Vísir - 25.11.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 25.11.1975, Blaðsíða 9
cTMenningarmál VÍSIR Þriöjudagur 25. nóvember 1975. Fyrsta Una saga danska Þórarinn Helgason Helgafell. 1975 Þórarinn Helgason hefur skrifað skáldsögðu af heima- slóðum sinum, um þann mann erlendan, sem Islendingar grunuðu fyrstan að vilja ásælast landið. Stóðu nokkur rök að þvi, vegna þess að maðurinn var Uni Garðarsson, Svavarssonar, þess er hafði vetursetu á Húsa- vik norður. Gleymdi þó ekki þrátt fyrir útsýn til Kinnarfjalla og fjörugt ástalif Náttfara, samanber skráðar heimildir að norðan, að sigla umhverfis land- ið og helga sér það þannig án elds og kvigu. Náttfari varð eftir og olli þvi að landnám i Náttfaravikum er nú 1103 ára, timaskekkju, sem einhverntima getur orðið til illinda, þegar Þingeyingar hafa orðið öll vor ráð i hendi sér. Kvemiaíar liel'ur viöa oröiö til vandræöa En kvennafar hefur viða orðið til vandræða, og timaskekkjur af þess völdum eru alkunnar, jarlsefni íslands eins og þegar biskupsfrú ein á Hólum þurftiekki að ganga með nema i par mánuði eða svo. Garðar yfirgaf hólma sinn og átti ekki afturkvæmt, en Uni sonur hans, kominn af sam- skandinaviskri móður, flæktist i kvennamál við hirð Haralds hárfagra og átti tvo vonda kosti, annað tveggja að lúta konungs- sverði eða sigla til íslands i trausti þess að Island allt væri réttnefnd föðurleifð hans. Fer ég hér i einu og öllu eftir skáld- sögu Þórarins, sem er maður trúverðugur, og samánburöi við Landnámu ekkert frekar að treysta, enda skrifuð af höfð- ingjum, sem voru fyrst og fremst að rekja ættir sinar, stendur einhvers staðar. L ni kom út I Unaósi Ivrir austan Uni kom út i Unaósi fyrir austan og freistaði að gera höfð- ingja handgengna sér. Skömmu siðar var þvi slúðrað upp til Is- lands, að hann væri útsendari hins hárfagra konungs og ætti að leggja landið undir hann, en hljóta jarlstign yfir þvi að laun- um. Undu þá höfðingjar aust- firzkir andliti sinu upp i hrúts- horn og hröktu Una suður i Álftafjörð en siðan hraktist hann undan föðurlandsþóttan- um, sem að visu átti, sam- kvæmt ákveðnum kenningum, ekki að vera til á þessum tima, suður fyrir Vatnajökul i beitar- lendur Leiðólfs kappa á Leið- ólfsstöðum. Þáttur um samskipti Una danska og Leiðólfs var sýndur á þjóðhátið á Kirkjubæjarklaustri sumarið 1974, saminn af Gunn- ari M. Magnúss. Var byggt þar á sömu heimildum Landnámu og i þeirri skáldsögu, sem hér er til umræðu. Fór I þættinum mjög á sömu lund og I skáldsög- unni, að Uni danski var drepinn, hvort sem það stafaði af yfir- gangi hans við konur eða þénustu við sjónarmið Haralds hárfagra. 01' heiöarlegur meö tillili til heimilda Sagan af Una danska er um margt hentugur efniviður i skáldsögu, einkum þegar kemur að samskiptum Una og Leiðölfs- dóttur. Hins vegar krefst skáld- saga annarra sanninda en þeirra, sem felast i heimildum Landnámu, og má það helzt að sögu ÞórarinsHelgasonar finna, að hann hafi verið of heiðarleg- ur með tilliti til heimilda. Leið- ólfsdóttir þýðir Una danska hálffrosinn upp úr Skaftá, en dóninn geldur henni með barni. Veit nú enginn lengur með sönnu, hvort Uni danski vildi burt af landinu til að losna frá frekara barnsfaðernisvafstri, eða af þvi að hann sá aö tsland fengist seint afhent undir kóng og jarl. Af pólitiskum manni að vera virðist hann hafa eytt tima sinum illa, bæði við að detta i ár og ofan á hið veikara kyn. Sem kvennagull var hann óvenju hætt kominn áður en tókust ástir með honum og Leiðólfsdóttur. Ilolsöm l'rásögn Aö vangaveltum slepptum, þá er vert að geta þess, að Þórar- inn skrifar sögu sina ágætlega. Frásögn hans er hófsöm og still- inn hnökralftill. A þremur stöð- um notar hann málshætti, sem eru varasamir i skáldsögum, og kannski enn hættulegri i sögu eins og þessari, þar sem ekki verður sagt um þá alla, að þeir hafi verið notaðir á þeim tima, þegar Uni danski vildi vinna föðurleifö sina en féll fyrir vopnum manns, sem kaus að ráða fyrir iangi döttur sinnar. og telja sauði i stað þess að virða heimþrá manns, sem kjörinn hafði verið af illum ör- lögum til að sækjast fyrstur allra til forráða i voru landi. Sesselíu Stjoinandiiin, Rut Magnusson. segja um söngva Ravels, og það ber stilkennd kórsins lofsvert vitni hversu vel honum tókst að ná fram þeim ólika kórhljómi sem fram kemur i þessum tveim verkum. Annars sömdu impressionistar litið fyrir kór. Ravel meðhöndlar kórinn á ákaflega frumlegan og persónu- legan hátt — hann leitar eftir blæ hinna mismunandi radd- sviða, gengur út frá litbrigðum mannsraddarinnar og velur sér hljóma i samræmi við það. Matyas Seiber var ungverji sem settist að i Englandi og var eitt ágætasta tónskáld þariend- is. Hann var mjög fjölhæfur tón- listamaður og mikill kunnáttu- maður. Hann var einnig frábær kennari og meðal nemenda hans var Fjölnir Stefánsson. Útsetn- l.josm.: JI.M ingar hans á júgóslavneskum þjóðlögum eru prýðilega gerðar og áheyrilegar. En þarna fannst mér flutningur Hljómeykis nokkuö dauflegur. Að visu var hreint sungið og viða vel, en hin óliku lög runnu of mikið saman, ekki tókst að má hinum upprunalega blæ sem i þessum lögum býr. Seinast á efnisskránni var svo lofgjörð Benjamins Brittens til heilagrar Sesselju við ljóð enska skáldsins Auden, sem hér valdi og orti fy.rir mörgum árum. Ljóðið er mjög fallegt svo og tónlist Brittens sem jafnan er áheyrilegur og góður hand- verksmaður, en ekki alltaf ýkja djúptækur. Flutningur Hljóm- eykis var góður, raddvefurinn skýr og greinilegur, framburður góður og kórhljómur faliegur. BOKMENNTIR Dagur heilagrar IIIjomoyki á ælingu. Hljómeyki er kammerkór sem töluvert hefur látið i sér heyra að undanförnu undir forystu Rutar Magnússon. Flytjendur eru 10 að tölu, vant söngfólk með samstilltar radd- ir. Ég hef grun um að siðast liðinn laugardagur hafi verið dagur heilagrar Sesselju, — sem er verndardýrlingur tón- listar og músikanta. Efnis- skráin var lika helguð henni. Verk Purcells er ákaflega fallegt, eins og flest annað sem eftir hann liggur. Einkum er einsöngsþáttur altraddarinnar eftirminnilegur — „ground” eða tilbrigði við siendurtekinr. bassa. óðinn til heilagrar Sesselju flutti Hljómeyki ákaf- lega smekklega. Sama var að eftir Indriða G. Þorsteinsson Þriöju Há skóla tónleikar laugardaginn 22, nóvember i l'élagsstolnuii stúdenta. Él nisskrá: Purccll: Óður á degi heilagrar Sesselju Kavel: Þrir söngvar. Matyas Seiber: Júgóslavnesk þjóðlög Britten: liymn to St. Ueeilia Flytjendur: 111 jómeyki Mig minnir að það hafi verið i fyrra, að Háskólinn hóf að halda reglulega tónleika. Nú i vetur eru ráðgerðir 12 tónleikar annan hvern laugardag i Félags- stofnun stúdenta. Þetta er mjög lofsvert og þarft framtak. Umsjón: Atli Heimir Sveinsson TÓNLIST

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.