Vísir - 20.10.1975, Blaðsíða 19

Vísir - 20.10.1975, Blaðsíða 19
VISIR. Mánudagur 20. október 1975. 19 Eimskip kaupir tuttugasta skipið Eimskipafélag Islands hefur fest kaup á nýju skipi. Þetta er frystiskip, keypt i Noregi og heitir Nordkynfrost. Það er af svipaðri stærð og Ljósafoss, sem er minnska skip Eimskipafélagsins. Nordkynfrost var smiðað i Noregi árið 1972, og er 240 rúmlestir. 1 þvi eru tvær frystilestir. Skipið verður af- hent Eimskipafélaginu i nóvember-lok eða desember- byrjun. Helstu verkefni skipsins verða strandsiglingar. Það á að safna saman frystivörum, sem stóru skip félagsins flytja til útlanda. Einnig verður skipið i förum milli Islands og Evrópuhafna. Þetta er tuttugasta skipið i flota Eimskipafélagsins. Lán en ekki ölmusa „Fundur nemenda Vélskól- ans og Stýrimannaskólans, haldinn 16.10 ’75, mótmælir harðlega þeim gerræðislegu vinnubrögðum stjórnvalda að standa ekki við gefin fyrirheit varðandi fjármögnun L.i.N. þannig að haustián geti farið fram með eðlilegum hætti.” í ályktuninni er það og talið eðlilegt „að endurgreiðslu fyrirkomulagi sjóðsins verði breytt þannig, að lánin verði visitölutryggð og endur- greiðsla miðist við laun að loknu námi þannig að ljóst sé að hér sé um lán að ræða en ekki ölmusu.” í lok fundarins var sam- þykkt að lýsa fullum stuðningi við útfærslu landhelginnar i 200 milur. Og skorað á rikis- stjórnina að halda að sér höndum i samningagerð við erlendar þjóðir. EKG Námskeið í yoga speki Uógur Norðmaður, Arun Námskeiðin verða i fyrir- Fossum hefur þriggja vikna lestrarformi, tvisvar i viku, á námskeið í yoga-heimspeki i mánudögum og fimmtudögum, húsakynnum Æskulýðsráðs kl. 20. Aðgangur er ókeypis og næstkomandi mánudag. allir velkomnir. -ÓT. Hraðbrautarstíll á Hafnarfjarðarvegi Þeir sem aka Hafnarfjarðar- . veg igegnum Kópavog, hafa ef- laust tekið eftir þvl síðustu daga, að nýjar, og áður óþekktar vegamerkingar hér á landi, eru á veginum. Langsum meðfram kantstein- unum hefur verið máluð brotin lina, ca. hálfan metri frá kantinum. Vegagerðin hefur með þetta að gera, og spurðum við Sigfús örn Sigfússon verk- fræðing til hvers þessi merking væri. ,,í framtiðinni er ráðgert að þessi vegur verði hraðbraut. Yfirleitt eru ekki kantsteinar á hraðbrautum. Þess vegna mál- um við þessa brotnu linu til að sýna hvar kanturinner i raun og veru”, sagði Sigfús. Hann sagði að akbrautin væri þarna aðeins breiðari en venju- lega. Linurnar sitt hvoru megin marka akbraut af venjulegri breidd. „Tilgangurinn er sá að koma i veg fyrir að menn aki á kant- steinana, þegar hraðinn er orðinn mikill. Með hvitu linunni eiga ökumenn auðveldara með að átta sig á hvar kanturinn liggur. Nú, menn aka minna út i kantinum fyrir vikið og minna sest af óhreinindum i niðurföll- in, sem þar eru,” sagði Sigfús. Aðspurður hvort ekki mætti strax lögleiða hærri hraða en þarna er (60 km) sagði Sigfús, að ýmis atriði þyrftu lag- færingar við, áður en af þvi gæti orðið. -ÓH. ENGINNÝFLUG- STÖÐ NÆSTU ÁRIN Ekkert vantar nema pening- ana til að hægt sé að bjóða út byggingu nýrrar flugstöðvar i Keflavik. En það er nú atriði sem varla verður gengið fram- hjá. Allri undirbúuingsvinnu er lokið. Franskii^ og svo síðar danskir, sérfræðingar hafa skil- að skýrslum sinum. Þar er gerð itarleg áætlun um fyrirhugaða flugstöð. Hversu mikið pláss þarf fyrir ýmsa starfsemi, svosem farþegaaf- greiðslu, toll, frihöfn og þar frameftir götunum. Allt er þetta miðað við flugumferðaspár. Janvel þótt peningar fengjust allt i einu, ,sem er heldur litið útlitfyrir, liðu þó liklega nokkur ár áður en hægt yröi að taka flugstöðina i gagnið. Arkitektavinna og annað er alveg eftir, enn er ekkert vitað um útlit stöðvarinnar, það tekur varla mina en ár að ganga frá þvi öllu og þá þarf að bjóða bygginguna út, sem tekur eina sex mánuði i viðbót. Og þá loks yrði hægt að byrja að byggja. — ÓT Danskir sól- frœðinemar sœkja um styrk Nokkrir sálfræðinemar við Arósaháskóla hafa nýlega sótt um styrki til ýmissa aðila, til þess að framkvæma alhliða sálfræðilega og félags- fræðilega könnun á öllum 14 ára unglingum á höfuðborgar- svæðinu.íum 1800 manns) Rannsóknin yrði hluti af samnorrænni rannsókn sem þegar hefur verið framkvæmd i Noregi og Danmörku. Þar sem kostnaður við rannsóknina mun verða tals- vert á þriðju milljón, hafa sál- fræðinemarnir sótt um styrki til: Norræna menningarmála- sjóðsins, Sáttmálasjóðs, Fjár- veitingarnefndar Alþingis og Borgarráðs Rvikur. 1 bréfi sem fylgir umsókninni til Borgarráðs er skýrt frá þvi að Æskulýðsráð hafi mælt með þvi við Borgar ráð að borgin veiti fjárhags- legan stuðning til rannsóknar- innar. -EKG- Stúdentar kjósa til 1. des. nefndar Stúdentar við Háskóla Is- lands munu kjósa til 1. des. nefndar miðvikudaginn 22. október. í gær rann út framboðs- fresturinn. Vaka félag lýðræðissinnaðra stúdenta, leggur til að dagurinn verði að þessu sinni helgaður umræðum um spurninguna „Hverjir stjórna Islandi?” Verðandi sem er félag vinstri manna leggur til að umræðurnar snúist um Kreppuna. Viö höfum opnað nýja veitíngabúö á þriöja hundrað manns í einu notið í Hótel Esju-Esjuberg. Esjuberg er okkar fjölbreyttu rétta opið alla daga frá átta á - allt frá ódýrum smáréttum upp morgnana til tíu á kvöldin. Þar geta í glæsilegar stórsteikur. Verið velkomin. Suðurlandsbraut 2 Sími 82200 |c:|s3)(|jj|| |[ alll c=| pjjj Ell

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.