Vísir - 08.11.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 08.11.1975, Blaðsíða 9
VtSIR. Laugardagur 8. nóvember 1975. 9 hvorri röð, myndar tákn sem fingurgómur getur vel numið. Ef táknið væri 1 punkti hærra eða breiðara gætu litlir puttar ekki numið allt bókstafstáknið. Louis Braille heppnaðist með þessum 6 punktum að mynda letur, sem hægt er að setja sam- an á 63 mismunandi vegu, og er með þvi hægt að tjá alla mann- lega hugsun, formúlur og fræði. Braille byggði letur sitt á ein- faldan og skipulagöan hátt. Fyrstu 10 bókstafirnir voru myndaðir af 4 efstu punktunum i 6 punkta ferhyrningnum. Næstu 10 stafir eru myndaðir með þvi að bæta við þriðja punktinum neðst til vinstri og hinir bókstafirnir eru myndaðir 16 óra piltur fann upp fyrsta nothœfa blindra- letrið fyrir 150 órum Louis Braille hefur framur öllum öðrum ver- ið brautryðjandi fyrir blinda með blindraletri sinu/ sem er nú notað um allan heim. Hann var franskur/ fæddist í Coup- vray 4. janúar 1809. Þriggja ára gamall varð hann fyrir miklu slysi í söðlagerð föður síns og var ekki hægt að bjarga sjóninni á því auga. En slysið hafði þær af- leiðingar fyrir heilbrigða augað/ að það sýktist og eftir stuttan tíma missti hann einnig sjónina á því og varð alveg blindur. Foreldrar Brailles voru læs og skrifandi sem i þá tið var óvanalegt meðal sveitafólks, og ing: Hvað á ég að gera til að geta séð? Hvernig get ég fengið að lesa það sem sjáandi hafa skrifað? Um heimssöguna? Um listir? Um læknisfræði? Um stjórnmál? Um konur og karla? Um sjálfan mig? Um leyndar- dóm fæðingarinnar og kærleik- ans? I stuttu máli sagt, hvernig á ég, blindur maður, aö hasla mér völl í heiminum sem hluti af honum? Hvernig get ég feng- ið að lesa og skrifa um atburð- ina stuttu eftir að þeir gerast, til þess að ég geti fylgst með og dragist ekki afturúr?”. I leit sinni að aðgengilegu letri fyrir blinda kynntist hann árið 1821 letri Barbiers sem ætlað var til nota i hernum og sem átti jafnvel að vera hægt að lesa i myrkri. Letur Barbiers er samsett af 12 punktum i 2 röðum og eru 6 punktar i hvorri. Þessa 12 punkta var hægt að setja i kerfi með hjálp annars eða beggja neðstu punktanna. Siðan hélt hann áfram og jók við kerfið, þannig að með þvi var hægt að tjá öll leturtákn. Gagnrýnendur sögðu frá byrjun, að letriö væri ekki hentugt fyrir stærðfræði. En Braille var heldur ekki neinn stærðfræðingur, hann var bara gáfaður og hugmyndaauðugur ungur maður, sem með hjálp fingra sinna leitaðist við að finna fyrir sjálfan sig og alla aðra blinda menn hentugt og nothæft letur sem hægt væri að lesa án sjónar. Þegar námsárunum lauk gerðist hann kennari við skól- ann sem hann hafði numið við og hélt jafnframt áfram að vinna að uppbyggingu letursins. Kennarahæfileikar hans vöktu almenna athygli og notaði hann blindraletrið við kennslu með miklum árangri. Arið 1829 gaf hann út fyrstu bók sina, þar sem hann lýsti reynslu sinni. fékk sonurinn að fara i skóla með sjáandi börnum. Hann sýndi fljótt afar góða námshæfi- leika og 10 ára gamall eða árið 1819 fékk hann skólapláss við „Institution des Jeunes Eveu- gles de Paris”. Við skólann voru notaðir venjulegir bókstafir sem voru upphækkaðir. Reynd- ist blindum erfitt að læra að lesa með þessu letri og Braille gerði sér fljótt grein fyrir þvi hversu takmarkandi það var að geta ekki kynnst bókvitinu. Hann hefur lýst þessu í dagbók sinni á eftirfarandi hátt: Ég er blindur, ég get ekki séð ,,Ég er blindur. Ég get ekki séö. Þá vaknar sú erfiða spurn- sem passaði við flest orð i franskri tungu. Louis Braille reiknaði út, að ef maður fækkaði punktunum nið- ur i 6, þá var það ekki einungis nóg til þess að gefa tákn fyrir alla bókstafina heldur var einn- ig hægt að tjá með þeim nótur, efnafræði- og jafnvel stærð- fræðitákn. Eftir 2 ára tilraunir tókst honum árið 1825, þá 16 ára gömlum, að skapa hið fyrsta nothæfa blindraletur i heimi. Hann byggði kerfi sitt á eftirfar- andi hugsun: Bara gáfaður og hugmyndaríkur Ferhyrningur með 6 punkt- um, með punktana i 2 lóðréttum röðum, þar sem 3 punktar eru i Tækifærið kom Osamlyndi meðal kennara skólans leiddi til þess að dr. Pignier, sem hafði stutt Braille með ráð og dáð, var sagt upp og i hans stað kom Duaf. Duaf þoldi ekki velgengni Brailles og i einni af sjúkralegum Brailles lét hann brenna allar blindra- letursbækurnar og setti i stað- inn fyrir þær gömlu bækurnar með upphækkuðu latnesku bók- stöfunum. Braille lét ekki bugast, heldur hélt áfram starfinu og beið eftir tækifæri til að geta kynnt letur sitt á ný. Þetta tækifæri kom þegar vigja átti nýbyggðan blindraskóla sem átti að taka við af þeim gamla. Við vigsluna hélt maður sem Guadet hét ræðu sem hann hafði sjáífur skrifað á blindraletri. Hann gerði samanburð á gamla latinuletrinu og blindraletrinu með þeim árangri, að jafnvel Duaf sá sig um hönd og skipti um skoðun. Braille hélt áfram störfum sinum við skólann, en slæmt heilsufar hans hindraði hann i að vinna frekar að gerð blindra- letursins og að öðrum vanda- málum, sem lágu honum þungt á hjarta. Hann dó' 6. ianúar 1852 og var jarðsettur i fæðingarbæ sinumc22 júni 1952 var hann hylltur um heim allan, þá voru hinar jarðnesku leifar hans fluttar frá litla sveita- kirkjugarðinum til Parisar, þar sem hann hvilir nú i Panthéon ásamt öðrum stórmennum frönsku þjóðarinnar. Nýir snjóhjólbarðar Hollenskir heilsólaðir snjóhjólbarðar HJDLBflRDflSALflH BORGARTÚNI 24 - SÍMI 1492S - PÓSTHÓLF 5169 Þessari spurningu er beint til þin, ungi íslendingur. Þaö þýöir ekkert fyrir þig að berja höfðinu viö steininn og segja að þú vitir ekki aö reykingar séu heilsuspillandi. Athugaðu þinn gang áöur en þú snertir sígarettur. Stefnir þú aö þvi að leggjast inn á sjúkrahús meö hjarta- eöa lungnasjúkdóma, þegar þú ert á bezta aldri eöa ætlar þú aö deyja úr einhverjum reykingasjúkdómanna, þegar kunningjarnir, sem ekki reykja, eru enn i fullu fjöri? Láttu bitra reynzlu allt of margra islendinga af reykingum verða þér viti til varnaðar. .^^^XByrjaðu aldrei aö reykja. SAMSTARFSNEFND UM REYKINGAVARNIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.