Vísir - 08.11.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 08.11.1975, Blaðsíða 24
VÍSIR Laugardagur 8. nóvember 1975. Fór$t með bót sínum Vélbátnum Kristbjörgu frá Ólafsfirði livolfdi á Eyjafirði i gærmorgun. Báturinn fékk á sig linút i svonefnduin A1 i mynni fjaröarins og sökk. Á bátnum var fjögurra manna áhöfn, aliir frá ólafsfirði. Þrir mannanna björguðust naum- lega i gúmbjörgunarbát en skipstjórinn, Kristján Ás- geirsson, drukknaði. Mun hann hafa lokast inni i stýri- húsi hátsins. Kristján, scm var 4li ára að aldri, lælur eftir sig konu og þrjú börn. Vél- báturinn Guðmundur Ólafsson koni ineð inennina þrjá til liafnar á Ólafsfirði um há- degisbilið í gær. Sjópróf fara fram i dag. Vélbáturinn Kristbjög var uin :I0 tonn að stærð, smiðaður 1974 og var i eigu Útgerðar- félagsins Kristbjörg h.f. á Ólafsfirði. — VS — Ekiðó mann ó gangbraut Ekið var á mann á gangbraut rétt eftir hádegið i gærdag. Hann var fluttur á slusadcild. Atburðurinn varð i Tryggva- götu. Maður var að fara yfir göt- una á gangbraut þegar fólksbill sem beygði úrPósthússtræti inn á Tryggvagötu ók á hann. ökumaðurinn sá manninn ekki nógu fljótt. Þegar að var komið hafði hann hjálpað þeim sem varð fyrir bilnum inn i bilinn til sin, og ætlaði að aka honum strax á slysadeildina. Þegar til kom var hann þó fluttur með sjúkrabil. —EA Milli 20 og 30 árekstrar á 6 tímum í gœr IVIilli 20 og 30 árekstrar urðu á limabilinu frá klukkan eitt i gærdag til klukkan tæplega sjö. Er þetta mjög mikið en sem betur fer og þrátt fyrir öll ósköpin varð ekkert alvarlegt slys. Hins vegar munu um 60 eða 80 bílar hafa orðið fyrir talsverðu tjóni á þessum sama tima. —EA Bíll ýtti manni út úr bílastœði! Bifreið ýtti manni út úr bila- stæði i Pósthússtræti i gær. Mað- urinn slasaðist ekki en fann til eymsla i fæti. Málsatvik eru þau að maðurinn i stæðinu var borgarstarfsmaöur. Hann var að flytja inn minningar- peninga i sambandi við þjóð- hátiðarárið og stóð i bilastæði við Almennar Tryggingar til þess að „taka það frá” fyrir bil sem var að koma með peningana. Annan bil bar þá að og án þess að eiga nokkur orðaskipti við borgarstarfsmanninn hélt hann ótrauður áfram inn i bilastæðið og ýtti manninum frá með stuðaran- um. Maðurinn slasaðist ekki en fann eins og fyrr segir eymsli i fæti. — EA „Stakk af" frá slysadeild með sprautu í handlegg... Loftur Baldvinsson og Surtsey frá Vestmannaeyjum i kappsiglingu inn á Reykjavíkurhöfn, drekkhlaðn- ir loðnu. Skipstjórinn á Lofti Baldvinssyni um veiðar í Norðursjó: Verðum að spyrna n gegn ofveiðinni... „Þaö hefur veriö þokka- leg veiði í Noröursjónum a.m.k. i nóvember, við fór- um i septemberlok og höf- um því veriö rúman mán- uð," sagði Gunnar Arason, skipstjóri á Lofti Baldvins- syni, sem var að koma heim af síldveiðum í Norðursjónum. „Við höfum fengið þetta 1,60 til 2 krónur danskar fyrir kilóið á sildinni og höfum eingöngu selt i Hirtshals.” Norðaustur-Atlantshaísfisk- veiðinefndin setti ákveðnar há- marksreglur um hve mikið mætti veiða af sild i Norðursjónum. Fram til ársloka 1976 mega is- lendingar veiða 19 þúsund tonn. Gunnar var spurður hvert álit hann hefði á þessum kvóta. „Það list öllum heldur ill aá kvótann. En eitthvað verður að gera til að spyrna gegn ofveið- inni, sem er alveg greinileg.” Gunnar sagði að fjöldi þeirra báta frá Islandi sem voru i Norðursjónum hefði verið breyti- legur i sumar. Undanfarin ár hefðu allir islensku bátarnir verið hættir um mánaðarmótin nóvem- ber—desember. Ástæðuna fyrir heimkomu þeirra á Lofti Baldvinssyni kvað Gunnar þá, að til þess að mega stunda sildveiðar hér við suð- vesturlandið yrðu bátarnir að byrja fyrir 10. nóvember. Enda færu þeir út nú i kvöld. —EKG 17 ára piltur „stakk af” frá slysadeild Borgarspítalans með sprautu i handleggnum. Mikið var leitað að honum bæði innan spitalans og utan, en ekki hefur hann fundist. Lögreglan hafði flutt pilt- inn á slysadeildina, þar sem hann var ölvaður og var með magakrampa. Bar hann sig illa en atvikið varð i fyrri- nótt. Þegar á slysadeildina kom var þegar tekið til við að annast pilt og var meðal annars stungið i hann ein- hvers slags sprautu. Átti piltur siðan að liggja kyrr og rólegur þar til timi var til kominn að taka spaut- una burtu. En ekki gerði hann það, heldur tók hann fötin sin og stökk út án þess að láta nokkurn vita, og hefur lög- reglan eða slysadeild ekkert frá honum heyrt. —EA „Víð verðum að pína kaup- mennina lil að borga fyir" HeHdsala vanlar fé til að leysa út jólavarninginn „Peningalega er óhemju erfitt að leysa út jólavarninginn i ár, cn þó var það miklu erfiöara á ár- unum 1967—’68,” sagði einn af heildsölum borgarinnar i viðtali við Visi. „Ég hcf ekki oröið var við neina sérstaka erfiðleika varðandi gjaldeyrinn ennþá. Hins vegar verðum viö að pina kaupmennina til aö borga fyrr, samþykkja styttri vixla. Þótt þetta sé erfitt, þá tel ég þetta ekkert sérstakt vandamál, það eru önnur vandamál miklu verri f þjóðfélaginu i dag.” Vist er um það að allir berja lóminn þessa dagana, og hver á þá að kaupa allan þennan varn- ing, þegar enginn á neitt til neins? Það verður nokkuð fróðlegt að fylgjast með jólasölunni, hún ætti að gefa einhverja mynd af þvi hvort við búum við allsnægtir eða örbirgð. Kannski fólk snúi nú baki við verslunarhátiðinni og velji jólahald i staðinn, gefi kerti og spil? —EB Gáfu norskum starfsbrœðrum langt nef úr langri bifreið... Þetta segja norð- menn að sé stærsta leigubifreið i Norður- Evrópu. Hún er nærri átta metra löng og tek- ur tólf farþega i sæti. Bifreiðin er af Pontiac- gerð. En áður en norskir blaða- menn höfðu áttað sig höfðu is- lenskir blaðamenn þegar haft bifreiðina til umráða I þrjá daga. A þessum „longintes” eru sex hurðir, og ættu menn ekki að vera i vandræðum með að kom- ast út og inn. Á neðri myndinni er úrklippa úr norsku blaði um bilinn, en á þeirri efri islensku blaðamenn- irnir, sem fylgdust með heim- sókn Geirs Hallgrimssonar, for- sætisráðherra, til Noregs. Þeir eru frá vinstri: Bragi Guð- mundsson, Visi, Jón örn Marinósson, Útvarpi, Helgi Jónsson, Timanum, Bjarni Sig- tryggsson, Alþýðublaðinu, og Þorbjörn Guðmundsson Morgunblaðinu. Bilstjórinn tók myndina. Til sanna vegar má færa, að Islendingar eru ekki eftirbátar annarra. OSLO FÁMt JVOitnMJJVS STOMtSTMJ „DHOSJF”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.