Vísir - 25.11.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 25.11.1975, Blaðsíða 17
VISIR Þriðjudagur 25. nóvember 1975. 17 ÍJAB I DAG I í KVÖLP | I PAG | Sjónvarp ki. 22.15: „Þjóðarbúið nónast eins illa leikið og ísland" „lltan úr heimi" ú dagskrú „Utan úr heimi” er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld. Umsjónar- maður er Jón Hákon Magnús- son. Fjallað verður um styrjöldina i Angóla sem nú magnast með hverjum deginum. Þá verður rætt við Magnús Torfa Ólafsson sem er nýkom- inn heim frá þingi Sameinuðu þjóðanna. Jón Hákon ræðir við hann um það sem fram kom á þinginu. Loks verður svo sýnd frétta- mynd frá Egyptalandi um efna- hagsuppbygginguna sem þar er að fara i gang eftir allt það sem á undan er gengið. 0 „Þar er þjóðarbúið nánast eins illa leikið og ísland”, sagði Jón Hákon. „Munurinn er bara sá að við eigum i striði við breta.” — EA Útvarp kl. 20.50: „ÞAÐ HLJÓTA EIN- HVERJIR AÐ HLUSTA, FYRST VIÐ FÁUM SVONA MÖRG BRÉF" „Jú, það hljóta einhverjir að hlusta á þáttinn, fyrst við fáum svona mikið af bréfum”, sagði Guðmundur Arni Stefánsson umsjónarmaður þáttarins „Frá ýmsum hliðum”. Geysimikið af bréfum berst til þáttarins, og sérstaklega mikið eftir þann siðasta. 1 kvöld verður starf hjúkrunarkonunnar kynnt, og einnig starf matsveinsins. Spjallað verður við Ingigerði- ólafsdóttur sem er á fjórða ári i námi i hjúkrun og Jón Sigurðs- son sem er nýútskrifaður i hjúkrun og farinn að starfa. Þá verður rætt við Frimann Sveinsson sem er að ljúka námi i Hótel- og veitingaskólanum, um starf matsveinsins. Flosi ólafsson leikari les úr „Bjargvættur úr grasinu” sem hann hefur þýtt sjálfur. „Þetta er mjög gott hjá Flosa”, sagði Guðmundur Arni. „Ha'nn nær þarna hugsunum unglingsins og notkun hans á ýmsum orðum mjög vel.” Þá er komið að „ungu afreks- fólki”. Að þessu sinni er það 16 ára stúlka, Emma Magnúsdótt- ir, sem er Islandsmeistari i fim- leikum i sinum aldursflokki. Siðan er það leynigesturinn, lesið verður úr bréfum, og ungur vélhjólapiltur ver vél- hjólamenninguna sem svo margir ráðast á. — EA Flosi ólafsson les úr „Bjarg- vættur úr grasinu” i þættinum „Frá ýmsum hliðum” í kvöld. Starf matsveinsins verður meðal annars kynnt. ií« Ástin og miðillinn, rúmið og skólapiltarnir „Astin og miðiilinn”, Astin og rúmið” og „Astin og skólapiltarnir”. Þetta eru heiti myndanna sem sýndar verða ikvöld i myndaflokknum „Svona er ástin”. Fyrsta myndin segir frá karli nokkrum sem orðinn er ekkill. Hann leitar til miðils sem ei; kona, til þess að ná sambandi við hina látnu eiginkonu. Þetta verður þó allt til þess að miðillinn verður ástfanginn af karlinum, og það er allpinleg að- staða þegar karlspyr konusina i gegnum miðilinn hvort hann megi gifta sig aftur.... „I „Ástinni ogrúmið” fylgjumstvið með pilti og stúlku sem leigja ibúð hlið við hlið. Húsvörðurinn i húsinu ætlar að fleygja járnrúmi sem hann hefur átt, en stúlkan vill kaupa það, og húsvörðurinn samþykkir það. En um svipað leyti kaupir pilturinn rúmið af eiginkonu húsvarðarins. Hjónin höfðu ekki ætlað að segja hvort öðru frá sölunni, svo nú er ástandið alvarlegt. Siðasta myndin heitir svo „Astin og skólapilt- arnir”. Menntaskólastrákar eru að grobba sig af sigrum sinum á veitingahúsi, og leiðir það til þess, að einn piltanna býður afgreiðslustúlku á veit- ingahúsi út. En hún er nokkuð eldri en þeir, svo þeim finnst hún eiginlega hundgömul... ^ — EA — Ég er nú bara með hann á leigu, en kannski fær ég rikisábyrgð seinna til að kaupa hann. | lÍTVARP • 14.30 Vettvangur. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 1 ni- unda þætti er fjallað um si- brot. 15.00 Miðdegistónleikar: is- lensk tónlist. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. Finn- borg Scheving fóstra sér um timann. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki, Til- kynningar. 19.35 Menntun islen.skra kvenna. Guðmnndur Jósa- fatsson frá Brandsstöðum flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir. 20.50 Frá ýmsum hliðum. Guðmundur Arni Stefáns- son sér um þátt fyrir ung- linga. Þorvaldur Jón Viktorsson aðstoðar. 21.30 „Eins og harpa er hjarta mannsins”. Þorsteinn - Hannesson les úr ljóöaþýð- ingum Magnúsar Asgeirs- sonar og flytur nokkur kynningarorð. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (18). 22.40 Harmonikulög. Leo Aquino leikur lög eftir Fros- ini. 23.00 A hljóðbergi.,,The Play- boy of the Western World”. Gamanleikur i þremur þátt- um eftir John Millington Synge. Með aðalhlutverkin fara: Cýril Cusack og Siobhan McKenna. Fyrri hluti. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP • 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Skólamál. Þáttur um tónmenntakennslu. Rætt er við Herdisi Oddsdóttur, Njál Sigurðsson og Stefán Edel- stein. Sýnd dæmi úr kennslu i fyrsta, fjórða og áttunda bekk. Auk þess syngur kór Hvassaleitisskóla. Umsjón Helgi Jónasson fræðslu- stjóri. Stjórn upptöku Sig- urður Sverrir Pálsson. 21.15 Svona er ástin. Banda- risk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.15 Utan úr heimi. Þáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússón. 22.50 Dagskrárlok. Nýir snjóhjólbarðar Hollenskir heilsólaðir snjóhjólbarðar BORGARTÚNI 24 .HJDLBflRDASALflH - SÍMI 14925 - PÓSTHÓLF 5169 pycstur með fréttimar vism

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.