Vísir - 29.11.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 29.11.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. nóvember 1975. 3 vísm Nýr hljómsveit- arstjóri í Carmen Hljómsveitarstjóraskipti verða i Carmen nk. sunnudagskvöld. Ragnar Björnsson tekur við af Bodhan Wodiszko þar sem sá síð- arnefndri er á förum til Póllands. Carmen hefur notið gifurlegra vinsælda og hafa aðgöngumiðar selst upp á hverja sýningu til þessa. Sigriður E. Magnúsdóttir syng- ur Carmen en Magnús Jónsson Don José. Nú hefur Jón Sigur- björnsson tekið við hlutverki nautabanans Escamillo af finn- anum Walton Gronroos. —EKG Á myndinni eru Ragnar Björnsson, Sigriður E. Magnúsdóttir og Jón Sigur- björnsson. ilrcinn syngur lilutverk Georgs i Vopnasmiðnum eftir Lorzing, i Vinar- fólksópcrunni 1971. Hreinn Líndal, tenór heldur hljómleika... Hreinn Lindal. tenór, heldur hljómleika i Austurbæjarbiói i dag, laugardag. Hann syngur við undirleik ólafs Vignis Alberts- sonar, lög eftir Sigvalda Kalda- lóns, Pál isólfsson, Karl Ó. Run- ólfsson, Grieg, Schubert og fleiri. Hreinn Líndal kom aftur til Is- lands um siðustu áramót eftir fimmtán ára fjarveru. Hann tók inntökupróf f Conservatio di Musica Ceseilia i Róm, árið 1960, eftir tveggja ára söngnám hjá Mariu Markan. Hann varð næstefstur af þeim sextiu og fimm sem þreyttu próf- iðog fékk þvi ókeypis kennslu við skólann i fimm ár. Hann lauk tveggja ára fullnaðarnámi við akademiu sömu stofnunar árið 1967. Siðan stundaði hann nám i eitt ár við Academica Musicale Chigiana, þar sem aðaláhersla er lögð a ljóðasöng og lauk þaðan prófi með framúrskarandi vitnis- burði. Siðan hefur hann starfað sem söngvari i óperum og óratorium viða um heim og haldið marga einsöngstónleika. Hann söng meðal annars átta óperuhlutverk Volksopera i Vinarborg. Siðast var hann i Bretlandi um tveggja ára skeið og söng i óperum og á konsertum viða um Evrópu og um hrið með flokki söngvara frá BBC. Siðan hann kom heim aftur hefur hann unnið undir hand- leiðslu sina gamla kennara, Mariu Markan, og haldið nokkrar söngskemmtanir á suðurlandi i sumar. —ÓT. Endurminningar Stefáns íslandi eru komnar út ,,Áfram veginn..." heita æviminningar Stefáns íslandi sem Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur skráði. Út- gefandi bókarinnar er Bókaforlag Odds Björns- sonar. Frásagnarmáti bókarinnar er margvislegur. Ýmist segir Indriði beint frá atvikum i ævi Stefáns eða hann gefur söngvar- anum orðið. Eins og að likum lætur kemur Stefán viða við enda frá mörgu að segja á margbreytilegum og löngum listaferli. — EKG FÉLAG IÐNNEMA Á AUSTFJÖRÐUM STOFNAÐ Félag iðnnema á Austfjörðum var stofnað 16. nóvember sl. Á fyrsta fundinúm kom fram að ýmis ákvæði kjarasamninga eru ekki virt og skortir i sumum tilfellum tugi þúsunda á að nemi hafi fengið laun sin greidd. Fundurinn fordæmdi harðlega lágar fjárveitingar til verk- menntunar. Einnig krafðist hann iauna til handa iðnnemum sem þeir geti lifað af. Loks var lýst stuðningi v’ið út- færslu landhelginnar og lýst andúð á öllu samningamakki við útlendinga. Oslóborg reisti íslenskri konu minnisvarða Oslóborg reisti fyrir nokkrum árum brjóstmynd til minningar um ólafiu Jóhannsdóttur. Með þessu heiðraði Oslöborg ólafiu fyrir hið mikla mannúðarstarf sem hún vann meðal vandræða- kvenna þar i borg. Það var Kristinn Pctursson sem gerði minnismerkið. Upphaflega var þvi komið fyrir i Vaterland i Osló en er nú i Sofienbergparken rétt þar hja sem Ólafia starfaði. Brjóstmyndin af Ólafiu var að nýju afhjúpuð af Rolf Stranger formanni lista verkanefndar Oslóborgar. Flutti hann við það tækifæri lofsamlega ræðu um Ólafiu og störf hennar. Fyrir nokkrum árum komu út rit Ólafiu hér á landi og ritaði dr. Bjarni Benediktsson ævi- sögu hennar framan við. Aðventu- og afmælishátið Bú- staðakirkju er á morgun, sunnu- dag, fyrsta sunnudag i aðventu. Þennan dag fyrir fjórum árum var Bústaöakirkja vigö. Smiði liennar hafði þá staöið frá þvi fyrsta skóflustungan var tekin 7. mai 1966. Siðan kirkjan-sjálf var vigð, hefur smám saman verið unnið að þvi að koma safnaðarheimil- inu i endanlega mynd sina. Undir það hillir nú. Kirkjugestum er boðið að skoða safnaðarheimilið og æskulýðsheimilið, sem verið er að innrétta. A sunnudaginn er barnasam- koma að venju kl. 11:00 árdegis og messað er kl. 14:00 siðdegis. Eftir messuna býður kvenfólkið undir forystu Kvenfélags Bú- staðarsóknar upp á veislukost. Eru konur beðnar um að koma kökum sinum og brauðmat upp i safnaðarheimili fyrir hádegi á sunnudag. Allur ágóði af kaffisölu kvennanna rennur til þess að ganga frá eldhúsinnréttingunni. Almenn samkoma verður i kirkjunni um kvöldið. Ræðu kvöldsins flytur Halldór E. 0—— -------------------- er íaíí av veivesene — En mðtte vel regne med det terland págðr for fullt. Den lillr gaten kunne heller ikke være t' nelig. En morgen var hun borte i 41 ðr, sto bare en bolt tilbal smð stein- og murblokker Ið krone skinte mot mannen honnsdottir. Den kan fós t fcan si hvor det har blitt c — Et forsok pá kommunale kon lef J Í\ La Vateríands samaritan l - fá ftedersplass pá brua ; Av Kai Hagen n U -Vatcrlandi dronnlnt- *r rn b«- o lcrntlte aom enni Irrer pi fol- kcmonne om en »r itroketa n ikjorer »om I ilnlten »r forrljte irhundre fartet om I tmufcne I KodfyllfaU. Karl XIIi ftu. Sigurðsson, ráðherra. Aðrir gestir verða kór öldutúnsskólans i Hafnarfirði. Bústaðakórinn og Birgir As Guðmundsson flytja einnig kór- og orgelverk. Eftir helgistund i umsjón sókn- arprestins, séra Ólafs Skúlason- ar, verða aðventukertin tendruð að venju. Á sunnudaginn verða einnig' teknar i notkun nýjar sálmabæk- ur, sem eru gjafir til kirkjunnar. Sóknarfólk og aðrir, sem áhuga hafa, eru boðnir velkomnir i Bú- staðakirkju nú sem endranær. — VS BÚSTAÐAKIRKJA Vilja endur- reisa kommún- istaflokkinn i (lag, 29. nóvember, eru liðin 45 ár frá stofnun Kommúnistaflokks islands. i fréttatilkynningu um þessi timamót segir, að saga flokks- ins hafi verið rík af hetjudáð- um, þrautseigju, starfi og ein- beittum vilja til að leiða is- lenska verkalýðsstétt og alþýðu til byltingar og þjóðfé- lagslegra valda. Arið 1958 hafi borgaraleg öfl oröið ofan á i flokknum, liann yfirgefið sinn byltingarsinnaða grundvöll og verið lagður niður. Þá segir, að þeim öflum vaxi nú fiskur um hrygg sem vilji reisa aftur merki Kommúnistaflokks Islands. I tilefni af þvi verði efnt til baráttufundar i Iðnó á morgun, sunnudag klukkan 15. Þar les Arnar Jónsson. leikari baráttuljóð, ávörp verða flutt. baráttusöngvar sungnir og flutt leikritið „Undantekning- in og reglan” eftir Bertolt Brecht. Eitt af vigorðum fund- arins verður: Endurreisum merki KFl. — 45 ARA SVANA- SÖNGUR Lúðrasveitin Svanur heldur afmælistónleika i Háskólabiói kl. 4 i dag, laugardag. Sveitin átti 45 ára afmæli.hinn sextánda þessa mánaðar. Hljóðfæraleikararnir eru alls 32 talsins og stjórnandi er Sæbjörn Jónsson, trompet- leikari. Meðal annarra verka á dagskránni i dag er frum- flutningur á mars eftir Arna Björnsson, sem hann nefnir Göngulag Reykjavíkur. — ÓT. Aðventu-og afmœlis- hátíð Bústaðakirkju Allt fná smáréttum upp í stórsteikur Veitingabúö Suöurlandsbraut2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.