Vísir - 20.10.1975, Page 2

Vísir - 20.10.1975, Page 2
2 VÍSIR. Mánudagur 20. október 1975. VfelR SPTR: Áttu von á þroskastriði? Þóröur Einarsson, málari: Nei, ég á ekki von á þvi. Bretar eru ekki það heimsk þjóð að þeir skilji það ekki að þeir geta ekki veitt hér að vetrarlagi undir her- skipavernd. Steingeröur Marteinsdóttir, sendill: Ég veit ekki hvað skal segja. Mér þykir það þó heldur óllklegt. Sigmundur Júiíusson, bankamað- ur: Það hygg ég varla. Ég vona að til þess komi ekki. Guöjón Stefánsson, fram- kvæmdastjóri:Égvona ekki. Mér finnst það lika ótrúlegt þar sem allar likur eru á þvi at hafréttar- ráðstefnan viðurkenni 200 mllurnar á næsta ári. Clive Halliwell, hjiíkrunarfræö- ingureMér finnst það óliklegt. Þó finnst mér liklegra að Þjóðverjar fari I hart, þar sem ýmis ensk blöð hvetja til samninga. Sigriín Ragnarsdóttir ganga- stúlka : Nei mér finnst það frekar ótrúlegt. Mér finnst ósennilegt að Bretar leggi i annað þorskastrið. LESENDUR HAFA ORÐIÐ MISTÖK HIÁ Ragnhildur Agústsdóttir hringdi: „Mig langar til að koma á framfæri þakklæti til séra Areliusar Nielssonar fyrir greinar þær sem hann hefur nýlega skrifað i blaðið um áfengisvandamál, eiturlyfja- neyslu og önnur þjóðfélags- vandamál. Að minum dómi er hann eini maðurinn á öllu landinu sem lætur i sér heyra um þessi mál svo hjálp sé að.” Kvalinn heimur Guöjón V. Guömundsson skrif- ar: 011 erum við fædd inn i stofn- un. Er þá átt við það heims- skipulag sem nú rikir á jarðar- kringlunni? Nei, um er að ræða stofnun, sem jörð okkar er aðeins örsmár hluti af. Þetta er stofn- un, sem nær Ut i himingeiminn. HUn felur i sér meira, en vetrar- brautina, en i henni er sól okkar aöeins ein af mörgum svipuðum sólum. HUn nær yfir allar þær stjömuþokur, sem menn hafa séð með hjálp stærstu stjörnu- sjónauka sem völ er á. Svo stór er þessi stofnun, að mæla verð- ur hana með lengdareiningunni „ljósár”. Burtséð frá stærð hennar, verðum við öll að viðurkenna að þessi stofnun er undursamleg að gerð: HUn var fyrir hendi löngu áður en æska nútimans, sem alltaf er að mótmæla einhverju kom til skjalanna, já, jafnvel áður en mannkynið varð til Við höfum öll komið inn i þessa stofnun en ekki af eigin vilja eða vali. Ber þvi að mót- mæla henni? Hver rekur þessa feiknastóru stofnun? Hún starf- aði reglubundið áður en við mennimir komum til sögunnar. HUn þarf ekki á okkur að halda til að geta gengið að eilifu, þar sem hún hangir i tómum geimn- um og starfar með miklu sam- ræmi. Þess þarf ekki að geta, að hún er langt yfir áhrifavald okk- arhafin.Við getum ekkistjórnað henni héðan frá jörðu með eld- flaugum, geimförum eða rat- sjárkerfum. Þessi stofnun byggist ekki á hreinni tilviljun. Ef við reiknum líkurnar á því að slik „stofnun” sem er sjálfri sér samkvæm i fyllsta máta skipu- lögð og fullkomlega starfrækt, hafi orðið til að tilviljun einni, verða þæreinn á móti billjónum og aftur billjónum. HUn gæti ekki hafa orðið til Ur engu, þvi ekkert verður nokkurn tima til Ur engu. Jafn samaþjöppuð hreyfiorka og þessi stofliun hefur í sjálfri sér gæti aldrei myndast Ur tómi eða auðu rúmi. SU rökhyggja sem okkur hefur verið gefin, segir okkur að hún hljóti að hafa komið frá óþrjót- andi uppsprettu afls og orku. Og sú „uppspretta” yrði að vera skynsemi gædd og hafa kunnáttusemi og almætti til að bera. HUn verður að reka stofn- unina. Varla viljum við þykjast „heimsk”, vitgrönn, eða ósann- gjörn, það er að segja óvisinda- i leg. Skynsemi gæddir og viti bornir menn geta ekki annað en viðurkennt að sú mikla vera, sem rekur þessa furðulegu stofnun fegurðar, skipulags og máttar, er viti borin persóna ’ þótt hún sé ósýnileg okkar skammsæju mannlegu augum. Verðskuldar vera þessi nokk- urn óverðugri titil en „Guð”? Hvemig höfum við mennirnir hagað liferni okkar i þessari stofnun, gagnvart öllu sem i henni er og þá ekki sist hverjum öðrum? Frægur Utvarps- og sjón- varpsmaður sagði einu sinni i ræðu meðal meðal annars: „Vísindamenn okkar draga upp stefnu okkar Ut i geimnum, en það er til einskis að leggja upp i þá ferð, ef við skiljum eftir heim i kvölum. Ætli sé ekki kominn timi tii þess að mennirnir leiti sér æðri ráða, að þeir hlusti loksins á stjórnanda alheimsins? Breiöholtsbúi hringdi: Ég bý i neðra Breiðholti og á þvi oft leið um Reykjanes- brautina. Astandið á þeim vegi er þannig að ekki er hægt að flytja búslóð sina, hvað þá viðkvæmari hluti s.s. gler- vaming án þess að þrælpakka þvi inn.Ef það er ekki gert á maður á hættu að stórskemma varninginn, vegna þess hve veg- urinn er ósléttur... Þessi vegur var gerður sem tilraun, þ.e. varðandi undir- lagið, og nU held ég, að gatna- gerðin ætti að leiðrétta þau mis tök sem þarná hafa orðið. í það minnsta ætti að vera hægt að fjarlægja malbikið sem lekið hefur niður og ekki verið sléttað Ur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.