Vísir - 08.11.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 08.11.1975, Blaðsíða 3
VÍSIR. Laugardagur 8. nóvember 1975. 3 sí j 1 p m f Núverandi stjórn Kaupmannasamtakanna á fundi. Frá vinstri: Sveinbjörn Arnason, Sigurður Matthiasson, Leifur tsleifsson, Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri samtakanna, Gunnar Snorrason, formaður, Sveinn Björnsson, varaformaður, Jón í. Bjarnason, fundarritari fram- kvæmdastjórnar, Hreinn Sumarliðason, Asgeir S. Asgeirsson og Jónas Eggertsson. Norrœnir kynna „norðurhjarann ) i Norræna félagið i Kópavogi byrjar vetrarstarf sitt með þvi að efna tii kvöldvöku á morgun, sunnudag. A kvöldvökunni verður fjallað um „norðurhjarann”, Nord-Kalotten, landsvæðin norð- an heimskautsbaugs i Noregi, Sviþjóö og Finnlandi. Þau Elinborg Guðmundsdóttir, húsfreyja i Litlu-Sandvik i Flóa, og Einar Björn Pálsson, prófessor, segja frá landsháttum, ferðum sinum á þessum slóðum og sýna litmyndir. Norræna húsið hefur lánað list- muni, sem verða til sýnis á kvöld- vökunni. Sigriður E. Magnúsdótt- ir, óperusöngkona, syngur við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar. Þá verður sýnd kvikmynd frá „norðurhjaranum”, sem Nor- ræna félagið fékk að gjöf frá Ragnari Lassinati, lands- höfðingja. Hann hefur sýnt Islendingum mikla rausn með þvi að beita sér fyrir þvi, að hópi þeirra hefur verið boðið á hverju sumri til námskeiðs i lýð- háskólanum i Framnesi, skammt frá Piteaa i Norður-Sviþjóð. Hátiðin hefst klukkan 20:30 að Álfhólsvegi 11. Mánudagsmyndm: Konur gegn karli Kaupmannasamtök íslands 25 ára í dag Kaupmannasamtök íslands eiga aldar- fjórðungsafmæli i dag. Samtökin voru form- lega stofnuð 8. nóvem- ber 1950 af fimm kaup- mannafélögum. Nú eru aðildarfélög rúmlega tuttugu, auk einstaklinga, en samtals eru um 700 félagar i Kaupmannasamtökum Islands. I lögum Kaupmannasamtak- anna segir m.a. að tilgangur þeirra sé að vinna að hags- munamálum félaga sinna og koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart opinberum aðilum svo og öðrum stofnunum samtökum og fyrirtækjum i öllum þeim málum sem snerta hagsmuni félagsmanna. Nú á tuttugu og fimm ára af- mælinu eiga samtökin húseign- ina að Marargötu 2, en framtiðaráform er bygging Húsa verslunarinnar i nýja miðbænum i samvinnu við önn- ur samtök og félög tengd versl- un og viðskiptum. Kaupmannasamtökin hafa stuðlað að og átt beinan þátt i stofnun margra félaga og fyrir- tækja tengda verslun og við- skiptum og má þar nefna stofn- un Verslunarsparisjóðsins, sem er f dag Verslunarbanki Islands. Þá má einnig nefna Lifeyrissjóð verslunarmanna og stofnlána- sjóði innan vébanda samtak- anna sem nú eru orðnir fjórir. Þá hafa samtökin beitt sér fyrir fjölmörgum námskeiðum fyrir kaupmenn, verslunar- stjóra og afgreiðslufólk og einnig hafa samtökin gefið út timaritið Verslunartiðindi i þessi 25 ár. Ritstjóri þess er nú Jón I. Bjarnason. Fyrirhugað er að halda á næsta ári ráðstefnu þar sem rædd verði m.a. breytt viðhorf til verslunar, breyttir verslunarhættir, kröfur neytenda, verðsamkeppni, markaðir verslunarlöggjöfin og setning reglugerða varðandi verslun. Einnig er fyrirhugað að ræða á þessari ráðstefnu stöðu og verkefni hins frjálsa kaup- manns i þjóðfélaginu i dag og um lokunartima verslana. Onnur mál sem samtökin vinna nú að eru t.d. skipulags- mál, lánamál, innheimtu sölu- skatts, verðlagsmál og frjáls mjólkursala. Nk. mánudag og þá næstu verður mánudagsmynd Háskólabiós Avaxtasalinn, en hún er þýsk, gerö af einum þekktasta kvik- myndargerðarmanni Þýskaiands, Fassbinder. Fassbinder er rétt um þritugt og hóf feril sinn 21 árs. Hann hef- ur að jafnaði gert tvær myndir á ári og einnig unnið fyrir sjón- varpsstöövar, leikstýrði t.d. Heddu Gabler og Brúðuheimilinu. Flestar myndir Fassbinders fjalia um lifsleiða og tómleika daglegs iifs sem að lokum fær útrás á ofsalegan hátt. Þessi mánudagsmyndsameinar þessi atriði og hugieiðingar Fassbind- ers um frelsi og kúgun sem eru einkar athyglisverðar á svo- nefndu kvennaári. Avaxtasaiinn er kúgaður af móöur sinni, vændiskonu, ástinni miklu, konu sinniog systur. Fassbinder hefur þó sagt: „Þessi eilifi þvættingur um frelsun kvenna vekur gremju mina, þvi lifsbaráttan er ekki háð af körl- um gegn konum, heldur snauðum gegn rikum, kúguöum gegn kúgurum. Og i heiminum eru nákvæmlega jafnmargir kúgaöir karlmenn og konur”. — RJ. Nýtt smjörf jall? Verulegur samdráttur varð i smjörsöluá timabilinu 1. janúar til 30. september i ár. Samtals var salan 37,3% minni en i fyrra. Birgðir i landinu eru nú 513 tonn á móti 270 tonnum i fyrra og er þar um verulega aukningu að ræða. Birgðir af injólkurosti eru nú 703 tonn þrátt fyrir nokkra aukningu i söiu. en sama fram- leiðslumagn var á árinu og i fyrra. Framleiösla mjólkur hefur dregist nokkuð saman, eða um 2,7% en sala nýmjólkur hefur aukist á sama tima um 7,4%. Nokkur samdráttur varð i sölu á skyri, eða 3%. Flutt var út fyrstu 9 mánuði þessa árs 520 tonn af ostum, en enginn útflutningur var á smjöri. —VS Árlegur fjáröflunar- dagur frá árinu 1939 Fró stofnun Blindrafélagsins órið 1939 hefur fjáröflunardagur þess verið annan sunnudag i nóvember ár livert. Undirtektir hal'a ávallt verið góðar og hafa stuðlað að vexti félagsins. Hjá Blindrafélaginu, eins og flestum öryrkjafélögum, hefur miklum tima, fyrirhöfn og fjármunum verið varið til byggingaframkvæmda. Húsnæði er forsenda fyrir öflugu félags- starfi og bein nauðsyn, þar sem svo háttar til, að starfrækt eru heimili og vinnustofur fyrir félagsmenn. Nýbýgging Blindrafélagsins (sjá mynd), sem stendur á horni Hamrahliðar og Stakkahliðar, er stórt og mikið hús og miklar vonir við það bundnar. Félagið vonast til að sölubörn- um þess verði vel tekið á morgun. Stálu tveim handklœðum og gallabuxum... Tveir menn brutust inn i ibúöarhús og stálu þar tveimur handklæðum og gallabuxum. Ekki var vitað til hvers þeir ætluöu að nota þýf- ið. Mennirnir tveir brutust inn i kjallara i ibúðarhúsi i Austur- bænum. Annar þeirra fór inn um kjallaraglugga, á meðan hinn stóð fyrir utan. Sá var fyrst handtekinn en siðan sá sem inni var, enda hafði einn búanda i húsinu orðið var við mannaferðirnar. Höfðu þjófarnir komist inn i þvottahús og þar náðu þeir þýfinu, 2 handklæðum og gallabuxum! Þeir eru i vörslu lögreglunnar. —EA Lukkupakkar og handavinna Líðan litla drengsins skárri Líðan iitla drengsins sem varð fyrir bíl á Bústaðavegi er nú skárri samkvæmt þeim upp- lýsingum sem við fengum á gjörgæsludeild Borgar- spítalans. Drengurinn, sem er fimm ára gamall, varð fyrir bíl á Bústaðavegin- um í fyrradag, eins og Vísir sagði frá. — EA Ágóðinn rennur til lamaðra og fatlaðra A basar kvennadeildar Styrktarfélags lamaðra og fatl aðra i Lindarbæ á morgun, sunnudag, verða kökur, lukku- pakkar, matvara og handa- vinna. Basarinn byrjar klukkan 2. Kvennadeildin hefur á þessu ári gefið Æfingastöðinni við Háaleitisbraut innanhússima, göngugrindur, æfingatæki og fleira. Einnig eru sjúkra- og iðjuþjálfar á styrkjum frá félag inu. Þá hefur deildin gefið gölf- teppi og fleira i Reykjadal, en þar er rekin sumardvöl fyrir lömuð og fötluð börn. Allur ágóði af basarnum á morgun rennur til þessara tveggja stofnana. Það var von kvennanna að margir komi, styrki gott málefni um leið og þeir gera góö kaup. — Myndir er af félagskonum hjá nokkrum griparina sem verða á basarn- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.