Vísir - 08.11.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 08.11.1975, Blaðsíða 6
6 VtSIR. Laugardagur 8. nóvember 1975. VÍSIR tJtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Jpréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjaid 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Biaðaprent hf. Hófsemi eða ný verðbólguskríða í kjarasamningunum i júni örlaði fyrir skilningi á þvi, að kauphækkanir i krónum þurfa ekki að þýða lifskjarabætur i raun. Forsenda bættra lifskjara er aukin verðmætasköpun. Vitaskuld er unnt að skrifa undir kjarasamninga án þess að nokkuð standi að baki eins og gert var i febrúar 1974. Slik vinnubrögð kynda hins vegar aðeins undir veðbólgunni og koma þeim verst, sem við erfiðastar aðstæður búa. í væntanlegum kjarasamningum er þvi óhjá- kvæmilegt að taka mið af þeim bláköldu staðreynd- um, sem við blasa i þjóðarbúskapnum. Þjóðartekj- ur munu á þessu ári dragast saman um niu af hundraði. Við slikar aðstæður er engin forsenda fyrir stökkbreytingum i kjaramálum. Margt bendir til þess, að þeir aðilar, sem hér eiga hlut að máli muni taka mið af þessum erfiðu að- stæðum. Eigi að siður er ljóst, að það er verulegur pólitiskur þrýstingur i þá átt að kjarasamningarnir fari úr böndunum. Það eru pólitiskir hagsmunir stjórnarandstöðunnar að kynda undir kröfugerð og verðbólgu. Stjórnvöld og forystumenn hagsmunasamtaka ættu hins vegar að gera sér grein fyrir þvi, að það er almenn krafa i þjóðfélaginu i dag, að yfirboðin verði látin vikja fyrir markvissum aðgerðum til þess að draga úr óðaverðbólgunni. Sýndarmennskan er ekki lengur vænlegasta leiðin til þess að afla sér vinsældai Vísitöluleikurinn Við höfúm alllengi búið við næsta fáránlegt niður- greiðslukérfi. Rikisstjórnin hefur nú tekið þá skyn- samlegu ákvörðun að hækka niðurgreiðslur á nautakjöti og draga um leið úr niðurgreiðslum á kindakjöti. Þetta er litið spor i þá átt að bæta úr göllum þessa kerfis. Niðurgreiðslurnar hafa fyrst og fremst verið notaðar i visitöluleik stjórnvalda. Hin tilbúna neysluformúla hefur frám til þessa ekki gert ráð fyrir þvi, að islendingar borðuðu nautakjöt. Nú setja launþegasamtökin fram kröfu um visitölu- hækkun af þvi að hin tilbúna visitöluformúla leyfir ekki nautakjötsát nema i mjög litlum mæli, þó að verðið iækki. Þetta er skýrt dæmi um það hvernig þetta sjálf- virka verðbólgukerfi kemur i veg fyrir alla skyn- samlega hagstjórn. Það verður ekki unað lengur við óbreytt visitölukerfi. Stjórnvöld og hagsmunasam- tök verða að ná samstöðu um nýja skipan þessara mála. Jafnframt þarf með markvissum aðgerðum að draga úr þeim óhóflegu niðurgreiðslum, sem hér hafa viðgengist. ♦ Fram til þessa hefur stjórnmálastarfsemi á ís- landi verið eins konar hringiða óhóflegrar kröfu- gerðar og sifelldra yfirboða stjórnmálamanna. Við þessar aðstæður hefur verðbólgan magnast svo sem raun ber vitni um. Engir hafa haft þor eða styrk til þess að spyrna við fæti. Þjóðarbúið hefur orðið fyrir gifurlegum ytri áföll- um, en kröfugerðarkapphlaupið hefur haldið áfram eins og ekkert hafi i skorist. Heita má að það sé fyrst nú að vart verði skilnings á þvi, að yfirboð og kröfugerð eru ekki æðstu dyggðir. Nú stendur fyrir dyrum að endurnýja kjarasamninga. Við þá samn- ingagerð verða menn að hafa i huga, að við getum ekki lengur lifað á innistæðulausum ávisunum. -m mm Fyrir dyrum standa nú i Bel- grad pólitisk réttarhöld, sem júgóslavar lita á sem vott um liarðnandi tök kommúnista- llokksins. Meðal þeirra, scm þar eiga að svara til saka, eru nokkrir liclstu taismenn Moskvulinunn- ar, en við liliö þeirra sitja þó cinnig nokkrir andstæðingar kom múnista. Titó forseti sagði i ræðu 31. október um andstæðinga sina: „Viðmunum finna handa þeim, ef nauðsyn ber til, stað, þar sem þeir geta ekki spyrnt fæti fyrir okkur.” Alls hafa um 35 talsmenn auk- inna rikisafskipta og meiri sam- stöðu með Sovétlöndunum verið handteknir hér og hvar i Júgó- slaviu, eftir þvi sem heyrist i Belgrad . — Opinberlega hefur það verið staðfest, að sex þess- ara eru nú i varðhaldi i höfuð- borginni. Aðrir eru i haidi i Króatiu, Novi Sad, Montenegro, Kosovo og Skopje. Þessir andstæðingar titóism- ans ganga undir ýmsum nöfn- um, en oftast kallaðir nýstalin- istar. Það, sem þeim likar ekki i stjórnarfari Titós, er einkum tvennt. Valdið er i höndum verkalýðsins og dreift en ekki tekið saman i einni miðstjórn, eins og þar em flokkseinræðið tröllriður öllu. Utanrikisstefna Titós er óháð Sovétrikjunum, sem hinir vilja halla sér meira að. Þetta er það sem harðlinu- mennirnir meðal kommúnista fella sig ekki við. En íleiri setja sig upp á móti stjórn Titós. Það eru einkum þjóðernissinnar Króata. Siðari árin hafa verið mörg réttarhöldin i Króatiu þar sem fjallað hefur verið um mál félaga i Ustashahreyfingunni. Sá félagsskapur réði rikjum i Króatiu i samvinnu við nasista, meðan á seinni heimstyrjöldinni stóð. En undarlegt nokkuð þá eru þessir fasistar ekki taldir verstu óvinir rikisins i Júgóslaviu. Það eru harðlinu kommarnir, sem settir eru efstir á þann lista. Svo að vitnað sé til annarrar ræðu, sem Titó leiðtogi flutti ekki alls fyrir löngu, þá nefndi hann sérstaklega til þessa and- stæðinga sina og sagði: „Við eigum tilvalinn stað fyrir þetta fólk og kunnum með það að fara. Við munum heldur ekki hika við, að taka það úr um- ferð.” 1 september fyrir einu ári voru 32 aðdáendur Sovétrikj- anna dregnir fyrir rétt i suður- hluta Júgóslaviu. Þeir höfðu unnið það til saka, að reyna að stofna annan kommúnistaflokk i Júgóslaviu, sem auðvitað var á öndverðum meiði við Titó. Þeir fengu allt að f jórtán ára fangelsi fyrir framtakið. I júli i sumar voru sjö til við- bótar dæmdir i allt að niu ára íangelsi i bænum Tuzla. Grein, sem birtist i siðasta mánuði i „Kommúnistanum”, hinu opinbera málgangi júgó- slavneska kommúnistaflokks- ins, gaf til kynna, að vænta mætti nýrra réttarhalda af þessu tagi. Þar var veist hat- rammlega að nýstalinistum. Skömmu siðar viðhafði Stane Dolanc, hægri hönd Titós i flokknum, orð eins og „svikarar lands okkar, hinna vinnandi stétta og flokksins” þegar hann ræddi um harðlinumennina. — Onnur visbending um, að taka ætti þessa aðila fastari tökum. Stalinisti er mikið skammar- yrði i Júgóslaviu og á rætur sin-. ar að rekja til ársins 1948, þegar Jósef Stalin gerði úrslitatilraun- ir til að velta marskálsknum úr sessi. Siðan hefur aldrei gróið alveg um heilt milli júgóslava og rússa. 1 orði kveðnu heitir það svo, að sambúð Júgóslaviu og Sovét- rikjanna sé hin besta. Júgóslav- ar hafa þó aldrei getað fyrirgef- ið afskiptasemina i Stalin og Sovétstjórninni, og réttarhöldin að undanförnu itreka það, að þeir eru tortryggnir gagnvart hverjum þeim, sem talar máli Sovétstjórnarinnar. Umsjón: GP Tító heldur í skef jum NÝ RÉTTAR- HÖLD GSEGN HARÐLÍNU- KOMMÚN- ISTUM FRAMUNDAN í JÚGÓSLAVIÚ stolín- istum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.