Vísir - 25.11.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 25.11.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25. nóvember 1975. 3 BUÐARDALUR: „ALGJORAR DYLGJUR að matvœli héðan hafi orsakað matareitrun" Visir hafði samband við dýra- lækninn á Búðardal og spurði hann hvað hæft væri i þvi sem fram kemur i lesendabréfi Visis frá 18. nóv. sl. Þar birtir Aðal- steinn Valdimarsson gagnrýni sina á klóak- og skolpfrárennsli sem hann segir vera i opnum skurði. Fénaður ösli i aurnum, og þegar hann er færður til slátrunar stafi af honum mikil mengunar- hætta. Þá sé og almennu hreinlæti ábótavant i sláturhúsinu, enda þvi lokað um tima sökum þessa. Hann lætur og i það skina að þarna sé að finna skýringuna á þeim tiðu matareitrunum sem hann segir svo oft sagt frá. Dýralæknirinn sagði hér vera um dylgjur að ræða. Hann hefði haft á hendi hreinlætiseftirlit og kjölskoðun, og hann hefði ekki enn orðið var við neitt slikt. Hann sagði það og dylgjur að sóðaskap- ur væri slikur að eitrun valdi. Hann kvaðst hafa lokað slátur- húsinu i haust vegna ólokinna ráðstafana sem nú væri búið að ráða bót á að mestu. Að visu væri skolp ekki að öllu leyti komið i lokuð ræsi, en unnið væri að þvi af fullum krafti. Um það mætti deila hvort nægur kraftur væri á fram- kvæmdum, en langur vegur væri til þess sem dylgjað væri um i greininni. Aðrar framkvæmdir sönnuðu og að unnið væri að þessu, eins og t.d. að boraðar hefðu verið holur og lögð ný vatnslögn. — VS FISKIÞING MOT- MÆLIR SAMNINGS- TILBOÐI TIL „Neyðist islensk stjórnvöld hins vegar vegna ofrikis og of- beldisaðgerða stórþjóða til tak- markaðra samninga til skamms tima, ber að leggja áherslu á að einungis verði heimilaðar veiðar á þeim fisktegundum, sem eru i bráðri hættu Fiskiþing mótmælir samningstiiboði sem felur i sér veiðiheimildir eriendra þjóða á allt að 65.000 lestum, sem að meginhluta er þorskur.” BRETA Þetta segir m.a. i ályktun ný- -afstaðins Fiskiþings um land- helgismálið. Eftir að ályktun þessi hafði verið samþykkt kom fram tillaga um að Fiskifélagið gerðist aðili að samstarfs- nefndinni um vernd land- helginnar. En þar sem sam- starfsnefndin berst alfarið gegn samningum við útlendinga var hún felld. -EKG. Anton, örn og Paili velja timbur i hriðar- muggunni. Strákarnir frá því í sumar... Anton sagar lárétt. i þau fáu skipti sem sást til sólar í sumar gægðumst við oft út um gluggann hjá okkur hérna í Síðumúla 14/ þar sem ritstjórn Vísis er. Við horfðum öfundaraugum á nokkra hressilega pilta sem voru að byggja hús hinum megin við göt- una. Við kölluðum það skrifstofu- fárviðri þegar sólin hitaði upp hjá okkur og við hefðum miklu frekar viljað vera berir að ofan við byggingavinnu. Eins og aðr- ir sem vinna inni, létum við okk- ur dreyma um að verða sólbrún og sæt. Ekki þar fyrir að það gáfust ekki margir möguleikar til að verða það i sumar, jafnvel þótt menn stunduðu útivinnu. Annað útsýni t gær varð okkur aftur litið út um gluggann og þá sáum við varla i piltana frá þvi i sumar fyrir snjókomunni. Otsýnið var allt annað og leiðinlegra. Skyldu þeir sem eru svo heppnir að vinna inni i landi, yfirleitt gera sér i hugarlund hvað það er að stunda útivinnu á islenskum vetri? Stundum þegar við þurf- um að hlaupa á milli húsa i miklum kulda, dúðum við okkur með öllum tiltækum flikum og skreiðumst svo másandi og blásandi inn i hlýjuna á áfanga- stað. Þá er oft rætt við ókunn- uga, þótt það séu ekki n’ema örfá orð: „Úff, en sá kuldi”. Það er ekki óliklegt að á þess- um spöl sem hlaupinn var hafi verið farið framhjá fimm, sex eða jafnvel fleiri mönnum sem stóðu úti við vinnu sina og töluðu ekkert um kuldann sin á milli. Palli, Örn og Anton heita þrir þeirra sem eru að vinna hinumegin við götuna og þeir héldu áfram að saga og negla meðan þeir svöruðu kjánaleg- um spurningum. — Er ekki andstyggilegt að vinna úti i svona veðri? — Ojæja, það er svosem ekk- ert skemmtilegt. En það er nú ekki kalt. Og maður er orðinn vanur þessu. Sumarið var nú ó.kki svo gott að veðrabrigðin ,...og Palli sagar lóðrétt. (Myndir ÓT) séu neitt óskapleg. En það er alltaf betra að vinna i góðu veðri, hvað sem maður gerir. Þeir voru hressilegir og ekki að sjá að þeir vorkenndu sér að standa þarna snjóugir uppfyrir haus. Það var og. — Bless strák- ar. — Blessaður. Og svo var hlaupið yfir götuna og i hlýjuna á ritstjórninni. En sagarhljóðið og hamarshöggin glumdu ennþá hinumegin við götuna. —ÓT YFIRLYSING Seðlabanki íslands skrifar vegna greinar Vilmundar Gylfasonar BANKAEFTIRLIT REYKJAVlK, 24. nóv. 1975. Bankastjórn Landsba-ika fslands, Reykjavík. Meti greininni "A föstudegi" í dagblaSinu Vfsi 21. nóvember eru birt ljósrit úr skýrslum bankaeftirlits SeSlabankans um rekstur og efnahag viSskiptabanka og sparisjóSa sfSustu tvö árin. Sýna ljósritin hluta aí sundur- liSuöum eínahag Landsbanka fslandi. pr. 31. desember 1973 og 1974. Sam- kvaemt ósk bankastjórnar Landsbankans vill bankaeftirlitið staSfesta eftir- farandi atriSi varSandi gerS þessara skýrslna. EfnahagsliSurinn "viSskiptareikningur aSalbanki/útibú" hjá Lands- bankanum er ekki gerSur upp meS sama haetti f skýrslunum 1973 og 1974 og eru viSkomandi upphaeSir því ekki samanburSarhaefar hjá einstökum útibúum og aSalbankanum. Mismunurinn liggur f því, aS f fyrri skýr slunni er endur- tala afurSalána einstakra útibúa f SeSlabankanum færS sem skuld útibúanna v S SeSlabankann, en seihna áriS er endursalan innifalin f stöSunni viS aSal- bankann, þannig aS ekki er sýnd skuld viS SeSlabankann f efnahag einstakra utibua. Kemur þessi mismunur á gerS skýrslnanna raur.ar glöggt fram f þeim ljosritum, sem birt voru. f árslok 1974 námu endurseld afurSalán útibúsins á Akureyri 1.040. 954 þús.kr. Sé sú upphæS dregin frá stöSu viSskiptareiknings aSal- banka/utibúa, sem er 1. 686. 856 þús. kr. samkvæmt fiainangreindri skýrslu, verSur útkoman 645.902 þús. kr. , og þaS er sú upphæS, samer hæf til saman- burSar viS þær 338. 144 þús.kr. , sem framkoma f skýralunni f árslok 1973. VirBingarfyllst SEÐLABANKI I5LANDS Föstudaginn 21. nóvember birtist i Visi grein eftir Vilmund Gylfason. Með greininni eru birt yfirlit, sem bankaeftirlitið hefur tekið saman úr efnahagsreikn- ingum Landsbankans 31. desember 1973 og 1974. Þessi yfirliteru ósambærileg að þvi er snertir stöðu útibúanna gagn- vart aðalbanka, eins og fram kemur i bréfi bankaeftirlitsins til bankans, sem við birtum hér með. Þetta hefur svo leitt til þess að greinarhöfundur dregur rangar ályktanir i grein sinni, þar sem hann segir að skulda- aukning Landsbankans á Akur- eyri hafi verið 1,3 milljarður á árinu 1974, i stað þess að hún varð i raun heilum milljarði minni eða 0,3 milljarður, eins og bréf bankaeftirlitsins ber með sér. Eftir að tillit hefur verið tekið til fjárhæða sem standa á milli útibúa og aðalbanka verður raunveruleg skulda- aukning útibúsins á Akureyri 340 millj. kr. á árinu 1974. Þetta kemur greinilega fram af töflu, sem gerð var i Hagdeild bank- ans 13. nóvember sl. að beiðni Vilmundar. Hann fékk töfluna afhenta þann sama dag og sjá- um við ástæðu til að birta hana hér. Taflan sýnir skuldir og inn- eignir útibúanna við aðalbank- ann hálfsárslega frá árslokum 1973 til ársloka 1974. Hér er að sjálfsögðu um nettóstærðir að ræða, þ.e. afurðalán, sem endurseld hafa verið Seðla- bankanum eru ekki meðtalin, . enda eru þau lán alveg sjálfvirk og geta hvorki útibússtjórar né bankastjórar ráðið neinu um veitingu þeirra. Auk þess kemur fé til þessara lánveitinga beint frá Seðlabanka en ekki aðal- banka. Til enn frekari upplýsingar má geta þess að heildarútlán á Akureyri jukust um 66% á árinu 1974 á meðan útlán annarra úti- búa jukust um 78%. Af þessu má ljóst vera að um- mæli Helga Bergs, bankastjóra, sem höfð eru eftir honum i Visi 10. nóvember sl., eru rétt. (frá Hagdeild Landsbanka) jTIBfl LANDSBANKANS 1 milli.kr. 31 .12. '73 30.6. '74 . 31.12.'74 NettóstaÖan viÖ aÖalbankann. ( + = inneign; skuld) Akranes + 55,2 + 42,9 + 40,5 Akureyri .... ■ - 334,3 - 690,5 - 674,8 EskifjörÖur . 1) - 260,9 — - 158,5 - 206,6 FáskrúÖsfj. . - - 9,2 - 0,4 Grindav./Sandg. + - 61,0 + 87,6 + 67 ,4 Hornafjöröur.. - 35,3 - 79,6 121,8 Húsavík + 57 ,6 + 47,5 + 82,5 Hvolsvöllur . - 4,9 + 1,1 + 11,2 Isafjöröur .. + 44,7 - 52,3 ' - 139,2 NeskaupstaÖur 1) - - 149,8 - 194,1 Selfoss ...*.. + 47,7 - 28,0 ' 14 8,2 ALLS - 369,2 - 988,8 - 1283,5 ATH: 1) UtibúiÖ í NeskaupstaÖ var opnaÖ í maí 1974 og er aukning skuldar þess viö aöalbankann aÖ mestu fólgin í flutningi viÖskipta frá útibúinu á EskifirÖi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.