Vísir - 08.11.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 08.11.1975, Blaðsíða 11
VtSIR. Laugardagur 8. nóvember 1975. 11 ■i Algjörar andstœður í sögnum - órang- urínn samt só sami Sveit Stefáns efst hjá BR Að tveimur umferðum loknum i sveitakeppni Bridgefélags Heykjavikur er sveit Stefáns Guðjohnsen efst. Röð og stig efstu sveita er þannig: 1. Sveit Stefáns Guðjohnsen 35 stig 2. Sveit Einars Guðjohnsen 34 stig 3. Sveit Hjalta Eliassonar 32 stig 4. Sveit Gylfa Baldurssonar 31 stig 5. Sveit Helga Jóhannssonar 26stig 6. Sveit Benedikts Jóhannssonar 25 stig 7. Sveit Jóns Hjaltasonar 24 stig 8. Sveit Gunngeirs Péturssonar 23 stig Næst spila saman sveitir 1 og 2, 3 og 4 o.s.frv. Margt áhuga- verðra leikja er að sjá og eru áhorfendur velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Spilað er i Domus Medica á miðvikudagskvöldum. Undankeppni fyrir íslandsmót Undankeppni fyrir islandsmót er nú að hefjast og er fyrst að nefna Keykjanesmót i sveitakeppni.sem hefst á morgun. Spilað er i Skútunni i Hafnarfirði, en það er sami staður og undanfarin ár, en bar áður nafnið Skiphóll. Leikirnir hefjast kl. 13.30 og eru spilaðar annan hvern sunnudag tvær umferðir. Eigendur Skútunnar munu gefa verðlaun til keppninnar og er búist við mjög mikilli þátttöku. Forkeppni fyrir Reykjavikurmót i tvímenningi hefst i Domu= Medica þriðjudaginn 25. nóvember kl. 20. Sunnudaginn 30. nóvember verður siðan spiluð siðari umferð forkeppninnar. Tuttugu og sjö efstu pörin komast i úrslitakeppnina um Reykja- vikurmeistaratitilinn ásamt Reykjavikurmeisturunum, Stefáni Guðjohnsen og Simoni Simonarsyni frá Bridgefélagi Reykjavikur. Reykjavikurmótið verður jafnframt svæðiskeppni fyrir Islands- mót i tvimenningi. Þátttökutilkynningar berist fyrir 16. nóvember og munu þátttökulistar ganga i Reykjavikurfélögunum á spila- kvöldum þeirra. Vestur Norður Austur Suður 4*44 5* 5* P P D P P 64 D P P P I opna salnum sátu n-s Gunn- ar Guðmundsson og Orn Guð- mundsson, en a-v Hörður Arn- þórsson og Þórarinn Sigþórs- son. Þar gengu sagnir á þessa leið: A-v hirtu sina upplögðu fjóra slagi og fengu 500. Eins og kom- ið var máttu þeir vel við una, þvi erfitt er fyrir vestur að segja slemmuna ef suður segir pass. Honum til varnar er rétt að benda á það að fjögurra tigla sögn norðurs var Fishbein eða úttektardobl. I lokaða salnum var annað upp á teningnum. Þar sátu n-s Stefán Guðjohnsen og Simon Si- monarson, en a-v Benedikt Jó- hannsson og Lárus Karlsson. Nú gengu sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður 3 3 4G 6 P P D P P P Ég er ekkert hissa, þótt Bene- dikt langaði i slemmu. Eftir þeirra kerfi er opnun Lárusar hálfkrafa og áreiðanlega hefur Benedikt haldið að þetta væri nær alsmemmu en hálfslemmu. Hins vegar gæti verið fróðlegt að sjá Lárus og Þórarinn spila saman. t siðustu umferð sveitakeppni Bridgeféiags Reykjavikur börð- ust tvær af efstu sveitunum, sveit Stefáns og Benedikts, um forystuna. Lauk þeirri viður- eign með sigri þeirrar fyrr- nefndu og i rauninni var gert út um leikinn í fyrri hálfleik, en honum lauk 82:40 fyrir Stefán. Mörg skemmtileg spil komu fyrir og m.a. eitt með niu-lit. Fróðlegt er að bera saman sagnir i þvi, en segja má að þar komi fram algjörar andstæður, enda þótt lokasamningurinn og árangurinn yrði sá sami á báð- um boröum. Staðan var allir utan hættu og vestur gaf. * 9-7 TD-9-5-4 A-K-D-10-8-7 * 9 A 2 4A-D-G-8 V A-K VG-10-8-7-3-2 '* D-G-10-8-7-5-4-3-2 V A-K 4 K-10-6-5-4-3 1 46 4 9-6-4-3-2 46 Frá leik sveita Benedikts og Stefáns. Talið frá vinstri: örn Guðmundsson, Simon Simonarson og Gunnar Guðmundsson. Stefán snýr að þessu sinni baki i ljósmyndarann. (Ljósmynd Jim) dansa í flest veitingahús á einu afmörk- uðu svæði. Rökin sem mæla með eru mörg. Alls konar óþægindi fylgja þvi að stöðunum er dreift vitt og breitt, bæði fyrir snemmsvæfa ibúa sem búa ná- lægt húsunum, og þá sem fara út að skemmta sér. Skemmtanalifið verður miklu einhæfara, þar sem staðir eins og jazzklúbbar, visnaskonsur og dixilandbúllur geta ekki þróast nema i nábýli við stærri veit- ingahús. Fólk verður að geta dottið inn i stutta stund og farið siðan eitthvað annað eigi slikir staðir að draga að sér gesti. Þá má einnig benda á, að miklu auðveldara er að halda uppi eftirliti, ef skemmtanalifið er sem mest á einu svæði. Að ég tali nú ekki um hve það væri miklu skemmtilegra og gæfi borgarbragnum nýjan lit. Hvernig væri að stefna að þvi að flytja dansmenninguna aftur i miðbæinn? Væri Grjótaþorpið ekki upplagt sem landnáms- svæði? Við Austurvöll eru þegar starfandi tveir veitingastaðir: Borgin og öðal, auk þess sem Tjarnarbúð er þar skammt frá. Ef sama stefna á að rikja i skemmtanalifi og dansmenn- ingu Reykjavikur og rikt hefur siðustu misseri, held ég að eftir- farandi orð vinar mins verði sannleikur áður en varir: „Helsta fridaga-hobbi reykvikinga er að þeytast i leigubil á milli veitingastaða, eða standa i biðröð fyrir utan þá. Liklega verður bráðum fariö að innrétta leigubila meö dans- gólfi og láta skemmtikrafta troða upp fyrir biðraðir." Hrafn Gunnlaugsson skrifar Að „ ....Eins og ég sagði áðan, gæti maður haldið að skemmt- analif Reykjavikur væri skipu- lagt með það eitt fyrir augum að skapa atvinnu fyrir leigubil- stjóra. Ég get nefnt ýmis dæmi þessu til sönnunar. I fyrsta lagi: staðirnir eru svo fáir, að þeir anna' engan veginn eftirspurn um helgar: viðast hvar er upp- selt áður en klukkan verður tiu — en það hefur i för með sér að menn þeytast á milli i von um að komast einhvers staðar inn. I* öðru lagi: stöðunum er dreift þannig um borgina, að óhugs- andi er að komast á milli þeirra öðru visi en i bil. — Nú þetta hef- ur i för með sér að menn gera ekki annað en stiga út úr eða upp i leigubila. Kannski að borgaryfirvöld haldi að leigubil- ar séu skemmtistaðir! ” Vinur minn lét móðan mása. Hann var i stuttri heimsókn hér heima, en er annars við verk- fræðinám i útlöndum. Honum höfðu orðið á þau mistök að ætla sér á reykviskan veitingastað laugardagskvöldið áður. Niður- staða þeirra skemmtunar var sú, að hann keyrði i leigubil á milli yfirfullra staða i rúman klukkutima, og komst svo hvergi inn. Þessi frábæra leigu- bilaskemmtun kostaði hann að- eins örfáa þúsundkalla. „Ég er sannfærður um að ástæða þess hve margir eru teknir ölvaðir við akstur i borg- inni um helgar, er skipulag veit- leigubíl ingastaðanna. Menn geta átt á hættu að sitja fastir fyrir utan einhvern skemmtistað i meira en klukkutima, eftir að dans- leiknum er lokið, biðandi eftir leigubil, bláir af kulda, eða gegndrepa. — Og hvað gerist: menn álpast undir stýri, i stað þess að breytast i stein við sólárupprás.” Ég á auðvelt með að taka undir margt i orðum vinar mins. Það er viss hætta fólgin i þvi að dreifa skemmtistöðum jafn viða og gert hefur verið i Reykjavik siðustu ár, sérstak- lega ef tekið er tillit til veðráttu og hve viðfeðm borgin er. Miklu eðlilegra væri að sameina sem Séra Guðbjörn Kristinsson fyrir utan einn hinna alræmdu skemmtistaða. Ljósmynd: J.R. Geirfugl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.