Vísir - 20.11.1975, Síða 7

Vísir - 20.11.1975, Síða 7
m VISIR Fimmtudagur 20. nóvember 1975. LOND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLOND I MORGUN Umsjón: Guðmundur Pétursson Franco einvaldur andaðist í nótt Franco hershöfðingi og eiginkona hans, Carmen, á einum af mörg- um tyllidögum 40 óra valdaferils cinvaldsins. Francisco Franco hershöfðingi, einvaldur Spánar i nær fjóra ára- tugi, lézt i nótt 82 ára að aldri, og skilur þjóð sina eftir i mikilli óvissu um pólitiska framtíð sina. Eftir að hershöfðing- inn fékk hjartaslag 21. október hefur hann háð sitt dauðastrið af sama garpskapnum og færði honum sigur i borgara- styrjöldinni á Spáni 1936-’39 — en allt kom fyrir ekki. Langt helstríð Hann gekkst undir þrjá meiri- háttar magauppskurði á ellefu dögum og lifði þá af, en tapaði lokaorustunni þegar að honum var þrengt á mörgum vigstöðV- um i senn, maginn, hjartað, nýrun og lungun létu undan siga. Læknarnir gáfu i gær upp alla vön um að bjarga lifi hans. Hon- um hafði þá hrakað mjög, og i tilkynningu læknanna i gær var sagt, að þeir gætu aðeins deyft sársaukann. Helstu fyrirmenn stjórnarinn- ar, Carlos Arias Navarro for- sætisráðherra og Alejandro Rodrigues de Valcarcel forseti þingsins, hröðuðu för sinni á sjúkrahúsið siðdegis i gær til að kveðja leiðtoga sinn. Del Valcarcel stýrir þriggja manna rikisráðinu sem fara mun með völdin, þar til Juan Carlos prins hefur svarið kon- ungseiðinn. Það mun að likind- um verða um helgina. Juan Carlos tók við stjórnar- taumunum i veikindaforföllum Francos þann 30. október, en þá vofði yfir hætta á styrjöld við Marokkó vegna deilunnar um spænsku Sahara. 40 óra friðartímabil Fráfall einvaldsins kemur löndum hans ekki á óvart. Hann hefur verið haldinn mörgum sjúkdómum sem hver einn út af fyrir sig hefði getað gengið af helmingi yngri manni dauðum. Þó höfðu vaknað vonir fyrir tiu dögum, þegar einn lækna hers- höfðingjans sagði að möguleiki væri til þess að Franco ætti eftir að lifa marga mánuði enn. Að visu litu stjórnarandstæð- ingar þá á slikar yfirlýsingar sem tilraunir öfgamann til hægri til að hindra prinsinn, sonarson siðasta konungs Spán- ar (sem hvarf frá Spáni i útlegð fyrir 44 árum), i að komast til valda. Franco hershöfðingi hefur stjórnað Spáni með járnglófum siðan 1939. Er þetta lengsta timabil friðar og jafnvægis sem spánska þjóðin hefur notið um aldabil. Carlos óþekkt stœrð Hvað nú tekur við, er allt i óvissu. Juan Carlos prins, arf- taki Francos, hefur ekki fengið tækifæri til þess að láta að sér kveða við pólitiskar ákvarðanir i landinu þótt hann hafi eitt sinn áður sest i leiðtogastólinn i veik- indaforföllum Francos. — Geta menn þvi ekki gert sér grein fyrir hvernig honum munu far- ast stjórnarafskiptin úr hendi. Þó hefur Juan Carlos sýnt að hann hefur mikinn hug á að láta að sér kveða. I deilunni við Marokkó um spænsku Sahara tók hann sér ferð á hendur til Afriku og heimsótti spænska varnarliðið þar meðan óveðurs- blikurnar voru hvað mestar á lofti þegar 350.000 manna göngulið Hassans konungs stefndi inn á spænska yfirráða- svæðið. Þeirri deilu lauk þó friðsam- lega með samningaviðræðum i siðustu viku þar sem Spánn féllst á að láta landssvæðið af hendi við Marokko og Mauritan- iu. — Hafði þá um hrið staðið til að veita þessari fyrrverandi ný- lendu Spánar sjálfstæði. Stjórnarandstöðuhópar á Spáni binda nokkrar vonir við valdatöku prinsins. Vænta þeir þess', að hann reynist frjálslynd- ari en Franco og nú verði leyfð starfsemi ýmissa þeirra flokka sem bannaðir hafa verið frá i borgarasty rjöldinni. Juan Carlos prins, arftaki Francos, við liðskönnun hjá varnarliðinu I spænsku Sahara þegar sem ófriðlegast horfði. PÓLITÍKUSINN Þannig litur teiknarinn, Lurie, á brölt .Hassans Marokkokonungs i spænsku Sahara — eins og veifað væri dulu fyrir spænska bola sem veitti honum ráðningu sem á eftir að koma niður á pólitiskri framtið konungs.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.