Vísir - 25.11.1975, Blaðsíða 19

Vísir - 25.11.1975, Blaðsíða 19
VISIR Þriðjudagur 25. nóvember 1975. 19 Úlafsvik erelsti löggiltur versl- unarstaður hér á landi. Þeirra réttinda hefir þessi staður nú notið i tæpar þrjár aldir, eða nær hundrað árum lengur en Reykjavík og nokkrar aðrar hafnir sem næst fá slik löggild- ingarbréfúrhendikonungs. Mörg dæmin eru tiltæk um það að kaup- túniöhefur borið nafn með rentu, verðskuldaði sitt konunglega lög- gildingarbréf. — Nefnduf skal Ólafsvikur-Svan- urinn, einn traustasti farkostur- inn sem var f förum milli Islands og annarra landa þau 116 ár sem hann sigldi milli heimahafnar og Kaupmannahafnar, nær til loka siðustu aldar. Þá sigldu heima- menn — og með vissu einn „inn- fæddur” ólafsvikur-kaupmaöur — með hina aldagömlu verslunarvöru Snæfellinga salt- fiskinn, til markaða Miöjaröar- hafslanda, þegar fyrir hálfri ann- arri öld siðan, fyrir þvi eru góðar heimildir, jafnvel fyrr að ætla má. Likur benda til aö heim hafi þá farmurinn á stundum verið nýlenduvörur frá Hafre í Frakk- landi, sem um langt skeiö var ein höfuömiðstöð nýlenduvöru-viö- skipta i álfunni. Einn mesti saltfiskfram- ieiðslustaðurinn Ólafsvik hefur um aldir átt sin velmegunar og hnignunartima- bil. Af þessu kauptúni og undan- fara þess i framleiöslu- og verslunarmálum, Rifshöfn, er mikil saga, og til vansæmdar verður aö telja hversu litt hún er könnuð og skráð af islendingum. Siðustu árin lætur Ólafsvik — sem I dag má vist telja fjölmenn- asta kauptún á Snæfellsnesi — ekki mikið yfir sér. Engu að slður eru starfsamar hendur heima- manna til sjós og lands, og að- komið vinnuafl eins og kostur er á, en afköstin til fyrirmyndar á ýmsum sviðum. Verður hér drep- ið á fáein dæmi þessu til sönnunar úr athafnaumsvifum i þessu plássi, og nokkrum oröum vikið að hugleiðingum út frá þeim. „Saltfiskurinn er þaö sem llfið veltur á”, fullyröir Salka Valka I meistaraverki Laxness. Ólafsvik er einn mesti saltfiskframleiðslu- staöur landsins. A siðast liðnu ári voru tvær vinnslustöðvarnar þar, Hrói og Bakki, einhver afkasta- mestu saltfiskfyrirtæki landsins. Bakki er fjölskyldufyrirtæki, raunar i eigu flestra þeirra sem þar starfa og mætti á þeim vett- vangi veröa öörum til eftir- breytni. Stofnendur eru allir fæddir 1 plássinu. Starfsemina hófu þeir i svo smáum stil aö engu tali tekur. Nú hefur Bakki byggt mikil hús, sem vel eru tækjum búin til starfseminnar. Snyrti- mennska auðkennir þar alla um- gengni og aðbúnaður verkafólks- ins er eins og best veröur á kosið. Það sama má raunar segja um allar fiskvinnslustöðvarnar, sem eru þrjár að tölu, i þessu sjávarkauptúni. Þar greiða þeir allt að 5350 kr á klukkustund i skatta Hrói var afkastamesta saltfisk- verkunarstöð landsins s.l. ár. Eigandinn þar heitir Viglundur Jónsson, og má vist nánast telja nafn hans óþekkt utan byggöar- laga heimafyrir. Engu að siður mun hann vera stærsti skatt- greiðandi landsins þetta áriö. Hann mun greiða sem svarar um það bil krónur fimm þúsund þrjú- hundruö og fimmtiu á klukku- stund, þ.e.a.s. þegar miðaðerviö 8 stunda vinnutimann. skv. samn., allt árið i kring, og skv. álagningarseðli. Viglundur er fæddur og uppal- inn I Stapa. Hefur hann sagt mér frá þvi að er hann var unglingur hafi hann litillega kynnst Ragnari Ólafssyni, hæstaréttarmála- færslumanni, sem þá var endur- skoðandi Sambandsins og kaup- félaganna. Ragnar hvatti þá þennan unga mann til þess að koma suður, I Samvinnuskólann, og vildi greiða götu hans þar,. En til þess voru engin efni i þann tið. Sjórinn við Snæfellsnesið varð að vera hans skóli, og þar varð hans starfsvettvangur, um árabil skipstjóri á eigin bát, þar til hann fór smám saman að verka fiskinn sjálfur, og er nú orðinn stærsti saltfisk-framleiðandi landsins. Rétt er aö geta þess aö á siðustu vertið var Hraðfrystihús Ólafs- vlkur stærsti saltfiskfram- leiðandinn á landinu, Þar munu afköstin hafa verið um 1100 smá- lestir, þegar miöað er við full- staðinn saltfisk. Það þarf lika að selja fiskinn „Lifið er saltfiskur”, en þaö er ekki nóg að veiöa og salta fiskinn, það þarf lika að selja hann. Aö undanförnu hefur litiö eitt verið drepið á sölutregöu á þessari vörutegund erlendis og jafnvel markaðsöflun borið á góma að ég hygg. Stjórnmálaöngþveitið i Portúgal, og óhugnanlegir tollar á Spáni, eiga sinn þátt I þessu, en þar hafa veriö aðalsaltfiskkaup- endur islendinga. — Ég ætla að leyfa mér að varpa þeirri spurn- ingu hér fram hvort KERFIÐ i þessu tilfelli markaðsöflun- ar-kerfið á Islenska saltfiskinum, sé viö hæfi þess fólks i landinu, sem aflar og framleiðir þessa vöru og greiðir m.a. sin opinberu gjöld I samræmi við það. Ég leyfi mér að halda þvi fram aö svo sé ekki.og vill gjarnan rökstyðja þá skoöun mina fáeinum orðum : Frakkar hafa að undanförnu Eftir Stefón Þorsteinsson verið aðrir stærstu kaupendur norska saltfisksins. Hér þekkja saltfiskframleiöendur vart til þess að isl. saltfiskuggi fari á markaö þar i landi. — Skreið- ar-markaðs-lönd norðmanna I Af- riku eru nú farin að kaupa af þeim saltfisk „i æ rikari mæli” ef marka má norsku blöðin. Þau segja frá þvi að góðar horfur séu á þeim málum, enda þróunin i rétta átt, frá skreiðar-til saltfisk- verkunar, séu I þvi mikil vöru- gæði fólgin. Saltfisksala til Nlgeríu mun ó- þekkt hér á landi. — Til Kúbu hafa norðmenn selt nokkuö af þeirri tegund salfisks sem islend- ingum gengur einna erfiðast að selja, þann smæsta og lélegasta. Islendingar öfluðu þarna mark- aöa á sinum tima, og er mér tjáð að þeir muni hafa haft þar hag- stæö saltfisk-viðskipti liklega þar til Fidel Castró náöi þar völdum. Nú er verið að aflétta hafnbanni og samgöngu-takmörkunum bandarikjamanna við Kúbu, svo norömenn geta nú flutt fiskinn beint til landsins. Það er nú löngu liðinn sá timi sem menn sigldu sjálfir með salt- fiskinn sinn til suðlægari landa og leituðu þar uppi hina hagstæðustu markaðsstaöi. Milliliðirnir eru nú orönir margir, fyrst þeir hér heima, virtir og viðurke'nndir. Siðan taka við þeir erlendu, en af þeim fara litlar sögur. Ætla má aö saga þessara mála um áratugi mætti verða talsvert lærdómsrik. Norðmenn hafa löngum verið Is- lendingum erfiðir keppinautar á fiskmörkuöum, oft erfiðari en menn hér ætla. Þegar við skut- um norðmönnum ref fyrir rass Gera menn sér t.d. grein fyrir þvi að um langt árabil eru það norskir fiskkaupmenn, sem ann- ast söluna á Islenskum saltfiski? — Fyrir rúmri hálfri öld skutu is- lendingar norðmönnum þó illi- lega ref fyrir rass, með þvi að þurrka þá út af spánarmarkaðn- um um stundarsakir. Af þessu er merkileg og fyrirokkurskemmti- leg saga, einnig hversu flatt þetta kom upp á norðmenn, frændur vora, sem hafa ekki fengið orð fyrir að semja af sér I viðskipt- um, sem kallað er. Og hér hefur, vlövikjandi saltfisksölunni verið bent á þrjú markaðssvæöi I þrem heimsálfum, þar sem norðmenn hafa komið ár sinni vel fyrir borð, en Islendingum eru lokuð. Nú eru blikur á lofti i sjávarút- vegamálum Ólafsvikurbúa, eins og viðar I þeim efnum, en i Ólafs- vik er öll afkoma fólksins háð fiskinum og farsæld atvinnu- greina er honum lúta, frá þvi hann er veiddur og þar til hann er' borinn á borð neytandans, ef svo má að orði korriast. Hér er i mörg hom að lita: Nefna má friðun hrygningar og uppeldisstöðva við Breiðafjörö, friðun fiskimiða bátaflotans á staðnum, fiski- skipakost kauptúnsbúa i náinni framtið og fjölda viðfangsefna hér að lútandi. Það er „önnur saga” en engin tök á að gera þvi nein skil i þessu greinarkorni. Ólafsvik, 17.11. ’75. Stefán Þorsteinsson. SKUTTOGARI FRÁ SPÁNI Lengd milli statna: 42,97 metrar. Lengd milli lóðlina: 36,00 metrar. Breidd skips: 9.50 metrar ASalvil: M.W.M. 1800 hestöfl. Frigangur skipsins: Samkvœmt kröfum Bureau Veritas. Áætlað verS um kr. 318.000.000,00 AfgreiSslutimi: 8 minuSir. Smiði i skipi þessu er nýlega hafin, og ennþi er tækilæri til a8 breyta þvi þannig, a8 stasrS þess ver8i 40 metrar milli lóBllna, en lengd milli stafna 47 til 48 metrar. Þessi stærri ger8 myndi kosta um kr. 340.000.000,00.— Tæknimenn fri skipasmiBastöSinni eru reiSubúnir til a8 köma nú þegar til Islands til viBræSna vi8 væntanlega kaupendur um hugsanlegar breytingar i innróttngu skipsins, ef þess yrSi óskaS. Vinsamlega hafiB samband vi8 okkur sem allra fyrst. SMXBNÚS VÍgiVHBSSSN Austurstæri 1 7, IV. hæ8 (Hús Silla & Valda). Simar 130578i21557. Heimasimi 41523.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.