Vísir - 08.11.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 08.11.1975, Blaðsíða 4
4 VÍSIR. Laugardagur 8. nóvember 1975. takmarkalaust vald, en sýnast þó ekki þurfa að taka tillit til þjóðarhags.” Hér talar athafna- maðurinn Skúli Pálsson, sem alþjóð þekkir, sem fiskiræktar- bónda á Laxalóni við Grafar- holtslæk. Maður, sem hefur átt undir högg að sækja með at- vinnurekstur sinn og staðið i hörðum ritdeilum við forystu- menn veiðimála. Hann heldur fast á máli sinu, vill fá viður- kenningu á þvi sem hann telur sig hafa gert vel og að þjóðin geti notið þess. Flestir eiga sér tvo heima — En sennilegt er að flestir slikir menn eigi sér tvo heima. — Heim hinna miklu umsvifa og svo annan, þar sem heimilið er athvarf þegar dagsins önn linnir. Um þetta segir Skúli: „Þrátt fyrir þá erfiðleika sem ég hef áður nefnt i smbandi við minn atvinnurekstur er ég mjög hamingjusamur maður. Við hlið mér stendur elskuleg kona, Svava Skaftadóttir, sem búið hefur f jölskyldunni ágætt heimili. Synir okkar þrir, nú all- ir uppkomnir, eru prýðismenn. Sá yngsti hefur látið i ljósi áhuga á þvi að feta sömu slóð og ég á atvinnusviðinu og þess vegna farið utan og aflað sér viötækrar þekkingar, sem án efa getur orðið þjóðinni hagnýt, ef hann gerir þessa hugmynd sina að veruleika. Að loknu námi vann hann hér heima eitt ár en hvarf svo úr landi aftur og kvaðst mundi hugsa sig tvisvar um áður en hann legði út i von- litla baráttu við þröngsýn afturhaldsöfl. Hann er nú yfir- maður stöðvarinnar þar sem hann áður var nemandi. Það er fullkomið alvörumál, ef sér- þekking islenskra manna nýtist ekki hér heima vegna annar- legra sjónarmiða valdhafanna. — Tómstundir minar eru ekki margar, þvi starf mitt er umsvifamikið ekki sist vegna þess a að ég verð sifellt að eiga i erjum eigi ég að fá fram komið máli minu hvað snertir sjálf- sagða fyrirgreiðslu. Verði stundarhlé, þá er ég heimakær maður. Á heimili minu nýt ég hvildar og öryggis og þannig var það með syni mina meðan þeir voru á æsku og unglings ár- um. Heimilið var þeim athvarf sem ég vona aö aldrei hafi brugðist, a.m.k. ekki móðernið. Enda held ég að hamingja konu minnar hafi verið mest þegar hún sá þá vaxa til manns. Hún' var hinn sterki innviður heimilisins — og ég hefði fyrir löngu lagt árár i bát og gefist upþ, ef hún hefði ekki jafnan rétt mér sina hlýju og styrku hönd þegar syrti i álinn. Ég hef átt þess kost að gerast meðeigandi og framkvæmdaað- iliaðsterku fiskræktarfyrirtæki á erlendri grund. En ég hef aldrei viljað gefa upp þá von, að þeir klósigar, sem hindrað hafa eðlilegan gang þessara mála hljóti að hverfa og framundan bfði betri og hagstæðari timar. Þ.M Það er erfift Skúli Pálsson, fiskirækt- arbóndi að Laxalóni við Grafarlæk. Hann er fæddur að Kirkjubóli i Korpudal 8. október 1906, sonur hjónanna Skúlinu Stefánsdóttur og Páls Rósmundssonar. Páll var vestfirðingur i marga ætt- liöi, en Skúlína úr Breiðafirði og ólst að miklu leyti upp i Hrapps- ey hjá Skúla Sivertsen. Páll var bóndi á Kirkjubóli en stundaði jafnframt sjó og var aflasæll og atkvæðamikill skipstjóri. Hann átti marga bræður og voru þeir allir miklir sjófaramenn. Þau hjón, Skúlina og Páll eignuðust fjórtán börn en nokkur þeirra dóu i æsku. Hann vildi komast áfram Eins og þá var titt, fór Skúli að vinna fyrir sér þegar eftir fermingu. Atvinnulif var blóm- legt á Vestfjörðum og þvi engum vandkvæðum bundið að fá verkefni við hæfii Flest voru ^þau þó bundin sjávarútvegi að meira eða minna leyti þvi þorp- in sem mynduðust við firðina byggðu strax i upphafi tilveru sina og framtið á útgerð. 1 Dýrafirði starfaði þá al- þýðuskóli undir farsælli og ör- uggri stjórn séra Sigtryggs Guðlaugssonar, þangað leitaöi vestfirsk æska þekkingar og staðfestu. Einn i þeim hópi, var Skúli Pálsson. Um tvitugsaldur fór hann svo tif Reykjavikur og hugðist freista gæfunnar þar. Hann vildi „komast áfram” eins og þá var sagt um þá er framgjarnir voru. Ekki vildi hann sætta sig við aö vera vinnuhjú annarra um langa framtið fremur takast á við eitthvert verkefni, sem gæti skapað honum eigin starfsvett- vang og jafnframt orðið alþjóð til hagsbóta. Þess vegna er það, að árið 1933 stofnar hann Veið- arfæragerð Islands. Þetta var fyrirtæki, sem þó siðar leystist upp, mun hafa átt stærstan þátt i þvf að islensk útgerð átti möguleika á veiðarfærum i seinni heimsstyrjöldinni. Frá frystihúsi i fiskirækt En það er á fleiri sviðum at- vinnumála, sem Skúli hefur komið við sögu. I rúman áratug var hann framkvæmdastjóri viö frystihús og átti þátt i að stofna tvö fiskiðjuver á Vestfjörðum, tsfell á Flateyri og tsver á Súg- andafirði. Af þessu má sjá að athafnaþörf mannsins hefur verið mikil og hann ekki kosið sér auðveldustu viðfangsefnin til úrlausnar, þvi á þessum ár- um var oft erfitt að fást við rekstur sökum fjárskorts. Þegar þetta er sagt er þó ótalinn starfsvettvangurinn þar sem Skúli hefur veriö atkvæðamest- ur, en jafnframt oftast átt undir högg að sækja alla þá fyrir- greiðslu sem hann hefur þurft að leita eftir hjá opinberum að- ilum. Árið 1939 fer hann utan og dvelur um skeið i Danmörku til þess að kynna sér fiskirækt. Hann hafði lengi talið sig eygja þá möguleika að á þvi sviði gætu islendingar látið að sér kveða. Eftir dvölina i Dan- mörku kemst hann að þeirri niöurstöðu, að hér sé um að að standa langa œvi í baróttu við valdið Ymsir menn, sem sifellt standa í sviðsljósi ^ vettvangi þjóðmála og atvinnulífs, eru oft lítt þekktir af almenningi að öðru en umsvifum sinna athafna og fólk er furðu fáfrótt um margt annað sem þó varpar Ijósi á persónu leika þeirra og gefur gleggri hugmynd um manninn á bak við starfið. Ekki er þó ólíklegt að margir hafi löngun til að fá nokkra vit- neskju um það fólk, konur„ og karla, sem standa i fararbroddi á hinum fjölmörgu at- hafnasviðum þjóðlífsins. ræða atvinnugrein, sem haft geti mikla þýðingu fyrir islenskt efnahagslif sé henni gaumur gefinn og til rekstursiris stofnað af þekkingu. Sá fiskur sem þá var mest ræktaður i Danmörku og reyndar um alla Evrópu var regnbogasilungur. Skúli fær nú leyfi til innflutnings, land við Grafarholtslæk, setur þar upp fiskiræktarstöð og byggir sér heimili| sem hann gefur nafnið Laxalón. Þarna hefur hann svo átt heima og haft sinn atvinnu- rekstur i aldarfjórðung. Kálið var ekki sopio, þótt í ausuna væri komið Eftir að hafa sett upp stöðina, byggt fiskeldistjarnir og annað sem starfsemin útheimti hyggst hann hefja framleiðslu á regn- bogasilungi og þá fyrst og fremst með útflutning fyrir aug- um. — „En hér var ekki sopið kálið þótt i ausuna væri komið,” segir Skúli. „Yfirstjórn fiski- ræktar i landinu er fengin i hendur manni, sem fær em- bættisheitið veiðimálastjóri. Þessi maður hefur af einhverj- um, mér óskiljanlegum orsök- um, verið mjög andsnúinn fyrir- tæki minu. Sú saga verður ekki rakin hér, en hún er i flestum at- Þorsteinn Matthíasson rœðir við Skúla ó Laxalóni riðum heldur ófögur. Ráðamenn hafa haldið þannig á málum, að komið hefur verið i veg fyrir út- flutning, sem gefið hefði þjóð- inni milljónatekjur i erlendum gjaldeyri, auk þess sem fjárhagslegt tjón mitt og ýmiss konar önnur óþægindi og erfið- leikar, sem þessi málsmeðferð hefur valdið, verður varla i töl- um talin. A sama tima og þau tiðindi gerast, að regnboga- silingurinn frá uppeldisstöðinni er sagður vera hættulega sýkt- ur, án þess að reynt sé að færa nokkur rök fyrir þeirri staðhæf- ingu, hef ég án nokkurra at- hugasemda frá þeim sömu aðil- um ræktað lax og silung og sent frá stöð minni eldisseiði i flestar umtalsverðar veiðiár á landinu. Nýlega hef ég keypt aðstöðu til fiskiræktar austur i Olfusi, — en það er ennþá sama sagan. — Þótt nú hafi farið fram nákvæm rannsókn framkvæmd af erlendum fiskiræktarsérfræð- ingi og fyrir liggi vottorð um það, að engir sjúkdómar séu finnanlegir i fiskstofni minum, fæ ég ekki leyfi til að flytja stöð- ina austur. Það er bæði erfitt og sorglegt að standa þannig langa ævi i baráttu við þá aöila i þjóöfélag- inu, sem virðast hafa þvi nær

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.