstöðv- andi og á 65. minútu skoraði Coppell sitt annað mark. Um 53 þúsund áhorfendur voru á Old Trafford á laugardaginn, 20 þúsund fleiri en hjá Birming- ham sem fékk næst bestu að- sóknina 33.775 áhorfendur. Frank Casper skoraði eina markiði leik Burnley og QPR á Turf Moor, beint úr aukaspyrnu —-þrem minútum fyrir leikslok. Casper var áður fyrr mjög marksækinn, en hefur átt við þrálát meiðsli að striða, og hefurhann ekki komist i aðallið Burnley i 1 1/2 ár af þessum sökum. En hann virðist nú vera að ná sér, tók stöðu Ray Hankin sem var meiddur og skoraði si*t 100. mark fyrir Burnley. Siðust.u minúturnar sóttu leikmenn QPR stift og þeir Francis, Giv- ens og Bowles voru nálægt að jafna. Það var lítill meistarabragur á leik West Ham i Middles- brough og liðið hefði hæglega getað fengið á sig helmingi fleiri mörk en raun varð á og var það aðeins góðri markvörslu Day Davis i marki West Ham að þakka, að svo varð ekki. Graham Souness skoraði ■ fyrsta markið á 42. minútu og i siðari hálfleik var stöðug pressa á mark West Ham og þá skor- uðu þeir Dave Armstrong og Alan Foggon fyrir Middles- brough, sem enn hefur ekki fengið á sig mark á heimavelli. En áður en lengra er haldið tók skulum við lita á úrslit leikj- anna. 1. deild: Birmingham—Leeds 2:2 Burnley—QPR 1:0 Coventry—Liverpool 0:0 Derby—-Wolves 3:2 Everton—Aston Villa 2:1 Ipsw ich—Leic este r 1:1 Manch Utd—Arsenal 3:1 Middlesboro—WestHam 3:0 Newcastle—Norwich 5:2 Sheff Utd—Stoke 0:2 Tottenham— Manch City 2:2 2. deild: Bolton—Notts C 2:1 Bristol R—Sunderland 1:0 Charlton—Oldham 3:1 Chelsea—Blackpool 2:0 Luton—-Fulham 1:0 Notth For—Southampton 3:1 Orient—Carlisle 1:0 Oxford—Blackburn R 0:0 Porstmouth—Hull 1:1 WBA—Plymouth 1:0 York—Bristol C 1:4 Vildu fara heim! Derby lagaði stöðu sina veru- lega á laugardaginn eftir sigur gegn Wolves og er nú aðeins tveim stigum á eftir Manchest- er Utd. 1 fyrri hálfleik stóð ekki steinn yfir steini i vörn Úlfanna og sagði fréttamaður BBC sem fylgdist með leiknum að það væri engu likara en þeir vildu helst hætta og fara heim! Þá skoruðu leikmenn Derby þri- vegis, Kevin Hector á 9. min. Frá viðureign Chelsea og Blackpool á Brúnni á laugardaginn. Það er markvöröur Blackpool George Wood og varnarmaðurinn John Curtis (á leiðinni niður) sem þarna eiga i höggi viö Bill Bentley, Chelsea, sem vann leikinn 2:0 17 þúsund áhorfendur voru á leiknum. Person skoroði mark órsins í Englondi! — og Monchester United hefur nú tveggja stiga forystu í 1. deild eftir tap QPR og West Ham — og sigur gegn Arsenal hans gætti strax, þvi að hann við á fimmtudaginn. Jimmy Greenhoff skoraði bæði mörk Stoke. Ekkert mark var skorað á Highfield Road i Eoventry þar^ sem heimamenn fengu Liver-' pool i heimsókn, en ef eitthvað var, þá var Coventry nær að hljóta bæði stigin þvi að Rey Clements, landsliðsmarkvörður Liverpool, varð að taka á hon- um stóra sinum nokkrum sinn- um I leiknum. 2. deild i stuttu máli Nær öll efstu liðin i 2. deild töpuðu á laugardaginn, en þó varð furðulitiil breyting á stöðu efstu liðanna. Bristol City vann i York og náði þar með foryst- unni, Paul Cheesley skoraði þrjú af mörkum Bristol City. En Bristol fékk þó aðstoð frá ná- grönnum sinum — Rovers sem tóku bæði stigin frá Sunderland með marki Bruce Bannister. Luton vann góðan sigur gegn Fulham, mark Luton skoraði Chambers. Nottingham Forest tók bæði stigin af Southampton er enn hefur ekki unnið leik á útivelli. Mörk Forest skoruðu Martein O’Neil, John O’Hare og John Cottam, en mark Dýrling- annagerðiPeterOsgood. Bolton hefur ekki tapað 10 siðustu leikj- um sinum og á laugardaginn vpnn liðið góðan sigur á Notts County I fjörugum leik. Þá vann Chelsea Blackpool á Brúnni, ekkert mark var skorað I fyrri hálfleik, en i þeim siðari skor- uðu Wilkins (úr viti) og Langley fyrir Chelsea. Peter Bonetti lék nú aftur I marki Chelsea eftir eitt ár. Oldham er sennilega slakasta liðið á útivelli i Englandi um þessar mundir og hefur ekki unnið i siðustu 29 útileikjum sin- um. A laugardaginn varð engin breyting á — tap Charlton 3:1. Staðan er nú þessi: 1. deild eftir sendingu Archie Gemmill, Francis Lee á 10. min. eftir að hafa leikið á nokkra varnar- menn og markvörðinn og Hector bætti þvi þriðja við á 28. min. aftur eftir sendingu Gemmill — og útlit var fyrir handboltatölur. En Billy McGarry fram- kvæmdastjóri úlfanna var ekki á þvi að gefast upp og sendi sina menn tviefdla til leiks i siðari hálfleik. En þótt þeirberöust vel tókst þeim samt ekki að skora nema tvivegis, Steve Kindon og Frank Munro« Birmingham fékk óskabyrjun i leiknum gegn Leeds á St. Andrews — tvö mörk á fyrstu 9 minútunum. Trevor Francis skoraði það fyrra með fallegu langskoti og Joe Gallagher það siðara. En leikmenn Leeds gáf- ust ekki upp. Trevor Cherry minnkaði muninn með marki á 34. minútu og Norman Hunter jafnaði á siðustu minútu fyrri hálfleiks. I siðari hálfleik voru leikmenn Birmingham nokkr- um sinnum nærri þvi að skora, en David Harvey i marki Leeds, sem nú lék aftur með, varði nokkrum sinnum frábærlega vel. Allan Clark i liði Leeds átti frábæran leik, var alls staðar á vellinum, hefur aldrei verið betri ogergreinilega tilbúinn að taka stöðu sina i landsliðinu aft- ur. 7 marka leikur Malcolm MacDonald og Alan Gowling voru heldur betur á skotskónum I 7 marka leik New- castle og Norwich á St. James Park I Newcastle. Leikurinn var jafn i fyrstu, MacDonald skor- aði strax á 4. minútu, en Mike McGuire jafnaði fyrir Norwich tveim minútum fyrir lok fyrri hálfleiks. En I þeim siðari voru leik- menn Newcastle I miklum ham, Gowling skoraði tvivegis, með skoti af 20 m færi og skalla, og MacDonald bætti fjórða mark- inu við eftir aukaspyrnu. Þá tók Norwich smákipp, Tet Mac- Dougall skoraði með skalla, en siðan ekki söguna meir, og David Jones skoraði sjálfsmark þegar hann reyndi að stöðva sendingu MacDonald fimm minútum fyrir leikslok. Garry Jones skoraði bæði mörk Everton gegn Aston Villa i Liverpool, það fyrra með skalla og það siðara úr vitaspyrnu sem hann fékk að taka tvisvar. t fyrra skiptið varði markvörður Villa, Jim Burridge, en hreyfði sig of fljótt og Jones fékk þvi aðra tilraun. Bæði mörkin komu i fyrri hálfleik, i þeim siðari tókst svo Cris Nicholl að minnka muninn fyrir Villa þegar þrjár minútur voru til leiksloka, eftir nærri látlausa sókn Everton. Tottenham hefur ekki unnið leik í 1. deild siðan 16. ágúst, en þá hófst keppnistimabilið og Tottenham byrjaði vel — vann Middlesbrough heima. En sfðan ekki söguna meir, jafntefli og fjögur töp. A laugardaginn leit lengi vel út fyrir að Tottenham tækist að vinna Manch. City, Cris Jones skoraði tvivegis á fyrstu 30 minútunum og útlitið var gott fyrir Lundúnaliðið. En landsliðsmarkvörðurinn Dave Watson sem tók stöðu Rodney Marsh (settur út), skor- aði óvænt á 36. min. og enn ó- væntara varð jöfnunarmark Colin Bell á 75. min. — en mark- ið var fallegt, stöngin og inn! Hafa ekki unnið leik Leicester og 4. deildarliðið Southport eru einu liðin I deild- arkeppninni sem enn hafa ekki unnið leik og á laugardaginn varð engin breyting á. Leicester gerði jafntefli við Ipswich, ni- unda jafnteflið og Southport tapaði fyrir Brentford 1:0. Trevor Whymark skoraði fyr- ir Ipswich eftir vel tekna auka- spyrnu Colin Viljoen á 29. min- útu, en Bobby Lee jafnaði fyrir Leicester i lok fyrri hálfleiks. Neðsta liðið Sheffield United átti ekki mikla möguleika gegn Stoke, þó svo að nýr fram- kvæmdastjóri væri kominn — Jimmy Sirrell, áður Notts Conty.Enda varla vonaðáhrifa Manch.Utd. 13 8 3 2 23: 11 19 QPR 13 6 5 2 21: 9 17 West Ham 12 7 3 2 18: 14 17 Derby 13 7 3 3 19: 17 17 Liverpool 12 6 4 2 18: 10 16 Middlesbr 13 i 6 4 3 15 : 10 16 Leeds 12 6 3 3 18 : 14 15 Everton 12 6 3 3 18 :17 15 Manch.City 13 5 4 4 20 :12 14 Stoke 13 6 2 5 15 : 13 14 Newcastle 13 5 2 6 27: :22 12 Coventry 13 4 4 5 13 : 15 12 Ipswich 13 4 4 5 11: :13 12 Norwich 13 4 4 5 22: :25 12 Aston Villa 13 4 4 5 13: :18 12 Arsenal 12 3 5 4 16: :14 11 Burnley 13 3 5 5 15: 20 11 Tottenham 12 1 7 4 16: 19 9 Birmingham 13 3 3 7 19: :24 9 Leicester 13 0 9 4 11: 20 9 Wolves 13 2 4 7 14: 22 8 Sheff.Utd. 13 1 1 11 6: 29 3 BristolC 13 8 3 2 29 :14 19 Sunderland 13 8 2 3 20 :10 18 Bolton 12 7 3 2 24 :13 17 Fulham 12 6 3 3 17 :9 15 N otts C 12 ( 5 3 3 12: :11 15 Southhampton 11 6 2 3 21: : 13 14 Bristol R 11 4 5 2 12 :9 13 Oldham 11 5 3 3 17 :17 13 Blackpool 12 4 4 4 12: :14 12 Luton 11 4 3 4 13 :10 11 Hull 12 4 3 5 9: : 11 11 Chelsea 13 3 5 5 13: :17 11 Charlton 11 4 3 4 11 :17 11 Orient 12 3 4 8 8: 11 10 WBA 11 2 6 3 7: 14 10 Notth.For. 11 3 3 5 12: 13 9 Oxford 12 3 3 6 11: 18 9 Blackburn ii : 2 4 5 9: 11 9 Plymouth 11 3 2 6 10: 14 8 Portsmouth 11 1 6 4 7: :14 8 York 11 2 3 6 11: 18 7 Carlisle 12 2 3 7 10: 18 7 Það sem bar helst til tiðinda i 3. deild var að Bury tapaði 4:0 i Peterborugh — fyrsti tapleikur liðsins. Crystal Palace og Prest- on gerðu markalaust jafntefli og kom Rodney Marsh með Palace, en sagt er að Malcolm Allison hafi mikinn áhuga á að kaupa Marsh. Crystal Palace er efst með 18 stig, Hereford og Bury eru með 16 stig og Brighton með 14 stig. Neðst eru Swindon með 8 stig og Mansfield, Southend og Chester með 7 stig. —BB

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.