Vísir - 08.11.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 08.11.1975, Blaðsíða 1
<65. árg. — Laugardagur 8. nóvember 1975. — 254. tbl. HEILDSALARNIR PÍNA KAUPMENN Heildsalar eiga i miklum erfiðleikum með að útvega fé til að leysa út jólavörurnar. „Við verðum að pina kaupmennina til að greiða fyrr, og samþykkja styttri vixla”, segir einn úr stétt heildsala i viðtali við Visi. — Sjá baksiðu Útvarp og sjónvarp um helgina — sjá bls. 18-19 Jón Jénsson um viðrœður íslenskra reskra fiskifrœðinga: Um leið og breskar freigátur birtast: JLÍTUM STJÓRNMÁLA SAMBANDIVIÐ BRETA" segir Guðmundur Kjœrnested skipstjóri 1 1 1 I I „Gætisvo farið, að rétt væri að skora á rikisstjórn tslands að slita þegar stjórnmálasambandi við Bretland, um leið og bresk freigáta birtist innan islenskrar fiskveiðilandhelgi. Um leið að til- kynna samstarfsmönnum okkar i NATO, að okkar land sé lokað allri umferð þeirra rikja, sem i bandalaginu eru, svo lengi sem breski flotinn hafi afskipti af okk- ar innanrikismálum.” Þannig komst Guðmundur Kjærnested, skipherra og forseti Farmanna- og fiskimannasám- bands íslands, að orði i setningar- ræðu á 27. þingi sambandsins. Hann var mjög harðorður i garð þeirra þjóða, sem veiða i islenskri landhelgi. Hann skoraði á þingfulltrúa, að taka strax einarða afstöðu gegn sliku ofriki (þ.e.breskum freigát- um i islenskri landhelgi). Hann sagði: „Við skulum gera þessum vinum okkar ljóst þegar i stað að við munum ekki þegjandi þola þeim yfirgang hér við land. Á þingfundum á fimmtudag var landhelgismálið til umræðu. Mál- inu var visað til nefndar, sem gera mun tillögu að ályktun þingsins. — Þessu þingi Far- manna- og fiskimannasambands- ins lýkur nú úm helgina. — AG. Renndu stoðum S undir skoðanir ! Hafrannsóknar-1 stofnunnrinnar ! „Viö islensku fiskifræðingarnir teljum að niðurstöður viðræðn- anna sein fram fóru milli breskra og islenskra fiskifræðinga renni stoðum undir skoðanir okkar um ástand fiskistofnanna við ís- land,” sagði Jón Jónsson, for- stöðumaður Hafrannsóknarstofn- unarinnar, i samtali við Visi. „Segja má að bresku fiskifræð- ingarnir hafi viðurkennt grund- vallaratriðin i skýrslu Hafrann- sóknarstofnunarinnar.” 1 skýrslu um fund islensku og bresku fiskifræðinganna kemur fram að bretar viðurkenna meginniðurstöðúrnar i skýrslu is- lensku starfsbræðra sinna. Báðir telja smáfiskveiðarnar afar ó- æskilegar og að sóknaraukning leiði til frekara smáfiskadráps. Skoðanamunurinn sem fram kemur er furðu litill og liggur helst i þvi að islenskir fiskifræð- ingar nota niðurstöður seiðarann- sókna undanfarinna ára til þess að meta stærð árganganna frá ár- unum 1972 til 1975 sem þriggja ára fisks. Bretar vildu hins vegar nota meðaltal af fjölda þriggja ára fisks i veiði undanfarinna ára til að áætla fjöldann i þeim aldurs- flokki á næstu árum. Breskir og islenskir fiskifræð- ingar eru sammála up^ að friða beri þriggja ára fisk og yngri til að stofninn geti gefið af sér var- anlegan hámarksafla, 450—500 þúsund tonn. Það sem i milli ber er að bretar telja ýmsa erfiðleika fylgja friðuninni hvað snertir stjórnun veiðanna, en islendingar telja hana hins vegar mögulega með aukinni möskvastærð og lokun uppeldissvæða, þar sem smár fiskur heldur sig. —EKG Mistök að ráða Herbert • r.’L Eftir að Herbert Guðmundssyni var sagt upp sem söngvara hljóm- sveitarinnar Pelican, viðurkenna féiagarnir sem eftir eru, að frá upp- liafi hafi það verið mistök að ráða Herbert sem söngvara hljómsveit- arinnar. i viðtali i Tónhorni Vísis segja þeir frá sjónarmiðum sinum. Sjá bls. 14. ■ ■ Tími basara og hlutaveltna Nú er timi basara og hlutaveltna. Vrnis góðgerðafélög og hjálparstofnanir hafa þessar aðferðir við öflun fjár til starfsemi sinnar. Sjá fréttir á bls. 3. „Þessi eilífi þvœttingur um frelsun kvenna..." Avaxtasalinn heitir mánudags- kúgaðan karlmann. gegn konum, heldur snauðum mynd Háskólabiós. Hún er gerð Fassbinder hefur sagt: „Þessi gegn rikum, kúguðum gegn af Fassbinder, einum þekktasta eilifi þvættingur um frelsun kúgurum. Og i heiminum eru ná- kvikmyndagerðarmanni Þýska- kvenna vekur gremju mina, þvi kvæmlega jafnmargir kúgaðir lands. t myndinni fjallar hann um lifsbaráttan erekki háð af körlum karlmenn og konur”. Sjá 3. siðu. SÓTT AÐ SJOPPU í EYJUM Það á ekki af hinu svokallaða Friðarhafnarskýli i Vest- mannaeyjum að ganga. Þar er sjoppa til húsa sem hefur orðið talsvert fyrir baröinu á inn- brotsþjófum. I fyrrinótt var gerð tilraun til innbrots þar og brotin rúða, en ekki virðist hafa verið farið inn. Fyrir hálfum mánuði siðan véigruðu menn sér hins vegar ekki við að fara inn. Ekki er vit- að hver eöa hverjir voru að verki i bæði skiptin, en aðkoman var ljót i fvrra skiptið. Þvi sem ekki var stolið hafði verið rótað niður úr hillum. Þvi næst hafði tómatsósu og sinnepi og raksápu veriö sprautað vfir allt saman. — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.