Vísir - 29.11.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 29.11.1975, Blaðsíða 16
16 Laugardágur 29. nóvember 1975. VISIR o □AG | D KVÖLD | O □AG | D KVÖLD | O □AG | Humphrey Bogart er hér ásamt Katharine Hepburn I mvndinni „The African Queen.” y “'”"1 Sjónvarp kl. 21.35 í kvðld: „Berfœtta greifafrúin" Humphrey Bogart er einn af aðalleikurunum i myndinni „Ber- fætta greifafrúin” sem sýnd verður í kvöld. Myndin fjallar um unga stúlku sein verður fræg leikkona, en þegar á reynir hefur frægðin ekki eingöngu i för með sér hið ljúfa lif, sem hana hafði dreymt um. Aðrir aðalleikarar i myndinni eru Ava Gardner, Rossana Brassi og Edmund O’Brien. Myndin hefst klukkan 21.35 og stendur i rúma tvo tima. — EB Sjónvarp sunnudag kl. 22.30: Töf ravegurinn heitir f ræöandi mynd um rannsóknir á starfsemi mannsheilans, sem sýnd verður á sunnudagskvöld. i henni kemur m.a. fram hvaö möguleikar manns- heilans eru miklu meiri en menn hafa almennt vitað. Tilraunakennsla barna hefur sýnt að börn sem hafa álitið sig skorta bæði minni og greind hafa alls ekki nýtt þá hæfileika sem heilinn hefur búið yfir. Ennfremur er þar fjallað um tilraunir sem gerðar hafa verið á rottum til að kanna áhrif umhverfis á heilastarfsemina, þann mun sem kemur fram eftir þvi hvort umhverfið er fábreytt eða fjölbreytt. Þá er i myndinni einnig komið inn á aukinn áhuga Vesturlanda- búa á aðferðum austurlandaþjóða til að ná valdi yfir ýmissi likams- starfsemi. — EB Um þennan likamshluta verður fjallað i „Töfravefnum” á sunnu- dagskvöld. Orn Guömundsson dansar með íslenska dansflokknum í þættinum ,,Með óljósa rönd milli herða" sem verður sýndur í sjónvarpinu kl. 21.00 í kvöld. Sigmundur Orn Arngrimsson les Ijóðin sem dansað er við. UTVARP KL. 17.30 í DAG: Lesið úr nýj- um barnabókum Lesið verður úr þrem nýjum barnabókum, Knút- ur R. Magnússon les úr bókinni ,,Villtur vegar" SJONVARP LAUGARDAGUR 29. nóvember 1975 17.00 íþróttir. Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 18.30 nóminik. Breskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. 3. þáttur. Barna- vinurinn. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 19.00 Enska knattspyrnan. Illé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 liagskrá og auglýsingar. 20.35 Læknir i vanda. Breskur gamanmyndaflokkur. Svo er margt sinnið sem skinn- iö. Þýðandi Stefán Jökuls- son. 21.00 „Með óljósa rönd milli herða” (Dansað við ljóö). tslenski dansflokkurinn á- samt Erni Guðmundssyni undir stjórn Helgu Magnús- dóttur. Lestur ljóða: Sig- mundur örn Arngrimsson. Stjórn upptöku Egill Eð- varðsson. 21.10 Fjallalandið. Mynd um Ekvador. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 21.35 Berfætta greifafrúin. (Barefoot Contessa). Bandarisk biómynd frá ár- inu 1954. Leikstjóri er Joseph L. Mankiewicz, en aðalhlutverk leika Ava Gardner, Humphrey Bogart, Rossano Brassi og Edmund O’Brien. Ung stúlka verður fræg leikkona, en frægðin færir henni ekki eingöngu hið ljúfa lif, sem hana hafði dreymt um. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 23.40 Pagskrárlok. Sunnudagur 30. nóvember 1975. 18.00 Stundin okkar. Fyrst er mynd um litla stúlku, sem heitir Úlla. Þvi næst er teiknimynd um hana nokk- urn, sem dettur i bruggker, kvikmynd af öndunum á Tjörninni og 9. þáttur myndaflokksins um bangs- ann Misha. Hinrik og Marta fara i knattspyrnuspil, og loks er leikþáttur sniðinn eftir þjóðsögunni um Báráð. Umsjónarmenn Hermann Ragnar Stefánsson og Sig- riður Margrét Guðmunds- dóttir. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Heimsókn. Blómlega bú- ið i Kolbeinsdal. Að Sleitu- bjarnarstöðum i Skagafirði hefur myndast visir að litlu sveitaþorpi. Þar býr Sigurð- ur Þorvaldsson og niðjar hans, sem hafa tekið sér ýmiss konar þjónustustörf i stað þess að flytjast á möl- ina. Kvikmyndun Haraldur Friðriksson. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. 21.35 Valtir veldisstólar. Breskur leikritaflokkur. 4. þáttur. Harmleikur I höll- inni. Rúdolf, sonur Franz- Jósefs Austurrikiskeisara og Elisabetar, konu hans, finnst látinn i veiðihöll keisaraf jölskyldunnar i Mayerling, og talið er, að hann hafi ráðið sér bana. Astmær hans er lika látin. I þessum þætti er grein frá viðleitni Habsborgarættar- innar til að bregða hulu yfir harmleikinn i Mayerling- höll. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 22.30 Töfravefurinn. Fræðandi mynd um rannsóknir á starfsemi mannsheilans. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.30 Að kvöldi dags. Páll Gislason læknir flytur hug- leiðingu. 23.40 Dagskrárlok. eftir Ocfdmund Ljone í þýð- ingu Þorláks Jónssonar. Bókin segir frá ungum föðurlausum dreng, Árna, sem býr með móður sinni. Strákunum i skólanum þykir Árni frábrugðinn hinum og eiga það til að setjast á hann. Einn daginn tekur hann til þess ráðs að fara heim í gegn- um skóginn til að losna við þá, og telur sig geta ratað, en það fer á annan veg. Anna Snorradóttir les úr bókinni ,,Dúdúdú" eftir Örn Snorrason. Bókin f jallar um dverga og ævin- týri þeirra, aðallega um dverginn Dúdúdú og for- eldra hans. Þá les Ingibjörg Karls- dóttir úr bókinni ,,Dular- fulla málið í Húsey", sem er nýjasta bókin í bóka- f lokknum um Frank og Jóa eftir Franklin W. Dixon. Stjórnandi þáttárins er Gunnvör Braga Sigurðar- dóttir. —EB Hœfileikar heil- ans lítið notaðir!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.