Vísir - 29.11.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 29.11.1975, Blaðsíða 9
VISIR Laugardagur 29. nóvember 1975. 9 Hvað kostar að keppa á skíðum? Jóhann Vilbergsson er nafn sem flestir kannast við sem hafa fylgst með skíðaíþróttum undanfar- in ár og áratugi. Jóhann byrjaði að keppa á landsmótum 1952 þá 15 ára gamall og hef ur siðan keppt á mörgum mótum smáum og stór- um, hefur unnið mörg stórmót og m.a. keppt á tvennum Olympíuleikum 1960 og '64, og á heims- meistarakeppninni í Austurríki 1958. Auk þess hefur hann verið skíða- kennari og leiðbeint fjölda fólks í skíðaíþrótt- inni. Jóhann er Siglf irðingur að uppruna en hef ur verið búsettur í Reykjavik sl. tíu ár. Hann keppir bæði í svigi og stórsvigi og keppti einnig í bruni með- an það var leyft. Jóhann hefur yfirleitt hleypt mikilli spennu i þau mót sem hann hef ur tekið þátt i og er frægur fyrir að keyra brautina á sem allra mestum hraða — sem hef ur að vísu iðulega leitttil þessaðhann hefur kollsiglt sig og misst af efsta sætinu. Við fengum þennan gamalreynda skíðakappa til að spjalla við okkur um kostnaðinn við skíða- íþróttina, og þær breytingar sem orðið hafa á skíðaútbúnaði: Var alltaf að rifa buxurnar „Breytingin á útbúnaðinum er alhliða, mest i skónum og siðan bindingunum og skiðun- um. Og svo er það nú klæðnað- urinn. Margir halda að þessir nýju búningar séu bara stællinn, en það er fyrst og fremst það að þetta er hentugra. Það hefur orðið bylting i klæðnaðinum siðan teygjubux- urnar komu. Hér áður fyrr gerði maður ekki annað en að rifa buxurnar, þær rifnuðu á saum- um i byltum og mamma var alltaf að gera við þær. Sumir halda að teygjubuxurn- ar séu þvingandi af þvi þær eru svona þröngar, en það er einmitt ekki, þær gefa svo vel eftir. Þetta er eins og vera i góðri föðurlandsbrók. Stakkarnir eru lika mjög góð- ir, þeir eru léttir og hlýir. Ég tel nauðsynlegt að vera i kulda- galla hér vegna verðurs og fyrir keppnismenn er nauðsynlegt að eiga bæði teygjubuxur og helst teygjujakka og lika kulda- galla.” Nú dettur maður aftur í skóna „Það er geysilegur munur að keppa núna, með þessar nýju bindingar og klossa, sem negla mann niður á skiðin. Aðalatriðið er að ráða við skiðin og halda jafnvæginu. Hér áður fyrr ef skiðamaður missti framhallann i brautinni þá var hann dottinn, en nú eftir að skórnir eru orðnir svona háir þá dettur hann bara aftur i skóna. Skórnir þurfa helst að ná upp á miðjan legg, þá er slysahætt- an minni. Fyrst þegar þessir nýju klossar komu þá náðu þeir ekki nema rétt upp fyrir ökkla, og þá voru fótbrot mjög algeng. Það var vegna þess að þá lenti þunginn af hnykknum á svo stuttum kafla af leggnum, en i háu klossunum dreifist þunginn á lengra svæði og brothættan verður minni. Að minum dómi ættu innflytjendur ekki að flytja inn lágu plastskóna. Það er aðalat- riðið fyrir fólk sem er að byrja á skíðum að eignast góða skó, en sparar sér frekar á skiðunum, fá sér svo betri skiði seinna. Ég hef verið heppinn, aðeins einu sinni brákað mig á skiðum. Hins vegar er annar fóturinn á mér 4 1/2 cm styttri en hinn, en það er siðan ég braut á mér hnéð þegar ég var þrettán ára. Upp úr þvi fór ég að leggja meiri stund á skiðin, i og með til þess að æfa fótinn.” Skíðin jafnvel búin eftir úrið „Gæðamunur á skiðunum er mjög mikill, eftir þvi hvaða efni er i þeim. Það eru komin fram mörg gerviefni i skiðum og þau eru alltaf að léttast. Keppnismaður verður að endurnýja skiðin sin oft, hrein- lega vegna þess að þau eru búin að vera sem keppnisskiði, aðal- lega er þá búið að brýna stál- kantana upp, og sólinn kannski langt kominn lfka. Þessi skiði geta samt verið ágæt fyrir al- menriing. Nú endast skiðin min u.þ.b. þrjú ár en sumir sem er mikið á mótum eru búnir með þau eftir árið. Það er mikið atriði að fara vel með skiðin, sérstaklega að passa sig á að fara ekki i grjót, þá eyðileggst sólinn. Skórnir eru hins vegar nærri þvi eilifðareign, það er að segja fyrir fullorðna. Krakkarnir vaxa auðvitað upp úr þeim og skiðunum lika, svo þetta getur orðið ansi mikill peningur, þeg- ar kannski 4-5 i sömu fjöl- skyldunni er á skiðum.” Frœgur fyrir að fara ó hausinn Sá útbúnaður sem keppnis- maður þarf að eiga er að min- um dómi teygjugaili, kuldagalli, húfa, gleraugu, hanskar, stafir, . góðir skór og svo auðvitað fyrsta flokks skiöi. Þeirsem keppa bæði i svigi og .stórsvigi þurfa að eiga skiða fyrir hvort tveggja. Ég hef nú ekki nýjar tölur yfir þetta allt saman, verðið er alltaf að breytast. Hins vegar man ég það að Hér keyrir Jóhann á f ullri ferð í svigbrautinni á Mull- ersmóti í Hveradölum. Jóhann brá sér í keppnisgallann, en skíðafærið var af leitt í stofunni. Svona skiði og skór kosta í dag rétt um hundrað og fimmtíu þúsund. Ljósm. Bragi. fyrstu æfingaskiðin min kostuðu 450 krónur og þóttu dýr þá. Auk þessa kemur svo kostnaður i sambandi við ferðir á æfingar, lyftugjöld og annað. 1 minu félagi æfum við þrisvar i viku á skiðum eftir áramótin. Fram að þeim tima eru þrekæfingar og annað. Á sumrin fer ég i fótbolta einu sinni i viku, en það er of lit- ið, svo reyni ég að fara i sund fjórum sinnum i viku. Sá sem ætlar sér að ná árangri i einhverri grein hvort sem það er á skiðum eða annað, verður að einbeita sér að þvi, annars verður hann bara gutl- ari. Annars er ekki aðalatriðið að vera alltaf fyrstur. Ég er náttúrlega frægur fyrir það að fara á hausinn, það var mér hreinasta nautn að keyra á sem allra mestum hraða, þó ég lenti þá oft út úr brautinni. Nú orðið er ég að mestu hætt- ur þessu og reyni frekar að sigla i gegn, standa brautina og fyrst og fremst að vera með,” sagði Jóhann Vilbergsson. Ja, það er ekki gefið! t cinni af sportvöruverslunum borgarinnar fengum við uppgefið verð á svipuðum kcppnisútbúnaði og Jóliann ræðir um: Svigskiöi 40.000,- krónur Stórsvigskiöi 40.000.- krónur Bindingar á bæði 24.000.- krónur Skiðaskór 22.000.-krónur Stafir 3.500.- krónur Keppnisbuxur 15.000.-krónur Keppnispeysa 10.000.- krónur Kuidagalli 20.000.- krónur Hanskar 4.000,- krónur Húfa 1.500.-krónur Gleraugu 4.000.-krónur .Samtals gera þetta vist 183.500 krónur fyrir keppnismann i svigi og stórsvigi. Þaö er þvi augljóst að upphæöin veröur töluverö ef fleiri en einn i f jölskyldunni stunda skiðaiþróttina af kappi. Þaö verður hins vegar að taka með i reikninginn að smekkur skiðamanna er misjafn cins og annarra, sumir mundu efalaust fá sér dýrari útbúnað en þenhan, en einhverjir kannski ódýrari. A siðastiiðnu ári er taliðað skiðavörur hafi seisthér á landi fyrir rúmlega 30 miiljónir og búist er við að salan verði á þessu ári fyrir um 45 milljónir, en af þessum peningum frá áhugamönnum og keppendum i skiðaiþróttinni renna um 37% beint i rikiskassann. — EB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.