Vísir - 20.10.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 20.10.1975, Blaðsíða 3
VÍSIR. Mánudagur 20. október 1975. 3 Stórkostleg lífsreynsla — að fara í Höllina og sjá kínverjana Höllin var troðfull, mörg sæti voru setin klukkan tvö, þótt sýn- ingin hæfist ekki fyrr en klukk- an þrjú. Eftirvæntingin skein út úr hverju andliti. Siðan hófst sýningin. Fyrst settlega og menn klöppuöu kurteislega, svo komu alls kyns atriði, nánast yfirnáttúrleg og menn gleymdu að klappa, héldu niðri i sér andanum, þangað til atriðinu var lokið. Þá létti mönnum. Þannig gekk sýningin fyrir sig. Hún var svo stórkostleg, tæknin og fullkomnunin svo al- gjör, að það er tilgangslaust að ætla sér að lýsa þvi hér i orðum. Það má vel vera að þessi flokkur sem hér kom sé ekkert sérstakur I list sinni umfram marga aðra slika, en fyrir sveitamenn eins og okkur mör- landanna er þetta stórkostleg lifsreynsla. Þarna fáum við að sjá hvað hægt er að gera ef menn reyna að stefna ákveðiö að einhverju marki. Einnig er greinilegt að aginn er geysi- sterkur innan flokksins og yfir- stjórnin algjör. En aginn er það sem sennilega skortir einna helst á i iþróttum hérlendis. Einu sinni eða tvisvar á sýn- ingunni I gær urðu þátttakend- um á smávægileg mistök, og satt að segja held ég að menn hafi verið fengnir þvi að sjá að þetta fólk gat gert mistök eins og venjulegt fólk. En I stað þess að hætta við var reynt aftur og þá með betri árangri. Ekki dettur mér i hug að reyna að lýsa neinu atriði sér- staklega, til þess skortir mig orð, en mér fannst mikuð til um atriðið þar sem margar stúlkur snúa diskum sem eru á endum langra stanga. Siðan fer ein þeirra upp á borð, beygir sig I brú og tekur upp blóm sem er i vasa fyrir aftan hana. Einnig er linudansarinn stórkostlegur, og svona mætti raunar lengi telja. Þar sem ekki eru til orð til að lýsa listbrögðum þessara kin- verja, er ekki hægt að ráðleggja mönnnum annaö en aö fara á sýninguna og sjá hana sjálfir — ef það er ekki nú þegar uppselt á þær allar. —RJ ,,Fyrr var oft f koti kátt”, söng þessi kinverska stúika við undirlcik landa sinna. Og nú var kominn kínverskur texti við þetta ágæta lag. Piltarnir tveir, sem léku hinar ótrúlegustu kúnstir með postu- linskrukkur, vöktu mikla hrifn- ingu. Svo virðist, sem áhorfend- um stæði ekki aiveg á sama um vasana og þeir tóku andköf þeg- ar leikurinn var hvað djarf- astur.... Stúlkan til vinstri á myndinni framleiðir þennan borða með töfrum. Hún er annar tveggja „töframanna” sýningar- hópsins. — Eöa er ekki óhætt að kalla alla i sýningarhópum töframenn, hvern á sinu sviði? Hugfangnir áhorfendur. Skildi þeim hafa dottiö I hug að ieika eitthvaö eftir af listum kinverjanna þegar heim var komið?!! — Ljósmyndir: Einar. Ljónadansinn er fyrsta atriði sýningarinnar. Fjörugt atriði og skemmtilegt. Litskrúðið er mikið og hljóðfæraslátturinn úpplifgandi. Þegar leiknar eru miklar kúnstir vilja húningarnir krump- ast. Þá er betra aö hafa strokjárn með i farangrinum. Nýkomið geysifjölbreytt úrval hinna vin- sœlu, glœsilegu og ódýru HAMLYN-bóka Bókaverslun Snœbjarnar, Hafnarstrœti 9 Mincrals.Rocks and Fossils

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.