Vísir - 20.11.1975, Síða 6

Vísir - 20.11.1975, Síða 6
6 REUTER AP/NTB+ Fimmtudagur 20. nóvember 1975. vism UTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND ÍMORGUN Þingskýrslan ráð CIA lögð um bana- fram í dag Fyrsta opinbera skýrsl- an um hvernig CIA, leyni- þjónusta Bandarikjanna, ráðgerði að taka af lífi ýmsa erlenda þjóðhöfð- ingja verður lögð fram í dag væntanlega. Ýmsir embættismenn Banda- rikjastjórnar og Ford forseti sjálfur hafa lagst gegn því að þessi 500 blaðsiðna skýrsla rannsóknarnefndar öldunga- deildar þingsins verði lögð fram. — Hafa þeir sagt, að það mundi spilla öryggi Bandarikjanna. En það er almennt búist við þvi að skýrslan verði rokna löðr- ungur á leyniþjónustuna sem er þó að kikna undan ýmsum fyrri uppljóstrunum um starfsemi hennar. — Þar hefur komið fram að hún hefur verið duglitil við upplýsingaöflun þegar hæst hefur hóað (eins og i Yom Kippur-strið- inu i fsrael), hún hefur hunsað fyrirmæli forsetans, æðstráðanda Bandarikjanna, og hún hefur troðið á mannréttindum þúsunda bandariskra borgara með sim- hlerunum og hnýsni i einkabréf. Þegar sýnt var að ekki yrði við þingnefndina tjónkað og hún myndi birta skýrsluna hvað sem leið andmælum Hvita hússins, var reynt á siðustu stundu að fá máð úr skýrslunni nöfn erindreka CIA, sem bendlaðir væru við bruggun banaráða leyniþjónust- unnar gegn erlendum þjóðhöfð- ingjum. — Frank Church, for- maður nefndarinnar, sagði að þessi tilmæli hefur verið tekin til greina varðandi nokkra erind- reka CIA, en nöfn annarra yrðu birt. William Colby, yfirmaður CIA, hefur sagt að lifi sumra þessara manna yrði stefnt i voða með þvi að nafngreina þá. A blaðamannafundi var Church þingmaður spurður að þvi hvaða lærdóm mætti draga af nýafstað- inni niu mánaða rannsókn á starf- semi CIA. Hann sagði, að setja þyrfti á laggirnar sérstakt ráð eða nefnd sem fylgdist gaumgæfi- lega með störfum leyniþjónust- unnar. t skýrslunni má búast við að finna nákvæmar lýsingar á þvi hvernig CIA i samráði við glæpa- menn haföi á prjónunum áætlanir um að láta myrða menn á borð við Fidel Castro, leiðtoga Kúbu, Patrice Lumumba leiðtoga Kóngó, eða Rafael Trujillo, ein- ræðisherra i dóminikanska lýð- veldinu. Reagan varpar hansk- anum í dag Ronald Reagan, fyrr- um rikisstjóri Kali- forniu, þykir liklegúr til þess að varpa hanskan- um í dag til einvigisá- skorunar á Ford forseta um útnefningu repúblik- anaflokksins i forseta- framboð næsta árs. Hann átti i dag að flytja ræðu i Blaðamannafélagi Bandarikj- anna, og lá i loftinu i morgun að hann mundi lýsa þar yfir. að hann mundi keppa við Ford um að hljóta útnefninguna. Um leið mun hann koma fram i dag i Flórida og New Hampshire, en i þeim rikjum eru forkosning- arnar haldnar snemma. Fyrstu úrslit forkosninganna þykja hvað mikilvægust vegna þess að þau liggja nógu snemma fyrir til þess að hafa áhrif á forkosningar i öðr- um fylkjum. Portúgals- stjórn lagði niður störf Portúgalsstjórn lýsti því yfir i morgun, að hún legði niður störf i bili þvi að ástandið innan hersins gerði lienni óklcyft að sinna skyldum sinum. Það var Jose Pinheiro de Aze- vedo, forsætisráðherra sem kunngerði þessi tiðindi i morgun, og þykja þau ganga næst hreinni og beinni afsögn stjórnarinnar. I tilkynningunni sagði, að stjórnin mundi sitja i aðgerðar- leysinu þar til Francisco da Costa Gomes forseti gæti tryggt henni nauðsynleg skilyrði til að starfa eðlilega. „Sjötta rikisstjórn lýðveldisins var mynduð i trausti þess, að her- inn mundi tryggja henni þau skil- yrði sem nauðsyn eru eðlilegum starfshöfnum rikisstjórnar. — Sú hefur þó ekki orðið raunin á,” sagði i yfirlýsingunni. Stjórn Azevedo hefur átt við þann vanda að glima að koma aftur á aga innan raða hersins. — En viða f landinu hafa herflokkar haftað engu fyrirmæli yfirmanna sinna og ráða sér algerlega sjálf- ir. Vegur tit verötryggingar Gefinn hefur veriö út nýr flokkur happdrættis- skuldabréfa ríkissjóös, G flokkur, aö fjárhæö 300 milljónir króna. Skal fé því,sem inn kemur fyrir sölu bréfanna, varió til varanlegrar vegageröar i landinu. Happdrættisskuldabréf ríkissjóös eru endur- greidd aö 10 árum liðnum meö verðbótum í hlutfalli viö hækkun framfærsluvísitölu. Auk þess gildir hvert bréf sem happdrættismiði, sem aldrei þarf aö endurnýja í 10 ár. Á hverju ári verður dregið um 942 vinninga aö fjárhæð 30 milljónir króna, og verður í fyrsta skipti dregiö 23. janúar n.k. Vinningar á hverju ári skiptast sem hér segir: 6 vinningar á kr. 1.000.000 = kr. 6.000.000 6 vinningar á kr. 500.000 = kr. 3.000.000 130 vinningar á kr. 100.000 = kr. 13.000.000 800 vinningar á kr. 10.000 = kr. 8.000.000 Happdrættisskuldabréfin eru framtalsfrjáls og vinningar, sem á þau falla.skattfrjálsir. Happdrættisskuldabréf rikissjóðs eru til sölu nú Þau fást í bönkum og sparisjóðum um land allt og kosta 2000 krónur. m SEÐLABANKI ISLANDS

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.