Vísir - 25.11.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 25.11.1975, Blaðsíða 11
VISXR Þriðjudagur 25. nóvember 1975. cTVIenningarmál mM' Lögreglumaður 272 heldur áfram lögreglustörfum þótt honum hafi verið vikið úr starfi. Ein besta löggumyndin í langan tíma Háskólabíó Lögreglumaður 372 Bandarlsk, 1974. Lögreglumaður 373 er ein sú besta lögreglumynd sem undir- ritaður hefur séð að undanförnu og finnst að henni megi líkja við Hættustörf lögreglunnar sem sýnd var I Stjörnubiói. Þessi mynd fjallar um lög- reglumann sem vikið er lir starfi um stundarsakir meðan verið er að rannsaka manndráp sem hann varð óviljandi valdur að. Hann hafði drepið Porto Rico-mann og er þvi álitinn kyn- þáttahatari. Lögreglumaðurinn fær sér vinnu sem barþjónn. Skömmu siðar er félagi hans Ur lögreglunni og vinur myrtur, og verður það til þess að hann fer að rannsaka feril hans. Hann kemst m.a. að þvi að vinur hans hafði haft samband við konu nokkra sem vissi eitthvað um vopnasendingar til Porto Rico. Jafnframt kemst hann að þvi að félagi hans hafði þegið mútur af stórlaxi i Harlem, þeim sem sjá átti um vopnasendinguna. Á meðan rannsókn lögreglu- mannsins stendur er vinkona hans myrt og honum sjálfum misþyrmt allhrottalega. Það eru aðstandendur vopnasend- ingarinnar sem fyrir þeim að- gerðum standa. t lok myndar- innar, þegar lögreglumaðurinn liefur komist að þvi hvar á að lesta vopnin i skip i Porto Rico, tilkynnir hann lögreglunni um það, en áskilur sér jafnframt rétt til að kála höfuðpaurnum, sem á sök á allri hans ógæfu. Robert Duvall, sá er leikur lögreglumanninn er vafalaust þekktari sem consigliori úr Guðförðurnum,en honum fer þó einnig ágætlega að leika rudda- legan lögreglumann sem er og verður alltaf lögreglumaður. En það sem gerir þessa mynd ágæta :. umfram aðrar álika er það að komið er inn á fleiri svið heldur en ofbeldið eitt. Aðeins er vikið að baráttu minnihlutahóp- anna i Bandarikjunum og vand- ræðum þeim sem þeir eiga við að glima, og einnig er komið inn á ýmis mál sem má imynda sér að við sé að etja innan banda- risku lögreglunnar. 1 myndinni er sýndur elting- arleikur á bilum, en sh'kt er orð- ið fastur liður i svona myndum. Þó er aðeins brugðið út af vananum i þetta skiptið, þvi sá sem er eltur ekur strætisvagni með farþegum i! Að öllu samanlögðu er vel þess virði að sjá þessa mynd ef menn vilja sjá vel gerða og spennandi lögreglumynd. —RJ Vinátta og ást Tónabió Ástfangnar konur Bresk Leikstjóri Ken Russell. Það er ekkert vafamál að Ken Russell er snillingur, þótt hann stundum ofbjóði skynsemi manns, fari út fyrir það sem við mundum kalla mannlegt. Hann meðhöndlar viðfangs- efnið öðruvisi heldur en aðrir menn. Hann er súrrealistiskur kvikmyndagerðarmaður, og maður má ekki vænta þess að sjá eitthvað sem rennur i gegn- um mann án þess að hugsun þurfi að koma til. Ken Russell er maður smáatriðanna. Það kemur vel fram i þessari mynd, t.d. þegar hann sýnir ungu hjón- in i faðmlögum á botni lónsins og einn segir: Hún drap hann. Siðan er skotið á Rúpert og úrsúlu i sömu stellingum en ekkert sagt. Hins vegar dylst engum að úrsúla „drepur” Rúpert með tali sinu. Hún þröngvar skoðunum sinum upp á hann. Þetta er aðeins eitt af þvi sem maður skynjar þegar horft er á myndina. Það er ekki til neins að ætla sér að segja efnisþráð myndar- innar, þvi hann er enginn sem slikur. Heidur fjallar hún um lif manna, fjögurra manna. Þessir menn eru tvö pör af heldri manna stétt, og verk Russells er að sýna fram á úrkynjunina, til- gangsleysið og tilbúnar þarfir og langanir fólksins. Þarna er eiginlega ekki á ferðinni saga um hinn eilifa þri- hyrning, heldur fimmhyrning. Tvær kennslukonur heillast af heldri mönnum og á þann hátt sem Russell einum er lagið fjallarhann um samskipti þess- ara aðila. Leikur þeirra Reeds og Bates er á stundum stórkost- legur og hugmyndir þeirra, sér- staklega Bates um vináttuna sem endar með þvi að verða hin fullkomna ástsem aldrei verður rofin. —RJ Fimmhyrningurinn. Gerald og Guðrún (Oliver Recd og Glenda Jackson, sem hlaut óskarinn fyrir leik sinn i myndinni), Rúpert og Úrsúla (Alan Bates og Jennie Linden) og Hermione hin ráðrika sem öllum vill stjórna og drottna yfir Rúpert, leikin af Elenor Bron (lék m.a. i Alfie). stjörnu- kíkirinn 1 J Léleg 0 Sæmileg -I- Góð + + Mjöggóð + + + Frábær + + + + Gamla bíó ++.+ Hefðarfrúin og umrenning- urinn Haskólabío + + + Lögreglumaður 373 Stjörnubíó + Emmanuelle Nýja bíó + Ævintýri Meistara Jakobs Bæjarbío + + Barnsránið Tónabíó + + + Astfangnar konur. KVIKMYNDIR Umsjón: Rafn Jónsson og TEIKNAÐIR HUNDAR ERU MÖNNUM BETRI Gamla bló Hefðarfrúin og umrenningurinn Bandarlsk, frá Walt Disney. Það er enginn svikinn sem fer að sjá teiknimyndirnar frá Walt Disney, þvi gæðin eru stórkost- leg. Hvergi hroðvirkni né villa, allt eins og það á að vera. Dýrin i þessu tilfelli hundarnir — eru sérgrein disneyanna, og mann- fólkið er algjört aukaatriði. Það er ánægjuleg tilbreyting að fara að sjá reglulega fallega mynd þar sem kærleikurinn og sakleysið eru númer eitt, þó stundum sé það litið eitt ame- riskt. En hvað umþað. Það var greinilegt að yngsta kynslóðin sem var i meirihluta i bióinu á sunnudaginn skemmti sér konunglega, og það gerði reyndar einnig fullorðna fólkið. Myndin er þó svo dramatisk á köflum að tárin komu i augun hjá yngstu börnunum. En allt er gott sem endar vel og það gerði sagan svo sannarlega i þessari mynd. Þótt þessi mynd sé góð þá er hún ekki eins hröð og kattamyndin sem sýnd var i fyrra og ekki eins fyndin og Jungle Book sem sýnd var fyrir þremur árum og sumir sáu jafnvel 14 sinnum. En hún stendur þó fyllilega fyrir sinu. Aður en aðalmyndin hófs.t var sýnt úr næstu teiknimynd sem verður um Hróa hött, og það virðist sem þar sé von á reglu- lega góðri teiknimynd, og vona ég að hún komist á tjaldið i Gamla biói sem skjótast. Það gera sér sennilega fáir grein fyrir þéirri óskapa. vinnu sem liggur i gerð einnar mynd- ar sem myndin um hefðarfrúna og flækinginn er. Fyrir hverja eina sekúndu eru teiknaðar 24 myndir (ekki 6 myndir einsog islenskir teiknimynda - gerðarmenn gera). Siðan þarf að lita þær allar, og koma þeim Umrenningurinn kennir hefðarfrúnni að njóta lifsins. Hámark allr- ar lifsánægju hunda er að striða hænum. En hætta skal leik þá hæst hann ber, eða þegar hænsnaeigandinn bvriar haglaskothrið. á filmu, en það eitt tekur geysi- lega langan tíma. Þótt ekki séu það heimsfrægir leikarar sem leika í slikum myndum eru þær oft á tiðum dýrari heldur en leiknar myndir með dýrum leik- urum. Það tók t.d. um 300 manns eitt ár að teikna og ganga frá myndinni um Jungle Book. Hefðarfrúin og umrenningur- inn er kvikmynd sem hægt er að mæla með sem fjölskyldumynd. Látið hana ekki fara fram hjá ykkur, þvi hún er ósvikin skemmtun. —RJ FORMULA GETRAUNAKERFIN GEFA 11RÉTTA! j-3 Formula 0-6-12 12 11 réttir Formula 0-7-16 16 11 réttir Formula 1-6-24 24 11 réttir Formula 0-8-32 32 11 réttir (Formula 2-5-36 36 11 jéttir Formula 1-7-48 48 11 réttir Formula 3-4-48 48 11 réttir Formula 0-9-64 64 11 rettir Formula 2-7-128 128 11 réttir Formula 4-4-144 4 144 11 réttir i 11. LEIKVIKU GÁFU 11RÉTTIR 89.000.00 KR. Þeir sem nota kerfi vinna oftar i getraunum en aórir. Er það ekki næg ástæóa til aó nota getrauna- kerfi ? Tryggóu þér eitt strax i dag! Fullkomnar upplýsingar fylgja. ADEINS KR 500- FORMULA Pósthólf 973 Reykjavík /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.