Vísir - 20.10.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 20.10.1975, Blaðsíða 8
8 VtSIR. Mánudagur 20. október 1975. Námskeið Fyrir konur, sem taka börn i daggæslu eða hafa hug á að taka það að sér, verður haldið að Norðurbrún 1 á timabilinu 23. okt. — 2. des. n.k., á þriðjudags og fimmtudagskvöldum kl. 20:00 — 22:30. Flutt verða erindi um þessi efni: — Þroskaferill barna innan skólaaldurs — (> erindi. Valborg Sigurðardóttir, skóla- stjóri Fósturskólans. — Barnið og samfélagið — 2 erindi. Dr. Björn Björnsson, prófessor. — Meðferð ungbarna — 1 erindi. Pálina Sigurjónsdóttir, heilsugæsluhjúkrunar- kona. — Hollustuhættir og hreinlæti — 3 erindi. Sigriður Haraldsdóttir, húsmæðra- kennari. — Kennsla og verkleg þjálfun i föndri, leikjum o.fl. Kristin Jónsdóttir, fóstra. Námskeiðsgjald er kr. 500,00. Þátttaka tilkynnist fyrir fimmtudag 23. okt. n.k. m Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar W Vonarstræti 4 sími 25500 UTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum i 145.000 m af álblönduvir fyrir 220 kV háspennulinu milli Geitháls og Grundartanga. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Lands- virkjunar, Suðurlandsbraut 14, Reykja- vik, frá og með mánudeginum 20. október 1075 og kostar hvert eintak kr. 2.000.- Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 11.00 á föstudaginn 5. desember 1975. Reykjavik, 20. október 1975. e IANDSVIRKJUN Sparið óþægindin í vetur! ÖRYGGISATRIÐI ERU YFIRFARIN I VETRARSKOÐUN SKODA ”5.900.- 'g) SKODA VERKSTÆÐIÐ *—' A I iriDDCI^I/l I AA_ACZ Ifí AUÐBREKKU 44-46 KÓPAVOGI SÍMI 42604 SKATTAMAL Eitt af þvi sem efst er á baugi þessa dagana eins og að visu oft áður eru skattamálin. Ég ætla þvi að vikja nokk- uð að gömlum hug- myndum minum um þessi efni þótt ég búist ekki við þvi, að það hafi neina sérstaka þjóð- félagslega þýðingu. Það er vist ekki hægt að komast hjá þvi að greiða keisaranum það sem honum ber, ef við viljum lifa i þjóðfélags- legu samfélagi, sem veitir okkur marghátt- aða möguleika til betra og fullkomnara lifs, en það stendur þó sifelldur styr um það, hvernig við eigum að skipta á milli okkar þeim'kostn- aði, sem af þvi leiðir. Maðurinn hinum megin við götuna Éghefi oft hlustað á það i út- varpi og sjónvarpi og lesið um það langar greinar i blöðum hversu misskiptir þeir mögu- leikar séu, sem menn hafa til þess aðkomasthjá þviað greiða sinn hlut til sameiginlegra þarfa. Nú fyrir stuttu las ég um þetta langa grein einmitt i þessu blaði. Þar var talið að tekju- skatturinn væri raunverulega skattur á launþega og ekki væri úr vegi að veita þeim sérstakan frádrátt vegna þess, hversu litla möguleika þeir heRiu á þvi að sniðganga skattalögin. t þessum ræðum og ritum kemur fram undraverð lágkúra i hugsunar- hætti. Það hafa sennilega aldrei og verða aldrei gerð lög, sem ekki er hægt að sniðganga að einhverju leyti efsterkur vilji er fyrir hendi til þess, en i þessum umræðum kemur fram, að ef launþegar hefðu aðstöðu til þess að brjóta skattalögin, þá væri sjálfsagt að gera það og þá um leið að létta sér þær byrðar, sem þjóðfélagið leggur þeim á herðar. Þá kemur og einnig fram i þessari hugsun, að þeir, sem launin greiða og aðstöðuna hafa hljóti að nota sér hana til auðgunar sjálfum sér. Við skulum athuga þetta nán- ar. Okkur eru sett lög og reglur til þess að lifa eftir og sem betur fer er láng mestur hluti fólks, sem fer eftir þeim án tillits til atvinnu, menntunar eða mögu- leika til þess að brjóta þær. Ef launþegi á að fá sérstakan frádrátt fyrir það eitt, að hafa ekki aðstöðu til þess að brjóta lög, er þá hægt að dæma þann, sem launin greiðir fyrir það, að draga undan tekjum sinum jafnmikið og launþeginn fær i frádrátt. Hugsunin er fráleit. En skattarnir eru alltaf of háir á þér og mér, en maðurinn, sem býr héma hinumegin við göt- una,hefir ekki alveg hreint mjöl i pokanum. Skattaeftirlitið ætti að gera á honum örlitla kvið- ristuog athuga hvað fyrir innan er, en aúövitað þarf það ekki að gera.neir.a rispu a magann á okkur. Rangur grundvöllur Það em liðin um 30 ár siðan ég ritaði nokkrar greinar i blöð og timaritum það, að grundvöllur- inn sem skattheimtan hvilir á er rángur. Við eigum ekki að skattleggja fjáröflunina beldur fjáreyðsluna. Hugmyndin þarf nánari skýringar við. Ef við skattleggjum tekjurnar, þá hef- ir fólk ekki áhuga á að afla fjár, nema að vissu marki. Það sem fram yfir er fer i skattgreiðslu að of miklum hluta, en ef við höldum áfram að afla fjár fram yfir markið getur kölski skotið upp kollinum hjá okkur og hjálpað okkur til þess að finna leiðir sem færar eru til þess að halda þvf, sem við höfum. Það er beinlinis fjöldi fólks, sem hættir störfum hluta úr ári vegna þess arna. Til dæmis er það æði algengt, að tveir skip- stjórar eru á sama bátnum og skiptast á að fiska vegna þess, að annars hefðu þeir ekki nema þrældóminn upp úr auknu álagi. En hér er um að ræða okkar duglegustu aflamenn. Þannig fer þegar við skattleggjum fjár- öflunina. En ef við skattleggjum eyðsl- una og fólk hættir að eyða pen- ingum af þvi', að það er of kostnaðarsamt þá er enginn þjóðfélagslegur skaði skeður, heldur þvert á móti. Minni eyðsla hjá þjóð, sem svo að segja flytur allt inn frá öðrum löndum, þýðir aukið fjármagn til framkvæmda og aukinn gjaldeyrir. Minar 30 ára gömlu hugmyndir eru ennþá nýjar, en þó eru þær vafalaust eins og önnur mannanna verk, ekki fullkomnar. Hvernig á að framkvœma breytingu En hvernig á svo að fram- kvæma þessa breytingu á skattalögunum? Rikið á að setja i gang fullkomna rannsókn á eftirfarandi atriðum: Hvaða áhrif hefir það ef við drögum mjög skarpa linu milli fyrir- tækja og einstaklinga, fyrirtæk- in verði áfram framtals og skattskyld, þó vitanlega þannig, að ekki verði gengið af þeim dauðum, en einstaklingar hvor- ugt, en skattur þeirra væri tek- inn með óbeinum gjöldum? Hvernig væri hægt að brúa bilið, sem skapast mundi milli barnmargrar fjölskyldu og þeirra, sem hefðu fyrir færri að sjá? Gætu tryggingarnar ekki gegnt þvi hlutverki og hvernig? Ef þessar hugmyndir væru framkvæmanlegar, sem ég tel, þá eru öll skattsvik úr sögunni hjá einstaklingum og engin þyrfti að ljúga neinu um tekjur og gjöld. Þá væri hægðarleikur að stórauka eftirlit með fyrir- tækjum, fækka til muna fólki við skattheimtuna, en þyrfti þó sennilega að auka tolleftirlitið Væri þetta nú ekki athugandi? Eitt atriði er, sem þyrfti sér- staklegd að athuga. Hvernig nunni þetta verka gagnvart ba'jar & sveitafélögum, hvaðan og hvernig ættu þau að fá sinar tekjur? Eg hefi svolitið gaman af þvi, að fyrir fáum árum sagði ritstjóri Alþýðublaðsins i blaði sinu, að Aron Guðbrandsson hefði furðulegar hugmyndir i skattamálum, en nú skilst mér að flokkur sá, sem hann er for- maður fyrir sé kominn á minar skoðanir um þessi efni, svona i "aðal dráttum, og við nánari at- hugun getum við kannski orðið sammála. Alþingi ekki alls varnað t skattamálum er Alþingi ekki alls varnað. A áratugnum 1940 til 1950 kom fram á sjónarsviðið merkileg nýjung i sambandi við húsbyggingar hér i borginni. Lóðum var úthlutað til fólks undir smáhýsi. Margar fjöl- skyldur réðust i það stórvirki, að byggja hús þótt fjárhagur væri þröngur, en málið var leyst með þvi hjá mörgum, að öll fjöl- skyldan vann að smiðinni i fri- stundum frá öðrum störfum. Kvöld, nætur, helgidagar og sumarfri voru notuð til fulls af fjölskyldunni og húsið varð ibúðarhæft. Þetta allt var merkilegt, hér kom fram vinnu- afl, sem annars hefði ekki not- ast, húsnæðisvandamál var leyst og eignir fólksins jukust, en einn skuggi féll þó á ljóma gleðinnar. Þegar smiðinni var lokiðvarð fólkið að gera skatt- valdinu grein fyrir þvi hvernig það hefði byggt heilt hús með svo litið i lófunum. Það sagði söguna eins og hún var, en þá var öll aukavinnan skattlögð. Sumir gáfust upp og seldu hús- in, en aðrir öxluðu baggann og báru hann i mörg ár. Ég fletti þessum málum öllum i sundur i blaðagreinum veturinn 1947 til 8 með þeirri afleiðingu að um vorið 1948 var málið tekið upp á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og þar ákveðið að flokkurinn fylgdi þvi eftir á Al- þingi, að slik aukavinna skyldi vera skattfrjáls. Ég held að ákvæði um þetta séu enn i lög- um. Tillaga Gísla Jónssonar Fyrir mörgum árum kom fram á Alþingi tillaga eða frum- varp um það, að leggja tekju- skattinn niður. Flutningsmaður var Gisli heitinn Jónsson, sem kenndur var við Bildudal. Uppi- staðan i þessum hugmyndum Gisla voru að mörgu leyti sam- hijóða hugmyndum minum. Málið var vist ekki mikið athug- að á Alþingi því þegar til at- kvæðagreiðslu kom minnir mig að það hafi verið fellt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu, og þetta eina atkvæði var senni- lega atkvæði Gisla. Sennilega má rekja þessa af- greiðslu málsins til anna á Al- þingi þvi um þetta leyti var ver- ið að vinna að lagasetningum um innflutning á mæðiveiki og mink til landsins. Fjármálaráðherra lét þau orð falla i sjónvarpinu þ. 13. þ.m. að til athugunar væri, að leggja sérstakan skatt á sölugróða fasteigna. Gaman verður að sjá hvernig þessi gróði verður fund- inn. Ég byggði hús árið 1944 og það kostaði þá kr. 350,000,00 en i dag er brunamatið á þvi 23 milljónir. Þessi mikla hækkun stafar eingöngu af hruni pening- anna á þessu timabili, en grunn- verðmætin eru þau sömu nema, að þá var húsið nýtt, en nú er það gamalt. Aron Guðbrandsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.