Vísir


Vísir - 20.11.1975, Qupperneq 19

Vísir - 20.11.1975, Qupperneq 19
visrn Fimmtudagur 20. nóvember 1975. 19 Bílarnir og við.... Umsjón Ævar Ragnarsson Jeep Renegade CJ 7 fáanlegur sjálfskiptur og með Quadra trac. óttœkar breytingar ó jeppanum... Ný grind, betri fjaðrir Mesti breytingarnar sjást þó ekki svona, fljótt á litið. Undir bilnum er algjörlega nýr og sterkari rammi sem breikkar aftur og verður þvi lengra á milli afturfjaðranna sem auk þess eru lengri en áður. Þetta ásamt nýrri gerð af höggdeyfum á að gera jeppann stöðugri i akstri og minnka hliðarvelting en á þvi var svo sannarlega ekki vanþörf. Sömu vélar og áður Fáanlegar eru nú eins og áður sex strokka vélar 100 og 110 hestöfl og auk þess er billinn fáanlegur með átta strokka 150 ha. vél. t almennri framleiðslu er 100 ha. vélin notuð og við hana tengdur þriggja gira alsamhæfður girkassi með tveggja hraða millikassa. Turbo Hydra-Matic og Quadra-Trac Nú er loksins hægt að fá jepp- ann með sjálfskiptingu, Turbo Hydra-Matic og auk þess Quadra-Trac millikassa eins og t.d. Range-Rover er með, en þá er stöðugt drifsamband út i öll hjól, en mismunadrif milli fram og afturdrifa. CJ 5 gerðin er jafnlöng og áð- ur og þvi ekki fáanleg með sjálf- skiptingu vegna plássleysis. Verð er ekki fyrirliggjandi og jepparnir ekki væntanlegir hingað fyrr en næsta sumar. Þeir stóru lika breyttb’ Ekki hafa JEEP verksmiðj- urnar látið sér nægja að breyta þeim litla. Stóru bræðurnir Cherokee og Wagoneer hafa einnig fengið sterkari ramma og nýjar fjaðrir sem gefa meiri fjöðrun. Wagoneer er almennt með 175 ha. V8 vél með tvöföldum blöndungi, sjálfskiptingu og Quadra-Trac en er fáanlegur með fjórföldum blöndungi og 215 ha. V8 vél eins og áður. Cherokee er með 6 strokka 110 ha vél, þriggja gira kassa og venjulegum millikassa en er fáanlegur með V8 vél tveggja og fjögurra blöndunga og að sjálfsögðu sjálfskiptingu og Quadra-Trac. Nú.er komin á markaðinn torfæruútgáfa af Cherokee á stærri hjólum en auk þess fáan- leg með öllum þeim útbúnaði sem hægt er aö fá með venju- legu gerðinni. Cherokee Chief torfæruútgáfan, þó nokkuð kraftalegur bill. opnast upp og niður og fáanleg er varahjólsfesting á hjörum. Willy’s jeppinn hefur löngum verið vinsæll hjá okkur islendingum sérstaklega þeim sem þurft hafa að aka utan þéttbýlis á vegum, sem mikinn hluta árs eru vart færir nema tveggja drifa bilum. Breytingar þær sem gerðar hafa verið á bilnum á þessu 35 ára timabili, sem hann hefur verið framleidd- ur eru ekki miklar. 1953 kom hann með nýrri vél og ’55 breyttist útlit hans i það sem að mestu hefur verið óbreytt siðan. Þá er Willy’s nafnið ekki lengur notað enda CJ 7, væntanlegur til landsins næsta sumar. þær verksmiðjur ekki til lengur en American Motors samsteypan hefur tekið við fram- leiðslunni og notar að- eins nafnið Jeep með mismunandi viðaukum fyrir aftan. Ný gerð CJ 7 Með ’76 árganginum og hinni nýju CJ 7 gerð verða einhverjar róttækustu breytingar sem hingað til hafa verið gerðar á jeppanum. Eins og sést á mynd- unum hér á sfðunni verða dálitl- ar breytingar á útlitinu frá CJ 5 gerðinni sem er algengust hérna og að visu framleidd ennþá þó þessi sé komin á markaðinn. Lengd milli hjóla eykst um 25 cm og dyrnar stækka að mun. Hægt er að fá bilinn annað hvort með blæjum eða plasthúsi og hafa báðar gerðirnar öryggis- grind aftan við framsæti. En billinn er með plast (poly- carbonat) húsi sem framleitt er i hvitum og svörtum lit eru hurðirnar úr stáli og með skrúfanlegum rúðum. Afturgafl

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.