Vísir - 29.11.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 29.11.1975, Blaðsíða 5
5 VISIR Laugardagur 29. nóveniber 1975. FLOSI LEIKUR LAUSUM HALA Þegar þet+a er ritað er klósettskálar- hneykslið á því stigi, að óvíst er að vita hverjir eiga eftir að verða við það bendlaðir í f ramtíð- inni. Víst er um það að ekki sofa allir vært þessa dagana, því hvað segir ekki máltækið forna: „Oft veldur harður kökkur k.úka- hlassi". Um niðurfallsstíf luhneysklið er einnig f jall- að í Vísi 19. nóv. sl., en þá hringdi Hildegaard Þórhallsson Karfavogi 54 í blaðið og segir meðal annars: „Einn morguninn fyrir nokkru vaknaði ég við heljarmikil högg og læti fyrir utan gluggann. Ég leit út og sá hvar maður var að brjóta niður hluta girðingarinnar sem er umhverfis húsið hjá mér. Að sjálfsögðu gekk ég út og spurði manninn hvað hann væri að gera". Þetta er aðeins upphafið að nýju niðurfalls- stíf luhneyksli sem vafalaust á eftir að draga skoplítinn bagga á eftir sér og valda gíf urleg- um deilum í fjölmiðlum landsmanna næstu mánuðina, því þykkjan leynir sér ekki í niður- lagi greinarinnar um niðurfallsstífÍuna, en þar segir svo: „ En nágranni minn skal ekki f á jað komast með mann að brunninum næst þeg- ar það stíflast hjá honum niðurfall". i Af höfundi Njálu er það helst að frétta að Helgi á Hrafnkelsstöðum er búinn að komast endanlega að þeirri niðurstöðu að Benedikt á Hofteigi sé„gamall grautarhaus". Ætti þessi staðreynd (ef rétt reynist) að geta endanlega varpað Ijósi á leyndardóminn um höfund Njálu. Þvf hvað sagði ekki Soltsenitsin þegar hon- um var sleppt útaf geðveikrahælinu um árið: Gæfa er að mega ganga laus á geði heill og sálu, gott er að hafa grautarhaus ef grúska á í Njálu. Komin er á markaöinn ný bók eftir Flosa ólafsson. Hún heitir „Leikið lausum hala”og er þriöja bók höfundar. í bókinni eru teikn- ingar eftir Arna Elfar, sem áður hefur myndskreytt bækur Flosa. Þessi bók er 132 blaðsiður og út- gefandi er Flosi , Reykjavik. Blaðið fékk leyfi höfundar til að birta eina mynd úr bókinni og stuttan kafla, þar sem Visir kemur við sögu. Annars hefur um bókina verið sagt, að hún sé eins og fyrri verk sömu höfunda, öðru fremur ætluð þeim, sem ekki liti lifið og tilveruna allt of hátiðleg- um augum. „Verkið spannað það, sem þótt hefur broslegt á árinu sem er að liða, þótt ef til vill megi með nokkurri yfirlegu og visinda- legri nákvæmni finna einhverja alvöru leynast i grininu.” Þá segir, að bókin sé vart við hæfi almennings, enda tileinkuð uppmælingaaðli landsins og þó alveg sérstaklega timburmönn- um (trésmiðum), en um þá sé fjallað á visindalegan hátt i hin- um kinverska formála bókarinn- ar. —AG ER BUNADUR BILSINS I LAGI? Það er rétti tíminn til þess núna að minna á bún- að bifreiða þegar snjór eða ising er á vegi. Þá er eins gott að hafa snjókeðjur eða annan réttan búnað á bif- reiðum, sem getur veitt viðnám. En þó að þessi búnaður sé fyrir hendi, er samt eins gott að halda á- framaðsýna fyllstu gætni. Keðjur skulu þannig búnar, að fjarlægð milli þverbanda sé ekki meiri en svo, að eitt faststrengt band snerti akbrautina. Á vegi með föstu slitlagi er óheímilt að nota keðjur, sem valdið geta ó- eðlilegu sliti á yfirborði vegarins. Þegar bifreið, sem er innan við 3500 kg að leyfðri heildarþyngd, er búin negldum hjólbörðum, skulu öll hjól verða með negldum börðum. Heimilt er þó að nota keðjur á hjólum eins öxuls og neglda hjólbarða á öðrum. Á bifreið sem er 3500 kg að leyfðri heildarþyngd eða meira og búin er negldum hjólbörðum, skulu hjól á sama öxli vera með negldum börðum. Naglar skulu vera sem næst jafnmargir á hverjum hjólbarða. Þegar tvöföld hjól eru á öxli, nægir að annar hjólbarðinn sé negldur, enda séu negldir hjól- barðar þá samhverfir um lengd- arás bifreiðar. Óheimilt er að nota rörnagla, oddhvassa nagla eða aðra áþekk- ar gerðir nagla. Notkun keðja og negldra hjólbarða er óheimil á timabilinu frá 1. mai til 15. októ- ber, nema þess sé þörf vegna sér- stakra akstursskilyrða. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.