Vísir - 08.11.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 08.11.1975, Blaðsíða 5
VÍSIR. Laugardagur 8. nóvember 1975. ERLEND MYNDSJA Umsjón: G.P. KRISTILEGT UPPELDI Þessi táningsstúlka frá Beirút er af kristnu fólki komin, þótt hún hagi sér ekki beinlinis kristilega á þvi andartaki, sem myndin er tekin. llún heyrir til falangistum, eða hægri öflum i Libanon en þær fylkingar, sem cldaö hafa grátt silfur þar i landi siðustu sjö mánúð- ina, eru annars vegar kristnir menn og hægrisinnar, en hins vegar múhameöstrúarmenn og vinstrisinnar. Itó virðist nú hafa færst yfir I.ibanon, og injög dregið úr mann- drápunum þessa viku. ibúar höfuðborgarinnar eru komnir á kreik, enda ekki lengur leyniskyttur á hverju húsþaki. Jafnvægi hcfur þó engan veginn komist á, eða endanleg lausn l'engin á deilunni. Stjórnin nýtur ekki of mikils trausts og herstjórn- in hunsar fyrirmæli hennar, ef svo ber undir. Hverju reiddist hann? Ilverju Drottinn allsherjar reiddist, þegar hann laust þessum eld- ingum niður i Ilong Kong, veit enginn. En Ijósmyndarinn, sem var með myndavélina sina til taks á þessu andartaki, vissi hins vegar til hvers h'ann gæti notað sér það, eins og þið sjáið. Daglegt brauð Þetta bilflak var eitt sinn Mercedes Benz, glæsivagn, sem heyrði til Lundúnalögmanninum Kichard Carnley. En þegar Charnley stig inn i hann, ræsti vélina til þess að halda einn morguninn af stað til skrifstofu sinnar varð sprenging með þessum afleiðingum. Lögmaðurinn stórslasaðist og varð að beita logskurðartækjum til þess að ná honum út úr járnabendunni. Detta illvirki er eignað öfgasamtökum á irlandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.